Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 33 fclk í fréttum Konum f jölg- ar í ríkis- stjórn Reagans + Reagan Bandaríkjaforseti hefur fjölgaö konum í ríkisstjórn sinni aö undanförnu og mynd þessi sýnir Elizabeth Dole, sem fyrir skömmu tók viö embætti umferðarmála- ráöherra af Drew Lewis, sem sagöi af sér og hyggst feta sig áfram í einkarekstri þar vestra. Elizabeth Dole hefur hingað til starfað í Hvíta húsinu aö hinum ýmsu störfum og þótt takast sér- lega vel upp, en taliö er aö ástæö- an fyrir því að hún varð fyrir valinu nú en ekki einhver annar sé öörum fremur sú, að Reagan hefur sætt mikilli gagnrýni aö undanförnu fyrir aö halda konum frá ábyrgö- arstööum í ríkisstjórninni. Elizabeth er gift öldungadeildar- þingmanninum Robert Dole, sem gjarnan heyrist nefndur sem hugs- anlegur forsetaframbjóðandi í kosningunum á næsta ári ... fVv trafikminister. FAizabei Heimilisvandræði hjá Larry Hagman + Larry Hagman, bandaríski leikarinn sem er orðinn heims- þekktur í hlutverki JR í sjón- varpsþáttunum „Dallas", þurfti nýverið aö hætta störfum og snúa hiö bráöasta frá New York til Hollywood. Ástæðan var sú, aö dóttir hans Heidi, sem er 22 ára gömul, kvaddi æskuheimili sitt skyndilega til aö taka saman viö trúarsöfnuöinn „Guösbörn". „Dag nokkurn þegar viö sátum viö morgunveröarboröið öll fjöl- skyldan stóö Heidi skyndilega upp frá boröinu og sagöi aö hún heföi tekiö þá ákvöröun aö flytja aö heiman. Hún heföi hitt fólk sem væri „hennar nýja fjöl- skylda“ og hún kysi frekar aö vera í samneyti viö þaö," sagöi Larry Hagman, og bætti því viö aö þau heföu þegar í staö til- kynnt henni aö ef þetta væri hennar álit þá væri aö sjálfsögöu rétt hjá henni aö fara aö heiman. Síöan hafa þau lítið sem ekk- ert heyrt frá henni, en vinir henn- ar úr söfnuðinum komu og sóttu allar eigur hennar og tilkynntu þeim Larry og Maj, eiginkonu hans, aö þau skyldu ekki vænta þess aö sjá hana mikið í framtíö- inni. Þau hafa síöan gert margar til- raunir til að hitta hana að máli, en hún vill ekkert viö þau kann- ast. COSPER — I>ctta hlýtur aö vera leiöin í spilavítiö. Liz ásamt Luna + Mynd þessi sýnir þau Liz Taylor og Viktor Luna, sem er mexík- anskur lögfræöingur og nýjasti elskhugi leikkonunnar. Hann var meö henni á ferðalaginu um ísrael, þar sem hún lagöi sig í líma viö aö boöa friö. Ferö hennar tók þó skjótan enda þar sem hún lenti í bílslysi og varö aö snúa til Bandarikjanna sökum skuröa á fótleggjum og fleiri minni háttar meiösla, eftir aö hún haföi hitt ráðamenn í ísrael aö máli, en hún haföi ráögert aö fara síðan til Líbanon til viöræöna viö Gemayel. Samningar um ævisögu + Mick Jagger mun hafa gefið upp fyrri ákvörðun sína um aö rita sjálfur sjálfsævisögu sína og minn- ingar og fengið til þess John Ryle, einn aðstoöarritstjóra Sunday Times, sem er þrítugur að aldri. Samningaviöræðum er lokiö milli Weidenfelds lavarðar, en fyrirtæki hans mun gefa bókina út, og Prince Rupert Lowensteins, sem er sérlegur ráögjafi hljóm- sveitarinnar um fjármál. en við- ræður þessar hafa farið fram und- anfarin tvö ár. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.30. Verkefni: Beethoven: Egmont forleikur. Hindemidt: Fiölukonsert. Schubert: Sinfónía nr. 8. Wagner: Meistarasöngvarnir, forleikur. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir. Aögöngumiöar í bókaverslunum Lárusar Blöndals og Sigfúsar Eymundssonar, og í Istóni Freyjugötu 1. Sinfóníuhljómsveit íslands VERKTAKAR STARFSHÓPAR FYRIRTÆKI ATHUGIÐ I 1 I 'Ú t 1 ¥ í ¥ I | 1 ¥ Viö bjóöum heitan mat í hitabökkum fyrir stærri og smærri vinnuhópa. Einnig bjóöum viö á staönum heitan mat, samlokur, kaffi, smurt brauð og allt sem svangur maöur þarf. Sjáum einnig um veizluhöld í heimahúsum. Bætt og betri þjónusta. Matstofa Miðfells sf., Funahöfða 7. sími 84939.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.