Morgunblaðið - 19.01.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 g
Vié mannlegan málflutning í fógeUrétti i gær. Magnús Óskarsson borgarlögmaður í rsðustól. Aðrir á myndinni eru þeir Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi fógeta í málinu, einn starfsmaður
borgarfógetaembættisins og Gísli Isleifsson, lögfræðingur Verðiagsstofnunar. Ljósm. MbL rax.
Verðlagsstofnun gegn Rvíkurborg vegna fargjaldahækkunar SVR:
Úrskurður um lögbanns
kröfuna felldur í dag
ÚRSKURÐUR fógeta um lögbanns- '
kröfu Verðlagsstofnunar vegna hækk-
unar á fargjöldum Strætisvagna
Reykjavíkur verður felldur í dag, mið-
vikudag. í gær fór fram munnlegur
málflutningur, þar sem lögmenn aðila
fluttu mál umbjóðenda sinna og lögðu
fram síðustu málsskjöl.
t máli Gísla ísleifssonar hrl.,
lögfræðings Verðlagsstofnunar,
kom það m.a. fram, að hækkun
strætisvagnagjöldum SVR væri
ólögmæt og gerð í heimildarleysi,
enda skorti SVR lagaheimild og
vald til þessarar hækkunar. Því
væri um valdþurrð borgarinnar að
ræða. Varðandi þá grein í lögum
um verðlagsaðhald, lækkun vöru-
gjalds og bindiskyldu innlánsstofn-
ana, nr. 12/1982, sem Reykjavíkur-
borg teldi að í brott væri fallin, en
þar er veitt heimild til lögbanns,
sagði Gísli, að tilgangur lagagrein-
arinnar væri að styrkja Verðlags-
stofnun til þess að halda uppi verð-
stöðvun. Mótmælti hann því að
þessi lagagrein væri tímabundin og
úr gildi fallin.
Gísli mótmælti í lok máls síns
upphæð þess tryggingarfjár sem
Reykjavíkurborg fer fram á, en það
eru 30 milljónir króna.
Magnús Óskarsson hrl., borgar-
lögmaður, sagði í ræðu sinni að
krafa borgarinnar væri sú að fógeti
synjaði um umbeðna lögbannsgerð,
en varakrafa væri, að ef fallist yrði
á lögbannskröfuna, þá yrði trygg-
ingarfjárhæð úrskurðuð 30 milljón-
ir króna. Þá sagði Magnús að Verð-
lagsstofnun hefði ekki verið falið
það hlutverk í lögum að vera sakar-
aðili fyrir dómstólum, einungis
saksóknari gæti gefið út ákæru og
höfðað mál. Þá benti Magnús á að
tilvitnuð lög, nr. 12/1981, hefðu ver-
ið tímabundin og sett við óvenju-
legar aðstæður og væru úr gildi
fallin að einni grein undantekinni,
sem félli úr gildi í vor.
í máli sinu vitnaði Magnús i
fyrirlestur Ólafs Jóhannessonar
fyrrverandi prófessors við lagadeild
Háskólans, en þar kemur fram sú
skoðun að ef framkvæmdavaldshafi
ætti fullnaðarúrskurð um meðferð
máls, þá yrði lögbanni ekki beitt.
Sagði Magnús að Reykjavíkurborg
hefði ekki farið út fyrir valdsvið
sitt í þessu máli og því væri lögb-
ann óheimilt, enda hafi aðgerð
borgarinnar verið í opinbera þágu.
Athugasemd frá stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík:
Fullyrðingum um fjandskap við
íslenzkan iðnað vísað á bug
MORGUNBLAÐINU barst í gær svo-
hljóðandi athugasemd frá stjórn
Verkamannabústaða í Reykjavik:
„í viðtali sem Víglundur Þor-
steinsson, formaður Félags ís-
lenskra iðnrekenda, átti við frétta-
stofu ríkisútvarpsins 10. janúar sl.,
réðst hann að stjórn Verkamannab-
ústaða í Reykjavík vegna kaupa á
miðstöðvarofnum í 176 íbúðir á
Eiðsgranda, og aftur er vegið í
sama knérunn með frétta-
tilkynningu dags. 14. janúar sl.
