Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 32
J
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
36
Minning:
Benedikt Jónsson
Þórarinsson yfir-
lögregluþjónn
Fæddur 25. janúar 1921
Dáinn 16. janúar 1983
„Vér skiljum ekki skaparáA,
þau skipta sælu og neyð,
þau flétta saman gleði og grát
þau gefa, en taka um leið.“
(Slf. Júl. Jóh.)
Benedikt mágur er allur, langt
fyrir aldur fram. Hann og Sigga
kona hans voru aufúsugestir,
stundum gengum við á milli úr
Fossvogi og yfir Kópavogsdalinn
til að rabba saman um heimsins
gagn og nauðsynjar. Benedikt var
alltaf hress í tali, hafði sínar
ákveðnu skoðanir, svo aldrei var
nein lognmolla á. Alltaf barst tal-
ið þó að bátnum sem hann smíðaði
yfir og kom sér upp, draumurinn
var að komast á „skak“, svona að-
eins til að anda að sér fersku sjáv-
arloftinu að hans eigin sögn.
Benedikt var hagmæltur vel, hvar
sem hann kom, gat hann á auga-
bragði sett saman stöku og oftast
var einhver glettni í þeim. Hann
var trúaður maður og ógleyman-
legar eru þær stundir er talið
barst að trúmálum. Oft var vitnað
í Biblíuna. Hann var vinur vina
sinna og viljum við hjónin þakka
honum þessar liðnu stundir.
Við fjölskyldan öll óskum Bene-
dikt alls góðs í nýjum heimkynn-
um. Siggu, börnum og öðrum vin-
um og vandamönnum vottum við
samúð.
„Nú legg ég augun aftur.
Ó, guó, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.“
(S. Kgilsson)
Bedda og Þráinn.
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar
þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
Þau sýnast fá árin, þegar til
baka er litið, síðan við Benedikt
Þórarinsson sátum saman og
hlýddum á sameiginlegan vin og
kunningja fara með þessi vísuorð
og fleiri úr ljóðum Einars Bene-
diktssonar og er þó aldarfjórðung-
ur sléttur, en ljóðmælti almennt
eiga við þegar Benedikts er minnst
svo orðhagur og hagmæltur sem
hann var sjálfur og þessi til-
greindi vísupartur alveg sérstak-
lega svo vel sem hann kunni sig í
nærveru sálar.
Hann hét fullu nafni Benedikt
Jónsson Þórarinsson, þar sem
fyrri tvö nöfnin eru nafn móður-
afa hans Benedikts Jónssonar á
Breiðabóli á Svalbarðsströnd.
Hann var sonur hjónanna Elín-
rósar Benediktsdóttur, ljósmóður
frá Breiðabóli, og Þórarins Eyj-
ólfssonar, trésmiðs úr Keflavík,
sem bjuggu allan sinn búskap í
Keflavík og þar fæddist Benedikt
25. janúar 1921 og ber því útfar-
ardaginn upp á 62. afmælisdag
hans.
Benedikt var fjórði í röðinni af
sex börnum þeirra Elínrósar og
Þórarins. Hin eru: Jón skrifstofu-
maður á Akureyri; Eyjólfur sem
lést í bernsku; Eyjólfur Helgi,
rafvélavirkjameistari í Keflavík;
Anna húsmóðir í New Jersey í
Bandaríkjunum og Eiríkur Ey-
fjörð bifreiðaviðgerðarmaður í
Keflavík, en kjördóttir Elínrósar
og Þórarins er Magnea Þórarins-
dóttir, fædd Jónsdóttir, húsmóðir
í Anchorage í Alaska, en einmitt
koma hennar í fjölskylduna lýsir
arfsþáttum hjálpsemi, tryggðar og
staðfestu sem Benedikt hlaut í
vöggugjöf því að móðir Magneu
var eina konan, sem lést vegna
barnsburðar í ljósmóðurtíð og um-
dæmi Elínrósar móður Benedikts,
sem þá taldi það sjálfsagða skyldu
sína að reynast henni önnur móðir
frá fyrsta degi, og naut til þess
óskoraðs atfylgis bónda síns.
