Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 28
Séð að Kaldaðarnesi í Flóa úr lofti. íbúðar- og útihúsin eru umflotin vatni og fremst á myndinni má sjá nokkur hross, sem flæddi að, þannig að þau komust hvergi. Morgunblaðið/KEE. Mestu flóð í Ölfusá frá því 1968: „Þa ið er illi s viti ef han in fer a< \ frjósa“ — segir Eyþór Einarsson bóndi á bænum Kaldaðarnesi í Flóa „Við höfum það ágætt miðað við allar aðstæður, en heldur eru þær bágbornar," sagði Eyþór Einars- son, bóndi í Kaldaðarnesi, er Morgunblaðið ræddi við hann sím- leiðis í gær. Ófáert er með öllu heim að bænum og hefur svo verið frá því kl. 19 á sunnudag. „Flæða tók yfir veginn heim að bænum um kl. 16 á sunnudag og þremur klukkustundum síðar var orðið með öllu ófært," sagði Eyþór. „Þetta er næstversta flóð, sem ég minnist í 20 ára búskapartíð minni hér í Kaldaðarnesi," sagði hann ennfremur. „Flóðið 1968 var þó miklu verra en þetta og er engu að síður mikið vatn nú. Þá hófst það 4. desember og sjatnaði ekki að fullu fyrr en í byrjun mars. Reyndar minnist ég flóða fimm fyrstu árin, sem ég bjó hér, en þau voru smáræði í samanburði við flóðið nú og 1968. Við höfum raf- magn og símasamband og erum því ekki í neinni hættu, þótt ekki sé ástandið gott. En það er ills viti ef hann ætlar að fara að frjósa." Ekki fært nema á báti Að sögn Eyþórs er ekki hægt að komast neitt frá bænum nema á báti. Sagði hann heimilisfólkið þó ekki hafa verið mikið á slíkum farartækjum, ef undan er skilin ferð, sem farin var með aðstoð björgunarsveitarmanna frá Sel- fossi til þess að bjarga tug hrossa, sem flæddi að, þannig þau komust hvergi. Voru þau færð í hús í Kaldaðarnesi. Morgunblaðsmenn gerðu sér ferð austur í Ölfus í gær til þess að skoða flóðið. Ætlunin var m.a. að reyna komast í námunda við Kald- aðarnes, en það reyndist með öllu ómögulegt. Flæddi yfir afleggjar- ann frá bænum og þar var eins og hafsjór yfir að líta. Kaldaðarnes stendur við syðri bakka Ölfusár og hefur áin farið hraustlega úr böndunum á móts við bæinn. Kunnugir tjáðu okkur, að kom- ast mætti í gott myndfæri við bæ- inn að norðanverðu með því að fara heim að bænum Auðsholti við norðurbakka Ölfusár. Sú tilraun fór á sömu leið og hin fyrri. Ain hafði einnig flætt langt yfir bakka sína þeim megin og lokað veginum á milli Auðsholts og Grænhóls. Vatnsdýptin á þeim stað var um fet á dýpt og þó ekkert á við það, sem var við ána að sunnanverðu. Því var jeppafæri á veginum, en hins vegar voru það jakabrot, sem lokuðu leiðinni. Bóndinn á Grænhóli tjáði blaða- manni, að ekki væri neitt eins- dæmi, að flæddi yfir veginn á milli Grænhóls og Auðsholts. „Ég held að þetta sé ekkert meira, en stund- um hefur verið. Þetta gerist á þriggja til fjögurra ára fresti," sagði hann og lét sér fátt um finn- ast. Norðanmegin Ölfusár er Arn- arbæli nær umflotið, auk Auðs- holts. Að sunnanverðu er heimilis- fólkið að Kálfholti, skammt vest- an Kaldaðarness, í svipaðri að- stöðu. Þar er allt umflotið vatni. Flæddi í kjallara húsa „Vatnshæðin í Ölfusá hefur ekki verið neitt óskapleg að þessu sinni þótt flætt hafi inn i kjallara nokk- ura húsa við árbakkann," sagði Jón I. Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, er blaðamaöur ræddi við hann í gær. „Þetta er ekkert í líkingu við flóðið, sem Þannig var umhorfs í kjallara fjölbýlishússins að Austurvegi 33 á Selfossi. Þvottavélarnar stóðu á bíldckkjum eða öðru tiltteku til að forða þeim frá skemmdum. MorjfunbM/tinilía. Séð að Kaldaðarnesi frá afleggjaranum úr suðri. Á milli bílsins og bæjarins er um 500 metra vegalengd og er eins og hafsjór yfir að líta. MorgunblaAið/Kmilía. varð 1968. Ég gæti trúað, að það vantaði a.m.k. 2—3 metra upp á að ná vatnshæðinni þá,“ bætti hann við. Þá sagði Jón, að flætt hefði inn í útihús nokkurra bæja rétt austan Stokkseyrar í kjölfar krapastíflu, sem myndaðist við brúna yfir Baugstaðaá, sem rennur úr nokkr- um vötnum. Varð nokkurt tjón af völdum vatnsins og skemmdist talsvert af heyi. Þegar blaðamaður kom niður að Grænuvöllum, götu sem liggur samsíða Ölfusá í eystri hluta Sel- foss, voru þar menn úr slökkvilið- inu í óða önn að dæla burtu vatni, sem safnast hafði saman í kvos á milli Grænuvalla og Austurvegs. Sum húsanna við Grænuvelli eru með dælur í kjöllurunum, sem fara sjálfkrafa í gang verði flóð, en í fjölbýlishúsinu að Austurvegi 33, þar sem við fengum að skoða ummerki flóðsins, var engin slík dæla. Afleiðingarnar leyndu sér ekki. Þar var um 25 sm vatn yfir öllu í kjallaranum og hafði sjatnað talsvert frá því þegar mest var. Að sögn Helga Guðmundssonar, eins íbúanna, var það fyrir tilviljun, að vart varð við vatnið í kjallaranum. Rafmagnið fór af húsinu og þegar farið var að athuga hvað olli, kom í ljós að tekið var að flæða í kjall- arann. Sagði Helgi, að tekist hefði að bjarga þvottavélum, sem stóðu á gólfinu, á þurrt og þar með frá skemmdum í tæka tíð af þessum sökum. Einhverjar skemmdir urðu einnig í öðrum húsum, sem flæddi inn í, en smávægilegar í flestum tilfellum. Miklar vega- skcmmdir Að sögn Guðmanns Guð- mundssonar hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi urðu víða á Suðurlands- undirlendi umtalsverðar vega- skemmdir. Sagði hann, að lokið hefði verið við viðgerðir á flestum stöðum, en sums staðar tæki fullnaðarviðgerð lengri tíma, jafn- vel eina til tvær vikur, og þar sem mestu skemmdirnar hefðu orðið í uppsveitum yrði tæpast um fullnaðarviðgerð að ræða fyrr en með vorinu. „Hrepparnir hér í nágrenni Sel- foss virðast hafa orðið einna verst úti,“ sagði Guðmann og vísaði þá til Villingaholts-, Gaulverjabæj- ar- og Hrunamannahrepps. Þá sagði hann, að Skálholtsvegur hefði farið í sundur og slíkt væri næsta fátítt. Búið væri að gera við 10 metra langt skarð, sem mynd- aðist í Suðurlandsveg austan Hellu, en eðlilega ætti eftir að leggja nýtt slitlag á þann hluta. „Við vonum, að þessi vatnsgangur sé nú að mestu yfirstaðinn, en þetta hefur verið með verra rnóti," sagði Guðmann. — SSv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.