Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 41 fclk í fréttum Ekkja Marleys tekur að sér börn hans 10-Bob Marley, eem lét ettir sig ellefu börn og mikil auöaefi. + Ekkja Bob Marleys hefur nú gefiö upp sinn eigin frama á tónlistarsviöinu og ákveöiö aö helga sig þess í staö uppeldi á börnum Bobs, en þau eru æöi mörg. Meö eiginkonu sinni átti hann nefnilega fimm börn, en sex önnur börn eru skráö sem hans og hefur ekkjan Rita nú tilkynnt, aö hún hafi tekiö í sína umsjón öll hans börn þannig aö ekkert þeirra fari á mis viö þau auðæfi sem faöir þeirra lét eftir sig. Rita kveöst ætla aö leitast viö aö láta þau öll hljóta sem mesta og besta menntun, en þetta mun ekki hafa veriö gert aö ósk Marleys, sem lést fyrir tveimur árum. + „Konur hötuöu mig. Þær héldu að ég stæli eiginmönnum þeirra og eyðilegöi tilveru þeirra í þeim tilgangi einum aö bola þeim burt. En ég er stolt yfir því aö geta sagt meö réttu að ég stal aldrei nokkrum manni sem ekki var á lausu," sagöi Brigitte Bardot í viðtali viö blaðið Daily Express fyrir skömmu. Tilefniö var sjónvarpsþáttur í þremur hlutum sem sýndur hefur veriö í franska sjónvarpinu aö undan- förnu og vakiö hefur mikla at- hygli. „Ég hef yfirgefiö alla menn, Reagans- dóttir gefur út plötu + Patti Davis, yngsta dóttir Ron- ald Reagans Bandaríkjaforseta, hefur nú hljóöritaö sína fyrstu hljómskífu í Lundúnum og eru sjö lög á skífunni eftir hana sjálfa. Otgefandi skífunnar segir lögin fjölbreytt, allt frá þungu rokki til þjóölagatónlistar, en hún mun einfaldlega heita „Patti Dav- is“... sem ég hef veriö gift eöa í föstu sambandi viö. Þegar spennan í sambandinu er á bak og burt læt ég mig hverfa,“ segir Brig- itte, sem hefur verið gift í þrí- gang og býr nú meö manni, sem er tíu árum yngri en hún og heitir Allain Bougrain Dubourg. Skoskir galdrar? + Hún er ráöþrota móöirin sem þarna sltur á bryggjupolla í ít- alska bænum Livorno. Hún heltir Pamela Compton og flaug í skyndi frá heimaborg sinni Aber- deen í Skotlandi til Ítalíu fyrir dóttir hennar Carole heföi veriö sett í fangelsi þar. Dóttirin var fangelsuö fyrir aö hafa kveikt eld í rúmi þriggja ára gamals barns sem hún var aö gæta á ítölsku heímili. ítalska fjölskyldan heldur því fram aö Carole búi yfir sérstök- um eiginleikum sem séu slíkir aö hún geti fengið hluti til að brenna meö hugsuninni einni saman (pyro-kinetikk) og fengu hana fangelsaöa af þeim sökum meöan unniö er aö rannsókn máls hennar. Carole var gert aö sæta rannsókn og sitja inni í 92 daga vegna málsins og nú bíöa þær mæögur bara úrskurðarins. Margur heföi víst álitiö aö at- burður sem þessi gæti ekki gerst áriö 1983? COSPER — Ég keypti brennivínsflösku í gær. Víniö veröur örugglega oröiö nógu gamalt, þegar þú sleppur út. Nýjar bókaskápa einingar frá BAHUS SkdEnJ H.rTT A mQTMT: Ad*.AA - -SMIÐfUVEGI 6. m SÍMI: 44-5-44 - GTuggagríndar úr furu, með færanlegum rimlum. HURÐIR HF Skeifan 13 • 10S Rcykjavik-Sun'i 816 55 Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Nesvegur frá 40—82 Skerjafjörður sunnan flugvallar Tjarnargata frá 39 Nesvegur frá Vegamótum Kópavogur Lyngbrekka Austurbær Freyjugata 28—49 Stórholt Flókagata 53—69 Úthverfi Skeiðarvogur Njörvasund, Karfavogur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.