Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö.
Stjórnar-
skrármálið
Stjórnarskrárnefnd hefur
sent þingflokkum tillögur
sínar. Nefndin var kjörin vorið
1978 og átti samkvæmt ályktun
alþingis að ljúka tillögugerð á
tveimur árum. Stjórnarskrár-
nefnd hóf svo formlega störf 1.
desember 1978 og átti því að
skila af sér í árslok 1980, en
það er ekki fyrr en rúmum
tveimur árum síðar sem nefnd-
in verður sammála um það að
senda skýrslu til þingflokka,
sem á að verða grundvöllur að
umræðum innan þeirra um
stjórnarskrármálið. Nefnd-
armenn hafa sem sé aðeins náð
samstöðu um formlega hlið
málsins, að vísa því til um-
ræðna í þingflokkum, en af-
staða þeirra til einstakra efnis-
ákvæða í stjórnarskránni er
ekki samhljóða og þar hafa
þeir sett alls kyns fyrirvara.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins af Vestfjörðum, hef-
ur undanfarið ritað greinar um
stjórnarskrármálið hér í blað-
ið. Þar vekur hann meðal ann-
ars máls á því, að yfirlýst sé, að
það eigi ekki að taka alþingi
nema fjórar, eða í hæsta lagi
sex, vikur að ganga frá málinu
og setja þjóðinni nýja stjórn-
arskrá. Síðan segir Þorvaldur
Garðar:
„En varðar einhvern um
veruleikann í máli þessu eða
hvað? Ekki hefur nú bólað á
markverðari hugmyndum um
breytingar á stjórnarskránni
en hjá fyrri stjórnarskrár-
nefndum. Ekki er nú að finna
raunverulega samstöðu stjórn-
málaflokkanna í landinu um
breytingar á stjórnarskránni
frekar en áður. Ekki hefir eðli
og hlutverk stjórnarskrár
breyst frá því sem verið hefir.
Ekki er nú frekar en áður
grundvöllur fyrir nýja stjórn-
arskrá að stofni til. Mismunur-
inn er hins vegar sá, að áður
voru staðreyndir, sem staðið
var frammi fyrir, viðurkennd-
ar að athuguðu máli, en nú er
hrærst í tilveru sveimhugans.
Áður leiddi meðferð stjórn-
arskrármálsins til raunhæfra
aðgerða á takmörkuðu sviði,
þar sem voru breytingar á
kosninga- og kjördæmaskipan.
Nú er duflað í heildarendur-
skoðun stjórnarskrárinnar með
þeim afleiðingum, að drepið er
á dreif raunhæfum tillögum
um breytt kosningafyrirkomu-
lag, sem þörf er á og aðkallandi
eru.“
Ástæða er til að vekja at-
hygli á þessum ummælum Þor-
valds Garðars Kristjánssonar
og er íhugunarvert hvort þing-
menn eru almennt sömu skoð-
unar og hann, það mun koma í
Ijós. Sú ábending Þorvalds
Garðars á við gild rök að styð-
jast, að það sé ekkert þjóð-
þrifaverk að halda að þjóðinni
óraunhæfu orðagjálfri um nýja
stjórnarskrá. Annars sé meiri
þörf í þeirri stöðu, sem við ís-
lendingar nú stöndum.
Sama dag og stjórnarskrár-
nefnd lagði fram ofangreinda
skýrslu sína um önnur ákvæði
stjórnarskrárinnar en kjör-
dæmamálið þokaðist í sam-
komulagsátt á alþingi um
breytingu á kjördæmaskipan
og kosningalögum. Þær hug-
myndir sem njóta mest fylgis á
þingi í kjördæmamálinu eru
ekki frá stjórnarskrárnefnd
komnar þótt hún hafi lagt
fram skýrlsu um málið. Segja
má, að skýrsla stjórnarskrár-
nefndar um kjördæmamálið
hafi verið úrelt um leið og hún
birtist — vonandi verður ekki
sagt hið sama um skýrsluna
sem stjórnarskrárnefnd lagði
fram á mánudag.
