Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 3 pláss hefði verið á Beitistöðum, þó ekki væru rúmin nógu mörg fyrir þá 25 sem þar gistu í nótt og hefði fólkið sofið á stofugólf- inu á dýnum og teppum. Hélt hann að þokkalega hefði farið um það eftir aðstæðum að minnsta kosti. Ferðafólk af Ströndum, fri vinstri: Guðjón Jónsaon, Ónpakaeyri, Matthias Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir, Þórhalhir Geirason, bílstjóri Húsavík, Kirkjubólshreppi og Hans Steinar Bjarnason, Hólmavík. Hann lét engan bilbug á sér finna, þótt ungur Strandarútunnar. sé að árum. MorgunblaAiA Helgi Bjarnuon. Voru 17V2 klukkustund úr Reykjavik til Borgarness: Liföum á smákökum og bræddum snjó á flöskur Verst var með matarleysið |HHPr og hreinlætisaðstöðuna Horgarnesi, 6. janúar. „HÚN var síður en svo óvistleg dvölin í rútunni, við spiluðum á fullu og reyndum að hafa það sem notalegast. Verst var með matar- leysið og hreinlætisaðstöðuna. Við lifðum á smákökum sem amma Hafdísar hafði sent hana með og bræddum snjó á flöskur. Klós- ettmálin leystum við þannig að bil- stjórinn dró fram frostlagarbrúsa, sem hann skar ofan af og síðan tjölduðum við teppi fyrir eitt horn- ið i rútunni, en ekki var stætt úti, hvorki til þessara hluta né ann- arra.“ Þetta sögðu nokkrir eldhressir Strandamenn í samtali við Mbl. þegar þeir stigu út úr áætlun- arbílnum á Strandir, sem kom- inn var til Borgarness kl. hálf tvö í nótt, eftir 17 og hálfs tíma ferð úr Reykjavík. Þetta voru þau Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík, Kirkjubólshreppi, Guðjón Jóns- son, Óspakseyri, og Hans Stein- ar Bjarnason, Hólmavík. Þau sögðu að lagt hefði verið af stað í gærmorgun um kl. átta úr Reykjavík og vel hefði gengið af stað, reyndar hefði verið lagt af stað fyrr í fyrradag, en þá orðið að snúa við í Mosfellssveit. Kóf var í Mosfellssveit og á Kjalar- nesi, en skárra í Hvalfirðinum. Veðrið skall á þegar þau lögðu af stað úr olíustöðinni og eftir það var ekið í fyrsta gír og lága. Fyrsta stopp var við Laxá í Leir- ársveit, en síðan komust þau ekki lengra en að Skipanes- afleggjaranum, því þar var brjálað ■ veður, skafbylur og ofanhríð og ekki hægt að hreyfa bílinn. Þar voru þau í 12 tíma þegar heflar frá Vegagerðinni komu til hjálpar enda veðrið þá orðið eitthvað skárra. Um 10 farþegar voru í bílnum, fólk á öllum aldri, jafnt börn sem fullorðið fólk og lét þaö bara vel af dvölinni eins og áður segir og sönnum Strandamönnum sæmir. Bíllinn var allan tímann í gangi, funhiti í honum og öllum leið vel að sögn ferðalanganna. Vegagerðarmenn höfðu séð fyrir því að á hótelinu í Borgarnesi voru nýju hótelstjórahjónin til- búin með heita súpu og hangi- kjöt fyrir rútufólkið. Það voru um sex rútur sem stöðvuðust þarna í gær á kaflan- um frá Akranesafleggjara að Skipanesi, auk nokkurra fleiri bíla sem flestir voru skildir eftir í nótt en bílstjórunum bjargað með rútunum í Borgarnes. Snæ- fellsnesrútan komst um mið- nættið til Akraness. Farþegar með Borgarnesrútunni og Vest- fjarðarútunni fóru heim að Beit- istöðum og gistu þar í nótt, en tvær rútur frá Norðurleið og Strandarútan komust i Borgar- nes. Guðmundur Óskarsson bóndi á Beitistöðum sagði í sam- tali við Mbl. í dag, að nóg hús- Hressir krakkar úr Reykjaskóla. Þórhallur Geirsson bílstjóri Strandarútunnar sagði í samtali við Mbl. í nótt að hann hefði ekið þessa áætlunarleið í 7 ár en aldrei lent í neinu þessu líku. Hann sagði að fólkið hefði verið duglegt að bjarga sér og hjálpað til við mokstur. Klukkan að ganga þrjú komu síðan Norður- leiðarrúturnar. Þær höfðu lagt af stað úr Reykjavík klukkan hálf niu í gærmorgun. í annarri rútunni voru skólakrakkar úr Reykjaskóla á leið úr jólafríi og var mikill galsi í þeim, en i hinni rútunni voru farþegar í áætlun- arferð til Norðurlands. Við tókum tali farþega áætl- unarbílsins, þau Matthías Hall- dórsson og Theódóru Gísladótt- ur, en þau voru á leið heim til sín á Hvammstanga með þriggja ára dóttur sína. Þau sögðu að þetta væri þriðja tilraunin hjá þeim við að komast norður, fyrst hefðu þau reynt að komast á einkabíl á mánudag, en snúið við í Borgarnesi, á þriðjudag hefði rútan snúið við í Mosfellssveit og í dag væru þau ekki komin lengra en í Borgarnes eftir tæp- lega 