Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Myndaskáldið Einar Jónsson Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson EINAR JÓNSSON MYNDHÖGGVARI. Skipulag og útlit: Harstcinn Guömundsson og Olafur Kvaran. Útgefandi: Skuggsjá 1982. Eiginlega er það ekki alveg ljóst hvaða augum menn líta myndir Einars Jónssonar. Grunur minn er sá að skoðanir séu skiptar, menn ýmist yfir sig hrifnir af list Ein- ars eða gagnrýnir á hana. Meðal íslenskra myndlistarmanna er Einar Jónsson einfari. List Einars Jónssonar er ekki auðveld til skilnings og á ég þá við hin symbólsku verk, táknmyndir sem ekki liggja alltaf í augum uppi. Sumar mynda Einars eru með súrrealískum blæ, einkum málverk hans sem óumdeilanlega eru sérstakur kafli í íslenskri myndlist. En Einar hefur gert fullt af al- þýðlegum verkum sem hvert mannsbarn kann að meta: Útlagar er skýrasta dæmið um þau. Mér hefur stundum fundist að of fáir legðu leið sína í Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar, flest- ir sem þangað koma eru útlend- ingar. Ég hef stundum farið með útlenda vini í Hnitbjörg og það bregst ekki að þeir telja sig reynslunni ríkari á eftir. Symból- ismi Einars höfðar kannski meira til Evrópubúa, sem vanir eru slíkri list, en Islendinga sem margir eru án listræns uppeldis. Ég hef heyrt fólk segja að það verði skelfingu lostið innan um verk Einars Jónssonar, frá þeim andi kulda og feigð. Það er að vísu satt að andblær dauðans er ríkur í verkum Einars, en annað sem listamaðurinn leggur ekki síst áherslu á er trúin. Barátta illra og góðra afla, átök heimsku og visku ljá verkunum vængi. Bókin Einar Jónsson myndhöggv- ari er veigamikil kynning á list Einars Jónssonar. Birtar eru margar myndir af helstu verkum Einars og myndhlutar. Einnig eru málverk hans prentuð sérstaklega. Prentun myndanna hefur tekist vel, en val þeirra annaðist Ólafur Kvaran, uppsetningu bókarinnar og útlit sá Hafsteinn Guðmunds- son um af þjóðkunnri smekkvísi sinni. Oliver Steinn Jóhannesson, út- gefandi, fylgir bókinni úr hlaði og birt er ritgerð um Einar Jónsson eftir einn helsta aðdáanda hans, séra Jón Auðuns. Ritgerð Jóns Auðuns er að mínum dómi hið ágætasta verk, enda var séra Jóni lagið að fjalla um listir og einnig skáldskap. I Einari Jónssyni sér hann myndaskáldiö eins og Guð- mundur Finnbogason kallaði hann. Einkennilegan anda nefndi Guðmundur líka Einar. Jón Auðuns segir m.a. um Einar Jónsson: „Á síðari árum gerðist Einar í æ ríkari mæli einsetumaður í sínum Hnitbjörgum við hlið trúfastrar konu. Sumir virtu honum það til ámælis, hve viðskila hann varð nýtízkulegri liststefnu og hve litla samúð hann hafði með þeirri list, sem þá var að verða ráðandi tízka. Sjálfur hafði hann ungur lent í sterkri andstöðu við ríkjandi liststefnu þeirra tíma og brotið hiklaus allar brýr að baki sér til að ganga sem einfari sinn veg. Nýrri tízku í list var hann undir ævilokin eins andvígur og valdi Einar Jónsson hennar yfir ungum listamönnum." Þetta er að vísu dæmi um sorg- lega þróun, kaldhæðni örlaganna. En hvernig átti Einar Jónsson að geta fagnað list sem leitaði í allt annan farveg en þann sem stóð hjarta hans næst? Ætli honum hafi ekki þótt tískan bera keim þeirrar efnishyggju sem hann hafnaði frá upphafi. En einangrun Einars varð til að spilla fyrir hon- um, ungir listamenn