Prófkjör á Vesturlandi
Urslit liggja fyrir í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Vest-
urlandi en þar komu fram 2520
gild atkvæði en í þingkosning-
unum 1979 hlaut Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi 2320 kjósenda
í kjördæminu. Að þessu leyti
minnir atkvæðafjöldinn þarna
á það sem gerðist hjá sjálf-
stæðismönnum í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Umræðurnar
í kjölfar úrslitanna þar, um
það, hverjir fóru á kjörstað eru
mönnum í svo fersku minni, að
ástæðulaust er að rifja þær
upp. Itrekar Morgunblaðið þá
ósk, að þessi fylgisaukning
Sjálfstæðisflokksins sé til
sannindamerkis um það, að
flokknum sé að vaxa fiskur um
hrygg meðal þjóðarinnar allr-
ar. Eitt er víst, að athygli allra
beinist að Sjálfstæðisflokknum
og væringar þar þykja marg-
falt fréttnæmari en úrsagnir
og pólitísk upphlaup í öðrum
flokkum. Flokkurinn er svo
sannarlega lífvænlegasta þjóð-
félagsaflið nú um stundir.
Friðjón Þórðarson, dóms-
málaráðherra, hlaut kjör í
efsta sæti lista sjálfstæð-
ismanna á Vesturlandi með
1367 atkvæði það sæti, sem er
aðeins 54% af gildum atkvæð-
um, er Friðjón þó vel kynntur í
kjördæminu. Hann var fyrst
kjörinn á þing 1956 og hefur
síðan 1967 setið þar óslitið sem
fulltrúi Vesturlands.
Til hægri á myndinni má sjá svæðið þar sem atvinnulóðirnar eru. Ljównynd: Krwtján
36 atvínnulóðum úthlutað
BORGARKÁÐ úthlutaði á fundi sínum í gær atvinnulóðum á tveim-
ur stöðum í borginni: við sunnanverðan Grafarvog og nyrst á Ár-
túnshöfða. Hlutu lóðirnar ýmis fyrirtæki og einstaklingar.
Úthlutunarhafar skulu, samkvæmt reglum, greiða þriðjung gatna-
gerðargjalds hjá borgarverkfræðingi innan mánaðar frá úthlutun,
ella falli hún sjálfkrafa úr gildi. Eftirstöðvar greiðast á næstu 2
árum með 6 víxlum. Engin lóðanna er byggingarhæf, en borgaryf-
irvöld stefna að því að svo verði innan 2ja ára. Áskilið er að sökklar
verði steyptir innan árs frá því lóð verður byggingarhæf, hús fokhelt
innan 2ja ára og tekið í notkun innan 3ja ára.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað atvinnulóð við sunnanverð-
an Grafarvog:
Stærd lóóar
ca. m' I thlutunarhafi
7700 Gluggasmiðjan, Síðumúla 20, R.
4700 Listsmiðjan hf., Skemmuvegi 16—18, Kóp.
5000 Bílasmiðjan Kyndill hf., Stórhöfða 18, R.
4700 Sandur sf., Dugguvogi 6, R.
3100 Herluf Clausen jr. & Co, Bröttugötu 3b.
2300 Hinrik Thorarensen, Álfheimum 20, R., Bernharð Petersen, Flóka-
götu 25, R., Halldór Jónsson, Hvannhólma 30, Kóp., Magnús
Tryggvason, Búlandi 22, R. og Sverrir Sigfússon, Haðarlandi 22, R.
3700 Slysavarnadeildin Ingólfur Grandagarði 1, R.
17300 J.L. byggingarvörur, Hringbraut 120, R.
25400 Timburverslunin Völundur, Klapparstíg 1, R.
Gatnagerðargjald ákveðst kr. 127.57.- pr. m3
Miðað við nýtingu 0,4 og meðallofthæð 4,5.
