Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 31
í
«
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
35
Pólitísk lausn Afganist-
anstríðsins 1 sjónmáli?
Islamahad og Róm, 24. januar. AP.
DIEGO Cordoves, sérlegur samn-
ingamaður Sameinuðu þjóðanna i
Afganistandeilunni, sagði að deiluna
mætti leiða til lykta eftir pólitískum
leiðum. „Ég er með góðan pakka af
tillögum og úrlausnum sem ég mun
leggja fyrir ráðamenn í Afganistan,
Pakistan og íran á næstunni," sagði
Cordoves við fréttamenn. Hann var
þá nýkominn frá Teheran, höfuð-
borg íran þar sem hann ræddi við
ráðamenn. Sagði hann viðræðurnaj
hafa verið jákvæðar og lofa góðu. Á
fimtudaginn fer Cordoves til Kabúl,
höfuðborgar Afganistan, með tillög-
ur sínar.
íran og Pakistan leika lykilhlut-
verk í Afganistandeilunni, bæði
löndin eiga landamæri að Afgan-
istan og fjórar milljónir Afgana
hafa flúið yfir landamærin á þeim
þremur árum sem liðin eru síðan
að Sovétmenn sendu herlið sitt
inn í landið. Hér er um fjórðung
allra Afgana að ræða. Cordoves
segir lausn Afganistandeilunar
byggjast á fjórum þáttum. í fyrsta
lagi að Sovétmenn hverfi skilyrð-
islaust á brott með 105.000 manna
herlið sitt, í öðru lagi að Afganir
fái kosið eigin stjórn, í þriðja lagi
að landið verði óháð á ný og í
fjórða lagi að flóttamönnunum
öllum verði gert kleift að flytjast
heim á ný.
Þá gerðist það einnig í gær, að
haft var eftir háttsettum sovésk-
um embættismanni í utanríkis-
málum, að í viðræðum Afgana og
Pakistana að undanförnu hafi
ýmislegt komið fram sem haft
gæti pólitíska lausn málsins í för
með sér og þar með brottflutning
sovéska herliðsins. Hér var um
Vadim Zagladin, annan æðsta
mann alþjóðadeildar miðstjórnar
kommúnistaflokksins að ræða.
Hann sagði þó, að það hefði lengi
tafið lausn máisins að Banda-
ríkjamenn og Kínverjar hefðu
ekki aðeins verið að skipta sér af
innanríkismálum Afganistan,
heldur hefðu löndin einnig séð
andspyrnusveitum Afgana fyrir
vopnum.
Hrapar olíuverð 1 kjölfar mis-
heppnaðra funda OPEC-landanna?
(íenf, 24. janúar. AP.
Ráðherrafundi OPEC ríkjanna
um olíuverð lauk í Genf í gær án
þess að nokkuð samkomulag næð-
ist um mikilvæg atriði. „Þetta fór
algerlega í vaskinn og var þó um
mikilvægasta fund samtakanna aö
ræða frá upphafi," sagði Ahmed
Yamnany, fulltrúi Saudi Arabíu.
Fulltrúi Sameinuöu Furstadæm-
anna, Mana Saed Otaiba, sagði að
öll aðildarlönd OPEC gerðu það
sem þeim sýndist án tillits til hvað
væri skynsamlegt og hvað ekki.
Helsta deilumálið er kvóta-
skiptingin á milli OPEC-land-
anna, um hana eru löndin öll
sammála, bara ekki hvernig beri
að skipta olíuframleiðslunni
milli landanna. Iranir og Saudi
Arabar hafa staðið andspænis
hvor öðrum, íranir hafa lýst yfir
ætlun sinni að auka framleiðslu
sína og það eigi að vera á kostn-
að Saudi Araba sem eigi að
draga saman seglin. Ekki eru
Saudi Arabar ánægðir með það
og hótuðu fyrir fund OPEC, að ef
samkomulag næðist ekki myndu
þeir lækka olíuverðið um tvo
dollara fyrir hverja tunnu. Slíkt
gæti haft alvarlegar afleiðingar,
hugsanlega verðhrun á olíu. Það
gæti síðan haft í för með sér að
ýmis ríki, sem háð eru olíusölu
sinni, svo sem Mexíkó, gætu ekki
staðið skil á risalánaafborgun-
um.
