Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
GUÐNÝ FRÍMANNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 48,
lést í gjörgæsludeild Borgarspitalans 22. janúar.
Guöjón Kristinsson,
Kristinn Frímann Guójónsson,
Anna Guójónsdóttir,
Jakobína Guðjónsdóttir.
t
Eiginkona mín,
ÞORGERDUR FRIÐRIK SDÓTTIR,
Háuhlíó 2, Sauöórkróki,
andaöist í Landspítalanum laugardaginn 22. janúar sl.
Steinn Steinsson.
t
Konan mín, móöir, tengdamóöir og amma,
SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Brunnum 13, Patraksfiröi,
lést af slysförum 22. janúar.
Eggert Skúlason,
Jóhannes Eggertsson, Halla Árnadóttir,
og barnabörn.
t
Eiginkona mín,
SIGRÚN EDDA STEINÞÓRSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum þann 22. janúar.
Kristján Helgason.
t
Móöir okkar,
ÁSTA GUDJÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 22. janúar.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Ingigeröur Hallgrímsdóttir,
Halla Hallgrímsdóttir.
Gestur Hallgrímsson,
t
Systir okkar
RAGNHEIÐUR STELLA JÓNASDÓTTIR MATTHEW,
lést i sjúkrahúsi í New York 19. janúar. Jaröarförin hefur fariö
fram.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Guömundur Jónasson.
Maöurinn minn,
LÁRUS EYJÓLFSSON,
Sogavegi 150,
andaöist á Sólvangi 22. janúar.
Fyrir hönd barna okkar tengdabarna og barnabarna,
Halldóra Bjarnadóttir.
t
Eiginmaöur minn,
KRISTVIN KRISTINSSON,
Lambastekk 4,
lést aö heimili sínu 23. janúar.
Fyrir hönd barna og barnabarna,
Þórdís Eiríksdóttir.
Kristín Þorvarðardóttir
frá Asbúð - Minningarorð
Hún kemur ekki oftar léttum
skrefum upp tröppurnar til mín,
þrýstir ekki framar brosandi hönd
mína og bregður með skilnings-
ríkri ástúð sinni og glaðværð
ljómandi birtu á gráa daga.
Nú er hún gengin gegnum dauð-
ans þrönga hlið og aftur orðin
frjáls — hafin úr hryggð og móði
þessa heims og laus við alla ver-
aldar sút. Það deilir enginn við
dauðann — hann er það einasta
vissa, sem maður á í lífinu; og
treginn við dauða góðs, trygglynds
vinar er víst einungis enn önnur
hliðin á manns eigin sjálfselsku.
Fregnin um andlát Kristínar
kom ekki svo mjög á óvart; bæði
hún sjálf, og við öll í hennar vina-
hópi, vissum að hverju dró, og við
kviðum því. Hún hafði um skeið
verið höll úr heimi og var mjög
þungt haldin um hrið, áður en yfir
lauk. Nú hvílist hún.
Það vekur mér jafnvel stundum
furðu, hve skír hún er ennþá, björt
og lifandi sú mynd, sem ég varð-
veiti í huga mér af þessari elsku-
legu, traustu vinkonu minni frá
þeim dögum, þegar Kristín var
enn í blóma lífsins: Hún stendur
mér fyrir hugskotssjónum, þessi
óvenju fríða og glæsilega kona,
hávaxin og beinvaxin, prýdd með-
fæddum yndisþokka í hreyfingum;
augun full af góðvild og ijóma, —
og svo röddin — þessi sérstaka
dökka, þýða rödd hennar, sem þó
gat verið svo myndugleg, þegar við
þurfti, mjúk og sefandi, þegar hún
vissi, að aðrir þurftu huggunar
við: Þessari rödd get ég aldrei
gleymt. Ekki heldur fæ ég gleymt
þeirri nærgætni, sem hún sýndi og
þeim sálarstyrk, sem hún gaf mér,
þegar ég var sjálf í kröm að fara
með veikt barnið mitt kornungt til
iangdvalar á hjúkrunarheimili, og
hún fylgdi mér þau þungu skref.
Ég man, hve handtakið hennar
var hlýtt, man björtu augun henn-
ar full skilnings og vermandi sam-
úðar. Hún veitti mér oft samfylgd
sína og virtist alltaf eiga óþrjót-
andi styrk og ástúð að miðla. Hún
var einstök.
Það er skarð fyrir skildi; við öll,
sem áttum þessa góðu konu að,
stöndum nú fálát eftir, fátækari
og í meiri einsemd en áður og þó
svo þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta elsku hennar og órofa
tryggðar.