I’essir fengu úthlutun nyrst á Ártúnshöfða:
Stærð lóðar
ca. m2 I thlutunarhafi
3.375 Aðalbraut hf., Ásgarður 20, R.
1440 Ármann Guðnason, Hrísateig, 18, R.
4320 Vaka, Stórhöfða 3, R.
2220 Fjaðrabúðin Partur, Rauðagerði 56, R.
400 Valentínus Guðmundsson.
350 Skarphéðinn Guðmundsson, Sólheimar 20, R.
350 Stefán Jónsson, Hamraborg 21, K. og Þröstur Eyjólfsson, Möðru-
felli 5, R.
660 Ásgeir Sigurðsson, Langholtsvegi 186, R.
500 Járnsteypa Þórs Jóhannssonar, Krossamýrarbl. 8, R.
480 Vélsm. Sig. Sigurðssonar, Hyrjarhöfða 4, R.
575 Dælubílar sf., Hléskógar 1, R.
455 Ólafur Guðmundsson, Holtsgata 9, R.
455 Jón Kristinsson, Sólheimar 39, R.
845 Björgvin Halldórsson, Laugarnesvegur 112, R.
650 Rafkraft hf., Grensásvegi 5, R.
630 Stáltækni sf., Síðumúla 27, R.
2000 Steypir hf., Sævarhöfða 4, R.
800 Hífir hf., Fífuseli 12, R.
2950 Ástþór Guðmundsson, Efstasundi 17, R.
14000 Jarðboranir ríkisins og Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar,
Grensásvegi 9, R.
1820 Kristinn Sveinsson v/Grísabóls sf., Hólastekk 5, R.
2245 Háfell sf., Bíldshöfða 14, R.
1000 Véltækni hf., íþróttamiðstöðinni Laugardal.
2000 Þytur sf., Álftamýri 33, R.
1570 Páll H. Guðmundsson, Rauðagerði 41, R. og Baldur Baldursson,
Kaplaskjólsvegi 93, R.
1170 Vélsm. Einars Guðbrandssonar, Súðavogi 40, R.
2450 Vélaleiga Helga Jónssonar, Mýrarási 16, R.
Kristinn Pétursson, Bakkafirði:
Útgerð Bakkfirðinga skattlögð
um 3 milljónir króna á þessu ári
verði frumvarp um olíusjóð fiskiskipa samþykkt og upptöku gengismunar haldið áfram
„ÞESSAR hugmyndir Steingríms
Hermannssonar, sjávarútvegsráð-
herra, eru „rúsínan í pylsuendan-
um“ á niðurtalningu fyrirtækja i
sjávarútvegi. Raunverulega skortir
mann orð til að lýsa þeim hneyksl-
anlegu „ráðstöfunum" að skatt-
leggja smástaði eins og Bakkafjörð
og Grímsey til þess að greiða niður
olíu á togarana. Staði, sem varla
hafa sómasamlega hafnaraðstöðu og
eiga í erfiðleikum fyrir,“ sagði Krist-
inn Pétursson, útgerðarmaður á
Bakkafirði, um niðurgreiðslu á oliu
til fiskiskipa i samtali við Morgun-
blaðið.
„Vegna þessa hef ég leyft mér
að senda sjávarútvégsráðherra
skeyti, þar sem ég reifa hugmynd-
ir mínar og bendi honum á það, að
samtalk myndu Bakkfirðingar
greiða á þessu ári um 3 milljónir
króna með þessum nýja olíusjóði
og í skattlagningu vegna verðbóta
á ufsa og karfa, sem fyrst og
fremst koma togurum til góða svo
og upptöku gengismunar. Réttast
væri að leggja þetta óþurftar
sjóðakerfi niður, en þó er
réttlætanlegt að greiða 1% til
rannsókna í sjávarútvegi. Ég tel
að Vilmundur Gylfason fremji
pólitiskt sjálfsmorð með því að
styðja þetta hneyksli. Menn eiga
að vera ábyrgir gerða sinna, tog-
araeigendur eiga að bera ábyrgð á
sinni útgerð og við bátasjómenn á
okkar útgerð. Millifærslur af
þessu tagi eru óverjandi.
