Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Vörum okkur á veðurguðunum Veðurguðirnir hafa ekki verið okkur mildir fyrstu daga nýja ársins, að minnsta kosti ekki hér á höfuðborg- arsvæðinu, en óveðursfréttir héðan hafa svo sannarlega sett svip sinn á þjóðlífið allt undanfarna sólarhringa. Frá alda öðli hafa íslendingar orð- ið að laga sig að náttúrunni í blíðu og stríðu. Vegna þéttbýl- is, ofurtrúar á véltæknin'a og trausts á að aðrir komi manni til hjálpar bregðast margir nú þannig við ofsa veðurguðanna, að þeir sýnast gera í því að ögra þeim með því að leggja í hann án nægiiegs búnaðar. Og svo sannarlega hafa lögregl- umenn og félagar í björgun- arsveitum haft nóg að gera undanfarna sólarhringa við að bjarga fólki og aðstoða þá sem stöðvast hafa í ófærðinni. Ekki síður skal þeirra getið sem í starfi fyrir borg og bæj- arfélög etja kapps við snjó- komu og skafrenning — hin kviku gulu leifturljós snjó- moksturstækja hafa sést um borgina þvera og endilanga nótt sem nýtan dag og eiga stjórnendur þeirra svo sann- arlega þakkir skildar. Öku- menn strætisvagna og leigu- bifreiða leggja metnað sinn í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana án þess þó að stofna öryggi nokkurs í hættu. Þeir sem mestum vandræðum valda og trufla samgöngur eru þeir sem halda af stað van- búnir og án aðgæslu. Á sínum tíma var talað um fjölmiðlagos í Heklu vegna þess hve fyrirgangurinn varð mikill á öldum ljósvakans, þegar eldfjallið fræga lét í sér heyra. Rétt er að fjölmiðla- menn gæti sín á því, að það eru veðurgurðirnir en ekki þeir hafa sem veðurvaldið, fáir gera sér betri grein fyrir þessu en veðurfræðingarnir, eins og kunnugt er. Ástæðulaust er að óveður þróist yfir í eitthvert fjölmiðlaæði, og þar sé tekið til við að setja ofan í við menn fyrir aðgæsluleysi, þótt þeir haldi af stað frá Keflavík til Reykjavíkur og séu tvo tíma á leiðinni.(!) Eða menn mikli fyrir sér erfiðleikana eins og þegar strætisvagn hélt af stað frá Lækjartorgi klukkan 17 á miðvikudaginn þéttskipaður fólki, vagnstjórinn tilkynnti stjórnstöð um ferðir sínar og fékk þá spurningu til baka, hver hefði leyft honum að fara af stað. Þegar síðast fréttist gekk ferð þessa vagns vel og sem betur fer hafa enn ekki orðið nein stórslys í þessari óveðurshrinu. I Þjóðviljanum í gær var þetta haft eftir Jónasi Egils- syni á Húsavík: „Við getum ekki stillt okkur um að brosa svolítið af Reykvíkingum hérna fyrir norðan. Ekki vegna þess að við trúum því ekki að það hafi snjóað dálítið hjá þeim síðustu daga, aldrei þessu vant, heldur kannski fremur af því að hér erum við tilbúin að taka á móti veðrum og vindum.“ Þótt þeim sé ekki hlátur í huga sem hafa orðið að hírast í ökutækjum tímun- um saman, komast ekki ferða sinna, lent hafa í hrakningum jafnvel á leið milli húsa eða vakað sólarhringum saman við að aðstoða samborgara sína, er sem betur fer óhætt að brosa að minnsta kosti út í annað þegar því er velt fyrir sér, hvernig óveðursæði getur magnast upp meðal okkar eins og hvert annað tískufyrir- brigði. Þó skulum við ávallt vera þess minnug, að hvorki vinsæl tónlist né falleg föt eru lífshættuleg — en það er veð- urhamur ef viðbúnaður er ekki nægur. Ógeðfelld sprengjuiðja Hjá því var að sjálfsögðu ekki komist að skýra frá því í fjölmiðlum, að á þriðju- dagkvöldið hafi verið hringt á Hótel Borg og tilkynnt, að þar myndi springa sprengja innan hálftíma. Lögregla og slökkvi- lið brást við af þeirri ábyrgð sem þessir aðilar sýna jafnan þegar hætta er talin á ferðum. Sem betur fer reyndist um gabb að ræða. Glöggskyggnir menn og næmir fyrir þeim vitleysum sem