Ilaf hjartans þakkir, dreymi þig svo dýrast
viA Drottins fótskor, langt frá sorg og neyd.
I»ar munu lífsins skapadómar skýrast
— oss skortir svör vió mörgu á ævileid.
()g Ijósið, er þig leiddi lífs um vegi,
þér lýsi eilíft móti dýrum degi.
(Ad noróan K.C.)
Nú eru skil. Fari mín trygg-
lynda vinkona í friði — heimkoma
hennar verður góð.
Ég votta öllum aðstandendum
Kristínar Þorvarðardóttur inni-
legustu samúð mína og bið þeim
alls góðs.
Guðrún P. Vilhjálmsdóttir
í dag, 25. janúar, fer fram frá
Fossvogskirkju útför Kristínar
Þorvarðardóttur frá Hafnarfirði.
Feður okkar voru bræður og í
gegnum Vagnbjörgu föðursystur
okkar, hafði ég sem barn haft af-
spurn af þeim systrum, Kristínu
og Kristbjörgu. En Kristínu
frænku minni kynntist ég fyrst
eftir að ég var flutt vestan úr Búð-
ardal til Reykjavíkur og hún kom-
in til Hafnarfjarðar frá Keflavík.
Þá bjó hún í Asbúð ásamt fjöl-
skyidu sinni; Guðmundi Páli
Pálssyni, sjómanni, dætrunum
fjórum, Ásu, Sunnu, Selmu og
Heiðveigu og Árnbjörgu móður
sinni.
Á stríðsárunum var lítið um
húsnæði í Firðinum, en Ásbúð
hafði lengi staðið auð áður en
Kristín flutti þar inn. Húsið var
afskaplega illa farið eftir búsetu
hermanna, sem þar höfðu dvalið,
og margur hafði hafnað því, þrátt
fyrir sára húsnæðisneyð. Kristínu
hafði verið ráðlagt að flytjast
burtu úr rykinu með dætur sínar
yngstu, sem veikst höfðu af berkl-
um og ekkert var fjær skapi henn-
ar en að gefast upp fyrir margra
ára óhreinindum og eyðileggingu.
Hún gerði Ásbúð að björtu og fal-
legu heimili og hlúði að grasblett-
inum og garðinum í kringum hús-
ið. Ég segi hún, því Guðmundur
maður hennar var togarasjómað-
ur á þessum árum og þá eins og nú
lentu öll húsverk og heimilisstörf
á herðum sjómannskonunnar. í
Ásbúð var gott að koma, ekki síst
vegna gestrisni Kristínar. Þar var
ávallt hlaðið borð af kræsingum
og frá henni fór enginn svangur
eða bónleiður. Jafnvel villikettirn-
ir í hrauninu fengu sitt, — þeir
hafa líka fyrir mörgum að sjá,
sagði Kristín.
En það var fyrst eftir að ég
fluttist sjálf til Hafnarfjarðar ár-
ið 1950 að ég kynntist henni náið.
Kristín var ákaflega hreinskiptin,
viðræðugóð og ráðsnjöll. Alltaf
sagði hún vafningalaust sína
meiningu um hlutina og sagði
aldrei neitt á bak öðrum. Þá sá ég
líka hvað allt lék í höndunum á
henni. Hún var lærður klæðskeri
og saumaði mikið, bæði fyrir sitt
eigið heimili og aðra. Ekki var hún
þó fyrr búin að leggja frá sér
saumana en hún greip bókina, því
Ómar Þröstur
Pétursson — Minning
+ Utför móöur okkar.
ÓLAFAR GUDMUNDSDÓTTUR,
frá Gelti í Súgandafiröi,
er andaöist að dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, þann 18. ianúar fer
fram frá Akraneskirkju miövikudaginn 26. janúar kl. 13.30.
Sigrún Siguröardóttir, Leifur Sigurösson,
Guörún Siguröardóttir, Karl Sigurösson,
Guömundur Sigurösson, Agnes Siguröardóttir,
Þóröur Sigurösson, Rafn Sigurösson,
Fæddur 6. desember 1960.
Dáinn 15. janúar 1983.
Kveðja frá
vinkonum
Hann Ómar er dáinn. Þessi
harmafregn barst okkur laugar-
daginn 15. janúar. Af hverju
Ómar, hann svona ungur og í
blóma lífsins? En þeir sem guðirn-
ir elska deyja ungir, enginn veit
hvenær kallið kemur, en það kem-
ur þegar maður á síst von á því.
