Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Mario Vargas Llosa, rithöf- undur frá Perú, hlaut ný- lega bókmenntaverðlaun á Italíu og hitti þá frétta- maður frá Inter Press Service, frétta- stofu þriðja heimsins, hann að máli. Kin spurninganna var á þessa leið: Ef þú ættir að velja verðlaunahöfund og gera upp á milli Garcia Marquez og Argentínumannsins Jorge Luis Borg- es, hvor hefði þá hlotið Nóbelsverð- launin? Svarið var: „Ja, væri valið í mínum höndum, kysi ég Borges, þótt ég telji Garcia Marquez mikinn rit- höfund. Borges er mesta núlifandi skáldið. Menn verða að vera óvenju- lega fávísir um Suður-Ameríku til að átta sig ekki á byltingarkenndum einkennum ritverka Borges. Hér er einfaldlega um hróplegt ranglæti að ræða, sem ber greinilega pólitískt yf- irbragð. En ég held, að Borges kæri sig ekki um verðlaunin, þar sem hann lifir í heimi huldufólks, drauma- heimi,“ segir í þessu nýlega samtali við rithöfundinn frá Perú. Þjóðviljinn og andrúm morðsins eftir Björn Bjarnason Grein Olafs Gíslasonar i bjóðviljanum 2. nóvember 1982. Grein Olafs Gíslasonar i bjóðviljanum 15. janúar 1983. „Bók er raunveruiegur við- burður í lífi okkar. Hún er ekki blekking. Enginn veit, hvað lífið er. Kannski er það draumur. En mér er nær að halda, að góð bók sé eins mikilvægur þáttur í draumi okkar og hvað annað." Þannig komst Jorge Luis Borges að orði í lok samtalasyrpunnar sem Matthías Johannessen birt- ir í bókinni Samtöl II. Og Borges segir einnig við Matthías: „Sum- ir segja eins og þér áðan, að ég hljóti að fá Nóbelsverðlaun. Ég hef ekki trú á því. Ég er ekki talinn dæmigerður höfundur fyrir Suður-Ameríku. Asturías ... jæja, við skulum ekki tala um hann, Mistral, hræðilegt skáld. Það eru landafræði og stjórn- málastefnur, sem hljóta Nóbels- verðlaun. Ibsen, Strindberg og Tékov fengu þau aldrei. Mistral fékk Nóbelsverðlaunin af land- fræðilegum ástæðum. Ég reikna með því að ég verði nokkur ár ennþá „einn þeirra sem koma til greina", en það skiptir ekki máli. Verðlaun eru fyrir þá, sem vilja eða þurfa að komast í blöðin. Én nafn mitt þekkja nú ýmsir um heimskringluna," og hann sagði heimskringluna á íslensku með viðeigandi áherslu, brosti og velti fyrir sér þeim bókmennta- verðlaunum sem Snorri hlaut á sínum tíma fyrir þetta verk sitt!“ Hugurinn hvarflaði til þessara ummæla tveggja merkra suður- amerískra rithöfunda, þegar því er haldið til streitu í Þjóðviljan- um frá 15. janúar, að það sé „of- sóknarbrjálæði" að tveir menn, annar í Bandaríkjunum og hinn í Svíþjóð, skuli hafa vakið máls á því í blaðagreinum, að ekki sé allt sem skyldi þegar rithöfund- ur er annars vegar rægður vegna andstöðu við alræðisstjórnir og hins vegar hafinn til skýjanna þrátt fyrir og líklega vegna dað- urs við alræðið. Tilefni þessarar ásökunar Þjóðviljans er að Morgunblaðið skuli gera „tilraun til þess að flytja vitsmunalega umræðu um heimsmálin inn í landið með því að þýða tvær skætingsgreinar" eins og Þjóð- viljinn orðar það um Jerzy Kos- inski í Bandaríkjunum og um „sænsku umræðuna" í tilefni af því að Garcia Marquez hlaut Nóbelsverðlaunin. Telur Ólafur Gíslason, blaðamaður á Þjóðvilj- anum, að þessi iðja sé til marks um það, að þeim er þetta ritar „virðist margt annað betur gefið en að átta sig á þeim raunveru- leika sem umlykur okkur ...