Ég þekkti af eðlilegum ástæðum
ekki til í Keflavík á uppvaxtarár-
um Benedikts en veit þó vel að þá
og enda lengi síðar þótti sjálfsagt
að fólk færi að taka til hendi og
hjálpa til þegar það var nokkuð úr
grasi vaxið og gjarnan þóttu slík
mál standast í sjávarplássi þegar
viðkomandi náði upp á lóðastokk
standandi á línubala.
Benedikt fór því sem aðrir jafn-
aldrar hans snemma að vinna við
beitingar og fiskverkun og síðar
ýmsa almenna verkamannavinnu,
hann var nokkrar vertíðir til sjós,
en byrjaði síðan að læra húsamál-
un sem hann þó varð að hætta við
vegna ofnæmis fyrir einhverjum
þeim efnum sem málningarvinnu
fylgja. Þá tóku við nokkur ár ým-
issar vinnu, m.a. sumra á síld, og
fleiri störf á sjó enda átti hafið
lengi hug hans þótt í annarri veru
yrði.
Árið 1944 gengur Benedikt í
lögregluna í Keflavík en flyst síð-
an 1947 til ríkislögreglunnar á
Keflavíkurvelli rétt við stofnun
hennar, hann er þar varðstjóri til
ársins 1951 er hann var skipaður
yfirlögregluþjónn en því starfi
gegndi hann svo til dauðadags.
Benedikt útskrifaðist 1954 úr
herskóla bandaríska flughersins,
Parks Air Force Base, og árið 1961
var hann við nám hjá dönsku
Ríkislögreglunni í Kaupmanna-
höfn.
Benedikt var alla tíð félags-
málamaður, þegar á unga aldri
var hann formaður unglingadeild-
ar Slysavarnafélagsins í Keflavík
og er til frá þeim tíma skemmtileg
saga af stjórnsemi hans og hæfi-
leikum til að stýra og leiða hóp
fólks eins þótt aðstæður byðu óróa
og jafnvel nokkrum hugaræsingi
heim, þótt ekki verði sú saga tí-
unduð í þetta sinn.
Hann var formaður Félags
ungra sjálfstæðismanna í Kefla-
vík og formaður Sjálfstæðisfélags
Keflavíkur um tíma og varabæj-
arfulltrúi í Keflavík i fjögur ár.
Hann var áhugasamur félagi í
Frímúrarareglunni enda forystu-
maður Keflavíkurbræðra frá upp-
hafi og til dauðadags.
Fyrri kona Benedikts var Lilja
Jóhannesdóttir. Þeirra synir eru
Þorvaldur og Benedikt Rúnar, þau
skildu.
Síðari kona Benedikts, Sigríður
Guðmundsdóttir, málarameistara
í Reykjavík, þeirra dætur eru
Kristín og Inga Sigrún en þau ólu
einnig upp tvö börn Sigríðar af
fyrra hjónabandi, Margréti og
Guðmund. Barnabörnin munu
vera orðin tíu.
Benedikt var glæsilegur maður
á velli og sópaði að honum þegar
hann svo vildi við hafa, röggsamur
og stjórnsamur, hlýr maður og
nærgætinn þegar það átti við og
mikill vinur vina sinna.
í mínum huga var hann einnig
hóglátur og slyngur samninga-
maður í einn stað en óbifanlegur
staðfestumaður þegar honum
þótti nokkuð við liggja og gerði þá
ekki endilega mikið með þótt við
nokkurt ofurefli gæti sýnst að etja
á stundum.
Það var gott að eiga hann að, og
það er erfitt að hugsa sér heiminn
þann sama án hans, enda trúi ég
að margir vinir Benedikts gætu
tekið undir stöku Einars Bene-
diktssonar þegar hann segir:
Hljód og tóm er hjartans borg.
Heimsins svipur breyttur er.
Andi minn hann á ei sorjí.
Alltaf lifir þú hjá mér.