litu hann ekki réttum augum og áttu þátt í að tefja fyrir því að list þessa mikla skapanda væri metin að verðleikum. Nú er þetta vonandi úr sögunni. Það er fjarri lagi að unnt sé að meðtaka öll listaverk Einars Jónssonar. Sum þeirra orka til dæmis ekki á undirritaðan. Eink- um gildir þetta um verk þar sem gætir ofhlæði, táknin verða of mörg og eins og þau taki völdin af myndbyggingunni. En öll eru þessi verk metnaðarfull og merki- leg ýmissa hluta vegna. Ætti ég til dæmis að nefna eitt verk þar sem táknmálið er borið á borð í senn af styrk, margræði og einfaldleik myndi ég benda á Mold. í sjálfu sér er þetta verk óhugnanlegt, ekki síst fyrir það hve ákaft list- rænir yfirburðir vitna í því um fallvaltleik mannsins. Ótal verk önnur eru skyld Mold. Hvað um Skuld til dæmis? Sæluhrollur dauðans er áber- andi í málverkunum, einhvers konar aldamótamystík, einnig er ekki úr vegi að láta hugann reika til sjáandans Williams Blake. En sé litið á list Einars Jónssonar í heild í því skyni að gera saman- burð á honum og erlendum mynd- listarmönnum mega íslendingar vel við una hve sjálfstæður hann er. Einar Jónsson er kannski ekki merkilegastur fyrir þær myndir sem eftir hann liggja heldur stórbrotna tilraun til að átta sig á tilvist mannsins í heiminum. Til gagns og gamans Hljóm- plötur Finnbogi Marinósson Foreigner. Record. Atlantic 80999- 1/Steinar hf. Hljómsveitin Foreigner var stofnuð snemma á árinu 1976 af tveimur Englendingum búsett- um í New York, Mick Jones og Ian McDonald. Þeir kynntust síðan Dennis Ellot, sem hafði áð- ur spilað með King Crimson. Það voru síðan Ameríkanarnir Lou Gramm, A1 Greenwood og Ed Gagliardi sem fullkomnuðu mynd hljómsveitarinnar. Fyrsta platan kom út árið 1977 og heitir „Foreigner". Hún náði nokkrum vinsældum og þá sérstaklega lagið „Feels Like First Time“ og stuttu seinna gerðu þeir lagið „Cold as Ice“ mjög vinsælt. Með kraftmikla rödd Lou Gramm í broddi fylkingar þaut önnur plata flokksins upp vinsælda- lista og titillag plötunnar „Double Vision" naut gífurlegra vinsælda. Þriðja platan „Head Games" sýndi að þreytu var far- ið að gæta og árið 1980 fór hljómsveitin í frí. Ekki bar á öðru en hvíldin hafi verið hljóm- sveitinni til góðs því „4“, fjórða plata þeirra hljóp í fyrsta sæti vinsældalista heimsins og Iögin „Jukebox Hero“, „Urgent" og „Waiting for a Girl Like You“ voru kyrjuð í hverju horni. Þannig hljómar saga Foreign- er í stuttu máli og hana er nú hægt að fá á einni hljómplötu. Hún er samansafn af þeim lög- um sem Foreigner hefur gert vinsæl á fimm ára ferli sínum. Öll ofangreind lög er að finna á plötunni ásamt „Dirty White Boy“og „Long, Long Way from Horne". Þau eru öll í sinni upp- haflegu mynd nema „Hot Blood- ed“ sem er tekið upp á tónleika- ferðalagi flokksins um Banda- ríkin á þessu ári (1982). Um hvert lag fyrir sig verður ekki fjallað sérstaklega þar sem það var gert þegar þau komu út hverju sinni. En um plötuna í heild er það að segja að hún er fyrsta flokks safnplata. Það hefði verið hægt að raða lögun- um betur upp, en látum alla sérvisku eiga sig, það er tónlistin sem skiptir mestu máli. Hún er ekki af verri endanum, það get ég fullvissað ykkur um. FM/AM Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Það er viðtekin venja að gagn- rýnendur geri upp hug sinn um áramót og