Verði þetta að veruleika mun ég
láta fara fram athugun á því hvort
eignaupptaka af þessu tagi stenzt
samkvæmt stjórnarskránni,"
sagði Kristinn.
Hér fer á eftir skeyti Kristins
til sjávarútvegsráðherra:
„Undirritaður leyfir sér hér með
að koma með breytingartillögur
vegna fyrirhugaðrar lagasetn-
ingar tii lausnar á vanda útgerð-
arinnar.
1. Horfið verði frá hugmyndum
um sérstakt 4% útflutningsgjald
en í staðinn verði núverandi olíu-
gjald hækkað úr 7% í 14%.
2. Aflatryggingasjóður og
Tryggingasjóður fiskiskipa verði
lagðir niður og núverandi útflutn-
ingsgjald þannig lækkað úr 5,5% í
1%. I staðinn verði gjald til
Stofnfjársjóðs hækkað úr 10% í
15%.
3. Sjómannafrádráttur verði
hækkaður úr 10% í 25% og þannig
komið til móts við sjómenn vegna
samdráttar í afla.
Ég leyfi mér að árétta það, að
smástaðir eins og Bakkafjörður og
Grímsey og bátaflotinn í heild
hafa ekkert bolmagn til að greiða
niður olíu til togaranna. Verði
uppteknum hætti fram haldið með
eignarnám á gengismun verða
Bakkfirðingar skattlagðir á árinu
sem hér segir:
I nýtt útflutningsgjald um eina
milljón
I verðbætur á ufsa og karfa og
fl. um eina milljón
I gengismun (eignaupptöku) um
eina milljón
Samtals um 3 milljónir króna.
Það leyfi ég mér að fullyrða að
svona smástaðir, sem varla hafa
sómasamlega hafnaraðstöðu, þola
alls ekki þvílíkar álögur til styrkt-
ar togaraútgerðinni. Af þeim
ástæðum leyfi ég mér að koma
með þessar breytingartillögur."
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
21
2520 kusu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Vesturlandi:
Friðjón, Valdimar, Sturla, Inga
Jóna og Davíð í 5 efstu sætunum
Borgarnesi, 18. janúar.
FRIÐJÓN Þórðarson dómsmála-
ráðherra, varð efstur í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Vesturlands-
kjördæmi um helgina, eins og þeg-
ar varð Ijóst af þeim tölum er
Morgunblaðið birti í gær, er tæpur
helmingur atkvæða hafði verið tal-
inn. Valdimar Indriðason, fram-
kvæmdastjóri á Akranesi varð í
öðru sæti, Sturla Böðvarsson,
sveitarstjóri í Stykkishólmi, í
þriðja, Inga Jóna Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri í Reykjavík,
varð í fjórða, Davíð Pétursson,
bóndi í Borgarfirði, fimmti,
Kristófer Þorleifsson, héraðs-
læknir í Ólafsvík, sjötti og Krist-
jana Ágústsdóttir, verslunarmaður
í Búðardal, varð í sjöunda sæti.
