Morgunblaðið - 07.01.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.01.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 27 Þórunn Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 29. maí 1975 Dáin 2. janúar 1983 Nu andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar, sem foröum vor í sefi söng, nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. (Tómas (•uómundsson) Hún Þórunn litla vinkona mín og nemandi er horfin sjónum okkar. Hún lést árla morguns þann 2. janúar 1983. Að andlát hennar skyldi bera svo skjótt að grunaði engan. Hún barðist við alvarlegan sjúkdóm, en svo sannarlega von- uðust allir til þess að sú barátta endaði á annan veg en raunin varð á. Baráttunni er lokið og það er huggun harmi gegn að sú barátta varð ekki lengri og erfiðari, fyrst svona þurfti að fara. Þórunn var fædd 29. maí 1975. Dóttir hjónanna Ástbjargar Ólafsdóttur og Guðmundar Har- aldssonar, Otrateig 56, Reykjavík. Ég var svo lánsöm að kynnast Þórunni fyrir 1 'Æ ári, en þá varð hún nemandi minn í 6 ára deild í Laugarnesskóla. Ég man vel eftir fyrstu fundum okkar, þegar hún kom með móður sinni. Þessi litla stúlka hafði svo hlýtt og elskulegt augnaráð og framkoman öll var svo heilbrigð og yndisleg. Hún bar það ekki utan á sér, að þá þegar hafði hún átt við vanheilsu að stríða. Rann- sóknir sýndu þá að sjúkdómurinn hafði látið undan síga, að minnsta kosti í bili. Við leyfðum okkur því að vera bjartsýn. Á liðnu hausti kom Þórunn í skólann útitekin og frískleg úr ferðalagi með foreldrum sínum. Ferðin hafði verið fjölskyldunni til mikillar ánægju, en brátt skip- ast veður í lofti. Hinn alvarlegi sjúkdómur Þór- unnar var að taka sig upp aftur og mikil og erfið læknismeðferð var framundan. Enginn skyldi sjá það á þessari litlu hetju sem Þórunn var. Hún þurfti að vera frá skóla dag og dag með vissu millibili, en skólann vildi hún sækja í lengstu lög. Skóladagurinn hennar var fyrir hádegi og stórar sprautur biðu hennar stundum eftir hádegi. Ég vissi hvaða dagar það voru en aldrei hafði Þórunn orð á því að hún kviði þeim og þó vissi hún að næsta dag á eftir yrði hún eftir sig og gæti ekki komið í skólann. Hún var alltaf í góðu skapi, þessi brosmilda elskulega stúlka sem kom fram eins og allt léki í lyndi fyrir henni. Hún var einbeitt í öllu starfi og allt lék í höndunum á henni. Hún hafði gaman af söng og dansi, teiknaði fallegar myndir af vandvirkni og litagleði. Hún átti afar gott með að skrifa sögur og las þær upp fyrir bekkjarsystkini sín frjálslega og skemmtilega. Þórunn átti mjög góða vinkonu í bekknum. Vinskapur þessara litlu stúlkna var óvenjulega náinn og heilsteyptur miðað við þann unga aldur sem þær voru á. Þær höfðu ekki þékkst fyrr en haustið ’81 en drógust þá mjög hvor að annarri og bundust svo sterkum vináttu- böndum að hagur vinkonunnar virtist ævinlega sitja í fyrirrúmi fyrir hugsuninni um sjálfar sig. Þórunn varð að hætta í skólan- um 3. nóvember vegna aukinnar læknismeðferðar. Hún fékk þó að vera mikið heima og notaði þá tímann til náms og fylgdist með því sem var að gerast í skólanum þótt hún gæti ekki verið þar sjálf. Við höfðum vonast eftir því að hún gæti komið aftur í skólann eftir áramótin því að þá yrði lokið vissum áfanga í læknismeðferð- inni. Meðal annars hafði hún æft smá atriði í söngdansi, sem hún myndi taka þátt í með bekkjar- systkinunum á nýju ári, en menn- irnir áætla og guð ræður. Og skín ei Ijúfusl ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staóar nemur, og eilífiega, óháó því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas (lUÓmundsson) Ég votta foreldrum Þórunnar, systkinum, Guðrúnu litlu vinkonu hennar og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau svo sorgin megi mildast. Matthildur Guðmundsdóttir Þórunn litla er horfin frá okkur. Aðeins