velji þá plötu ársins. I DV frá 18. desember 1982 er að finna 10 bestu plötur 10 gagn- rýnenda. í þeirri samantekt fékk hver plata sem komst inn á lista stig. Sú efsta tíu stig, næsta níu og þannig koll af kolli. Síðan er tekið saman hvaða plata fær flest stig og'er hún úrskurðuð plata ársins. Þetta er í sjálfu sér gott og gilt en eftir að hafa stað- ið í þeirri sálarkvöl að velja plöt- ur í tíu efstu sætin, þá ákvað ég að gefa upp þær plötur sem vel hefðu komið til greina inn á þennan lista og í sumum tilfell- um hefðu nauðsynlega þurft að vera þar. Eins og verða vill þá voru plöturnar miklu fleiri en sætin og því er listinn sá sem hér fer á eftir ekkert nema sjálfsagður. Um uppröðunina má deila. Frá minni hendi eru 10 efstu sætin bindandi en þeim sem á eftir koma má raða að vild. Ástæðan er augljós, alla vega treysti ég mér ekki til að tölu- setja þær eftir gæðum. Mitt val byggist að mestu leyti á ánægj- unni. (Auðvitað er gaman að hlusta á allar plötur, en einnig væri hægt að velja plöturnar eft- ir tóngæðum, tækni eða ein- hverju öðru.) Þá er væntanlega búið að taka fram allt sem þarf. Vonandi verður listinn þér til gagns og gamans og ef eitthvað er ekki á hreinu þá er bara að hafa sam- band, síminn er 74448/ 34703. Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. P.S. Megi listinn verða ykkur til gagns og gleði. FM/ AM 1. „To-Ray-Ay“ — Kevin Rowland and Dexy’s Midn. Runners. 2. „Nugent" — Red Nugent. 3. „The Nightfly” — Donald Fag- en. 4. „The Number of the Beast“ — Iron Maiden. 5. „The Gift“ — The Jam. 6. „Night and Day“ — Joe Jack- son. 7. „All the best Cowboys" — Pete Townsend. 8. „Wild Things run fast“ — Joni Mitchell. 9. „Love over Gold“ — Dire Straits. 10. „CODA“ — Led Zeppelin. —. „English Settlement” — XTC. —. „UB 44“ — UB 40. —. „On the Line“ — Gary U.S. Bonds. —. „Nebraska” — Bruce Spring- steen. —. „The Rise and Fall“ — Mad- ness. —. „Avalon” — Roxy Music. —. „I advance masked” — Andy Summer/ Robert Fripp. —. „The Youth of Today“ — Music- al Youth. —. „Corridors of Power" — Gary Moore. —. „One more Twist” — John Watts. —. „Grasshopper" — J.J. Cale. —. „Lord of the new Church" — Lords of the new Church. —. „Extra Terrestrial Live“ — Blue Öster Cult. —. „Combat Rock“ — The Clash. —. „Rock in a hard Place“ — Aero- smith. —. „The Name of this Band is T.H.“ — Talking Heads. —. „4“ — Toto. —. „Blackout" — Scorpions. —. „Gone Troppo" — George Harri- son. —. „Select" — Kim Wilde. FM/ AM Góð lög mynda góða plötu Skráum • • Æ vinninga i HASKÓLA ÍSLANDS KR- 30- OOO 16461 KR - 1O- OOO 594 14975 23389 33431 39230 45606 53611 5486 17122 25965 36799 39595 49742 58125 12242 18604 32046 37133 42535 52026 KR - 2- OOO 1046 7302 14509 18788 24553 26174 31464 38463 40233 44397 50543 52917 1865 8041 15552 19556 24874 26254 31706 38875 40490 44404 50802 53037 3286 10872 16667 19872 24378 27165 31953 39371 41105 45653 51472 53571 4376 12110 16691 22360 25101 27488 32153 39382 41571 46699 51482 53630 5786 14017 17677 23276 25368 29715 35343 39527 42376 47640 52046 56512 6162 14385 18577 24010 25677 29742 35459 40087 44041 50181 52831 59981 AUKAVINNINGAR KR.5.OOO 16460 U 162 KR_ 1 - 250 92 4576 10533 15154 19212 24330 29285 33872 39823 44163 51039 55707 1 15 4581 10683 15207 19270 24438 29332 34103 39944 44235 51138 56208 375 