Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 44
^^^skriftar- síminn er 830 33 "^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Snjóflóðin á Patreksfirði: „Þrátt fyrir áfallið verð um við að vera bjartsýn* — segja Sólveig Jóhannsdóttir og Helgi Páll Pálmason „ÉG var staddur utan vid húsið mitt, Aðalstræti 80, er ég heyrði miklar drunur og leit upp. Þá sá ég flóðið vaða niður úr gilinu, falla á húsin fyrir ofan, og sá þau hreinlega tætast upp. Ég hugsaði um það eitt að komast inn í húsið til unnustu minnar, en hún var þá stödd í kjall- ara hússins,“ sagði Helgi Páll Pálmason meðal annars í samtali við Morgunblaðið daginn eftir að snjóflóðin féllu á Patreksfjörð. „Ég var nýkomin heim af næt- urvakt af sjúkrahúsinu," sagði unnusta Helga, Sólveig Jóhanns- dóttir. „Ég var stödd í eldhúsinu í kjallaranum að fá mér kökubita, og ætlaði síðan að fara að hreinsa upp vatn úr kjallaranum, sem hafði flætt inn í leysingunum áður en flóðið féll. Þegar Helgi kom inn, skall flóðið á húsinu og fyllti efri hæðina, en snjór og vatn spýttust inn á þá neðri. Þetta var ákaflega óþægilegt og ég hélt fyrst að þetta væri okkar síðasta stund.“ „Eftir að flóðið var fallið hugs- uðum við aðeins um að komast út Sólveig Jóhannsdóttir og Helgi Páll Pálmason í eldhúsi íbúðar sinnar. Er flóðið féll var Helgi utan dyra en Sólveig í eldhúsinu, sem er í kjallara hússins. Flóðið féll nánast í gegnum efri hæð hússins og krap og vatn spýttist inn í kjallarann. Moruunblaðið/Rax. og tókst það þó snjór væri farinn að hlaðast upp með útidyrahurð- inni, sem þó snýr niður að sjó. Þegar við komum út sáum við mann við útihús neðan hússins og heyrðum óp í stúlku, sem lent hafði í sjónum. Ég hljóp þegar niður eftir, sagði manninum að fara inn í næsta hús, en fór síðan niður í flæðarmálið og náði stúlk- unni upp og fór með hana á sjúkrahúsið. Þegar við komum þar, vissi enginn hvað gerst hafði og menn héldu að ég væri að gabba. En mér var loks trúað og sent var eftir lækni og hjúkrunar- fólki. Við Sólveig reyndum síðan að vinna og hún fór aftur upp á sjúkrahús, en ég reyndi að að- stoða við björgunarstörfin. Mér gekk það illa, var með hálfgert taugaáfall og fór aftur upp á sjúkrahús og aðstoðaði fólkið þar, sagði Helgi.“ „Mér varð fyrst hugsað til þess að flytjast héðan á brott og alls ekki gat ég hugsað mer að fara að búa aftur í húsinu þó hægt væri að gera við það, en það er nánast ónýtt. Ég jafnaði mig svo smám saman og er að minnsta kosti hætt við að flytja af staðnum," sagði Sólveig. “Húsin beggja vegna okkar eyðilögðust algjör- lega, annað hreinlega hvarf en ris hins flaut niður á Strandgötu. í öðru húsinu voru tveir bræður og móðir þeirra og bjargaðist annar bróðirinn, en í hinu voru tvær systur ásamt móður sinni og björguðust þær allar. Við keypt- um þetta hús í sumar og það er að mestu ónýtt og útihúsin nokkuð skemmd auk þess sem um 20 hænsni drápust hjá okkur. Þá vorum við með bíl við húsið, sem móðir Helga átti, og hann er gjör- ónýtur. Við höfum vissulega orðið fyrir miklu tjóni, en við höfum skjól í framtíðinni og sjáum síðan hvað setur. Þrátt fyrir áfallið verðum við að vera bjartsýn," sögðu þau Sólveg og Helgi. Prófkjörin í Norðurlandi eystra og Suðurlandi — Staðan á miðnætti: Lárus og Halldór efstir fyrir norðan — Þorsteinn stefnir í efsta sæti á Suðurlandi Árni Johnsen í 2. sæti og Eggert Haukdal í 3. sæti ALÞINGISMENNIRNIR Lárus Jónsson og Halldór Blöndal höfðu tryggt sér tvö efstu sætin á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra, þegar 1.400 atkvæði af 2.057 í prófkjöri flokksins höfðu verið talin á mið- nætti. í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurlandskjördæmi var Þor- steinn Pálsson í 1. sæti þegar 2.200 atkvæði af 4.716 höfðu verið talin á miðnætti. Árni Johnsen var þá í 2. sæti, Eggert Haukdal í 3. sæti og Siggeir Björnsson í 4. sæti. Röðin í prófkjörinu í Norður- landi eystra var þessi: 1. Lárus Jónsson með 789 atkvæði í 1. sæti en 1.191 alls, 2. Halldór Blöndal með 903 í 1.