Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Fyrirsát í Kensington Lögreglubifreið stendur við hlið Austin Mini-bifreiðar, sem skotin var í tætlur í sérstökum aðgerðum lögregl- unnar í Lundúnum. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús með skotsár á brjósti og höfði. Hurfu í myrkrið með þrjá gísla Bangkok, 18. janúar. AP. I>RÍR flugræningjar, sem rændu þotu í innanlandsflugi í Thailandi með 15 farþega innanborðs, sluppu í morgun úr greipum lögreglunnar er þeir flúðu inn í óbyggðir í norður- hluta landsins með þrjá gísla. Ræningjarnir réðust til atlögu í vélinni á leiðinni á milli Lampang og Chiang Mai og tókst fljótlega að ná henni á sitt vald. Allir far- þegarnir um borð voru thailenskir og þetta mun í fyrsta sinn, sem flugvél er rænt í innanlandsflugi þar. Upprunalega kröfðust ræningj- arnir þess að fá sem svarar 13.000 Bandaríkjadölum í lausnargjald og þrjár fallhlífar að auki, en síð- an hækkuðu þeir kröfuna um 4.000 dollara og kröfðust þess um leið að fá þyrlu til umráða. Falklandseyjastríðið: Thatcher og stjórn hennar fírrt ábyrgð i.undúnum.. IH ianúar AP. l.undúnum,. 18. janúar. AP. SEX MANNA þingnefnd skilaði i gær áliti á aðdraganda Falklandseyjastríðs Breta og Argentínumanna, en margir hafa viljað saka Margréti Thatcher um að horfa hlindum augum á augljósa atburðarás. Fyrir nefndinni var Franks lávarður, 77 ára gamall fyrrum sendiherra Breta í Washington. Nefndarálitið var á því að Thatcher ætti enga sök á því að Argentínumenn komu Bretum jafnmikið á óvart og raun var. því að hafa ekki séð hvað í vænd- um var. Skýrslan segir hins vegar að Argentínumenn hafi vissulega látið ófriðlega nokkru fyrir inn- rásina, en þeir hafi látið þannig áður án þess að fylgja því eftir. „Það er ekki við frú Thatcher að sakast þó hún sæi ekki það sem í vændum var og afstýrði því ekki, leyniþjónustan stóð sig ekki sem skyldi og var ekki nógu fljót að átta sig á hvað um var að vera,“ sagði m. a. í skýrslunni og þar stóð jafnframt, að herstjórnin í Arg- entínu ákvað ekki að gera innrás á Falklandseyjar fyrr en tveimur ERLENT dögum áður en til skarar var látið skríða. Eða jafnvel aðeins einum degi áður, „breska stjórnin fékk því enga vitneskju um innrásina hreinlega vegna þess að slíkt var næstum ógerlegt," segir í hinni 105 blaðsíðna skýrslu. Frú Thatcher las inntak skýrsl- unnar fyrir þingheim í gær og mótmælaóhljóð stjórnarandstöð- unnar kæfðu næstum orð forsæt- isráðherrans. Hrópuðu þingmenn- irnir orð eins og „hvítþvottur" og fleira í þeim dúr. Var það þeim sýnilega ekki að skapi að Thatcher hafði staðið af sér veðrið. Vonbrigði stjórnarandstöðunn- ar stöfuðu meðal annars af því að utanríkisráðherrann, Carrington lávarður, sagði af sér er stríðið braust út og tók á sig ábyrgð af Noregur: Skaut konu sína í réttarsalnum Osló, 18. janúar. Frá Jan Erik Laure TréUarilara Mbl. Japanir hrífast af Alpabrúðkaupum — sem eru nýjung í svissneskum ferðamálaiðnaði l.u/ern, Svíkm, 18. janúar. AP. HATT uppi í svissnesku Ölpunum fór fram nýstárleg giftingarathöfn fyrir skömmu, fyrir framan altari úr snjó. Þar var um að ræða japanskt par sem hafði valið þennan kost þrátt fyrir 15 gráðu frost, en þetta er nýtt fyrirbæri í svissneskum ferðamálaiðnaði sem gengur undir nafninu „brúðkaupspakki“. ÞAÐ gerðist í gær í fyrsta skipti í Noregi, að morð var framið í réttar- sal. Skilnaðarmál var í gangi í Osló, er eiginmaðurinn dró skammbyssu úr pússi sínu og tæmdi úr henni í brjóst og höfuð eiginkonu sinnar. Hér var um júgóslavnesk hjón að ræða, en þau hafa búið í Noregi síðan á miðjum sjöunda áratugn- um. Að sögn konunnar hefur karl- inn lengi misþyrmt henni af minnsta tilefni og hafði hún fengið sig fullsadda. Málið var í fullum gangi, er.k^ú'nn dró byssu úr vasa sínum og mundaði hana ófriðlega. Dómarinn tók til fótanna og læsti sig inni í bakherbergi og verjandi konunnar hljóp sem fætur toguðu út úr salnum. Júgóslavinn miðaði á eftir lögmanninum og hleypti af, en hylkið var tómt og slapp verj- andinn með skrekkinn. Hann hljóp reyndar á hurðina og skaddaði fót sinn nokkuð. En er allir voru á bak