Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 DÝRAGLENS bPA HRÚTURINN il 21. MARZ—19-APRlL HjarLsvm og trúnadartraust ein- kenna daginn hjá þér. Ferdalög og félagsmál ganga einstaklega vel. í allri velgengninni máttu gæta þín ad gleyma ekki smá- atriöinum. NAUTIÐ 20. APRlL-20. MAÍ Þú ert ánægður í dag og bæði vinna og einkalíf gengur vel. Viöskipti og alls kyns fjármál eru mjög hagstæö. I»ú hefur heppnina meó þér ef þú ætlar að biðja um kauphækkun. TVÍBURARNIR 21. MAl—20. JÚNÍ Ánægjulegur dagur og er það mikið til einhverjum nákomn um að þakka. Iní hefðir gott af því að fara í ferðalag með þeim sem þú elskar og reyna að gleyma áhyggjunum um stund 'm KRABBINN 21. JÚNl—22. JÚLl l*ér gengur betur að koma áformum þínum í framkvæmd en í gær. Fjármálin líta líka bet- ur út l»ú ættir því að skella þér út í framkvæmdir og nota tæki- færin meðan þau bjóðast. £«ílUÓNIÐ Ö?||j23. JÚLl-22. ÁGÚST Þú hefur haft áhyggjur af ásta- málunum en þær áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu. I»ú sérð að þínum nánustu þykir mjög vænt um þig. Allar deilur ættu því að jafnast fljótlega. MÆRIN 23. ÁGÚST-22. SEPT. Heilsa þín er í góðu lagi og sjálfstraustið líka. Þú nýtur þess að vera sem mest með fjöl- skyldunni í dag. Starf þitt geng- ur líka vel. VOGIN W/1^4 23. SEPT.-22 OKT. I»ú ert í betra skapi en í gær og þú finnur að allt sem þú tekur þér fyrir hendur heppnast sér- lega vel í dag. Leyfðu ástvinum þínum að njóta velgengninnar með þér. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Þú ættir að geta grætt á ein- hverju sem þú vinnur heima í dag. Fasteignaviðskipti eru hag stæð í dag. I»ú getur leyft þér smá lúxus í kvöld. BOGMAÐURINN 22 NÓV.-21. DES. Þetta er góður dagur til þess að fara í smá ferðalag til skemmt- unar. I»ú ert bjartsýnn og ánægður með tilveruna. Ná- grannar þínir gera þér stóran greiða ef þú ferð fram á það. m STEINGEITIN 22 DES.-19. JAN. I*ú færð mjög góðar fréttir varð- andi fjármál í dag. I»ú ert bjart- sýnn og lítur lífið alveg nýjum augum. («erðu sem mest á þess- um góða degi. Þú hefur heppn- ina með þér. VATNSBERINN 20. JAN.-18.FEB. í dag er þinn dagur og þér finnst lífið brosa við þér. Taktu þátt í félagsmálum og leyfðu öðrum að njóta góða skapsins með þér. Finkamálin ganga líka mjög vel. :< FISKARNIR 19. FEB.-20. MARZ l»ú ert í góðu skapi í dag. Heils- an er góð og þér gengur vel í vinnunni. Hvað getur það verið betra? Farðu út í kvöld og sinntu félagsmálum. I»ér verður mikið ágengt. CONAN VILLIMAÐUR TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK I FELT 5MART WHEN I U)0KE UP THIS MORNING.. Nei, Iröken, ég veit ekki svar- id ... Mér fannst ég gáfuð er ég vaknaði ... BUT THEN IT STARTEP T0 5N0U) UJHILE I U)AS WALKIN6 T0 5CH00L... En á leiðinni í skólann tók að snjóa ... All those snouflakes C00LE0 POWN MV BRAIN í Öll þessi snjókorn kældu heilann! BRIDGE Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Þegar spilarar eru spurðir um merkingu sagna sinna eiga þeir að veita þær upplýsingar og engar aðrar. Þeir mega auðvitað ekkert undan draga, né heldur koma með athuga- semdir sem ekki tengjast beint útskýringu sagna. Hvort tveggja er brot á velsæmis- reglunum, og ef spilarar ger- ast brotlegir á þennan hátt geta þeir átt von á því að skor- in sé leiðrétt — en aðeins, og þetta er kjarni málsins, ef sannað er að brotið (ónógar eða villandi upplýsingar) hafi leitt mótspilarana á villigötur. Norður s G32 h ÁD10872 Vestur t 75 1 D2 Austur sÁ97 s K65 h 94 h G3 t G1083 t 9642 IG1054 19876 Suður s D1084 h K65 t ÁKD IÁK3 Ég verð að treysta því að lesandinn hafi lesið sunnu- dagsþáttinn. N-S lentu í mis- skilningi, norður sagði eins og hann ætti 6—9 punkta og sex- lit í spaða. Misskilningurinn kom ekki í Ijós fyrr en á 6. sagnstigi og vestur átti útspil gegn 6 gröndum. Suður sagði að ljóst væri að norður hefði ruglast í kerfinu og ætti vænt- anlega 6-9 punkta og hjartalit. Norður gerði þá athugasemd sem enginn bað um: „Ég gleymdi mér ekki, ég taldi vit- laust." Þessi athugasemd er augljóslega brot á velsæmis- reglunum, alveg sama hvaða hvöt lá að baki. Á þá að leið- rétta skorina? Nei, og það er vegna þess að athugasemdin skaðaði vestur ekki. Vestur mátti vita fyrir víst af sögnum og útskýringum að norður var ekki með spaðalit. Með brot af þessu tagi er farið á nákvæmlega sama hátt og þegar menn gleyma að gefa viðvörun (alert). Það er ekki um það deilt að það er brot að gleyma að vara við, hins vegar er spilurum ekki sjálfkrafa refsað fyrir slika gleymsku, heldur aðeins ef hún skaðar mótspilarana. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson JAAN EHLVEST frá Sovétríkj- unum varð Evrópumeistari unglinga um áramótin með því að verða efstur á skákmótinu í Groningen. Þessi staða kom upp í skák hans á mótinu við Hollendinginn Nijboer. 36. Hxd4! — cxd4, 37. De5+ — f6, 38. De7 — Da5+, 39. Kfl — Dc5, 40. I)g7 mát. Ehlvest hlaut 11 v. af 13 mögulegum, en næstur varð Daninn Hansen með 10'A v. Elvar Guðmunds- son hlaut 7 v. og varð í 8.—13. sæti. Ehlvest kemur frá Eistlandi eins og Paul Keres, sem um áratuga skeið var á meðal sterkustu skákmanna í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.