Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 23
ðað hmni dætur hennar um tvítugt. Þær bárust með skriðinu inni í risinu langleiðina niður að sjó, en slös- uðust ekki alvarlega. Mín fyrsta hugsun var að fá fólk til að grafa í rústum hússins númer við 2 við Hjalla, en þar vissi ég af fólki inni. Síðan hrað- aði ég mér á lögreglusvarðstof- una og hafði samband við sýslu- mann,“ sagði Pétur Sveinsson, en hann vann síðan við björgunar- stöf í tæpa tvo sólarhringa sam- fleytt eins og aðrir Patreks- firðingar. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 27 SNJOFLOÐIN A PATREKSFIRÐI Þessa einstæðu mynd tók Ómar Unnarsson er flóðið æddi niður á milli húsanna allt að 20 metra hátt. Mikill vatnsagi fylgdi flóðinu og var eins og rakaský yfír þvS. Björgunarstarfið á Patreksfirði: Leitarhundar komu að góðum notum „Snjóflóðin á Patrcksfirði fcllu á tveimur stöðum. Ég fór með leitar- hund minn á innra svæðið eftir að ég kom til Patreksfjarðar. Þar var talið að kona hefði lent í snjóflóði. Ég fór með hundinn fyrst í svokall- aða „grófleit". Hann sýndi einum stað sérstakan áhuga. Aðstæður buðu ekki upp á, að hægt væri að leita betur, og því fór ég á ytra svæðið. Þegar þang- að kom, skipti engum togum. Hundurinn skreið þegar inn í rústir og kom með fatnað af konu, og þá þegar vissi ég hvers kyns var,“ sagði Kjartan B. Guð- mundsson, eigandi Labradors- hundar, sem kom mjög við sögu leitar að fólki sem hafði orðið undir snjóflóðinu á Patreksfirði í samtali við Mbl. „Því næst fórum við á innra svæðið og sýndi hann einum hluta svæðisins meiri áhuga en öðrum og í ljós kom, að einn hinna látnu hafði orðið þar undir og var það síðasta líkið sem fannst. Eg er með hundinn í björgun- arhundasveit íslands, en í sveit- inni eru menn úr öllum hjálpar- sveitunum; hjálparsveitum skáta, Flugbjörgunarsveitinni og björg- unarsveitum Slysavarnafélag- anna. A Reykjavíkursvæðinu eru um 20 hundar, en þeir eru mjög misgóðir eins og gefur að skilja. Við höfum notið aðstoðar Norðmanna. Bæði hafa menn far- ið erlendis til þess að þjálfa hunda, og eins hafa 2 Norðmenn komið hingað til lands til leið- beiningar. Þá eru til þjálfaðir hundar á Akureyri, Neskaupstað og Hellu. Þar með held ég að allt sé upptalið, en vaxandi áhugi er á þessu málefni. Það skiptir öllu að komast sem fyrst á vettvang eftir að snjóflóð hefur fallið og til leitar eftir að snjóflóð hefur fallið er ekkert betra til en velþjálfaðir hundar. Það hefur reynslan margsannað," sagði Kjartan B. Guðmundsson. Mynd Mbl. Kristján Ginarsson Kjartan B. Guðmundsson með björgunarhundinn sinn, Týrus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.