þykja „sniðug- ar“ í okkar litla og oft ábyrgð- arlausa samfélagi höfðu við orð, að nú myndi ýmsum þykja sér sæma að hafa í sprengju- hótunum við forráðamenn fleiri bygginga en Hótel Borg- ar. Þessir menn hafa reynst sannspáir, því að í gær var símleiðis hótað að sprengja hús Útvegsbankans í Kópa- vogi. Þessa ógeðfelldu sprengjuiðju brenglaðra manna verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Það er svo sannarlega ekki einleikið hvaða „dellur" menn geta fengið. Óveðrið og afleiðingar þess Bíldudalur: Mesti snjór í 40 ár Bíldudal, 6. janúar. HÉR hefur nú snjóað nær uppstyttu- laust þaö sem af er nýju ári og er nú kominn sá mesti snjór, sem hér hefur verið í tæp 40 ár. Ekkert hefur þýtt að ryðja veginn til okkar og höfum við til dæmis enga mjólk fengið á þessu ári. Atvinnuástand var gott á síðasta ári. Rækjubátarnir hættu vegna verkfalls 1. desember, en afli þeirra í nóvember var um 100 tonn og 30 tonn í október. Þrír bátar fóru á hörpudisk í desember og fengu tæp 100 tonn fram að 15. þess mánaðar. Nú er beðið eftir rækjuverðinu. Togarinn Sölvi Bjarnason landaði hér 3.368 tonnum á síðasta ári og fór út á nýjársdagskvöld. Páll ísafjörður: Samgöngu- örðugleikar ísafirði, 6. janúar. MJÖG umhleypingasamt hefur verið á Ísafirði það sem af er árinu, þó munu ekki önnur vandræði hafa hlotist af en samgönguörðugleikar. Eina flugum- ferðin á árinu um ísafjarðarflugvöll var í gær, miðvikudag, þá kom 20 sæta flugvél frá Akureyri og flugvél frá flugfélaginu Erni tókst að sækja ann- an tveggja sjúklinga sem þurftu að komast á sjúkrahúsið á ísafirði til Suðureyrar. Hinn komst ekki og bíður enn. Önnur flugvél flugfélagsins Ernis lagði upp í flug til Þingeyrar, en varð frá að hverfa þar sem flugvöllurinn á Þingeyri lokaðist. Þetta var um hádeg- isbilið í gær. Þá byrjaði að ganga upp stórviðri og hefur það staðið síðan. Línubátarnir náðu heilir í höfn um áttaleytið í gærkvöldi, en Fagra- nes, sem var í mjólkurflutningum vestur á firði náði aðeins til Flat- eyrar og Suðureyrar, en kom þó ekki til hafnar á ísafirði fyrr en um mið- nætti í nótt. Óshlíð var opin skamman tíma í gær og komust þá nokkrir ferða- langar héðan í borð í ms. Stuðlafoss sem var að taka fisk í Bolungarvík, og komust með honum til Reykja- víkur. Tvö stór snjóflóð féllu á Eyr- arhlíð, utanvert við kaupstaðinn, og er vegurinn út í Hnífsdal nú ófær. Ágætlega er fært milli kaupstaðar- ins og Holtahverfis, en í Holta- hverfinu, svo og í hlíðinni upp af kaupstaðnum, er mikil ófærð og eru hús víða að hverfa í fönnina. Strandferðaskipið Vela kom til hafnar um hádegisbilið í dag, en lít- ið hefur verið hægt að vinna við það vegna ófærðar á hafnarsvæðinu og snjókomu. Vegna illviðrisins í gær varð Vela að hverfa frá Flateyri án þess að komast að, auk þess sem hún sleppti viðkomu á Suðureyri og í Bolungarvík. Þegar fréttaritari átti leið um miðbæ ísafjarðar um miðdegið í dag, var þó nokkur umferð um bæ- inn, bæði bíla og gangandi vegfar- enda. Allar verzlanir virtust opnar, svo og bankarnir og aðrar opinberar stofnanir, og var ekki að sjá að ís- firðingar létu verðurhaminn mikið á sig fá. En til marks um snjókomuna má að lokum geta þess, að á heimleið þurfti fréttaritari að ganga um hálfs kílómetra leið frá bíl sínum á Djúpvegi að heimili sínu í Holta- hverfi, og skeði það í fyrsta sinn á yfir 40 ára veru á ísafirði að hann þurfti að brjótast í gegnum snjó- skafla sem náðu honum upp á miðj- an bol stóran hluta leiðarinnar. - Úlfar Húsavík: Veðrið að breytast til hins verra Húsavík, 6. janúar. VEÐRAHAMUR sá sem yfir landið hefur gengið siðastliðin dægur, hefur