sjö ára varð hún að láta í minni pokann fyrir sjúkdómnum, sem hún hafði háð harða baráttu gegn frá því hún var þriggja ára. Stundum virtist eins og hún hefði náð yfirhöndinni, en í haust tók sjúkdómurinn sig upp aftur, verri en áður, og þá varð ljóst að hverju stefndi. Á stundum sem þessum veltir maður fyrir sér, hvers vegna ung og mannvænleg börn eru tekin frá foreldrum sínum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum, þegar allt mælir með því gagnstæða. Þórunn sýndi á sínum stutta lífs- ferli að í henni bjuggu þeir kostir, sem hægt er að óska nokkrum manni. Hún var lífsglöð og hörku- dugleg; aldrei lét hún sig vanta í skóla, nema á þeim timum þegar hún þurfti að dveljast á sjúkra- húsi. Ef hún var heima fór hún í skólann og sinnti skyldum sínum, jafnvel þótt vitað væri að henni leið ekki vel. í leik var hún líka kát og hress, þótt yfir henni vofði stöðugt að fara aftur á sjúkrahús- ið. Þórunn talaði stundum við jafnaldra frænku sína og vinkonu, sem einnig hefur nokkrum sinnum dvalið á sjúkrahúsi, um dvölina þar. Þeim frænkum kom saman um, að sjúkrahúsferðir væru allt annað en skemmtilegar, þótt báð- ar vissu, að þær væru nauðsynleg- ar. Fyrirmyndarumönnun á sjúkrahúsi getur aldrei bætt fylli- lega fyrir þá frelsisskerðingu, sem ung börn, hraust í anda, verða fyrir. En Þórunn bar sjúkdóm sinn í hljóði og aldrei heyrði ég hana vorkenna sjálfri sér vegna baráttunnar, sem hún háði, bar- áttunnar, sem við vissum, að yrði fyrr eða síðar vonlaus. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þetta eru einu orðin, sem mér finnst að geti veitt foreldrum og systkinum Þórunnar einhverja huggun, en hvers mega sín orð á þessum stundum. Við vitum, að þótt Þórunn sé horfin frá okkur, lifir hún áfram með okkur í ánægjulegri endurminningu, sem við munum öll varðveita með okkur um ókomna tíð. Ég votta foreldrum Þórunnar, Guðmundi og Ástu, og systkinum hennar, Birgi, Magneu Sigríði og Gísla Þór og öðrum vandamönnum samúð mína og vona, að Guð styrki þau í sorginni. Rafn Jónsson í þann mund er birta frá hátíð ljósanna var að byrja að skína og hækkandi sól að búa sig undir að bægja skammdegismyrkrinu frá kvaddi dauðinn dyra. Hann kemur okkur ævinlega að óvörum jafnt þótt hans sé ætíð von. Við eigum það eitt víst í þessari veröld að verða héðan kvödd. Það eitt er óumbreytanlegt að ekkert líf er án dauða og enginn dauði er án lifs. Orð mega sín lítils þegar svo snögglega syrtir að og sorgin sest að í brjósti okkar. Okkur verður á að spyrja: Hvers vegna? En eins og ævinlega þegar stórt er spurt verður fátt um svör og það er ekki okkar mannanna að svara. Að morgni annars dags þessa nýbyrjaða árs kvaddi Þórunn Guðmundsdóttir þennan heim. Hún var aðeins 7 ára gömul, elst þriggja barna foreldra sinna Guð- mundar Haraldssonar prentara og Ástbjargar Ólafsdóttur, Otrateigi 56 í Reykjavík. Sjö ár eru sannarlega ekki hár aldur í tölum talið. En hvað er langlífi var spurt og við því er það svar að árin ein segja ekki allt heldur það hvernig lifað var. Þórunn Guðmundsdóttir var hetja. Hennar hetjulund var meiri en árin hennar sjö segja til um, og aðeins þeir er næst stóðu þekkja og fá skilið. Fyrir fjórum árum var ljóst að hún þjáðist af þeim sjúkdómi sem nú leggur flesta að velli og mannlegt vit og máttur má sín hvað minnst gegn. Allt var þó gert sem í mannlegu valdi stóð til að vinna bug á meininu. Um hríð voru horfurnar ótrúlega góð- ar og framtíðin virtist brosa við. En á síðastliðnu sumri dró ský fyrir sólu, meinið tók sig upp og batinn var ekki lengur alveg í augsýn en samt var haldið í von- ina. En nú megnaði máttur lækna- vísindanna ekki, þó mikill sé. Kall- ið kom fyrr en skyldi og eins og ævinlega öllum að óvörum. Lækn- um og öllu starfsliði Barnaspítala Hringsins viljum við fyrir hönd ástvina hennar og