Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 SNJOFLOÐIN A PATREKSFIRÐI Loftmynd af Patreksfirdi frá Landmælingum íslands. Inn á myndina hafa verið merktir farvegir snjóflóðanna, þess fyrri úr gilinu fyrir midri mynd og þess síðari, sem fór eftir farvegi Litludalsár. Yst til vinstri, upp af höfninni, er kunnur snjóflóóafarvegur og af þeim sökum eyða í byggðinni á þeim stað. Eins og sjá má hafa verið gerðir varnargarðar í hlíðinni þar til að hlífa húsunum, sem næst standa. „Mikill snjór og óvenjulegt veður valda óvenjulegum snjóflóðum“ Engar heimildir um snjóflóð á þessum stað, segir Hafliði H. Jónsson veðurfræðingur „ÞAÐ sem þarna gerðist er í meginatriðum nokkuð Ijóst. Það var mikill snjór um alla Vestfirði og síðan gerir hann asahláku með mikilli rigningu en hún eykur mjög óstöðugleikann í snjónum, grefur undan honum og losar allar festur og bönd neðarlega í snjólaginu. Rigningin þyngir þetta svo að ofan þar til á einhverju augnabliki verður brestur og allt fer af stað,“ sagði Hafliði H. Jónsson, veðurfræðingur, þegar hann var spurður um snjóflóðið á Patreksfirdi og skýringar á því. Upptökin oftast á klakalaginu „Það er vissulega spurning hvar bresturinn hefur orðið," sagði Hafliði. „Það er ekki að vita hvort hann varð á klakalaginu eða hvort vatnið hefur leitað í gegnum klak- ann og niður í jörð. Jarðvegur get- ur látið undan þegar hann er orð- inn vatnsósa en einfaldasta mynd- in af þessu er samt sú, að rennslið hefjist á klakanum og síðan, þegar hreyfing er komin á allt saman, að flóðið rífi sig niður úr honum og taki þá með sér bæði aur og grjót." Giliö ekki þekkt sem snjóflóðafarvegur Hafliði sagði, að á Vestfjörðum væri fjöldinn allur af snjóflóða- farvegum og það væri fyrst og fremst þar, sem menn hefðu uppi einhvern viðbúnað. „En þegar snjór er óvenjulega mikill og veð- ur óvenjulegt, þá verða snjóflóð á óvenjulegum stöðum. Þetta gil, sem nú hljóp úr á Patreksfirði, er ekki þekkt sem snjóflóðafarvegur. Þess er hvergi getið í skrám yfir snjóflóð en það hefur þó komið í ljós eftir þessa atburði, að menn minnast þess, að þarna hafi orðið eitthvert hrun. Af þessum sökum sé ég ekki, að nokkur maður hefði haft ástæðu út af fyrir sig til að skipa fólki að forða sér frá gilinu. Erfitt að meta snjóflóðahættu Það var um klukkan tíu á laug- ardagsmorgni, sem við vöruðum við snjóflóðahættu en það var al- menn viðvörun fyrir alla Vestfirði. Við hér í Reykjavík getum ekki séð fyrir einstaka farvegi, þar verður að koma til mat kunnugra á hverjum stað og allar aðgerðir verða að byggjast á því. Slíkt mat getur þó verið ákaflega erfitt. Þótt menn fari að huga til fjalla þá er veikleikinn falinn í snjónum og sést ekki nema grafið sé akkúrat á honum. A stuttum vegalengdum getur breytileikinn hins vegar ver- ið svo mikill, að það er eins og að ieita að nál í heystakk að rekast á hann,“ sagði Hafliði. Hafliði H. Jónsson veðurfræðingur Snjóflóðahætta utar í Patr- eksfirði Snjóflóð hafa oft fallið úr hlíð- inni yfir Patreksfirði, í bænum utanverðum, og alveg niður að höfn. Þess vegna hafa verið gerðir varnargarðar þar til að beina hugsanlegu flóði beinustu leið til sjávar og byggð er engin á því svæði. Hafliði sagði, að reynslan væri raunar sú, að snjóflóð yrðu fremur í giljum en flötum hlíðum, en hins vegar hlypi fyrr úr þeim og snjóflóðin þarafleiðandi minni. I flötum og bröttum hlíðum er um svokölluð flekahlaup að ræða, stór hlaup, sem eira engu, sem á vegi þeirra verður. Hafliði sagði að lokum, að snjóflóðahættan á Vestfjörðum væri ekki liðin hjá en færi þó mjög minnkandi. Lægðin, sem verið hefur við landið, er að ganga norð- ur fyrir og þá tekur við suðvestan- átt með frosti og er þá þessi krapa- og hlákuhrina búin í bili. í skrá, sem Hafliði H. Jónsson hefur tekið saman um snjóflóð á Vestfjörðum, kemur fram, að á tímanum frá 1181—1980 greina heimildir frá um 180 manns, sem lent hafi í snjóflóðum á Vestfjörðum. Þar af segir, að um helmingur hafi farist. Þessar tölur munu þó ekki vera nema hluti af raun- verulegum mannskaða. Þetta línurit, sem Hafliði hefur gert yfir skaðaflóð á Vestfjörðum frá 1581—1980 er einkum athyglisvert fyrir þá fjölgun, sem á þeim hefur orðið eftir 1880 og cinkum eftir 1930. Telur Hafliði þá skýringu hugsanlega, að menn séu farnir að byggja á þeim stöðum, sem fyrri tíma menn töldu varasama með tilliti til snjóflóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.