Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
SNJÓFLÓÐIN Á PATREKSFIRÐI
Á þessari loftmynd má sjá feril sjóflóðsins, sem féll ofan Geirseyrar. Útlínur þess eru markaðar með svörtum línum. Flóðið lenti fyrst á húsinu Hjöllum 2 og stórskemmdi það
svo og húsið við Hlíðarveg 2. Það féll síðan í sjó fram og skemmdi eða gjöreyðilagði nánast allt, sem á leið þess varð. Á myndinni eru götunöfn og húsnúmer merkt inn til
frekari glöggvunar.
Fjórir létust, 33 heimilislausir
— Ytra flóðið allt að 20 metra hátt og 200 metra breitt
Á þessari loftmynd Ómars Ragnarssonar sjást útlínur og upphafsstaður flóðsins í gilinu í fjallinu Brellum. Dökki
bletturinn sýnir feril flóðsins niður yfír byggðina.
ÞAÐ VAR hrikaleg aðkoman á Patreksfirði er blaðamenn Morgunblaðs-
ins komu þar á sunnudag, degi eftir að snjóflóðin höfðu fallið þar og orðið
fjórum að bana og valdið skemmdnm fyrir tugi milljóna á húsum, bílum
og húsmunum. Á fjörukambinum við Litladalsá voru leyfar hússins Ár-
bæjar, sem barst um 70 metra með flóðinu. Innar, á Geirseyri, þar sem
fyrra flóðið féll, lágu einnig leyfar eins húss, bílhræ á víð og dreif og brak
og húsmunir eins og hráviður um hlíðina. Mikill vatnselgur var enn úr
hlíðinni og hundruðir björgunarmanna að störfum víða á svæðinu. Þau
hús, sem uppi stóðu voru bæði sprungin, skökk og full af krapi, snjó og
vatni.
Þeir Stefán Skarphéðinsson,
sýslumaður, og Pétur Sveinsson,
lögreglufulltrúi, skipulögðu
björgunarstörfin og röktu þeir at-
burðarásina fyrir blaðamanni
Morgunblaðsins:
Það var um klukkan 15,40 að
fyrra flóðið féll úr gili í fjallinu
Brellum ofan Geirseyrar. Það
skall fyrst á húsunum að Hjöllum
2 og Hlíðarvegi 2. Síðan æddi það
niður hlíðina á ógnar hraða að
sögn sjónarvotta, allt að 15 til 20
metra hátt og 150 til 200 metrar
að breidd og færði á kaf eða tók
með sér alls um 13 hús, útihús og
fjölda bíla. í húsinu númer 2 á
Hjöllum voru hjón ásamt tveimur
ungum börnum sínum. Flóðið
skall á ytri enda þess og fyllti
bílskúr og eldhús og er húsið talið
ónýtt. Hjónin sakaði ekki, en bæði
börnin grófust á kaf þar sem þau
voru stödd í eldhúsinu og lézt
annað þeirra, 6 ára stúlka. I hús-
inu við Aðalstræti 79 var stödd
öldruð kona ásamt tveimur son-
um sínum. Flóðið kaffærði húsið
og létust konan og annar sonur
hennar en hinn slapp lítt meidd-
ur. í húsinu við Aðalstræti 79a
voru staddar þrjár konur, allar í
risi. Var það móðir með tvær
unglingsdætur sínar. Flóðið bar
húsið niður á Strandgötu og slapp
konan af sjálfsdáðum úr brakinu,
en önnur dóttir hennar lenti í
sjónum og hin var föst í brakinu.
Þeim var báðum bjargað þegar,
lítt meiddum. Auk þessa fólks er
talið að um 25 manns hafi verið á
svæðinu eða í húsum sínum, en