Morgunblaðið - 19.01.1983, Page 3

Morgunblaðið - 19.01.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 3 Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka Islands, um starfsemi bankanna: Grundvöllurinn hefur látið undan vegna vaxtastefnunnar „MEGINVANDAMAL innlánsstofn ana er sú staðreynd, að innlánin hafa brugðist vegna vaxtastefnunnar á undanfornum árum. Grundvöllurinn að starfsemi bankanna hefur því látið undan og þeir hafa því ekki verið i stakk búnir að fullnægja þörfum viðskiptamanna sinna,“ sagði Jónas II. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands, á ráðstefnu Verzlunarráðs ís- lands um lánamarkaðinn og þjónustu lánastofnana við atvinnulífið. „Það er því óraunhæft að hugsa sér einhverja marktæka breytingu á þjónustu bankanna við viðskipta- menn sína, nema veruleg breyting verði þarna á,“ sagði Jónas H. Har- alz ennfremur. Fyrr má rota en dauðrota — segir Óskar Vigfússon um hugmyndir stjórnvalda um að 4% verði tekin af óskiptum afla við sölu erlendis U „EF ÞETTA er rétt, þá er þaö í anda annars, sem gert er nú og ég er anzi hræddur um þaö, að sjómenn vcrði ekki alltof hamingjusamir, því nái þetta fram að ganga þýðir það ein- faldlega, að það er tekið framhjá skiptum allt að 39% af afla sjómanna við sölur erlendis. Fyrr má rota en dauðrota," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands, meðal annars er Morgunblaðið innti hann álits á þeirri hugmynd stjórnvalda, að tekin verði 4% af óskiptum afla erlendis til fjármögn- unar olíusjóðs fiskiskipa. „Ég á ekki von á öðru en að sjó- menn muni svara þessu með þeim hætti að gefa það upp á bátinn að ráða sig í siglingar eða veiðar fyrir erlendan markað. Þetta er í fyrsta skipti, sem upp á svona löguðu hef- ur verið tekið og var nú nóg fyrir. Gjöld, sem tekin eru af óskiptum afla erlendis, eru nú 13% til 18% vegna tolla, útflutningsgjalda, löndunarkostnaðar og fleira, 16% í stofnfjársjóð fiskiskipa. Bætist svo þessi 4% við, eru þetta 39% hjá stóru togurunum og 34% hjá minni skipunum. Ég skil ekki hvað liggur til grundvallar því, að skip, sem sigla á erlendan markað, þurfi að greiða í þessa hít, olíusjóð fiskiskipa, með tilliti til þess, að þau fá oliuna allt að 40% ódýrari erlendis en hér heima. Verði af þessum hugmynd- um er mælirinn fullur að mínu rnati," sagði Óskar. Jónas H. Haralz sagði einnig að hugsa yrði um þýðingu þess, að bankarnir hefðu nægilega mikið eigið fé, en um það hefði staðið mikil togstreita á undanförnum ár- um. „Það hefur verið unnið gegn því af opinberri hálfu m.a. með því að reyna að skerða vaxtamismun. Því til viðbótar var svo lagður sér- stakur skattur á bankana á síðasta ári. I raun er ég ekki að kvarta yfir því, að bankarnir þurfi að borga skatta, en með lögunum frá í fyrra er verið að leggja mun þyngri og óréttlátari byrðar á bankana en nokkurn annan skattgreiðanda. Það sést bezt á því, að bankarnir þurfa að greiða um 50 milljónir króna í svokallaðan veltuskatt, þrátt fyrir þá staðreynd, að flestir þeirra eru reknir með tapi,“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands. 7. tónleikar Sinfóníunnar: Beethoven, Hindemidt, Schubert og Wagner SJÖUNDD áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói nk. fimmtudag kl. 20.30. Efnisskrá er eftirfarandi: Beethoven: Egmont forleikur, Hindemidt: Fiðlukonsert, Schubert: Sinfónía nr. 8 og Wagner: meistarasöngvar- arnir, forleikur. oft komið fram á tónleikum, bæði hér og erlendis, hélt tónleika hjá Tónlistarfélaginu 1970 og 1974 og lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum úti á landi og í upptökum fyrir útvarp, var fastráðin í hljóm- sveitinni 1969 —’75, en síðan 1975 hefur hún kennt við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Rut var einn af stofnendum Kammersveitar Reykja- víkur 1974 og hefur verið formaður sveitarinnar frá stofnun hennar. Þá hefur Rut verið konsertmeistari í kammersveitum á tónleikum Pólýfónkórsins." Sjálfstæðisflokkurinn: Prófkjör ákveðið í Austurlandskjördæmi I fréttatilkynningu frá Sinfóníu- hljómsveitinni segir m.a.: „Stjórnandi á þessum tónleikum er Klauspeter Seibel frá