fjölskyldu færa innilegar þakkir fyrir þá alúð og einstöku umhyggju sem hún þar naut frá upphafi allt til hinstu stundar. Þar varð ekki betur gert. Þórunn barðist hetjulegri bar- áttu, — baráttu sem við öll fyrr eða síðar heyjum með einhverjum hætti. Frá henni heyrðist aldrei æðruorð eða kvörtun á hverju sem gekk. Hún brosti til okkar um jól og áramót enda þótt líkaminn væri þá þjáður. Það bros geymist. Hún var skýrt barn og gerði sér grein fyrir hve alvarlegan sjúk- dóm hún átti við að stríða. Samt æðraðist hún aldrei. Við sem eldri erum máttum vissulega margt af henni læra. Þótt hún hafi nú kvatt okkur um sinn og horfið til ljóssins heima þá lifa minningarnar eftir. Þær verða okkur ástvinum hennar sá fjársjóður sem ekkert fær grandað. Megi algóður guð veita foreldr- um hennar og systkinum styrk. Öll höfum við mikið misst en þeirra missir er mestur. Nú dvínar óðum birtan frá jól- um og við tekur birta hækkandi sólar lífs og gróanda. Þá er gott að eiga góðar minningar. Þeirra birta dvínar aldrei. Þórunn Guð- mundsdóttir var birtunnar barn. Hún bar með sér ljós og gleði hvar sem hún fór. í hugum okkar föð- urforeldra hennar er hún og verð- ur ljóssins og birtunnar barn. Guð blessi minningu hennar. Þórunn Guðmundsdóttir, Haraldur Gíslason. Minning: Hinrik Jórmundur Sveinsson stýrimaður Fyrir þremur áratugum og einu ári betur bar fundum okkar Hinr- iks Jórmundar Sveinssonar fyrst saman. Atvikin höfðu hagað því á þann veg að ég og kona mín höfð- um fest kaup á ibúð á jarðhæð í húsinu Granaskjóli 5 hér í borg, en Hinrik hafði á sínum tíma staðið fyrir byggingu þessa húss. Hinrik og kona hans Laufey Bær- ingsdóttir bjuggu þá á efri hæð- inni í umræddu húsi ásamt dætr- um sínum Guðrúnu og Margréti, þá ungum að aldri. Brátt myndað- ist mikill kunningsskapur milli okkar hjónanna og íbúanna á efri hæðinni, þeirra Laufeyjar og Hinriks, og dætranna ungu. Ald- ursmunur var að vísu töluverður milli hjónanna á þessum tveimur hæðum í húsinu i Granaskjóli 5, en stundum virðist það ekki skipta svo miklu máli. Kynslóðabilið get- ur oft orðið eins og lítil grunn vík milli vina. Enda varð sú raunin á í þessu tilviki. Milli okkar myndað- ist brátt gott samband og vinátta sem entist meðan öll voru ofar moldu. Hinrik og Laufey voru fróð og lífsreynd og höfðu gengið í harðan skóla lífsins og gátu miðlað okkur svo mörgu. Þau kunnu frá ýmsu fróðlegu að segja og voru gædd ríkri kímnigáfu og gátu á auðveld- an hátt séð það spaugilega i flest- um málum. Þessi eiginleiki var snar þáttur i eðli þeirra beggja. Gaman var á góðum stundum að spjalla við þau hjón og ég kom alltaf fróðari og léttari í lund af þeim samfundum. Bæði höfðu þau mikið yndi af því að grípa í spil og mörg kvöldin sat ég hjá þeim að spilum. Margt var þá spjallað og oft hlegið hátt. Ég og kona mín þökkum Hinriki og Laufeyju fyrir þá miklu vin- semd og hlýju, sem þau sýndu tveimur ungum börnum okkar á þessum árum. Börnin okkar áttu alltaf öruggt athvarf hjá þeim hjónum á efri hæðinni og þar var vel litið eftir þeim og við vissum þau í öruggum höndum. Hinrik var fæddur þann 25. febrúar árið 1897 og var því á átt- ugasta og sjötta aldursári þegar hann lést. Fæddur var hann í Mið- seli vestast við Vesturgötuna ör- skammt frá Selsvör, þar sem sást út á úfinn sæ. Sjávarseltan var honum því í blóð borin og átti eftir að hafa sín áhrif og marka djúp spor á allt hans ævistarf. Segja má með sanni að Hinrik hafi verið sannkallaður Vestur- bæingur því árið 1907 byggði faðir hans húsið að Brekkustíg 10, sem enn stendur á sínum stað og þar ólst Hinrik upp, og í þessu húsi dvöldust foreldrar hans til ævi- loka. Faðir Hinriks, Sveinn Jóns- son, mun hafa stundað sjó- mennsku alla sína ævi og ungur að árum fór Hinrik að stunda sjóinn með föður sínum. Gamalt máltæki segir að snemma