—2. sæti en 1.160 alls, 3. Björn Dagbjartsson með 564 at- kvæði í 1,—3. sæti en 830 alls, 4. Júlíus Sólnes 653 atkvæði í 1.—4. sæti en 756 alls, 5. Vigfús B. Jóns- son með 728 atkvæði í 1.—5. sæti en 793 alls, 6. Svavar B. Magnús- son með 733 atkvæði alls og 7. var Sverrir Leósson með 630 atkvæði alls. í Suðurlandskjördæmi var stað- an þannig á miðnætti: 1. Þorsteinn Pálsson með 756 atkvæði í 1. sæti, 2. Árni Johnsen með 746 atkvæði í 1.—2. sæti, 3. Eggert Haukdal með 884 atkvæði í 1,—3. sæti og 4. Sig- geir Björnsson með 1.112 atkvæði í 1.—4. sæti. I Suðurlandskjördæmi var kosningareglum þannig háttað, að númera átti frá 1—4, en aðeins mátti kjósa einn mann af hverju svæði, þ.e. Árnessýslu, Rangár- vallasýslu, Vestur-Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjum. „Ég mátti ekki sofna — þá hefði ég ekki vaknað aftur“ Rætt við ívar Ström, 24 ára, sem í 17 klukkustundir lá ískaldur og örmagna í vegarkanti á Heydalsvegi „ÞETTA voru langir 17 klukkutímar þarna í vegarkantinum, það er ábyggi- legt, og nóttin sú lengsta sem ég hef lifað. Ég barðist við það alla nóttina aö sofna ekki. Ég mátti ekki sofna, þá hefði ég ekki vaknaö aftur,“ sagði ívar Ström meöal annars í samtali við Morgunblaðið í gær. Á laugardag fauk bifreið hans út af Heydalsvegi og lenti í krapaelg. ívar komst út úr bílnum, en blotnaði upp undir hendur. llann lagði af stað áleiðis til byggða, cn örmagnaö- ist fljótlega. Það var síðan um klukkan 10.30 á sunnudagsmorgun, sem Sigurður Helgason, bóndi í Hraunholtum, fann ívar liggjandi í vegarkantin- um. Ivar var ótrúlega fljótur að ná sér og í gær kvartaði hann aðeins undan stirðleika í fótum. ívar er tæplega 24 ára gamall húsasmíðanemi, sem á laugardag lagði af stað frá Reykjavík til Grundarfjarðar. Þar ætlar hann á vertíð í vetur. Hann sagði að veður hefði verið mjög vont á leiðinni og þá sérstaklega eftir að hann lagði á Heydalsveg. Fljótlega kom hann að brú og þar flæddi vatnselgurinn yfir veginn. ívar nam staðar til að athuga aðstæður, en þá skipti eng- um togum, að ein vindhviðan tók bílinn og lenti hann í elgnum. Þar sem vatnið var dýpst sagðist ívar telja dýptina hafa verið yfir tvo metra. „Bíllinn fylltist fljótlega af vatni, en ég komst út og gat krafs- að mig upp á eyri, sem stendur að- eins hærra,“ sagði Ivar. „Upp á eyrinni klæddi ég mig úr og vatt fötin, en ég hafði blotnað upp und- ir hendur. Ég lagði síðan fljótlega af stað i átt til næsta bæjar og barðist áfram í 1 >/2 —2 tíma. Þá hafði ég farið um einn kílómetra, en að Hraunholtum voru 8—9 kíló- metrar. Ég var ískaldur og því fljótur að örmagnast. Bíllinn fauk útaf um klukkan 15 og tæpum tveimur tím- um síðar lagðist ég í vegarkantinn og beið þess að einhver ætti leið hjá. Það var ekki fyrr en klukkan 10 uni morguninn að bíll fór fram- hjá. Ég var hins vegar orðinn svo sljór þá, að ég sá bilinn ekki fyrr en hann var við hliðina á mér. Bíl- stjórinn sá mig ekki, enda gerði ég ekki vart við mig. Það var síðan um hálftíma síðar, að Sigurður í Hraunholtum kom, en hann var þá að athuga hvort vegurinn væri fær. I Hraunholtum fékk ég mjög ívar Ström isamt Arnari, syni sín- um. góða aðhlynningu og var fljótur að jafna mig. Ég þakka það ekki sízt ullarfötum, sem ég var í, og þessi reynsla mín kennir mér, og von- andi öðrum, að vera vel búinn á ferðalögum,“ sagði ívar Ström síð- degis í gær. Hann var þá kominn til Grundarfjarðar, en bíl sinn, sem dreginn var upp úr elgnum á sunnudag, skildi hann eftir að Hraunholtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.