Þýskalandi. Hann fæddist í Offenbach am Main 1936, en ólst upp og hóf tónlistarnám í Núrnberg. Aðalnámsgreinar hans voru píanóleikur, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn, en síðan 1947 hefur hljómsveitarstjórn verið hans aðalstarf. Auk óteljandi hljómleika, bæði austanhafs og vestan, hefur Seibel stjórnað við óperuhúsin í Berlín, Vínarborg, Múnchen, Frankfurt, Hamborg Zúrich og Moskvu. Hann starfar nú sem aðal- stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Núrnberg og er jafnframt fyrsti stjórnandi óperunnar í Hamborg og prófessor við Tónlistarháskólann þar. Einleikarinn, Rut Ingólfsdóttir hóf fiðlunám fimm ára gömul hjá Ruth Hermanns og síðan voru Einar Sveinbjörnsson og Björn Ólafsson kennarar hennar í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1965. Ár- ið 1965 —’66 stundaði hún nám hjá Einari Sveinbjörnssyni við Musik- konservatoriet í Malmö. Haustið 1966 hóf Rut nám við Conservatoire Royal de Musique í Brússel og var André Gertler kennari hennar í fiðluleik þar. Sumarið 1969 lauk hún prófi þaðan og hlaut Premier Prix avec grande distinction. Rut hefur Kgilsstóðum 18. janúar. STJÓRN kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins t Austurlandskjördæmi ákvað á fundi sínum 10. þessa mánað- ar að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur til væntanlegra alþingiskosninga, en vísaði frekari ákvörðun um framkvæmd prófkjörs- ins til sérstakrar undirbúningsnefnd- ar. Undirbúningsnefnd prófkjörs kom saman til fundar hér á Egils- stöðum í gær og ákvað að höfðu samráði við stjórn kjördæmisráðs, að frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu skyldi vera til 4. febrú- ar næstkomandi, að sögn formanns nefndarinnar Rúnars Pálssonar. Rúnar sagði ennfremur, að nefndin hefði ráðið Magnús Þórðarson, Egilsstöðum, sem framkvæmda- stjóra prófkjörs og bæri að skila þátttökutilkynningum til hans eða formanns kjördæmisráðs. Að sögn Rúnars verður prófkjörið opið öll- um stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, sem kosn- ingarrétt hafa og ennfremur flokksbundnu fólki frá 16 ára aldri. Ekki kvað Rúnar prófkjörsdag end- anlega ákveðinn, sú ákvörðun biði síns tíma, en þó taldi hann líklegt að prófkjör færi fram í lok eða síð- ari hluta febrúarmánaðar. Formaður stjórnar kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi er Albert Kemp, Fáskrúðsfirði. __ Ólafur Hvalveiði- banninu enn ekki mótmælt KÍKISSTJÓRNTN hefur enn ekki tek- ið um það ákvörðun hvort hvalveiði- banni alþjóða hvalveiðiráðsins verði mótmælt. Frestur til að mótmæla banninu rennur út 2. febrúar og að sögn Jóns L. Arnalds, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, er búizt við því að ákvörðun verði tekin í lok þessa mánaðar. Eins og kunnugt mun af fréttum var það samþykkt á fundi alþjóða hvalveiðiráðsins á síðasta ári, að al- gjört bann skyldi verða á hvalveið- um frá og með árinu 1986. Þeim þjóðum, sem ekki sættu sig við bannið, var síðan heimilt að mót- mæla því innan þriggja mánaða frá því að það var samþykkt. Að minnsta kosti Japan og Noregur mótmæltu því fyrir 2. nóvember, sem var fyrsti frestur. Við mótmæli þeirra þjóða framlengdist frestur annarra þjóða um þrjá mánuði, en sá frestur rennur eins og áður sagði út 2. febrúar næstkomandi. Mót- mæli einhver þjóð banninu er hún ekki skyld til að hlíta því, en sé því ekki mótmælt verður að fara eftir því. Óveðrið kostaði Flugleið- ir um 2,76 milljónir kr. FLUGLEIÐIR hafa orðið fyrir veru- lcgum kostnaðarauka vegna tafa á millilandaflugi félagsins, sem urðu vegna óveðurs og ófærðar að undan- fornu, en samkvæmt upplýsingum Mbl. nemur kostnaður félagsins um 150.000 dollurum, sem eru um 2,76 milljónir króna, á tímabilinu 26. des- ember til 10. janúar sl. Kostnaðurinn er meðal annars fólginn í því, að koma farþegum yfir á annað flug, hótelkostnaði, sem reyndar er stærsti þátturinn, upp á liðlega 64 þúsund dollara, eða tæplega 1,2 milljónir króna, bílum, mat og fleiru. TVeir nýir sýndir um næstu helgi ■ f BILABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 Rut Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.