Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 29 Gísli Jónsson hf. flytur inn Poncin-„bíla“: Hægt að aka á vegum, í snjó, í mýrum og á vötnum eftir atvikum Bílar Sighvatur Blöndahl PONCIN-verksmiÖjurnar í Frakklandi hafa sérhæft sig í framleiðslu á bílum og tækjum til notkunar við erf- iðar aðstæður. Á dögunum kom hingað til lands fyrsti „bíllinn“ af gerðinni Ponc- in VP 2000, en það er Gísli Jónsson hf., sem flytur hann inn. Þorsteinn Baldursson, fram- kvæmdastjóri hjá Gísla Jóns- syni, sagði í samtali við Mbl., að um væri að ræða alhliða farar- tæki, sem væri hægt að nota við hinar ólíkustu aðstæður. Hægt væri að aka gripnum á allt upp í 80 km hraða á venjulegum veg- um, en hann er með sex hjólum, sem öll eru með sér drifi. Þá er hægt að setja á bílinn belti og aka honum á snjó og í drullu og mýrum. Loks er hægt að aka honum í vatni. Bíllinn kostar tæplega 200 þúsund krónur „standard", en síðan er hægt að fá á hann nokkra aukahluti eins og spil, belti og snjótönn. Þorsteinn gat þess, að Rafmagnsveitur ríkisins væru þegar búnar að festa kaup á fyrsta bílnum, enda væri þetta upplagt farartæki fyrir rann- sóknar- og vinnuflokka fyrir- tækja eins og Rafmagnsveitn- anna. Ég tók lítilsháttar í bílinn í snjónum á dögunum og það sem vakti hvað mesta athygli var hversu létt er að stýra honum, en stýrisstangirnar eru vökva- stýrðar, þannig að auðvelt er að snúa bílnum á punktinum með „litlaputta". Bíllinn er knúinn 45 hestafla Citroen-vél og er með fjögurra gíra kassa. Hann er með tveimur sætum frammi í, en auk þess er rými fyrir farangur fyrir aftan, en bíllinn er liðlega 2.650 mm á lengd, 1.700 mm á breidd og 1.450 mm á hæð. Hæð undir lægsta punkt er 220 mm. Mælaborðið er af einföldustu gerð, en þar er að finna hraða- mæli, stjórntæki fyrir ljós og þurrkur og miðstöð. Stýrið er í formi tveggja stanga, sem bremsa af hjólin, eða beltin hvorum megin eftir atvikum. Sætin eru þokkaleg ísetu, en plássið mætti vera eilítið meira. Bíllinn er með blæju. Eins og áður sagði er mjög auðvelt að meðhöndla bílinn og snúa honum á punktinum. Sam- kvæmt upplýsingum framleið- anda á að vera hægt að aka hon- um án vandræða niður og upp 45 gráðu brattar brekkur, auk þess sem hann á að þola 45 gráðu hliðarhalla. Mazda 626 valinn bíll ársins í Japan — Toyota Camry í 2. sæti — Honda City Turbo í 3. sæti JAPANSKIR bladamenn hafa valiö Mazda 626 bíl ársins þar í landi fyrir 1982—1983, en hann fékk 286 stig í kjörinu. í öðru sæti lenti Toyota t'amry með 251 stig og í þriðja sæti varð Honda City Turbo með 222 stig. Fjórði í röðinni var Nissan Datsun March með 143 stig, fimmti Nissan Datsun Prairie með 79 stig og sjötti í röðinni varð Subaru Leone 4WD Turbo með 70 stig. I sjöunda sæti lenti Mitsubishi Starion bíllinn með 43 stig, í átt- unda sæti varð síðan Toyota Sprinter Carib með 42 stig, í ní- unda sæti Mazda 929 Rotary Turbo með 34 stig og loks lenti Nissan Datsun Pulsar í tíunda sæti með 30 stig. Motor Trend Magazine: Renault 9 bíll ársins 1983 í Bandarlkjunum 53 blaðamenn frá 21 þjóðlandi: Völdu Audi 100 bíl ársins 1983 Völdu Honda City Turbo „japanska“ bíl ársins VESTUR-ÞÝZKI bíllinn Audi 100 var valinn úr hópi 44 bíla bíll ársins í hciminum árið 1983, en það voru 53 blaðamenn frá 21 landi, sem greiddu atkvæði í kjörinu. Japanska bílablaðið Motor Magazine, sem stendur fyrir kjörinu, skýrði frá því í vikunni að Audi 100 hefði lent í 1. sæti, Ford Sierra 2,3 í 2. sæti og Citr- oén BX í 3. sæti. I sérstöku kjöri bíls ársins í Japan, sigraði Honda City Turbo. í 2. sæti lenti Mitsubishi Starion og í 3. sæti varð Mazda Capella 2.000 GT-X. Þess má geta, að á síðasta ári var Opel Ascona valinn bíll árs- ins í heiminum af þessum sömu blaðamönnum. BANDARÍSKA bílablaðið Motor Trend Magazine hefur valið Ren- ault Alliance, sem við þekkjum betur undir nafninu Renault 9, bíl ársins 1983 í Bandaríkjunum. Ren- ault 9 var kosinn bíll ársins í Evr- ópu fyrir árið 1982. Þeir bílar, sem ennfremur komu til greina að sögn blaðsins, sem er eitt útbreiddasta bílablað í heimi, voru Buick Skyhawk, T-gerðin, Ford Thunderbird, Dodge 600 ES, Oldsmobile Fir- enza GT, Mercury Marquise Brougham og E-línan frá Chrysler. Sérfræðingar blaðsins reynsluóku öllum bílunum á sér- stökum brautum í Los Angeles, auk þess sem hinir ýmsu tækni- legu hlutir bílanna voru prófaðir á rannsóknarstofum. Motor Trend Magazine hefur valið bíl ársins í Bandaríkjunum allt frá árinum 1949. Sem dæmi um sigurvegara má nefna, að 1958 sigraði Ford Thunderbird, árið 1961 Pontiac Tempest, árið 1969 Plymouth Road Runner, 1979 Buick Riviera og á síðasta ári sigraði Chevrolet Camaro 228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.