og burt, sneri Júgóslavinn sér að eiginkonu sinni, miðaði og skaut fimm skot- um í hana af stuttu færi og lést hún nánast samstundis. Hann gaf sig síðan fram við lögregluna. Maður þessi er Króati og hefur oft komið við sögu í norskum blöð- um, þar sem hann hefur haldið á loft sjálfstæðisbaráttu Króata í Júgóslavíu. Júgóslavnesk yfirvöld hafa meira að segja reynt að fá hann framseldan og því hefur hann jafnan farið ferða sinna vopnaður. Öllum farþegunum var sleppt eftir að lent hafði verið í Chiang Mai. Ræningjarnir fengu sendi- bifreið til umráða og lögðu þegar á flótta. Þeir veltu bifreið sinni eftir tveggja stunda akstur og gripu þá til þess ráðs, að stöðva einkabif- reið með þremur farþegum. Tóku þeir hana traustataki og héldu á brott með þeim, sem í bílnum voru. Ræningjarnir hafa haft samband við lögreglu og krefjast lausnargjalds og að þeim verði tryggð greið leið til land- svæðis, sem gengur undir nafninu „Gullni þríhyrningurinn". Veður viða um heim Akureyri +3 alskýjað Amsterdam 8 skýjað Aþena 13 heíðskírt Barcelona 14 heiðskirt Beirut 11 rigning Berlin 5 rigning BrUssel 8 rigning Buenos Aires 27 skýjað Chicago +5 skýjað Dubön 7 heiðskírt Feneyjar 5 skýjað Frankturt 9 rigning Qenf 9 heiðskírt Heisinki 0 snjókoma Hong Kong 19 skýjað Jerúsalem 6 snjókoma Kaupmannahöfn 8 rigning Las Palmas 19 heíöskírt London 6 heiðskfrt Los Angeles 19skýjað Madrid 16 heiöskfrt Malaga 16 I » f Mallorca 15 heiðskirt Mexikóborg 18 heiðskírt Míami 22 heiðskírt Moskva 1 heíðskírt New York +1 heiðskírt Hýja Delhí 21 heióskírt Ósló -3 snjókoma Paris 9 skýjað Peking 2 heiöskírt Reykjavík -3 •kýjað Róm 15 heiöskírt San Francisco 12 rigning Stokkhólmur -2 snjókoma Toronto -8 skýjað Vancouver 10 skýjað Vín 10 skýjað Þórshöfn 2lóttskýjað Þetta brúðkaup, sem fram fór í dögun, var kvikmyndað af jap- anska sjónvarpsfyrirtækinu ABC og mun koma til með að verða hluti tólf klukkustunda langrar dagskrár um ferðalög. Gifting þessi var undirbúin af ferðaskrifstofu í Luzern og segja talsmenn hennar að mikil sókn sé nú þegar í brúðkaup sem þetta hjá japönskum elskendum og er ástæðan fyrir því að þetta heillar helst Japani vera sögð sú, að hefðbundin brúðkaup þar eru gífurlega kostnaðarsöm. I því sambandi er bent á að brúð- kaup í Japan geti kostað allt að 10.000 dollurum, en þessi há- fjallagifting kosti ekki nema brot af því. Gifting sem þessi kostar um 750 svissneska franka og er þá allt innifalið, jafnt leiga á kjól brúðarinnar sem vöndurinn og kampavínið, en ættingjar eru allir skildir eftir heima. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessari brúðkaupstilhögun og er þá sérstaklega bent á trúarleg viðhorf en meira en 120 pör hafa haft þennan háttinn á í gifting- um í Ölpunum undanfarin tvö ár, flest þeirra búddatrúar. Flutningabifreiðastjórar í Belgfu: Hóta aö smygla inn í landið rándýrum lyfjum Antwerpen, Ik lgiu, 18. janúar. AP. ÖKUMENN belgískra fíutningabif- reiða hafa lýst því yfir, að þeir muni hefja smygl á dýrum lyfjum, sem ekki eru niðurgreidd af heilbrigðis- yfirvöldum í landinu, verði niður- greiðslur á þeim ekki hafnar. „Það er til fátækt fólk í Belgíu, sem ekki getur litið glaðan dag vegna veikinda sinna og því síður sakir útgjalda vegna lyfjakaupa," sagði talsmaður félags flutninga- bifreiðastjóra. Talsmaðurinn sagði einnig, að sum umræddra lyfja mætti fá í nágrannalöndunum fyrir helming þess, sem þau kostuðu í Belgíu. Sagði hann ennfremur, að ef ekki yrði snarlega gerð breyting á verðlagningu lyfja í landinu væri þess ekki langt að bíða, að bifreiðastjórarnir framvísuðu lyfseðlum, sem tryggilega væri gengið úr skugga um að væru ófalsaðir, með sérstakri rannsókn, í nágrannalöndunum. Hugmyndin að þessum lyfja- kaupum erlendis fæddist er einn bifreiðastjóranna heyrði hlust- anda kvarta yfir því í útvarpi, að hann þyrfti að borga sem svaraði 2200 íslenskum krónum í hvert sinn, sem barn hans þyrfti að fá sprautu vegna sjúkdóms, sem ekki verður haldið niðri með öðru en reglulegum lyfjagjöfum. Hlutað- eigandi barn þarf að fá sprautu vikulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.