Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 1
40 SIÐUR 14. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Þrefalda sam- eiginlega sjóði Farís, 18. janúar. AP. Seðlabankastjórar og fjármálaráð- herrar tíu fjársterkustu rikja Vestur- Enn njósnahneyksli í Bretlandi: Ungur liö- þjálfi reyndi að selja Rússum skjöl Lundúnir, 18. janúar. AP. BKESKUK hermaður, starfandi fyrir leyniþjónustu breska hersins, hefur viðurkennt að hafa stolið mikilvægum leyniskjölum um Exo- cet-eldflaugar frá varnarmálaráðu- neytinu. Hann reyndi að selja Sov- étmönnum fenginn, en tókst ekki. Umræddur hermaður heitir Phillip Aldridge og er tvítugur. Hann var ráðinn sendiboði frá varnarmálaráðuneytinu í ágúst á síðasta ári og hafði hann eink- um undir höndum skjöl sem við- komu Falklandseyjastríði Breta og Argentínumanna. Aldridge fór fljótlega að reyna að ná sam- bandi við starfsmenn sovéska sendiráðsins og í því skyni aug- lýsti hann meira að segja í au- lýsingadálkum Daily Telegraph. Umbunin sem Aldridge fór fram á var andvirði nýs bíls. Aldridge náði m.a. mikilvægu leyniskjali úr ruslakörfu í ráðuneytinu, en það komst þó aldrei í hendur Rússa. Voru í því skjali upplýs- ingar um vopnakaup Argentínu- manna og þar var einnig fjallað um Exocet-flaugar þær sem Argentínumenn notuðu til að granda tveimur breskum her- skipum í. Falklandseyja- ófriðnum. Aldridge viðurkenndi sekt sína fyrir rétti í gær og var dæmdur í 4 ára fangelsi; Mál hans hefur vakið athygli í Bret- landi og víðar, ekki þó vegna um- fangsins, sem þykir lítið í sam- anburði við önnur, heldur miklu fremur vegna þess að þetta er fjórða njósnamálið sem upp kemur í tengslum við bresku leyniþjónustuna á fjórum mán- uðum. landa, sem setið hafa á fundi I Frakklandi að undanförnu, ákváðu í gær að þrefalda sameiginlega sjóði og einnig mætti nota aukninguna í neyðartilvikum, ef lönd þriðja heimsins geta ekki staðið skil á af- borgunum lána. Auk þessa ræddu fjármála- mennirnir um allar mögulegar leiðir upp úr þeim efnahagsógöng- um sem hrjá flest lönd. Árangur varð góður, Donald Regan, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, lét hafa eftir sér að hann væri sáttur við það sem fram fór. Svisslend- ingar notuðu tækifærið og til- kynntu að þeir hefðu hug á að ganga í umrætt tíu landa fjármálabandalag og myndu strax taka þátt í fyrrnefndri þreföldun á sameiginlegum sjóðum. Afganistan: Óveður í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn, 18. jan. AP. Mikið óveður gekk yfír Danmörku í gær og var veðrið verst í Kaupmannahöfn. Þakið á kapellu þinghússins rifnaði af í rokinu og fauk á nærliggjandi strætisvagnaskýli og létust þar tvær konur, en nokkrir slösuðust. Á meðfylgjandi símamynd Nordfoto má sjá vegfarendur hlúa að nokkrum sem slösuðust. Sjá má leifar af kapelluþakinu neðst til hægri. Sjá nánar bls. 18 og 19. Hundruð stjórn- arhermanna flfðu — eftir að hafa banað sovéskum foringjum og ráðgjöfum Islamabad, Pakistan 18. janúar. AP. VESTRÆNIR diplómatar segja mikið uppþot hafa átt sér stað meðal afg- anskra stjórnarhermenna í borginni Khost, líklega 13. þessa mánaðar. Segja þeir mörg hundruð stjórnarhermenn hafa gengið til liðs við frelsisfylkingarn- ar eftir að hafa vegið marga sovéska ráðgjafa og yfírmenn. Sovéski herinn í Kabúl sendi strax herþyrlur á vettvang til þess að stöðva uppreisnarmennina áður en þeir gætu sameinast frelsissveitunum. Neyðarástand ríkir nú í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og stafar það af eldsneytisskorti. Hefur ástandið aldrei verið verra á þeim þremur árum sem stríðið hefur staðið yfir. Heilu hverfin eru rafmagnslaus langtímum saman og verð á dísilolíu og steinolíu hef- ur hækkað um 20 prósent á nokkr- um dögum. Þá bætir ekki ástand- ið, að íbúar Kabúl hamstra eins og þeir lifandi geta, enda þreyttir orðnir á því að búa við skort. Sé fréttin rétt, er hér um mesta uppþot stjórnarhersins að ræða frá upphafi hins rúmlega 3 ára stríðs. Stærsta