ekki náð til Húsavíkur. Hér hefur verið hið þokkalegasta veður, þar til nú um nónbilið að veðrið virðist vera að breytast og komin norðvestan hríð- arhraglandi. Autt og akfært hefur verið um allt héraðið, en vegir loftsins hafa verið erfiðir og bíður hér fjöldi far- þega eftir færi til Reykajvíkur. Ein vél kom norður og lenti rétt fyrir veðrabrigðin og er enn óvíst hvort hún kemst suður í dag aftur. Fréttaritari Flatey á Breióafiröi: Hita og rafmagns- laust Dísilrafstöðin í Flatey á Breiða- fírði bilaði seint í fyrrakvöld. Sér hún eynni fyrir rafmagni og hita. Vonir stóðu til að hún kæmist í lag í gærkvöldi, því sá varahlut- ur, sem til þurfti að gera við bil- unina, var til í eynni, en það er i spennustillir sem bilaði. Var ætl- unin að leiðbeina mönnum í Flat- ey við skiptingu spennustillisins í gegnum talstöð frá Patreksfirði, en Flatey er á orkusvæði Orkubús Vestfjarða og símasambands- laust var við eyna vegna raf- magnsbilunarinnar. Svo vill til að vararafstöðin, sem annars er í Flatey, er í viðgerð á Patreksfirði og var því ekki hægt að notast við hana. Reykhólar: Mjólkurbíllinn 3 sólarhringa frá Búðardal Miðhúsum, 6. janúar. HÉR eins og annars staðar vestan lands hefur tíðarfar verið mjög stirt síðan fyrir jól og hefur til dæmis ekki komið hingað læknir á þessu ári. Á okkur sannast, að fáir geta treyst lof- orðum kerfisins, því einu sinni var okkur lofað því, að læknir skyldi hafa vetursetu á Reykhólum. Grunnskólinn á Reykhólum hefur ekki getað hafið starfsemi sína vegna ófærðar og litlar líkur eru á því að hann byrji fyrr en eftir helgi. Mjólkurbill frá Búðardal er nú búinn að vera þrjá sólarhringa á leiðinni hingað að Reykhólum og er enn ekki kominn á áfangastað. — Sveinn. Blönduós: Rúður brotna í þremur húsum Blónduósi, 6. janúar. Upp úr hádegi í gær fór að hvessa á Blönduósi og síðdegis var skollið á hið versta veður, norðanstormur með skafrenningi og ofanhríð. Verst varð veðrið milli klukkan 6 og 9, en þá var skollið á ofsaveður og meðalvindhraði á þessu tímabili um 10 vindstig. Þá brotnuðu rúður í þrem húsum, 6 rúður í félagsheimil- inu, 2 í læknabústaðnum sem stendur við sjúkrahúsið og ein í öðru íbúðarhúsi. Ekki urðu að því er best er vitað miklar skemmdir á innanstokksmunum í húsum þess- um og fljótlega tókst að negla fyrir gluggana. Um kvöldið kallaði lögreglan út björgunarsveitina Blöndu og hjálparsveit skáta til að aðstoða fólk sem átti í erfiðleikum við að komast leiðar sinnar, en færð var þá orðin mjög eífið, sérstaklega vegna bylsins, og sáu menn vart handa sinna skil. Fólk úr ná- grannasveitunum, statt á Blönduósi þegar veðrið skall á, átti í miklum erfiðleikum með að kontast til síns heima. Við Núp í Langadal fauk kerra aftan í dráttarvél út af veginum og skömmu síðar fór traktorinn sömu leið. Ökumanninum tókst að komast til næsta bæjar eftir talsverða hrakninga. Um kvöldið þegar mesti veðurofsinn var genginn niður fóru björgunar- sveitarmenn út í sveitirnar, til að huga að fólki sem sat fast í bílum sínum á heimleið. í dag hefur verið norðaustan hvassviðri hér á Blönduósi og líkt og í gær gengið á með ofanbyl og skafrenningi, en ekki er vitað um nein teljandi óhöpp vegna óveð- ursins síðan í gærkvöldi, þó að margir bíleigendur hafi átt í mestu brösum við að halda gæð- ingunum gangandi vegna og bleytu. Oft hafa lögreglan og björgunarsveitarmenn gripið í taumana og dregið menn og bíla í hús. —Björn. Borgarnes: Mjólkurbíl- stjórar og skólabörn 1 hrakningum Borgarnesi, 6. janúar. f ÓVEÐRINU sem skall á fyrir hádegi í gær lentu mjólkurbílar Mjólkursam- lags Borgfíröinga og rútubílar