Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
EIGNAÞJÓNUSTAN
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
HVERFISGÖTU 98
(horni Barónstígs).
SÍMAR 26650—27380.
í miöborginni
Ein af þessu gömlu „Kúluhæö-
um“. Nánar tiltekiö ca. 200 fm á
3. hæö í góöu steinhúsi. Skipti á
mínni eign á svipuöum slóöum
möguleg. Teikn. á skrifst. Ákv.
sala.
Viö Nýbýlaveg
Stór og góö 6 herb. sérhæö (2
hæðir) meö stórum bílskúr. Nýtt
verksmiðjugler. Ákv. sala.
Teikn. á skrifst.
í Hafnarfirði
Nýlegar 3ja herb. og 4ra herb.
íbúðir. Eignaskipti möguleg.
Ákv. sala.
Seljendur fasteigna
Ef þið hyggist selja eða skipta,
þá góðfúslega hafið samband
við okkur. Við verðmetum,
þegar ykkur hentar.
Lögm. Högni Jónsson hdl.
Sölustj. Örn Scheving og Hólmar
Finnbogason.
BústoAir
Ágúst Guömundsson
Helgi H. Jónsson viöskfr.
Hjallabraut
Óvenju falleg 2ja herb. 70 fm
íbúð á 3. hasö, (endi). Stórar
suöur svalir. Stórar suöur sval-
ir. Þvottaherb. í ibúöinni. Viö-
arklæöningar í lofti.
Vesturberg
2ja herb. góö 65 fm íbúð á 7.
hæö. Þvottaherb. í íbúðinni. Út-
sýni mikiö. Verð 750—780 þús.
Eyjabakki
3ja herb. 90 fm íbúö á 3. hæö.
Fura á baöi.
Kjarrhólmi
110 fm 4ra herb. íbúö á efstu
hæö. Útsýni. Sér þvottaherb. í
íbúöinni. Verö 1,2 millj.
Baröavogur
Tæplega 100 fm 4ra herb. íbúö.
Krókahraun Hf.
118 fm vönduö 4ra—5 herb.
íbúö á 2. hæö, efstu. 32 fm
bílskúr. Akveöin sala eöa skipti
á minni eign.
Fífusel
Endaraöhús alls 150 fm á 2
hæöum. Ákveöin sala. Verö
1900 þús.
Fjarðarás
á 2 hæöum, 300 fm einbýlishús,
sér tilbúin 3ja herb. íbúö á 1.
hæö. Tilbúið aö utan.
Fjöldi annarra eigna
á skrá
Jóhann s. 34619.
Ágúst 41102.
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
JWorjjimliInfciíi
Alusuísse hefur aldrei þol-
að aðra eins kreppu og nú
— segir í síðasta skeyti
til iðnaðarráðherra
„HUGMYNDIR yðar um það hve
upphaf.shækkun á raforku á að vera
mikil eru óraunhæfar og í ósamræmi
við núverandi fjárhagsstöðu ÍSAL og
áliðnaðarins i heild. Auk þess er í
verðhugmyndum yðar ekki tekið til-
lit til sambærilegs orkuverðs sem ál-
bræöslur við svipaðar markaðsað-
stæður og ÍSAL greiða,“ segir í
skeyti Alusuis.se til Hjörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaðarráðherra, sem
honum var sent síöastliðinn föstu-
dag. Með þessu er Alusuisse að
svara skeyti ráðherrans frá 5. janúar
si. og fyrri kröfum hans meðal ann-
ars um að raforkuverö til álversins í
Straumsvík (ÍSAL) hækki tafarlaust
úr 6,45 mills á kílówattstund í 10
mills.
í síðasta skeyti Alusuisse, sem
undirritað er af dr. Paul Miiller,
formanni framkvæmdastjórnar
fyrirtækisins og aðalasamninga-
manni þess gagnvart Hjörleifi
Guttormssyni, segir meðal ann-
ars: „Með hliðsjón af því að fyrir-
tæki vort hefur aldrei þolað aðra
eins kreppu og nú dynur á því,
teljum vér óhugsandi að stjórn
Alusuisse muni samþykkja tillögu
sem hefur að geyma einhliða
skilmála. Vér bendum yður einnig
vinsamlega á, að nýlega var greint
frá því í blöðum, að fylkisstjórnin
í Quebec (Kanada) hefur boðið
fyrirtækjunum Reynolds og Pech-
iney orku á verði sem nemur 6,5
mills á kwst. Þrátt fyrir þetta og
aðrar staðreyndir erum vér reiðu-
búnir að efna til viðræðna um
orkusamninginn eins og fram
kemur í tillögum vorum frá 10.
nóvember 1982 og í samhengi við
áætlanir um stækkun ISAL með
þriðja kerskálanum. Að voru mati
er unnt að líta á þetta sem hald-
bæra staðfestingu á því, að Alu-
suisse gengur til samningavið-
ræðna af einlægni."