uppþotið til þessa var um áramótin við Nader Shah Kot, skammt frá Khost, en þar felldu allmargir afganskir stjórn- arhermenn 30 yfirmenn, áður en þeir gengu til liðs við frelsisher- menn. Khost er 30 kílómetra frá landamærum Pakistans og Afgan- istan og er í augum frelsissveit- armanna afar mikilvæg hernað- arlega. Hafa þeir setið um hana í rúmt ár. 1000 afganskir stjórnar- hermenn hafa til þessa verið stað- settir í Khost ásamt 100 sovéskum ráðgjöfum og foringjum. Andrei Gromyko: „Tilbúnir að fækka með- aldrægum flaugum okkar Bonn, IK.jan. AP. „Við erum tilbúnir að eyðileggja eitthvað af meðaldrægu eldfíaugum okkar og flytja aðrar til annara hluta Kússlands svo þær nái ekki til Vestur-Evrópu, “ sagði Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna á blaðamanna- fundi í Bonn sem hann hélt eftir viðræður við Vestur-Þýska ráðamenn. Þetta er í fyrsta skiptið sem sovéskur ráðamaður segir opinberlega að Sovétríkin séu reiðubúin að fara í vopnabúr sitt og eyðileggja hluta þess. Forset- inn Juri Andropov gaf í skyn í síð- asta mánuði að til greina kæmi að fækka meðaldrægum eldflaugum Rússa niður í samsvarandi fjölda Breta og Frakka samanlagt, en Andropov minntist ekki einu orði á að eyðileggja viðkomandi kjarn- orkuvopn. Andropov sagði að Rússar myndu fækka flaugum sín- um niður í 162, ef Bandaríkja- menn hættu við að koma fyrir 527 Pershing- og stýriflaugum í Vestur-Evrópu. Gromyko nefndi hins vegar engar tölur, né heldur hvort það yrðu SS 20-flaugar sem yrðu eyðilagðar, eða hinar eldri og úreltari SS 4S og SS 5S. Talið er þó að það gæti orðið samnings- atriði. Gromyko sagði auk þessa, að Sovétríkin gætu alls ekki fallist á „valkost 0“, en svo hafa síðustu tillögur Bandaríkjamanna verið nefndar. í þeim felst að Bandarík- in hætti við að hreiðra um Persh- ing- og stýriflaugarnar í Vestur- Evrópu ef Rússar fjarlægi allar meðaldrægar flaugar sínar. „Það myndi raska jafnvæginu og við getum ekki tekið alvarlega samn- ingaviðræður þar sem slíkum til- lögum er varpað fram,“ sagði Gromyko og bætti við að það væri sök Bandaríkjamanna að árangur afvopnunarviðræðnanna í Genf hefði verið lítill. írski þjóófrelsisherinn: Boðar óhugnanlega hryðjuverkaöldu Belfast, 18. janúar. AP. „Þjóófrelsisherinn mun á næstunni standa fyrir óvægnum sprengjutil- ræóum og banatilræðum við aðila bresku ríkisstjórnarinnar," sagði ónefndur leiðtogi hins marxíska írska þjoðfrelsishers í samtali við bandaríska fréttastofu í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár að foringi úr þjóðfrelsishernum gefur kost á viðtali og boðskapur hans fól auk þess í sér fleiri óhugnanleg sprengjutilræði svipuð því er ölkrá í Ballykelly var sprengd í loft upp og 17 manns létu lífíð. Hinar auknu aðgerðir INLA (Irish National Liberation Army) eiga að flýta fvrir því Bretar hafí sig á brott frá Norður-írlandi. 11 af fórnarlömbunum í Bally- kelly voru breskir hermenn sem voru í leyfi. Talsmaður INLA sagði í umræddu viðtali, að að- gerðir af þessu tagi væru það eina sem hefði áhrif, „fólkið hugsar ekki málið og tekur af- stöðu nema að því sjálfu sé veg- ið. Það hefur lítið að segja að drepa einn hermann úr laun- sátri, það vekur enga athygli. Aðgerðir okkar í framtíðinni munu hins vegar beinast frekar að fólki í valda- og áhrifastöð- um,“ sagði INLA-foringinn. Hann var spurður hvort það fælist í orðum hans að reynt yrði að ráða Margréti Thatcher af dögum og hann svaraði: „INLA mun koma víða við og enginn þáttur hins breska stjórnkerfis er óhultur fyrir okkur." INLA er annars ólögleg hreyfing bæði í Norður-írlandi og írska lýðveld- inu. Markmið hersins er að kollvarpa stjórnskipulaginu á Irlandi, sameina landið undir marxískri stjórn. Smákaupmaður nokkur úr varaliði lögreglunnar í London- derry var skotinn til bana í gær- dag og var talið að INLA stæði á bak við morðið. Þá hafa fjórir verið vegnir á Norður-írlandi það sem af er árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.