beygist krókur- inn að því sem verða vill, enda mun það sannmæli hvað Hinrik snertir. Móðir Hinriks var Guðrún Hinriksdóttir. Mjög var kært með Hinriki og henni og minnist ég frá þessum árum okkar í Granaskjól- inu hversu oft hann fór í heimsókn til aldinnar móður sinnar á Brekkustíg 10 til að líta eftir henni, en þar bjó hún áfram eftir lát eiginmanns síns í hárri elli. Enn sé ég fyrir mér rúnirnar í andliti þessarar gömlu og lifs- reyndu sjómannskonu, sem svo margt hafði reynt á langri ævi. Hinrik útskrifaðist úr Stýri- mannaskóla íslands vorið 1922 og má segja að allt hans ævistarf hafi verið tengt sjónum, sjó- mennsku, útgerð og aflabrögðum upp frá því á einn eða annan hátt. Hann kvæntist Laufeyju Bær- ingsdóttur árið 1932 og eignuðust þau tvær dætur eins og fyrr getur, Guðrúnu og Margréti, sem báðar eru giftar og búsettar hér í borg- inni. Skömmu eftir að þau hjón gengu í hjónaband fluttust þau til Flateyjar á Skjálfanda og stund- aði Hinrik þar sjómennsku og rak útgerð allt til ársins 1949. Þá fluttust þau hjónin ásamt dætrum sínum til Reykjavíkur og reistu húsið í Granaskjóli 5 þar sem þau áttu heima til æviloka. Hinrik lagði ekki árar í bát þótt hann hætti í útgerðinni heldur stundaði hann atvinnu sem tengd var sjó- mennsku og vinnslu sjávarafurða meðan kraftar hans entust. Laufey kona Hinriks andaðist þann 14. febrúar árið 1979 og eftir það bjó Hinrik einn í íbúð sinni meðan heilsa hans leyfði, en dæt- ur hans litu eftir honum og önnuð- ust um hann af stakri nærfærni og umhyggju allt til hinstu stund- ar. Þetta er í stuttu máli lítið og ófullkomið ágrip af lífshlaupi dugmikils aldamótamanns. Hóg- værs manns sem aldrei lét mikið á sér bera, en æðraðist samt aldrei þótt stundum blési svalt á móti. Hann var alinn upp i hörðum skóla aldamótaáranna og þreytti sínar aflraunir við saltan sæ. Hann er að mínu mati einn þeirra góðu sona þessa lands, sem við öll stöndum í þakkarskuld við og hafa átt sinn þátt í að byggja upp það velferðar þjóðfélag sem við nú búum í. Það er okkar, sem eftir lifum að ávaxta það pund og bregðast ekki skyldu okkar. Hinrik andaðist þann 26. des- ember sl. eftir langa vegferð. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Blessuð sé minning Hinriks Jórmundar Sveinssonar. Fari hann í friði. Klemenz Jónsson Friðsæl jól í Stykkishólmi Stykkishólmi. 28. dosvmber. EINS OG víðar á landinu áttum við hér í Hólminum friðsæl og góð jól. Messað var í Stykkishólmskirkju á aðfangadag að venju klukkan 6, en í kathoísku kirkjunni var miðnætur- messa og svo hámessa á jóladag kl. 3. Var kirkjan fagurlega skreytt svo sem venja er, og í Stykkishólms- kirkju var Ijósum prýtt fagurt jólatré. Alveg fram á jól voru samgöngur greiðar og ekki brugðið út af sumaráætluninni hjá rútunni, en á jóladag byrjaði að snjóa og þá kom talsverður snjór, svo það varð strax til trafala fyrir rútuna. Kerl- ingarskarð hefir ekki verið mokað enn, enda er góður vegur um Hey- dal og Skógarströnd, þótt það sé lengri leið, og þá ekki haldið jafn traustri áætlun og áður, en allt hefir þetta blessast. Bílarnir eru svona einni til tveimur klukku- stundum lengur á leiðinni en ella, en ekki hafa verið felldar niður ferðir. Flóabáturinn Baldur fór seinustu ferð sína fyrir jól til Flat- eyjar og Brjánslækjar og fóru þá margir með honum til jólahalds fyrir vestan. Þá fór hann áætlunar- ferð í gær. Nú er hér hvassviðri, 5 stiga hiti og rigning og hverfur mikill snjór og götur senn að verða auðar. Hálka er mikil á vegum og það tor- veldar öll ferðalög. Ýmsir sem ætl- uðu að ferðast á venjulegum bílum til Grundarfjaraðar og út á Nes til Ólafsvíkur og Hellissands, sneru við á miðri leið sökum veðurofsans. í tilkynningum í útvarpi heyrir maður nú varað við að aka þessa vegi. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.