Og víst væri það í samræmi við
trú Benedikts sjálfs, og fullvíst að
svo sterkur og lifandi persónuleiki
skilur víða eftir miklar og lifandi
minningar.
Við áttum þá von að Benedikt
gæti líka sigrað sjúkdóminn sem á
hann herjaði eins og svo margt
annað sem að höndum bar, það
var auðvitað eigingjörn von, en
líka löngun til þess að hann sjálf-
ur með nýjum kröftum gæti notið
e.t.v. hægari tilveru þar með veru
á sjó í frítímum sínum á bátnum
sem hann hafði svo tiltölulega
nýlega tekið í notkun. En líklega
skynjaði hann sjálfur betur að
hverju fór og vékst þá heldur ekki
undan því í orði eða æði frekar en
öðru, vitandi fullvel sjálfur, að þá
er að síðustu maðurinn einn með
Guði sínum.
Við leiðarlok þakka ég aldar-
fjórðungsvináttu og tryggð og við
Jóhanna bæði margra ára vináttu
og samstarf um leið og við sendum
frú Sigríði, börnum Benedikts og
öðrum ættingjum samúðarkveðj-
ur.
E. Birnir
Starfsfélagi okkar, Benedikt J.
Þórarinsson, yfirlögregluþjónn, á
Keflavíkurflugvelli, lést að morgni
16. þessa mánaðar, aðeins tæplega
61 árs.
Hann hóf störf í lögregluliði
Keflavíkur í október 1944 og starf-
aði.þar til 1947 að hann gekk í
nýstofnaða ríkislögreglu á Kefla-
víkurflugvelli og var hann varð-
stjóri þar til 1951 er hann var
skipaður yfirlögregluþjónn á
Keflavíkurflugvelli og gegndi
hann því starfi til dauðadags.
Benedikt útskifaðist úr herskóla
bandaríska flughersins 1954.
Einnig nam hann hjá dönsku
ríkislögreglunni í Kaupmanna-
höfn 1961. Benedikt var annt um
starfa sinn og vann að hagsmuna-
málum stéttar sinnar. Hann var
einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Félags yfirlögregluþjóna
og það var engin tilviljun að und-
urbúningsfundur að stofnun þess
félags var haldinn á Keflavíkur-
flugvelli í boði Benedikts og var
hann fundarstjóri á þeim fundi.
Benedikt sat í stjórn Félags yf-
irlögregluþjóna frá stofnun þess
til dauðadags, vil ég hér færa hon-
um þakkir fyrir brautryðjanda-
starf í þágu félags okkar.
Eftirlifandi eiginkonu Bene-
dikts, Sigríði Guðmundsdóttur,
börnum þeirra og öðrum ástvinum
vottum við einlæga samúð.
F.H. Félags yfirlögregluþjóna,
Ólafur K. Guömundsson.
Það er skrítið þetta líf. Sumir
koma meðan aðrir fara. Þeir sem
staldra við hérna megin eru marg-
ir og misjafnir eins og gengur og
gerist. Sumir eru þannig gerðir að
þeir eignast hluta af tilveru
manns sjálfs, vegna þeirrar
manngæsku og hjartahlýju sem
geislar frá þeim.
Þannig var það með hann Bene-
dikt, sem nú er fallinn frá langt
fyrir aldur fram. Þau eru senni-
lega orðin átta árin sem við höfum
þekkst. Það er ekki langur tími af
ævi hans, en stór hluti af minni.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman var ég ungur og óharðnað-
ur strákur, hann hélt eins og geng-
ur og gerist að strákurinn ætlaði
að nema litlu stelpuna hans á
brott frá honum. Hann ákvað að
hafa tal af honum í einrúmi, mað-
ur gegn manni. Alla ævi verður
mér minnisstætt það sem okkur
fór á milli, og þá kynntist ég þeim
mannkostum og þeirri hjartahlýju
sem hann bjó yfir. Það varð strax
gott á milli okkar, eins og sjálf-
sagt best verður milli föður og
sonar. Við sátum oft í eldhúsinu í
Lyngbrekkunni, og ræddum vítt
og breitt umallt milli himins og
jarðar. Það var sama hvar niður
var komið, alls staðar var hann vel
heima, gaf góð ráð og hafði heil-
brigðar skoðanir á öllum málum.