Friðjón Þórðarson hlaut 1367
atkvæði í 1. sæti, 289 í 2. sæti, 228
í 3., 60 í 4. og 43 í 5. sæti, samtals
1987 atkvæði. Valdimar Indriða-
son hlaut 588 í 1. sæti, 842 í 2., 260
í 3., 100 í 4. og 45 í 5. sæti, samtals
1835. Sturla Böðvarsson fékk 47
atkvæði í 1., 467 í 2., 826 í 3., 185 í
4., og 110 í 5. sæti, samtals 1635
atkvæði. Inga Jóna Þórðardóttir
fékk 390 atkvæði í 1. sæti, 360 í 2.,
227 í 3., 137 í 4. og 94 í 5., samtals
1208 atkvæði. Davíð Pétursson
fékk 20 atkv. í 1. sæti, 192 f 2., 361
í 3., 230 í 4. og 186 í 5. sæti, sam-
tals 989 atkvæði. — Ekki er gefinn
upp atkvæðafjöldi í 6. og 7. sæti.
Samtals tóku þátt í prófkjörinu
2520 manns, 53 seðlar voru ógildir,
1 auður og gild atkvæði því 2466.
Kosning þriggja efstu manna er
bindandi, þar sem meira en þriðj-
ungur kjósenda Sjálfstæðisflokks-
ins við síðustu alþingiskosningar
kusu, og þeir hlutu helming
greiddra atkvæða í viðkomandi
sæti.
á
Unnið við talningu atkvæða í Hótel Borgarnesi í fyrrakvöld.
Ljó»n.: Helgi Bjarnuon.
— H.Bj. Friðjón Þórðarson.
Valdimar Indriöason
Sturla Böðvarsson
Inga Jóna Þórðardóttir
Anægður og
mjög
þakklátur
— segir Friðjón
Þórðarson
„ÉG ER bæði ánægður og mjög
þakklátur öllum þeim er tóku þátt í
prófkjörinu,“ sagði Friðjón Þórðarson
er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við hann í gær. „Þátttakan var að
mínum dómi mjög góð,“ sagði Friðjón
ennfremur, „ekki síst í Ijósi þess að
um tíma leit helst út fyrir að fresta
þyrfti prófkjörinu vegna erfiðrar færð-
ar. Hin mikla þátttaka verður okkur
gott veganesti þegar til alþingiskosn-
inganna kemur.“
Friðjón sagði það áberandi, er
kjörsókn væri skoðuð í prófkjörinu,
að hún væri víða svipuð því at-
kvæðamagni er sjálfstæðismenn
hefðu fengið í sveitarstjórnarkosn-
Höfum sterk-
an meðbyr
í kjördæminu
— segir Valdimar
Indriöason
„ÉG ER mjög ánægður með mína út-
komu úr þessu prófkjöri og þátttök-
una í þvi, þakklátur stuðnings-
mönnum mínum, og ég er þess full-
viss að sá listi sem út úr þessu kemur
verður sigurstranglegur í næstu kosn-
ingum,“ sagði Valdimar Indriðason er
hlaðamaður Morgunblaðsins ræddi
ingunum í vor er leið. — Stuðn-
íngsmenn Sjálfstæðisflokksins virt-
ust því hafa tekið mjög almennan
þátt í prófkjörinu, en þó yrði að
hafa í huga að einnig máttu nú
kjósa flokksbundnir sjálfstæðis-
menn, 16 ára og eldri. Friðjón sagði
erfitt að segja til um hvort nokkuð
eitt hefði umfram annað orðið til
þess að hann fékk svo góða útkomu
sem raun varð á. „Ég get þó nefnt
það,“ sagði Friðjón, „að á þeim eina
fundi, sem við frambjóðendurnir
vorum flestir á, lagði ég á það
áherslu er farið var að ræða hverjir
væru stjórnarsinnar og hverjir
stjórnarandstæðingar, að við yrð-
um að snúa bökum saman. Við vær-
um komin út á hálan ís ef við ætluð-
um að fara að flokka menn niður,
jafnvel að ræða hverjir hefðu svikið
hverja. Þess í stað ættum við að
standa saman í þessu prófkjöri og
ganga saman í einni fylkingu í al-
þingiskosningunum, eins og gert
var með svo góðum árangri í sveit-
arstjórnarkosningunum í vor.