Mál þetta er flutt á þeim grund-
velli, að stjórn Verkamannabústaða
í Reykjavík sé andvíg íslenzkum
iðnaði og hafi af þeim sökum valið
ofna, sem framleiddir eru erlendis,
auk þess sem því er haldið fram að
verðmunur sé óverulegur og að er-
Hafnarfjörður:
Samkirkjuleg
bænavika í kap-
ellu Sankti
Jósefssystra
DAGANA 18.—25. janúar verða
samkirkjulegar bænastundir í kap-
ellu Sankti Jósefssystra Hafnarfirði,
líkt og verið hefur þessa daga und-
anfarin ár.
Hefjast þær kl. 20.30 og standa
yfir í u.þ.b. hálfa klukkustund. Er
þá beðið fyrir einingu og sam-
starfi kristinna manna úr hinum
ýmsu kirkjudeildum.
Hubert Oremus,
Gunnþór Ingason.
lendu ofnarnir uppfylli ekki ís-
lenzkar gæðakröfur.
Vegna þessa máls vill stjórn V.b.
koma eftirfarandi athugasemdum á
framfæri:
1. Lægsta „innlenda" tilboðið, sem
barst í umrædda ofna nam kr.
1.097.705,- en tilboðið í belgísku
ofnana nam kr. 953.747,-, mis-
munur er kr. 143.958,- eða 15,1%
af lægri upphæðinni.
Auk þessa voru belgísku ofnarn-
ir boðnir fullmálaðir, en íslenzka
tilboðið miðaðist við grunnmál-
aða ofna. Áætla má kostnað við
málun ofnanna kr. 55-60.000,-
þannig að heildarmunur tilboð-
anna er í raun um kr. 200.000,-
eða rúmlega 20%.
2. í málflutningi formannsins og í
fréttatilkynningunni er látið að
því liggja að verið sé að brjóta
byggingarreglugerð Reykjavíkur
þar sem umræddir ofnar stand-
ist ekki gæðakröfur íslenzks
staðals IST 69.1.
Sannleikur í þessu máli er sá, að
stjórn Verkamannabústaða taldi
að ofnar þessir hefðu fengið
fullnaðarviðurkenningu árið
1978, en þegar í ljós kom að svo
var ekki, var gengist í að fá þá
viðurkenningu og var hún gefin
út af Iðntæknistofnun íslands
14. janúar sl., eða sama dag og
fréttatilkynning FÍI.
3. Tilboð það, sem hér að framan er
kallað íslenzkt, er nú ekki ís-
lenzkara en það að í þeim sölu-
skilmálum, sem Samstarfsnefnd
ofnaframleiðenda á SV-landi
setti við fyrri tilboðsgerð, er þess
krafizt að 80% af tilboðsverðinu
verði háð breytingum á gengi ísl.
kr. gagnvart hollenzku gyllini
svo og breytingum á hráefnis-
verði. Að vísu er þess einnig
krafizt að 30% verðsins verði
háð almennum launabreytingum
þannig að samtals er þess krafizt
að verkið verði verðbætt um 10%
fram yfir raunverulegar hækk-
anir.
4. í fréttatilkynningu Fél. ísl. iðn-
rekenda er reynt að sýna fram á
að nú sé lítill sem enginn munur
á tilboðunum. Hér er vísvitandi
farið með rangt mál, annars veg-
ar er reiknað með verðlagi frá
miðjum desembermánuði 1982,
en hinsvegar er reiknað með
verðlagi í miðjum janúar 1983
eftir launa- og gengisbreytingar
um síðustu áramót.
Að lokum vill stjórn Verka-
mannabústaða vísa á bug öllum
fullyrðingum um fjandskap við ís-
lenzkan iðnað, enda hefur stjórnin
á undanförnum árum reynt eftir
megni að velja íslenzkar vörur án
þess þó að íbúðaverð líði af þeim
sökum."
Leiðrétting
SLÆM villa var í svari Markúsar A.
Einarssonar um úrslit prófkjörs
Framsóknarmanna í Reykjanes-
kjördæmi i blaðinu í gær. Rétt er
svarið þannig:
„Eftir á að hyggja er ég hins
vegar mjög feginn að ég skyldi
vera með. Eg hef þar með fengið
til umhugsunar mat þingfulltrúa á
mér og störfum mínum."
í fréttinni stóð val í stað mat.
Blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Gegn veðri,
vindum og
veróbólgu
Vatteraður herrafrakki.
Aðeins 1.790.- kr.
Litir: Beige og dökkblátt.
H6RRRRÍKU
Snorrabraut Simi 13505
Glæsibæ Swrv 34350
Hamraborg Koprivogt
•__Simj 46200__
MOvangi Hafnarfirdi
Simi 53300