Þrjú ár eru liðin frá fyrstu
kynnum okkar, á þeim tíma var
hann ávallt glaður og kátur, einn-
ig var hann mjög góður vinur, sem
hægt var að treysta, og var yfir-
leitt til í allt. Stórt skarð er nú
höggvið í vinahópinn, mun það
verða vandfyllt. Með þessum fá-
tæklegu orðum kveðjum við góðan
vin.
Blessuð sé minning hans.
Foreldrum, bræðrum og öðru
skyldfólki vottum við innilega
samúð. Megi minningin um góðan
dreng styrkja ykkur á sorgar-
stundu.
bókelsk var hún og hafði mikið
yndi af ljóðalestri. Var enda ágæt-
ur hagyrðingur sjálf og afskaplega
fljót að yrkja.
Um rúmlega eins árs skeið bjó
Kristín ásamt fjölskyldu sinni á
heimili mínu, meðan hún beið eft-
ir framtíðarhúsnæði á Suðurbraut
12. Milli okkar var meira en 20 ára
aldursmunur og það var betra en
nokkur skóli fyrir mig unga og
óreynda, að búa með Kristínu á
þennan hátt. Síst af öllu hefði ég
•mátt án hennar vera, þegar ég
varð fyrir þeirri miklu sorg að
missa unga dóttur mína af slys-
förum. Þá fann ég fyrst hvað í
þeim mæðgunum, Kristínu og
Árnbjörgu, bjó. Með þessum orð-
um vil ég þakka Kristínu þann
styrk sem hún veitti mér þá, svo
og nokkrum mánuðum síðar þegar
önnur dóttir mín varð fársjúk. Þá
fylgdi Kristín mér á hverjum degi
frá Hafnarfirði inn á Landspítala
þar sem barnið lá. Huggunarorðin
og styrkurinn sem hún veitti mér
á þessum erfiðu tímum, og reynd-
ar aftur síðar, voru ómetanleg.
Þó samgangur yrði minni með
árunum, slitnuðu aldrei tengslin
okkar í milli. Veturinn 1981 var
Kristín lögð inn á Landspítalann
til uppskurðar á sama tíma og eig-
inmaður minn lá þar helsjúkur.
Svo máttfarin var Kristín að hún
gat ekki stigið í fæturna, en enn
gat hún huggað mig og hughreyst.
Þær voru ófáar ferðirnar sem ég
hljóp upp á næstu hæð til hennar í
spítalanum, þegar örvæntingin og
vonleysið voru að ná tökum á mér
og alltaf gekk ég styrkum fótum
niður aftur.
Fyrir allt þetta og þær ánægju-
stundir allar sem ég hef átt með
Kristínu vil ég nú þakka, þegar
leiðir skilur. Dætrum hennar og
dætrabörnum votta ég innilega
samúð mína, — þið hafið misst
mikið.
Lilja Rjarnadóttir
Nú eru dagarnir taldir, örlögin
ráðin og sagan ein geymir minn-
ingarnar.
Þegar ég stend yfir moldum
Kristínar Þorvarðardóttur, fyrrv.
tengdamóður minnar, verður mér
hugsað um það alþýðufólk, konur
og karla, sem við venjulega köllum
þjóðina, þann ónafngreinda fjölda,
sem í landinu hefur lifað og starf-
að um aldir, í blíðu og stríðu og er
í rauninni uppistaðan í íslands-
sögunni og hefur gefið jafnan öllu,
sem þar glitrar á, birtu og gildi.
Kristín var viljasterk kona,
nokkuð hrjúf á yfirborðinu en átti
stórt hjarta. Lífskjör hennar voru
dæmigerð lífskjör sjómannskon-
unnar. Hún þurfti að vera hug-
rökk í óveðrum, þegar skipinu
seinkaði. Hún þurfti að fara vel
með, þar sem vinnulaunin hrukku
aldrei fyrir því, sem átti að greiða.
Og hún þurfti að leika hlutverk
heimilisföðurins gagnvart yfir-
völdum og nágrönnum og einatt
gagnvart börnum sínum.
Áldrei ' heyrðist hún kvarta,
heldur var hún sátt við hlutskipti
sitt, stóð eins og klettur, þegar
eitthvað bjátaði á og naut innilega
allra gleðistunda, sem lífið gaf.
Kristín átti það til að vera glett-
in og spaugsöm og setti þá oft
saman stökur, sem leiftruðu af
kímni. Hún var einstök í höndun-
Fríða og Helga