Þessi málsgrein úr skeytinu,
sem skiptist í tólf kafla og er að
mestu upprifjun á því sem áður
hefur farið á milli aðilanna, er
svar Alusuisse við því, að Hjörleif-
ur Guttormsson vill að fyrirtækið
fallist skilmálalaust á upphafs-
hækkun raforkunnar. Dr. P. Miill-
er hét því hins vegar að leggja
tillögu um slíka hækkun fyrir
stjórn Alusuisse svo framarlega
sem ríkisstjórn íslands samþykkti
heimild um stækkun álversins í
Straumsvík og að Alusuisse mætti
selja 50% af álverinu í stað 49%
eins og nú segir í aðalsamningi
aðila. Þessum skilyrðum hefur
iðnaðarráðherra semsé hafnað. í
skeytinu frá 21. janúar minnir
Alusuisse á það, að í bréfi þess frá
1. febrúar 1982 til iðnaðarráð-
herra hafi komið fram, að „hækk-
un á raforku kæmi aðeins til álita
ef samhliða yrði ákveðið að
stækka álver ÍSAL“.
Dr. P. Muller minnir á það, að
hann hafi sagt síðast þegar aðilar
hittust hinn 7. desember, að hann
gæti ekki komið til viðræðna nú í
þessum mánuði, en segist tilbúinn
að ákveða fundardag um leið og
aðstæður eru orðnar þannig að
fyrir liggi viðunandi viðræðu-
grundvöllur. Jafnframt leggur
hann höfuðáherslu á það, að sér-
fræðingar aðila hittist til að ræða
um þau mál sem mikilvægust eru,
þegar orkuverð álvinnslu í heimin-
um og álversins í Straumsvík sér-
staklega er rætt. Með slíkum sér-
fræðingafundi væri unnt að flýta
fyrir heildarlausn að mati Alu-
suisse. Hjörleifur Guttormsson
hefur hingað til ekki ljáð máls á
slíkum sérfræðingafundi.
Munum svara
útvarps-
ráði í dag
— segir Ingvi Hrafn Jónsson
um þáttinn
með Vilmundi í kvöld
„VIÐ munum svara þessum tilmæl-
um í bréfi til útvarpsráðs, og mun
bréfið koma til ráðsins fyrir fund
þess í hádeginu á morgun, þriðju-
dag,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson
fréttamaður í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær. — Ingvi var
að þvi spurður, hvort þeir Halldór
Halldórsson myndu fara að tilmæl-
um útvarpsráðs, um að gefa full-
trúum Alþýðuflokksins tækifæri á
að koma fram í þættinum Á hrað-
bergi í kvöld, um leið og Vilmundi
Gylfasyni.
Tilmæli útvarpsráðs komu í
kjölfar gagnrýni Jóns Baldvins
Hannibalssonar á stjórnendur
Kastljóss, sem hættu við að bjóða
honum í þáttinn, eftir að Vil-
mundur hafði neitað að koma
þangað til viðræðna um Alþýðu-
flokkinn, Bandalag jafnaðar-
manna og málefni jafnaðarmanna
á íslandi.
Innritun í
skákskóla
Friðriks hafin
KENNSLA i skákskóla Friðriks
Ólafssonar hefst þriðjudaginn 15.
febrúar. Fyrstu starfsönnina verður
kennt í þremur flokkum sem nefn-
ast byrjendaflokkur, framhalds-
llokkur I og framhaldsflokkur II.
Innritun hefst þriðjudaginn 25.
janúar, í síma 25555, og stendur
yfir alla daga nema laugardaga og
sunnudaga til 11. febrúar. Skrán-
ing stendur yfir í dag, þriðjudag, á
milli kl. 14—19, en aðra daga á
milli kl. 17—19.
Lesendaþjónusta Morgunblaðsins:
Spurt og svarað
— um áfengismál
og önnur vímuefni
Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, mun
biaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvanda-
málið og önnur vimuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefínn
kostur á þvi að hringja inn spurningar um hvað eina, sem
snertir þessi málefni og mun SÁÁ hafa milligöngu um að afía
svara sérfróðra aðila við þessum spurningum. Þeir, sem hafa
áhuga á eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá
mánudegi til föstudags og veröa þá spurningar teknar niður.
Spurningar og svör birtast siðan í Morgunblaðinu nokkrum
dögum síðar. Hér fara á eftir fyrstu spurningar og svör:
Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags
Olæknandi
sjúkdómur?
Ég hef heyrt taiað um alkóhólisma
sem ólæknandi sjúkdóm? Hvað er
til í því?
