Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 39 um, enda lærður klæðskeri og marga flíkina saumaði Kristín handa börnum þeirra, sem ekki gátu borgað saumaskapinn. Þessar minningar á ég um Kristínu, nú þegar hún er horfin af sjónarsviðinu, svona kynntist ég henni og svona þekkti ég hana. Eiginmaður Kristínar, Guð- mundur G. Pálsson, dó fyrir tíu árum. Hann var hinn mætasti maður og mjög vaskur sjómaður. Hann var rammur að afli, góð- hjartaður og mátti ekkert aumt sjá. Þótt Kristín og Guðmundur væru í raun mjög ólík, nánast and- stæður, var undravert að sjá, hve vel þau áttu saman. Kristín átti við talsverð veikindi að stríða hin síðustu ár. Þá naut hún einstakrar umhyggju dóttur sinnar, Heiðveigar, sem var henni stoð og stytta, uns yfir lauk. Að leiðarlokum ber mér að þakka allt, sem Kristín var mér og dóttur minni, Álfheiði, sem hún unni mjög. Ingi R. Helgason í Predikara Salómons segir svo (1.—5.): „Og sólin rennur upp og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp aftur." Úr þessum orð- um Predikarans má í raun lesa alla lífsgátuna, því hérvist manna byggist á sama lögmáli. Sú ferð, sem við förum í jarðvistinni, er vörðuð sorg og gleði, vonbrigðum og sigrum, en mannslund hvers og eins sker úr um það veganesti, sem við tökum með okkur, svo og þann andblæ, sem við skiljum eft- ir, þá ferðin er farin yfir móðuna miklu. Kristín Þorvarðardóttir lést í St. Jósepsspítalanum í Hafnar- firði þann 13. janúar eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd í Reykjavík 25. september 1899, dóttir hjónanna Árnbjargar Árnadóttur frá Breiðholti við Reykjavík og Þorvarðar Magnús- sonar, landspósts frá Gröf í Lax- árdal. Árnbjörg, móðir Kristínar, var fædd 13. mars 1870 og lést í hárri elli á heimili Kristínar þann 13. desember 1970. Hjá Kristínu dóttur sinni hafði hún verið um áratuga skeið. Þorvarður var fæddur 22. nóvember 1857 og dá- inn 12. ágúst 1924. Þau hjón bjuggu lengstan hluta búskapar síns í Lækjarhvammi í Reykjavík, þar sem nú mun vera Lágmúli og þar ólst Kristín upp. Kristín var elst þriggja systra. Bryndís var í miðið, en hún dó í bernsku. Yngst er Kristbjörg, ekkja í Kópavogi. Kært var ávallt með þeim systr- um. Þann 21. júní 1927 giftist Krist- ín Guðmundi Páli Pálssyni, Páls- sonar útvegsbónda og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, sem lengst af bjuggu í Keflavík. Guðmundur var lengst af sinnar ævi togara- sjómaður og síðar verktaki, orð- lagður dugnaðar- og drengskapar- maður. Þau bjuggu fyrstu búskap- arár sín í Reykjavík, um tíma í Keflavík, en lengst af í Hafnar- firði. Guðmundur var fæddur 12. janúar 1906, dáinn 11. nóvember 1973. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Elst var Ása fædd 24. ágúst 1927, dáin 19. apríl 1962, Ófeigur, fæddur 2. júlí 1930, dáinn 1. júní 1931, Sunna fædd 12 maí 1932, Þorbjörg, fædd 8. júlí 1933, dáin 19. júní 1935. Selma, fædd 20. október 1937 og Heiðveig fædd 28. ágúst 1939. Barnabörnin eru tólf og tíu barnabarnabörn. Þau hjón — ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliö- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíóum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ólu upp þrjú barnabörn sín, Guð- mund Pál Ólafsson, Kjartan Ólafsson og Selmu Ágústsdóttur. Þótt húsrými væri ekki mikið voru ávallt miklar vistarverur í hjört- um hjónanna á þeim bæ. Sá, sem þessi kveðjuorð skrifar, átti því láni að fagna að kynnast Kristínu náið. Hún var einstök at- gerviskona til orðs og æðis, lærður herra- og dömuklæðskeri og vann mikið á þeim vettvangi ásamt sín- um húsmóðurstörfum, hélt m.a. námskeið víða í saumaskap. Hún var vel lesin og hinn ágætasti hag- yrðingur. Hennar helstu eðliskost- ir voru hreinskiptni, gestrisni, greiðvikni, ráðholl var hún einnig og úrræðagóð. þessara kosta Kristínar nutu ekki síst hennar nánustu, sem hún ávallt reyndist hin styrkasta stoð. Nú að leiðar- lokum leita minningarnar á hug- ann. Ég minnist heimsókna á heimili þeirra hjóna, skemmti- legra samræðna og góðra veitinga. Þaðan fór maður ávallt ríkari en maður kom. Fyrir nokkrum mán- uðum hitti ég Kristínu síðast á heimili dóttur hennar, Heiðveigar, en með þeim voru sérstakir kær- leikar, við ræddum þá sem endra- nær um landsins gagn og nauð- synjar, en þó einkum ýmislegt úr hennar kveðskap. Hún var þá söm og fyrr, hress í andanum og enn á níræðisaldri veitandi, en ekki þiggjandi í andlegum efnum. Ég og fjölskylda mín þökkum Kristínu samfylgdina og vottum dætrum, tengdasonum, barna- börnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Megi óbrotgjörn minning um mikilhæfa konu verma þau um framtíð alla. Bálför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 25. janúar kl. 15. Páll Axelsson HðNNUOIR - TÆKNIMENN - HÚSBYGGJENDUR + Ástkær eiginmaöur minn, INGIMUNDUR JÓN GUDMUNDSSON, fró Byrgisvík, lést aö Hrafnistu sunnudaginn 23. janúar. Fyrir mína hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Svanfríöur Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi BENEDIKT J. ÞÓRARINSSON, yfirlögregluþjónn Keflavíkurflugvelli, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 25. janúar kl. 13.30 e.h. Sigríöur Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför sonar okkar og bróður, ÓMARS ÞRASTAR PÉTURSSONAR, sem andaöist 15. janúar sl. fer fram frá Hvalsneskirkju, þriöjudag- inn 25. janúar kl. 13.30. Kristín Gunnlaugsdóttir, Pétur Hjaltason, og bræöur hins lótna. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ÓSKARS BJARNASONAR, Leifsgötu 21. Sigurjóna Marteinsdóttir, Svanborg Óskarsdóttir, Þórir Óskarsson, Kristín Þórsdóttir, Karítas Óskarsdóttir, Sævar Magnússon, og barnabörn. Nú er hagstætt að byggja úr límtré Gerum yöur tilboö í allskonar límtrésbyggingar. Ennfremur útvegum viö einangrandi plastplötur (P.V.C.) á þök og í veggi. Eigum fyrirliggjandi límtrésbita í stæröunum: 90x300x12000 mm, og 90x400x12000 mm. Einnig fáanlegt í styttri lengdum. Límtrésgrind í 185 m2 hús, límtrésplötur í ýmsum stæröum fyrir iönaö, innréttingar og húsgögn. Upplýsingar á skrifstofu okkar, sími 86911. Ávallt eitthvað nýtt í Nýborg ^ Ármúla 23 Sérverslun með kjötvörur Borgar kjör Grensásvegi 26 Símar 38980-36320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.