Hann hvatti ungan mann til dáða
og stappaði í hann stálinu, til að
takast á við verkefni framtíðar-
innar. Boðskapurinn var einfaldur
og skýr, „Gerðu alltaf það sem þér
sjálfum finnst rétt og það sem
hugur þinn stefnir til, hinu skaltu
sleppa.“
Síðan eru liðin allmörg ár,
strákurinn fór í háskólann, en
hann hélt áfram að lifa lífinu eins
og á að gera það, samviskusemin
og lífsánægjan í fyrirrúmi. Við
hittumst alltaf annað slagið, og
alltaf var það sama upp á teningn-
um hjá honum, hvernig þetta
gengi nú hjá mér, og hvað ég ætti
nú stutt eftir af náminu. Alltaf
sýndi hann skilning og samgladd-
ist mér þegar vel gekk.
Nú er hann dáinn hann Bene-
dikt. Minningin um hann mun
alltaf verða í mínu hjarta, því
hann átti alltaf hluta í minni til-
veru, og mun eiga alla tíð. Blessuð
sé minning hans.
Stína mín, Inga og frú Sigríður,
guð gefi ykkur styrk á þessari
stundu, sem ég veit að er ykkur
þungbærari en orð fá lýst. Eitt er
víst að senn kemur vor og geislar
sólarinnar bræða ísbreiðuna sem
nú er yfir öllu.
Guðmundur Björnsson
í dag kl. 13.30 verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni Benedikt J.
Þórarinsson yfirlögregluþjónn á
Keflavíkurflugvelli, hann lést
þann 16. janúar á Borgarspítalan-
um eftir erfiða en tiltölulega
stutta legu úr þeim sjúkdómi, sem
ræðst yfirleitt ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur. Það sannað-
ist á Benedikt, sem aldrei hafði
kennt sér nokkurs meins um dag-
ana og var orðlagt hreysti- og
glæsimenni, Benedikt hefði orðið
62 ára í dag hefði hann lifað. Allt
var gert sem hægt var til að vinna
bug á þessum sjúkdómi, og má
nefna það hér, að bróðir Bene-
dikts, Éyjólfur, lagði á sig langa
ferð til útlanda í haust til að nálg-
ast ný meðul sem mættu koma að
gagni, en ekkert dugði til.
Benedikt fæddist í Keflavík 25.
janúar 1921, sonur hjónanna Þór-
arins Eyjólfssonar trésmiðs og El-
ínrósar Benediktsdóttur Ijósmóð-
ur, þau hjón áttu 4 syni og eina
dóttur, auk þess ólu þau upp fóst-
urdóttur frá fæðingu. Tveir bræð-
ur Benedikts, þeir Eyjólfur og
Eiríkur, eru búsettir í Keflavík en
Jón á Akureyri, systirin Anna og
fóstursystirin Magnea eru búsett-
ar í Bandaríkjunum.
Benedikt hóf ungur lífsbarátt-
una eins og títt var um athafna-
sama unglinga við sjávarsíðuna,
réðst hann í skipsrúm til föður-
bróður síns, Jóns Eyjólfssonar, og
var auk þess á síldarvertíðum
Þorvaldur Skúli
Sívertsen — Minning
Fæddur 15. nóvember 1924
Dáinn 12. janúar 1983
Vinur minn, Skúli Sívertsen, er
látinn. Hann var fæddur í húsinu
Freyjugata 27A í Reykjavík, en
foreldrar hans voru hjónin Þor-
leifur Þ. Sívertsen, úrsmiður, og
Ingibjörg Sigurðardóttir ættuð úr
Stykkishólmi.
•Skúli gat rakið kyn sitt í báðar
ættir til Breiðafjarðarbyggða, þar
sem faðir hans var kominn af
hinni landskunnu Sívertsenætt, en
móðir hans af ætt Fagureyinga.