Þórarinn Tyrfíngsson, læknir á
sjúkrastöð SÁÁ að Silungapolli,
svarar:
Oft þegar leitað er svara við
þessari spurningu er deilt um
merkingu orðsins að lækna. Ef
þetta orð er notað í þrengstu
merkingu og einungis talað um
lækningu þegar orsök sjúkdóms
er fundin og hún numin burt, er
rétt að segja að alcoholismus
chronicus sé ólæknandi. Margir
nota þó hugtakið að lækna í mun
víðari merkingu. Sá sem haldinn
er sjúkdómnum alcoholismus
chronicus verður að lifa með
honum það sem eftir er ævinnar.
Noti hann vín eða aðra vímu-
gjafa fer ástand hans versnandi.
Hafi slíkur maður náð bata
getur hann aldrei lært að fara
með vín eða aðra vímugjafa. Til
að viðhalda bata sínum verður
hann að láta áfengi vera og auk
þessa að hafa nokkrar megin-
reglur í heiðri. Að öðrum kosti
getur sjúkdómurinn tekið sig
upp að nýju og tekur þá á sig
jafn slæma mynd og frá var
horfið. Skiptir þá engu þó nokk-
ur ár hafi liðið frá síðustu
drykkju.
I dag má segja að þrátt fyrir
þetta séu batahorfur í þessum
sjúkdómi góðar. Með viðeigandi
meðferð og samvinnu sjúklings
má stöðva sjúkdóminn. Meiri-
hluti sjúklinga fær með þessu
móti varanlegan og góðan bata
og margur telur sig eignast nýtt
og mun auðugra líf. Sumir verða
þó að fara til endurtekinna með-
ferða og mega bíða eftir bata
mun lengur.
SÁÁ og AA
Er SÁÁ hluti af AA-hreyfingunni?
Sigurður Gunnsteinsson,
dagskrárstjóri á eftirmeðferð-
arstöð SÁA á Sogni, svarar:
Nei. SÁÁ er ekki hluti af AA-
hreyfingunni, þó að SÁÁ nýti
sér áratuga reynslu AA-samtak-
anna. AA-samtökin eru félags-
skapur karla og kvenna sem
samhæfa reynslu sína, styrk og
vonir svo að þau megi leysa
sameiginlegt vandamál sitt.
Eina inntökuskilyrðið er löngun
til að hætta að drekka. AA-
samtökin eru algjörlega sjálf-
stæð heild og óháð öðrum félags-
skap. AA-samtökin taka enga
afstöðu til annarra málefna en
sinna eigin, og taka hvorki þátt í
deilum né dægurþrasi, eða taka
afstöðu til opinberra mála. AA-
samtökin starfrækja skrifstofu í
Tjarnargötu 5B í Reykjavík, sem
er opin alla daga frá 13—17, og
veitir allar upplýsingar um sam-
tökin og alla fundi sem haldnir
eru á þeirra vegum um land allt.
Síminn þar er 12010.
SÁÁ eru samtök fólks úr öll-
um stéttum sem á það sameig-
inlegt, að líta á alkóhólisma sem
sjúkdóm er megi yfirvinna. SÁÁ
upplýsa almenning um stað-
reyndir, sem vitna um skaðsemi
fíkniefna, og hjálpar þeim, sem
háðir eru áfengi og öðrum fíkni-
efnum til að endurheimta starfs-
þrek sitt og sjálfsvirðingu. SÁÁ
starfrækja sjúkrastöð, tvö
endurhæfingarheimili, fræðslu-
og leiðbeiningastöð, og hafa nú
þegar tekið við um 5000 íslend-
ingum, en margfalt fleiri þarfn-
ast hjálpar.
SÁÁ byggir m.a. á læknis-
fræði og langri reynslu AA-
samtakanna. SÁÁ-samtökin
vilja sameina lærða og leika í
baráttu gegn því að þessi út-
breiddi sjúkdómur nái að eyði-
leggja einstaklinga, sundra fjöl-
skyldum og gegnsýra þjóðlífið.
Alkóhólisti?
Hvenær verður maður alkóhólisti?
Sigurður Gunnsteinsson,
dagskrárstjóri á eftirmeðferðar-
stöð SÁÁ á Sogni, svarar:
Joseph Pirro yfirmaður á
Freeport-sjúkrahúsinu í Banda-
ríkjunum segir: „Þegar maður er
byrjaður að hafa áhyggjur af
drykkjuskapnum þá er maður
orðinn alkóhólisti." En almennt
má orða það svo að þegar áfeng-
isneyslan er farin að trufla ein-
staklinginn bæði andlega, lík-
amlega og félagslega, en hann
heldur samt áfram að drekka, þá
er hann orðinn alkóhólisti.