“ ☆ ☆ ☆ Spænska leikritaskáldið Fern- ando Arrabal sem býr í París heitti sér fyrir því, að kúbanska ljóðskáldinu Armando Valladar- es var sleppt úr fangelsi á Kúbu síðastliðið haust. Arrabal ritaði grein í franska vikuritið l’Ex- press 5. nóvember 1982, þar sem hann lýsti þeim hörmungum sem Valladares mátti þola í 22 ár í þrælkunarbúðum Castros. Eftir að Fidel Castro tók völd- in í sínar hendur 1. janúar 1959 varð Valladares starfsmaður samgönguráðuneytisins í Hav- ana. Var hann fulltrúi í spari- sjóði á vegum ráðuneytisins. í stjórnartíð einræðisherrans Bat- ista starfaði Valladares einnig í 13 mánuði í stjórnarráðinu og kannaði hæfni umsækjenda um störf á vegum innanríkisráðu- neytisins. Arrabal segir, að kommúnistar hafi búið um sig í samgönguráðuneytinu eins og öðrum kúbönskum stjórnar- skrifstofum og hafi Valladares reynt að hamla gegn ásókn Armando Valladarc-s og kona hans, Marta, á heimili vinar þeirra, Arra- bals, í Paris. þeirra. 27. desember 1960 var hann handtekinn. Aðeins tvisvar sinnum var hann kallaður úr klefa sínum til yfirheyrslu, 15 mínútur í hvort skipti. 17. janú- ar 1961, 20 dögum eftir hand- töku, dæmdi 1. byltingardóm- stóllinn í Havana Valladares og tvær konur og tvo karla að auki. Öll fimm voru sökuð um að vera í andbyltingarhópi undir stjórn Olver Obregon. Þau hlutu öll dóm sem „óvinir byltingarinnar" fyrir „brot gegn ríkisvaldinu", konurnar í 20 ára fangelsi og karlarnir í 30 ára fangelsi. Valladares var sendur í þrælk- unarbúðir á eyjunni Pins. Móðir hans heimsótti hann 5. nóvem- ber 1961 og í salnum þar sem fangar fengu að hitta ættingja sína, sá Valladares dóttur sam- fanga síns, Mörtu Lopez að nafni. Þau hittust 12 sinnum á 7 árum og fengu leyfi til borgara- legrar hjónavígslu 8. október 1968. Síðan sáust þau ekki fyrr en hann var látinn laus. Valladares neitaði að gangast undir „endurhæfingu" sem fólst í því að fangar voru látnir sverja Castro-stjórninni hollustu. Þar með komst hann í hóp „plant- andos“ (hinir óforbetranlegu) sem lokaðir eru inni í glugga- lausum klefum, fá ekki að hitta neinn utanaðkomandi og njóta ekki læknishjálpar. 1974 þrengdist hagur hans enn. Ásamt með 36 föngum var hann sveltur í 46 daga. Þá lam- aðist Valladares og fimm fangar aðrir. Einn þeirra endurheimti máttinn í fangelsinu, hinir fjórir skömmu eftir komu sína til Miami nýlega. 21. desember 1976 staðfesti heilbrigðisráðuneyti Castro í bréfi til Amnesty International að Valladares væri haldinn læknanlegri lömun fyrir neðan mitti „vegna næringarskorts". Þegar Marta gaf út fyrstu ljóða- bók eiginmanns síns 1976, mátti hann þola enn harðari vist. 1980 var hann í eina viku á bæklunar- sjúkrahúsi í Havana, þar sem hann naut í fyrsta sinn aðhlynn- ingar lækna. 2. apríl lauk með- ferðinni og sjúklingurinn var aftur fluttur í „refsiklefa". Eftir að Arrabal og Marta sendu Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, bænarskjal, var Valladares aftur sendur undir læknishendur í nóvember 1981. Hann fékk endurhæfingar- tæki og betri mat, en allt var þetta gert með hinni mestu leynd og hann gat ekki látið þau boð berast, að hann væri á bata- vegi. Kúbönsk yfirvöld vildu, að hann gæti gengið við komuna til Parísar og væri ekki í hjólastól. Segir Arrabal, að farið hafi verið með endurhæfinguna sem ríkis- leyndarmál til að unnt væri að kasta rýrð á talsmenn Valladar- es, páfann, Amnesty, Francois Mitterrand og kalla þá veikgeðja og barnalega „mannvini“ sem „leikari" hafi blekkt... Arrabal segir, að frá Havana hafi borist þau boð til fjölmiðla, að Valladares væri hvorki skáld né kristinn og aldrei hefði hann lamast. Honum var lýst sem hryðjuverkamanni og útsendara CIA og þar að auki hefði hann verið lögreglumaður í þjónustu Batista. Arrabal bendir á, að þessar ásakanir veki ekki undr- un, þegar haft sé í huga að þær berist frá ríkisstjórn þar sem þriðji mesti valdamaðurinn er Carlos Rafael Rodriguez, sem á sínum tíma var ráðherra hjá Batista og lýsti Jean Paul Sartre einnig sem útsendara CIA. -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.