Sérfræðingar hafa ekki gefið
frá sér alla von og margir látið
þess getið að OPEC-löndin gætu
enn leyst málið, enda er framtíð
samtakanna í húfi. Á blaða-
mannafundum eftir fundahöldin
sagði fulltrúi Saudi Arabíu, að
þeir myndu halda óbreyttu verði
eins lengi og nokkur kostur væri.
Fulltrúi íran gaf síðan óvænt í
skyn að íranir væru hugsanlega
tilbúnir að minnka framleiðslu
sína ef Saudi Arabar kæmu
eitthvað til móts við þá.
Aldo Moro
Fimmburar
Búdapest, 24. jan. AP.
UNGVERSK húsmóðir, hin 24 ára
gamla frú Sandor Tarjanyi, eignað-
ist í gær fimmbura eftir 33 vikna
meðgöngu. Öllum börnunum heils-
aðist vel, svo og móðurinni. Voru
börnin tekin með keisaraskuröi,
fjórar stúlkur og einn strákur. Vigt-
uðu krílin 1,18 til 1,6 kílógrömm og
telja læknar góðar horfur á því að
þau lifi af byrjunarörðugleikana.
Fimmburar hafa ekki fæðst í Ung-
verjalandi síðan árið 1933.
Réttarhöld yfir Rauðu herdeildunum:
32 meðlimir fengu
lífstíðardóma
Róm, 24.jan. AP.
ÍTALSKIIR dómstóll dæmdi í gær 32
meðlimi rauðu herdeildanna ítölsku í
ævilangt fangelsi. Réttarhöldin fóru
fram yfir 63 félögum umræddra
skæruliðasamtaka og voru sakborn-
ingarnir meðal annars sakaðir um
morðið á fyrrum forsætisráðherra
landsins, Aldo Moro árið 1978.
Saksóknari fór fram á ævilangt
fangelsi til handa 34 sakborningum,
en tveir sluppu betur. 23 voru sak-
aðir um hlutdeild að ráni og morði
Aldo Moros á sínum tíma. Hann var
numinn á brott 16 mars 1978 og
lífverðir hans fimm voru myrtir. 55
dögum síðar fannst Moro síðan og
var þá liðið lík. Hinir fangarnir 40
voru sakaðir um hlutdeild að 17
morðum, 11 morðtilraunum og 4
mannránum. 40 hinna ákærðu
hlýddu á dóma sína úr rammgerð-
um búrum sínum á miðju gólfi
réttarsalarins. Fjórir ganga enn
lausir, en hinir kusu að hlýða ekki á
niðurstöður kviðdómsins. Sam-
kvæmt ítölskum reglum er ekki
hægt að neyða þá til þess.
Fjórir sakborningar dæmdust
saklausir þar sem sannanir vantaði
til að sanna sekt þeirra. Hinir 27
fengu fangelsisdóma allt frá 4 mán-
uðum og upp í 30 ár. Margir fengu
þó vægari dóma en saksóknarinn
fór fram á, og var það vegna þess að
fjölmargir skæruliðanna ákváðu að
veita lögreglunni mikið af upplýs-
ingum, og hafði það í för með sér
fleiri hundruð handtökur.
Sakborningarnir höguðu sér vel
meðan að dómarnir voru kveðnir
upp, flestir reyktu í makindum og
göntuðust við félaga sína. Sumir*
virtust kvíðnir, en aðrir príluðu upp
rimla búrsins til að veifa til ætt-
ingja sem sátu í salnum og fylgdust
með.
CITROÉN *
I ofærðinni kemst CITROEN a leiðarenda
Framhjóladrifinn allt frá árinu 1934. Eini bíllinn meö vökvafjöörun, sem býöur upp á þrjár
mismunandi hæöarstillingar, sem þar meö skipar honum í sérflokk í akstri í snjó og ófærö
CITROÉN^ GSA-PALLAS
Árgerö 1982 uppseld — Árgerö 1983 væntanleg næstu
-^•dag^verö ca. kr. 230.000.— (gengi 17/1 ’83)
CITROÉN* CX-REFLEX
Örfáum bílum af árgerö 1982 óráöstafaö á einstöku
veröi kr. 272.000.—
Komið og skoðið þessa bíla
í nýjum og glæsilegum sýningarsal okkar að Lágmúla 5
CITROENa
AVALLT I FARARBRODDI
G/obusf"
LAGMULI 5. SIMI81555