Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahl
„Euro-bond“-markaðurinn 1982:
Um 79,3% aukning
varö á viðskiptum
Heildarupphæð viðskipta var
43.647,96 milljónir dollara
VIÐSKIPTI á hinum svokallaða
„Euro-bond“-markaði náðu algeru
hámarki á liðnu ári, þegar samtals
voru afgreidd 544 lán, að verðmæti
um 43.647,96 milljónir Bandaríkja-
dollara. Aukningin milli ára er því
um 79,3%, eða úr 369 lánum að
Minnkandi
viðskipta-
hatli í
Noregi 1982
VERULEGA dró úr viðskiptahalla
Norðmanna fyrstu tíu mánuðina á
sl. ári, en hallinn á viðskiptum var á
tímabilinu janúar-október sl. um 5
milljarðar norskra króna, borið sam-
an við 13 milljarða norskra króna á
sama timabili árið 1981, samkvæmt
upplýsingum norsku hagstofunnar.
I upplýsingum hagstofunnar
kemur ennfremur fram, að vöru-
skipta- og þjónustujöfnuður Norð-
manna var hagstæður um 16,85
milljarða norskra króna á fram-
angreindu tímabili, en hann var
til samanburðar jákvæður um
23,55 milljarða norskra króna á
sama tímabili 1981.
Hagstofan sagði að gjaldeyris-
forði Norðmanna hefði í október-
lok verið í námunda við 35,42
milljarða norskra króna og hefði
því aukizt um 3,15 milljarða
norskra króna frá árslokum 1981.
verðmæti 24.342,82 milljónir
Kandaríkjadollara á árinu 1981.
Stærstur hluti viðskipta fer
fram í Bandaríkjadollurum, eða
um 82,1% af útgefnum bréfum.
Þetta hlutfall hefur heldur lækk-
að frá árinu 1981, þegar það var
um 83,18%.
í öðru sæti eru viðskipti í
vestur-þýzkum mörkum, en
hlutfall þeirra í heildinni á síð-
asta ári var um 9,88%, borið sam-
an við 5,05% á árinu 1981. Þá
koma viðskipti í kanadískum
dollurum, sem 3,05% af heildinni.
Viðskipti í brezkum pundum eru
um 1,81% af heildinni. Önnur
viðskipti skiptast í norskar krón-
ur, japönsk jen, Kuwait-dinar,
Nýja-Sjálands dollara og fleira.
UM 35,89% lántakenda eru frá
Evrópu, en á árinu 1981 voru
lántakendur frá Evrópu með um
30,82% af heildarviðskiptunum. í
öðru sæti koma bandarískir aðil-
ar með um 27,81% af heildinni,
en þeirra hlutur var um 24,08%
af heildinni á árinu 1981. Kanad-
ískir aðilar eru með 15,99% af
heildinni í fyrra, borið saman við
19,34% á árinu 1981. Þá koma
japanskir aðilar með um 4,99% í
fyrra, borið saman við 10,17% á
árinu 1981. Ýmsar alþjóðlegar
stofnanir eru með um 5,68% af
heildarviðskiptunum í fyrra, bor-
ið saman við 5,58% á árinu 1981.
Aðilar frá Ástralíu og Nýja-
Sjálandi voru með um 2,96% af
heildarviðskiptunum í fyrra, bor-
ið saman við 2,60% árið 1981.
„Aðrir" voru með um 6,68% við-
skiptanna í fyrra, borið saman
við 7,41% árið 1981.
Söluaukning SAAB var
um 17% á síðasta ári
AIls voru seldir 86.500 bílar á móti 74.008 bílum árið á undan
SAAB-bílaverksmiðjurnar sænsku juku sölu sína um liðlega 17% á síð-
asta ári, þegar 86.500 bílar voru seldir, samanborið við 74.008 bíla á árinu
1981. í þessu sambandi er vert að hafa í huga, að heildarbílasala í
heiminum dróst saman um u.þ.b. 7% á síðasta ári.
Söluaukning fyrirtækisins á
SAAB 99 er um 15% milli ára, en
alls voru seldir 19.200 bílar á síð-
asta ári, borið saman við 16.707 á
árinu 1981. Söluaukningin í SAAB
900 var um 18% á siðasta ári, þeg-
ar samtals 67.300 bílar voru seldir,
borið saman við 57.221 bíl á árinu
1981. Þá kemur fram í upplýsing-
um fyrirtækisins, að sala á SAAB
Turbo hafi aukizt um 20% á síð-
asta ári, eða úr 18.287 bílum á ár-
inu 1981 í 21.900 bíla í fyrra. Sölu-
aukning fyrirtækisins varð mest í
Svíþjóð, Bandaríkjunum, Finn-
landi, Hollandi, Belgíu og Ítalíu.
Samkvæmt upplýsingum fyrir-
tækisins er ekkert lát á eftir-
spurninni, og framleiðsluhraðinn
um þessar mundir er um 90.000
bílar á ári, en gert er ráð fyrir, að
samtals verði framleiddir allt að
93.000 bílar á næsta ári. Til að
mæta þessari auknu framleiðslu
hafa verið ráðnir 300 nýir
starfsmenn í aðalverksmiðju
fyrirtækisins í Trollháttan.