sem voru í skólaakstri fyrir Varmalands- skóla í erfíðleikum. Skólabíllinn sem fór í Norðurárdal stöðvaðist við Glitsstaði og var farið með börnin sem í honum voru á snjóbíl björgunarsveit- arinnar heim að Hvassafelli þar sem þau gistu ásamt bilstjóra sínum og kennara í nótt. Skólabíllinn sem fór í Þverárhlíð komst heim að Högnastöð- um þar sem börnin dvöldu þar til for- eldrum þeirra tókst að ná í þau. Skóla- bíllinn sem fór vestur á Mýrar komst í Borgarnes þar sem börnin fóru til vina og skyldfólks og var ætlunin að aka þeim heim aftur strax og fært yrði, þar sem ófært er upp í Varmaland. Mjólkurbílstjórar hjá Mjólkur- samlaginu hafa átt í miklum erfið- leikum vegna ófærðarinnar alla þessa viku, bæði að komast eftir þjóðvegum og heim á bæi. Þrír bíl- stjórar komust ekki heim í gær og gistu á bæjum þar sem þeir voru staddir. Á suma bæi hefur ekki verið hægt að ná í mjólk síðan fyrir áramót og er hún farin að skemm- ast, auk þess sem farið er að hella niður mjólk á einstaka bæjum, vegna þess að öll ílát eru orðin full. Vonast er til að hægt verði að ryðja fyrir mjólkurbílana á morgun, ef veðrið verður skaplegt. í dag hafa vegagerðarmenn lagt áherslu á að opna leiðina Hreða- vatnsskáli/Borgarnes, Akranes/- Reykjavík. Ekki eru aðstæður til að opna meira á milli héraða í dag, en það verður athugað í fyrramálið. Mikið álag var á vegagerðar- mönnum í gær á meðan verið var að bjarga fólki og tækjum í hús og lögðu þeir sig alla fram í brjáluðu veðri, ásamt björgunarsveitar- mönnum og fleirum til að bjarga fólki sem sat ósjálfbjarga í bílum stórum sem smáum um alla vegi. í dag hefur veðrið haldist gott hér í Borgarnesi en strax og komið er út úr bænum hefur það versnað. Hefur veðrið tafið mjög fyrir vinnu við snjómokstur í dag. Þungfært er hér innanbæjar sérstaklega í hliðargöt- um, en unnið hefur verið að því að moka snjónum burtu. HBj. Flateyri: Tvísýnt um mokstur vegna tækjaleysis Flateyri, 6. janúar. Hér hefur verið rafmagnslaust síðan tvö í nótt. Líklega er ekki um alvarlega bilun að ræða, en það hef- ur reynst erfítt að komast inn í sveit, til að gera við bilunina, þar sem það eru engin tæki á staðnum fær um að komast inn í sveit. Að síðustu var það ráð tekið að fara á bát inn eftir og standa vonir til að takist að laga bilunina fyrir kvöld- ið. Hefíll, sem hér er á vegum vega- gerðarinnar, er það veigalítill, að hann ræður sennilega ekki við þau snjóalög sem komin eru. Verið er að reyna að útvega jarðýtu frá Ingj- aldssandi og er ekki vitað enn um lyktir þess máls, en það mun lík- lega vera eina leiðin til að moka inn á fíugvöllinn hér, því komnir eru það miklir ruðningar, og því er mjög óvíst um hvenær hægt verður að opna inn á flugvöllinn. Hér eru óvenju mikil snjóalög og muna margir ekki eftir jafn- miklum snjóalögum lengi, alla vega í byggð. Eftir nóttina eru hér komnir 4 metra háir skaflar og hefur mjög mikið skafið og snjóað. Það hefur verið mjög hvasst, en ekkert tjón orðið á mannvirkjum. Ekki er vitað um nein snjóflóð enn sem komið er. Ástandið í rafmagnsmálum hefur verið mjög gott hér, fram til þessa. — EFG Fólk flýr vetrarhörkuna ÍSLENDINGAR flytja vetrar- hörkuna — í morgun var áætlað að Flugleiðavél færi með 164 manna hóp í sól og sumaryl til Kanaríeyja. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema að á síðustu dögum kom mikill kippur í farmiðasölu og seldust allir miðar upp um áramótin. Munu vetrar- hörkur undanfarið vera helsta ástæða þess að fólk fer suður á bóginn. Dræm þátttaka hefur iðu- lega verið í fyrsta flug í janúar og mun þetta í fyrsta sinn sem upp- selt er í þessa fyrstu janúarferð. Fauk tvívegis breidd sína Nóg að gera hjá björgunarsveit Ingólfs „ÞAÐ VAR óhemjuhvasst og þegar við vorum í efstu brekkunni fauk snjókötturinn tvívegis breidd sína til hliöar. Þá þurftum við aö halda viö hliöarrúöurnar í snjókettinum þeim megin sera veðriö stóð á hann í verstu hryöjunum," sagði Þorbjörn Gíslason, en hann ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni, báöir frá björgunar- sveit Ingólfs í Reykjavík fóru með Eirík Árnason símvirkjaverkstjóra hjá tæknideild Pósts og síma upp á Skálafell á sjöunda tímanum í morg- un á snjóbíl að gera við bilun sem þar varð og olli því að símasam- bandslaust var meira og minna við allt Suðurland. „Á hlutum leiðarinnar varð ég að ganga á undan bílnum, skyggn- ið var svo slæmt, annars að vera í lúgunni og segja Þorvaldi til. Sem dæmi um hvassviðrið má nefna að klakastykki úr rafmagnsstaurun- um á Skálafelli fuku á snjóköttinn þegar við vorum um það bil að komast í áfangastað. Annars gekk þetta átakalaust. Við vorum komnir upp eftir um klukkan 9.20, höfum staldrað við í um það bil klukkutíma. Ferðin niður eftir gekk betur, enda þá orðið bjart og veðrið heldur farið að lægja og niður í Mosfellssveit vorum við komnir um hálf eitt,“ sagði Þor- björn Gíslason ennfremur. Það var nóg við að vera fyrir snjóköttinn, því strax og hann kom til byggða í Mosfellssveit fór hann þar í sjúkraflutninga, en bíll frá björgunarsveitinni Kyndli í Mosfelssveit, sem sér þar um sjúkraflutninga komst, ekki um hluta þorpsins vegna mikilla skafla sem voru í veginum. Bílar björgunarsveitar Ingólfs hafa farið í yfir 20 brunaútköll og Ljósmynd Arni Arnason. Á Akranesi muna menn ekki eftir annarri eina ófærð og var I gær. Þessi mynd er tekin á Bjarkagrund seint í gærkvöldi og eins og sjá má grillir rétt í efsta hluta bílanna undir fannferginu. Akranes: Á myndinni er verið að færa sjúklinginn (eftir að komið var ofan af Skála- felli) úr snjókettinum yfír i bfl sem átti að fara með hann til Reykjavikur. Ljósmyndir Þorkell Þorkelsson. hlaðinn slökkvibúnaði. Snjóbíll er frá björgunarsveit Ingólfs unnið einnig hafður á slökkvistöðinni við við það að aðstoða fólk sem var í Öskjuhlíðina. Alls hafa sjö bílar vandræðum í ófærðinni. Eldri menn muna ekki aðra eins snjókomu og ófærð Akranesi, 6. janúar. DAGLEGT líf á Akranesi er nú að færast í eðlilegt horf eftir nánast tveggja sólarhringa óveður. í gær myndaðist strax mikil ófærð og stóðu bílar fastir viðast hvar í bæn- um. Lögregla, björgunvarsveit- armenn og bæjarstarfsmenn stóðu í ströngu við að aðstoða fólk, sem varð að yfirgefa bíla sína og eins aðstoðaði björgun- arsveit fólk, sem var í langferða- bílum í nágrenni Akraness svo og starfsmenn Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga, sem komast þurftu til og frá vinnustað sínum. Engin alvarleg óhöpp hafa hér orðið, og nú í kvöld eru götur bæjarins orðnar sæmilega greiðfærar. Að sögn eldri manna muna þeir ekki svona mikla snjókomu og ófærð í bænum. J.G. Ljósmynd Arni Arnaaon Stund milli stríða. Félagsmenn I björgunarsveitinni Hjálpinni á Akranesi safna þreki fyrir átök næturinnar, en þeir aðstoðuðu meðal annars fólk I langferðabllum f nágrenni Akraness. Þeir sem lögðu leið sfna upp á Skálafell f gærmorgun. Farkosturinn í baksýn. Taldir frá vinstri: Þorbjörn Gfslason, Eiríkur Arnason og Þorvaldur Þor- valdsson. með sjúkt fólk á meðan á óveðrinu slökkvistöðinni við Oskjuhlíð og hefur staðið. í fyrrinótt voru alls þrír í slökkvistöðinni í Árbæ, en 12 menn á vakt, 6 í Gróubúð, þrír á þar er til taks snjóbíll með sleða,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.