18 tíma ferð. Þau sögðu að allvel hefði gengið að komast í Botnsskála en síðan hefði veðrið versnað mikið. Gengið var á undan bílnum þar til ekki var fært lengra. Þá voru þau stödd á Akranesvegamótunum. Þar höfðu þau beðið síðan klukkan hálf tvö. Mjög hvasst var og blint svo ekki sá út úr bílunum. Aðspurð um dvölina í bílnum þennan tíma sögðu Matthías og Theódóra að hún hefði verið þokkaleg miðað við aðstæður. Heitt var en ekkert matarkyns og erfitt með hreinlætisaðstöðu. Þau sögðu að þeim hefði ekkert leiðst, fullt starf hefði verið að hugsa um barnið, auk þess sem þau hefðu haft nóg lesefni. í Hótel Borgarnesi gistu um 80 manns í nótt, en nokkrir fóru í heimahús. Hægt var að koma öllum í herbergi, nema skóla- krökkunum, þau sváfu í flat- sæng. Hótelstjórinn sagði í sam- tali við Mbl., að allt hefði gengið vel miðað við aðstæður. Ófært er í allar áttir í dag og hætt var við að ryðja vegi á milli héraða vegna veðurs, þannig að fólkið verður einnig í hótelinu í nótt a.m.k. H.Bj. I hrakningum á Holtavörðuheiði: Sat einn og kaldur í fjórtán klukkustundir í bíl sínum arnesi, 6. janúar. „MÉR fannst alveg vonlaust að nokkur hefði heyrt til mín í tal- stöðinni og ætlaði að biða til morg- uns og jafnvel að taka þá hinn bíl- inn sem stóð 100—200 metrum norðar og reyna að komast á hon- um,“ sagði Helgi Björnsson, 21 árs Dalamaður, sem lenti í hrakning- um á Holtavörðuheiði i gær og nótt. Helgi fór af stað á Bronco- jeppa frá Dalvík um klukkan átta í gærmorgun á leið heim í Búðardal. Laxárdalsheiðin var ófær og sneri hann þar við og var kominn upp á Holtavörðuheiði um kl. 15.00 í gær, þegar hann missti bílinn út af veginum í ófærð og byl. Helgi sagðist ekki hafa þorað að hafa bílinn i gangi þar sem hann stóð hálfur út af veginum og hallaði mikið. Bíll sem vega- gerðarmaður hafði skilið eftir á heiðinni stóð eitt til tvö hundruð metrum norðar og hafði Helgi farið fram hjá honum. Um kl. 16.00 hljóp hann þangað og sendi neyðarkall en honum var svo kalt við þetta, auk þess sem ekk- ert heyrðist í stöðinni og kol- niðamyrkur var, oga hljóp hann strax til baka í bílinn sinn til að reyna að hlýja sér. Hann heyrði því ekki svar vegagerðarmann- anna sem voru að reyna að ná sambandi við hann á móti til að fá gleggri upplýsingar, enda voru þeir undrandi á því hvernig kallið hefði komist inn á þeirra lokaða talstöðvarkerfi. Vega- gerðin í Borgarnesi lét björgun- arsveitina Heiðar í Þverárþingi vita, en þeir voru þá við björgun- arstörf í Norðurárdal á snjóbíl sínum. Þá var vitlaust veður í Norðurárdal og versnaði eftir því sem ofar dró. Upp úr mið- nætti höfðu þeir lokið við að bjarga fólki úr bílum, sem varð að skilja eftir allt frá Sveina- tungu, efsta bæ í Norðurárdal, og niður að Svignaskarði í Borg- arhreppi þar sem björgunar- sveitarmenn úr Brák komu á móti þeim. Flestir bílarnir stöðvuðust við Brekku og var því fólki bjargað í Hreðavatnsskála þar sem það gisti í nótt og dvelur enn. Þá fóru björgunarsveitar- mennirnir Gísli Þorsteinsson á Hvassafelli og Sigurður Leó- poldsson Hrauni, af stað á snjó- bílnum frá Hvassafelli. Þorvald- ur Jósefsson, Sveinatungu og Gunnar í Hrútatungu komu í bílinn í Sveinatungu og um klukkan 3.45 í nótt komu þeir að Volkswagen-sendiferðabifreið sem var föst á veginum fyrir neðan sæluhúsið í Heiðarsporði. Einn maður var í bílnum, sem var í gangi, og las maðurinn þar bók í bezta yfirlæti. Um kl. 5 í morgun komu þeir svo að Helga í Bronco-jeppanum, nánar til- tekið fyrir neðan Hæðar- steinsbrekkuna. nÉg trúði varla mínum eigin augum, ég hélt að þetta væri ímyndun hjá mér þegar ég sá snjóbílinn koma,“ sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig honum hefði orðið við þegar björgun- arsveitarmennirnir komu. Hon- um var þá mjög kalt, sérstaklega á fótum. Helgi og ökumaður Volkswagen-bifreiðarinnar voru síðan fluttir til Sveinatungu og komu þeir þangað um kl. 6 í morgun. Þar gistu þeir í nótt ásamt sextán öðrum í bezta yfir- læti og eru þar enn, því ófært er í allar áttir. Helgi var hinn hressasti um hádegið í dag, þrátt fyri að hafa verið á ferðalagi í tæpan sólarhring og fjórtán tíma einn og kaldur í bíl á Holta- vörðuheiði í þreifandi byl. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.