Skúli ólst upp í Reykjavík og
gekk þar í barnaskóla. I Austur-
bæjarbarnaskólanum bar fundum
okkar fyrst saman, þegar við vor-
um átta ára, og hélst sú vinátta
sem þá myndaðist milli okkar alla
tíð.
Skúli var greindur og glæsilegur
unglingur, en þegar hugur okkar
skólabræðra hans og vina stefndi
til langskólanáms, sem vel hefði
legið fyrir honum hefði hann haft
hug á því, valdi hann aðra leið,
réðst í úrsmíðanám til Magnúsar
Sigurjónssonar úrsmíðameistara
og hóf að læra úrsmíði. Hann út-
skrifaðist síðan frá Iðnskólanum á
Akureyri, en þar bjó hann um það
leyti er hann lauk náminu.
Á Akureyri undi hann hag sín-
um vel og eignaðist marga vini og
kunningja. En nokkrum árum síð-
ar fluttist hann til Reykjavíkur og
settist þar að.
Árið 1954 urðu þáttaskil í lífi
Skúla, er hann kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Ingibjörgu
Sigrúnu Guðnadóttur. Þeim varð
ekki barna auðið, en Ingibjörg
hafði verið gift áður og urðu börn
hennar og síðar barnabörn Skúla
til mikillar ánægju, og reyndust
þau honum vel í veikindum hans á
sama hátt og hann hafði reynst
þeim vel á þeirra uppvaxtarárum.
Æviferill Skúla varð mjög sér-
stakur, því maðurinn var vel gef-
inn og hagur í höndum. Lýsti það
sér vel í því, að miðaldra fór hann
að læra múrverk og lauk prófi i
þeirri iðngrein. Hann vann lengi
við iðnina, en þó tók hann sér
hvíld frá þeim störfum um nokk-
urra ára skeið og gerðist kaup-
maður. Hann opnaði fallega
minjagripaverslun í hjarta borg-
arinnar og rak hana um nokkurra
ára skeið. Eftir að hann hætti
rekstri verslunarinnar sneri hann
sér að múrverki á ný.
Skúli Sívertsen var afbragðs
múrari. Tvennt kom til — í fyrsta
lagi meðfædd útsjónarsemi og
hagleikur, en sjálfur þakkaði hann
færni sína á þessu sviði því að
hafa lært og unnið fyrir þá bræð-
ur Jón og Jóhannes Bergsteinssyni
múrarameistara. Hann hélt því
oft fram að þekkja mætti þeirra
handbragð á hverju húsi sem þeim
hefði verið falin smíði á.
Þau hjónin Ingibjörg og Skúli
fluttust til Vestmannaeyja nokkru
eftir að hann hafði hætt verslun-
arrekstri, og bjuggu þau í Vest-
mannaeyjum þar til gos braust út
í Heimaey. Þá fluttust þau aftur
til Reykjavíkur.
Um Skúla Sívertsen má með
sanni segja, að hann hafi verið
góður drengur, sem vildi hvers
manns vandræði leysa. Lrklega er
vandfundin sú samsetning á
manni sem hann samanstóð af.
Hann gat virst opinskár, gagnrýn-
inn, hæðinn eða spaugsamur, en
undir niðri blundaði alvörumaður-
inn með viðkvæma og skilnings-
ríka lund.
En áður en ég lýk þessum minn-
ingarorðum langar mig til þess að
votta eftirlifandi eiginkonu, systk-
inum hans, Margréti og Sigurði,
svo og öðrum ættingjum og vel-
unnurum innilegustu samúð mína,
en sjálfur vonast ég til þess að
eiga eftir að hitta Skúla vin minn
á sínum tíma, á einhverri strönd-
inni handan móðunnar miklu. Með
söknuði kveð ég hann með orðum
Jónasar Hallgrímssonar, þegar
hann segir:
„Flýl þér, vinur, í ft‘j»ra heim;
krjúplu ad fútum friúarhoúans
og fljúgúu á vængjum morgunroúans
meira aú starfa guús um j;eim.“
Kormákur Sigurösson