Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
37
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
FÖSTUDA
Veistu svarið?
Börkur Þorkelsson skrifar:
„Velvakandi.
Eitt vinsælasta skemmtiefnið
sem útvarpsstöðvar bjóða upp á
eru spurningaþættir alls konar, en
um þetta gildir eins og yfirleitt
flest annað, að misjöfn eru gæðin.
Hér á landi hefur Útvarpið alltaf
öðru hvoru boðið upp á þátt með
yfirskriftinni „Veistu svarið?" og
nú um sinn hefuTeinn slíkur verið
í útvarpinu á Akureyri.
Þetta er oftast góð skemmtun á
sunnudagskvöldum, en í síðasta
þætti hafði verið skipt um þann
sem velur efnið og býr til spurn-
ingarnar. Það er skemmst frá að
segja, að spurningarnar í þessum
þætti voru nokkuð góðar, komu
víða við, þó að sumar þeirra væru
óþarflega léttar. Annars er mat
manna á þessu efni meira og
minna afstætt og ekki ætlunin að
gera það hér að umtalsefni, heldur
vildi ég vekja athygli á og undir-
strika nauðsyn þess, að þátttak-
endur kunni sig og setji ekki fram
athugasemdir, sem ekki koma
svarinu við, en lýsa andúð viðkom-
andi á fólki í öðrum byggðarlög-
Þessir hringdu . . .
Einasta ráðið
Jóhann Guðmundsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
fannst broslegt sem ég las í Sjón-
arhorni Þjóðviljans í morgun (14.
jan.). Höfundurinn telur þar ein-
asta ráðið til þess að forðast svip-
að ástand á Islandi og ríki í Bret-
landi og Bandaríkjunum, þar sem
íhaldsöflin hafi náð völdum og
beiti leiftursóknaraðferðum", sé
útvíkkun Alþýðubandalagsins.
Skyldi hafa fallið niður hjá mann-
inum, að allaballar vilji fremur
svipað ástand og ríkir í Póllandi
— og þeir hafi í sínum skúffum
allt sem til þurfi, svo að slíkt megi
verða? Svar óskast.
Hvað varð af
ýminum góða?
S.M. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til að
forvitnast um það, hvað orðið hef-
ur af ýminum góða, sem Mjólkur-
samsalan framleiddi og dreifði til
skamms tíma. Þessi vara er al-
gerlega ómissandi í margar upp-
skriftir af sósum, salötum o.fl. í
sambandi við matargerð. Það er
alls ekki hægt að nota jógúrt í
stað ýmis — það er langt frá því.
En stendur þetta ekki til bóta?
Fyrirspurn til
Strætisvagnanna
Vilborg Erlendsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að koma á framfæri
fyrirspurn til Strætisvagna
Reykjavíkur um áætlunarferðir úr
Breiðholti gegnum Kleppsholtið.
Engar ferðir eru enn á þessari leið
og það tekur óratíma að komast á
milli. Ég hef áður séð fyrirspurn
um þetta sama efni í dálkum þín-
um og var því þá svarað til, að
málið væri í athugun. En síðan
hefur ekkert gerst.
uneyti og náttúrulega urmul af
nefndum og ráðum, sem fylgja
öllu stjórnkerfi landsins eins og
skugginn? Svo taka hin svokölluðu
yfirvöld erlend lán í gríð og erg til
að halda uppi hinu vitfirrta
ofneyslubrjálæði og ómenningu,
sem sífellt er að birtast í hinum
hryllilegustu myndum.
Ég þakka Sjónvarpinu fyrir
þáttinn um myndbanda- og bíó-
djöfulæði, sem veður hér uppi víðs
vegar hvern einasta dag og nótt.
Fulltrúi bíóeigenda upplýsti, að
mest af hinum umdeildu mynd-
böndum væru flutt inn af heildsöl-
um, sem hefðu „umboð" frá er-
lendum seljendum til sölu og
dreifingar á þessum „þjóðholla"
innflutningi.
Það skyldi þó ekki vera að heild-
salavaldið með hinn mikla fjölda
umboða hefði ekki eitthvað fleira
gruggugt í pokanum en mynd-
böndin? Fulltrúi kvikmyndahúsa
lýsti þeirri skoðun sinni að helst
engar reglur, boð eða bönn mætti
setja á sýningar eða innflutning
myndbanda eða kvikmynda. Þetta
væri það sem fólkið vildi sjá og
ekkert mætti við því hrófla. Full-
trúi Kvikmyndaeftirlits ríkisins
taldi hins vegar að stórbæta þyrfti
eftirlitið og lögbanna allan inn-
flutning og sýningar hryllings-
mynda, hvort heldur væri á heim-
ilum eða í bíóum. Þetta væri nú
þegar gert í mörgum nálægum
löndum."
Það sem átt er við hér, er að
þegar spurt var um knattspyrnu-
félag, sem unnið hefði Islands-
meistaratitilinn með fullu húsi, en
það þýðir að sigra í öllum leikjum,
þá var svarið rangt hjá báðum
þátttakendum. Kristján sagði það
vera Víkinga, en Málfríður Akra-
nes. Ekkert var við það að athuga,
þó að þau vissu þetta ekki, en at-
hugasemd sem Málfríður lét
fylgja átti þarna alls ekki heima.
Þar gaf hún þá yfirlýsingu, að
skýringin á röngu svari hennar
væri sú, að hún vildi ekki, að um
Reykj avíkurknattspyrnufélag
væri að ræða. þessi athugasemd
féll auðheyrilega í góðan jarðveg
fyrir norðan, því að viðstaddir
ráku upp hrossahlátur. Ef það
hugarþel, sem þarna kemur fram í
garð Reykvíkinga, er almennt
ríkjandi á Akureyri, þá á það ekki
erindi í þætti gerða af Ríkisút-
varpinu. Þó hefði þetta verið látið
kyrrt liggja, nú eins og svo oft áð-
ur í líkum tilfellum, ef ekki hefði
komið í ljós af undirtektum, að
þarna voru allir viðstaddir á sama
máli."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Ég mundi brjóta skálina, ef ég mundi detta.
Rétt væri: Ég mundi brjóta skálina, ef ég' dytti. Eða: Ég bryti
skálina, ef ég dytti.
riÁður en
allt
kM hækkar
Eigum urval af sparifötum
fyrir árshátíðina: Föt
m/vesti 3.050.- til 3.490.-
Smoking. Verö 2.490.-
Austurstræti 10
sinu: 27211
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
✓
Vikuskammtur afskellihlátri