4334 10333 15346 19368 24493 29427 34105 39990 44699 51237 56459 519 4373 10919 15505 19478 24687 29706 34149 40142 44710 51436 56626 606 5018 11067 15506 19479 24719 29751 34197 40176 44711 51447 56631 701 5068 11531 15513 19485 24842 29893 34356 40181 44754 51574 56633 1047 5135 11659 15599 19559 24849 30007 34410 40133 44794 51735 56711 1084 5215 11777 15796 19811 24980 30027 34647 40450 44944 51934 56855 1107 5255 11799 15361 19850 25058 30029 34730 40499 45154 51937 56858 1170 5375 11827 15896 19877 25156 30202 34312 40648 45199 52027 57027 1179 5701 11902 16184 19911 25193 30335 34846 40694 45463 52096 57070 1319 5829 11924 16274 20204 25319 30423 34904 40729 45526 52110 57071 1322 5850 11993 16431 20236 25327 30558 34958 40819 45570 52233 57079 1323 5900 12026 16450 20492 25357 30585 35050 40892 45915 52303 57419 1326 5967 12093 16652 20533 25385 30586 35078 40896 46044 52315 57526 1359 6013 12189 16707 20770 25398 30682 35291 40906 46059 52380 57611 1386 6042 12213 16714 21028 25537 30691 35768 41028 46243 52492 57323 1433 6124 12313 16717 21190 26036 30727 35859 41047 46328 52494 57910 1468 6629 12603 16780 21197 26176 30730 36024 41127 46713 52505 57961 1534 6642 12716 16859 21340 26240 30774 36065 41145 46858 52716 57986 1604 6656 12728 16972 21337 26305 30795 36137 41293 47170 52719 53167 1329 6662 12864 16987 21495 26347 31055 36372 41299 47331 52744 58195 136 3 6852 12397 17003 21561 26352 31074 36395 41463 47336 52795 58226 1954 7143 12901 17244 21617 26388 31158 36696 41486 47462 52987 58309 2077 7331 12931 17245 21641 26670 31191 36741 41561 48413 53076 58362 2093 7570 12932 17319 21652 26697 31225 36883 415/0 48460 53115 58370 2415 7673 12934 17325 21835 26750 31226 36970 41623 48532 53234 53673 2499 7834 12956 17375 21896 26900 31309 37135 41641 48567 53272 53899 2539 7896 13019 17811 21999 26914 31442 37138 41763 43649 53501 59028 281 1 7993 13185 17916 22047 26939 31687 37269 41798 48714 53817 59060 2333 3007 13235 18008 22155 27085 31737 37416 41821 48321 53951 59154 2920 8033 13284 18031 22509 27140 31359 37475 41898 48938 54019 59176 2989 8180 13317 18081 22560 27372 32081 37522 41949 49124 54074 59177 3018 8228 13321 13190 22708 27473 32133 37669 42090 49296 54492 59364 3172 8250 13419 13265 22726 27475 32241 37673 42163 49507 54576 59528 3220 8367 13792 13303 22744 27588 32267 38082 42209 49776 54580 59805 3221 3592 13837 13389 22368 27644 32292 38256 42624 49333 54616 59896 3330 8820 13963 13519 22931 27808 32328 38449 42641 49895 54688 59993- 3443 8388 14229 13533 23131 28204 32622 38520 42675 49919 54783 4007 9133 14326 18553 23254 28289 32729 38529 42859 49951 54822 4037 9196 14535 13640 23413 28411 32733 33697 42945 50031 54380 4065 9319 14617 18731 23468 23424 32800 38698 42934 50064 54894 4182 9429 14635 13910 23514 23651 32933 38809 43622 50140 54923 4242 9454 14639 18928 23568 28725 33034 39021 43/46 50207 54971 4294 9554 14318 18941 23616 28796 33050 39205 43821 50326 55067 4308 9775 • 14892 19026 23734 28915 33142 39547 43863 50452 55094 4325 9897 14947 19103 23764 28975 33167 39579 43866 50700 55117 4478 10134 15100 19162 24002 29161 33299 39677 43957 51081 55347 4517 10470 15105 19186 24306 29280 33386 39681 44071 51084 55557

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.