Þessu var vel tekið og mér fannst
menn hafa skilning á mikilvægi
samstöðunnar."
við hann síðdegis í gær. „Það er sterk-
ur byr með okkur sjálfstæðismönnum
í kjördæminu um þessar mundir,“
sagði Valdimar ennfremur, „og úr
þessum úrslitum má lesa ákveðna
kröfu sjálfstæðismanna um að við
vinnum saman af einurð og ein-
lægni.“
Valdimar sagði það ekki síst
ánægjulegt hve þátttakan var mik-
il, í ljósi þess hve mikil ófærð og
illviðri hefði verið að undanförnu.
„Við getum verið ánægð með alla
framkvæmd og þátttöku," sagði
Valdimar, „en þessi árstími er
óneitanlega ekki heppilegur og tíð-
arfarið kom í veg fyrir ferðalög
frambjóðenda og meiri kynningu
þeirra, sem margir hefðu kosið að
yrði meiri.“
Fólk óskar
samstööu sjálf-
stæðismanna
— segir Sturla
Böövarsson
„ÉG ER afskaplega ánægður með
niðurstöður þessa prófkjörs og þakk-
látur fyrir þann stuðning er ég hlaut,“
sagði Sturla Böðvarsson í samtali við
blm. Morgunblaðsins í gærkveldi.
„Ég vil senda stuðningsmönnum mín-
um þakkir, og öllum þeim er að
prófkjörinu stóðu, en vegna tíðarfars-
ins að undanförnu var framkvæmd
þess að mörgu leyti erfið.
Gefur vlsbend-
ingu um aukið
fylgi Sjálf-
stæðisflokksins
— segir Inga Jóna
Þóröardóttir
„ÞÁTTTAKAN í prófkjörinu var góð
og gefur vísbendingu um aukið fylgi
Sjálfstæðisilokksins í Vesturlands-
kjördæmi,“ sagði Inga Jóna Þórðar-
dóttir er blaðamaður Mbl. ræddi við
hana í gærkveldi. „Til liðs við flokk-
inn gekk stór hópur ungs fólks alls
staðar að úr kjördæminu,“ sagði lnga
Ég tel þessi úrslit ánægjuleg
fyrir mig persónulega, en tel um
leið að Vestlendingar geti í heild vel
við unað. Hér hefur verið valinn
listi með mun fleiri atkvæðum en í
síðasta prófkjöri. Það bendir til
þess að flokkurinn sé í sókn hér í
kjördæminu og það verður verkefni
okkar næstu mánuði að fylgja þessu
eftir.
Enn tel ég að þessi úrslit sýni
að fólk hér óskar þess að sjálfstæð-
ismenn snúi nú bökum saman, og ég
tel það meöal annars verða hlut-
verk mitt á næstunni að vinna að
fullum sáttum innan flokksins.
Ég vil svo að lokum þakka öllum
meðframbjóðendum mínum úr
prófkjörinu fyrir drengilega bar-
áttu og framgöngu á allan hátt,“
sagði Sturla Böðvarsson.
ennfremur, „og er það ánægjuefni, nú
þegar örlagaríkar kosningar eru fram-
undan.
Hvað varðar mína útkomu í
prófkjörinu, þá lýsti ég því yfir, að
ég stefndi að öruggu sæti, þannig að
úrslitin eru mér augljóslega ekkert
fagnaðarefni. Hins vegar þótti mér
ánægjulegt að taka þátt i prófkjör-
inu; fara á vinnustaði og ræða við
fólk, og finna hve sjálfstæðisstefn-
an á mikinn hljómgrunn.
Þegar þessi undirbúningur kosn-
ingabaráttunnar er að baki, snúum
við okkur að næsta verkefni, sem er
að hefja kosningabaráttuna sjálfa
og vinna að stórsigri Sjálfstæðis-
flokksins í næstu Alþingiskosning-
um,“ sagði Inga að lokum.