Stærsti útflutningsmarkaður
SAAB eru Bandaríkin, en samtals
voru seldir liðlega 18.000 bílar
þangað á síðasta ári, samanborið
við 14.500 bíla á árinu 1981. Aukn-
ingin milli ára er um 25%. Það
vekur athygli, að yfir helmingur
sölunnar í Bandaríkjunum eru
Turbo-bílar. SAAB gerir ráð fyrir
15—20% söluaukningu á Banda-
ríkjamarkaði á yfirstandandi ári.
Um 15% söluaukning varð á
sænska markaðnum í heildina tal-
ið, en samtals voru seldir 217.500
bílar. Söluaukning SAAB var lítið
eitt meiri, eða um 16%. Samtals
voru seldir liðlega 30 þúsund bílar.
Á síðasta ári var um 40% sölu-
aukning á SAAB 99 á sænska
markaðnum, en alls voru seldir
um 8.300 bílar. Alls voru seldir
21.500 SAAB 900 bílar í Svíþjóð á
síðasta ári, samanborið við 19.422
á árinu 1981.
Markaðshlutdeild SAAB hér á
landi fyrstu níu mánuðina var um
6,19%, en alls voru seldir 478 bíl-
ar.
Farþegaflutningar Flugleiða
í áætlunarflugi jukust um 9,4% 1982:
32,2% aukning á
N-Atlantshafinu
1.680 dollara ferðamannagjaldeyrisskammtur:
Útflytjandi greiðir
um 34 þúsund krónur
Innflytjandi greiðir hins vegar um 31 þúsund krónur
„HUGSUM okkur, að í gjaldeyr-
isbanka komi tveir menn. Báðir
eru á fórum til útlanda í hálfsmán-
aðar viðskiptaferð, Tilgangurinn
með för annars er að kaupa tertu-
botna, en hins að selja islenzka
ullarvöru. Ferðagjaldeyririnn, sem
hvor aðili um sig fær, samsvarar
120 dollurum á dag, eða 1.680 doll-
urum fyrir ferðina. Báðir aðilar
hafa rétt á sama gjaldeyris-
skammti. En þegar kemur til gjald-
kerans er aðstaða þessara aðila
ekki sú sama. Sá sem flytur inn
tertubotnana fær reikning frá
gjaldkeranum að upphæð 31.000
krónur, en reikningur ullarvöru-
útflytjandans er rúmar 34.000
krónur,“ sagðí Þráinn Þorvalds-
son, framkvæmdastjóri llildu hf. í
erindi, sem hann flutti á ráðstefnu
Verzlunarráðs íslands um lána-
markaðinn.
„Mismunurinn liggur í því, að
samkvæmt reglugerð um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála frá
árinu 1979 er „innlendum aðil-
um, sem fá umboðslaunatekjur
frá erlendum viðskiptaaðilum"
heimilt að ráðstafa honinn til
viðurkenndra greiðslna vegna
viðskipta við erlenda aðila, eins
og segir í reglugerðinni. Við-
skiptaferðir falla undir þessa
skilgreiningu. Þessu til viðbótar
má benda á það hagræði inn-
flytjandans að geta verðtryggt
hluta tekna sinna í erlendum
gjaldeyri.
Hins vegar er útflytjandanum
óheimilt að leggja hluta tekna
sinna inn á gjaldeyrisreikning
til notkunar síðar, t.d vegna
sölukostnaðar. Útflytjandinn
verður því að selja gjaldeyri,
sem hann aflar, og kaupa síðan
hluta af honum aftur með 10%
álagi. Þetta álag, sem rennur í
ríkissjóð, er meðal okkar útflytj-
enda oft nefnt skemmtanaskatt-
ur,“ sagði Þráinn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Hildu hf.
ennfremur.
Heildarfarþegaflutningar Flug-
leiða i áætlunarflugi á siðasta ári
jukust um 9,4% samkvæmt bráða-
birgðatölum félagsins, en alls voru
fluttir 547.099 farþegar, samanborið
við 500.156 farþega árið 1981.
Aukningin er langmest í flugi
Flugleiða á Norður-Atlantshafinu,
eða íiðlega 32,2%. Alls voru fluttir
182.799 farþegar á síðasta ári, bor-
ið saman við 138.293 farþega á ár-
inu 1981.
Um 1,4% fækkun varð á farþeg-
um í Evrópuflugi félagsins á síð-
asta ári, en samtals voru fluttir
142.874 farþegar, samanborið við
144.832 farþega á árinu 1981.
í innanlandsflugi félagsins varð
um 2,0% aukning farþega, en sam-
tals voru fluttir 221.426 farþegar á
síðasta ári, borið saman við
217.031 farþega á árinu 1981.
Þrátt fyrir verulega aukningu í
farþegaflutningum á Norður-
Atlantshafinu, hefur hún ekki
skilað sér sem skyldi, að mati
Flugleiðamanna, þar sem fargjöld
eru enn nokkuð of lág, vegna sam-
keppninnar. Flugleiðamenn telja
nauðsynlegt, að fargjöldin hækki
um a.m.k. 10% til að útkoman
vcrði skikkanleg.