Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 42
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
Nokkrir bæir voru umflotnir og einangraðir. Myndin er af Hvítárbakka í Andakílshreppi.
Flóðin í Borgarfirði:
Þau mestu í áratugi
Mikið tjón hjá bændum
Borgarnesi, 24. janúar, frá Helga Bjarnasyni fréttaritara Mbl.
EFTIR asahláku og rigningar urðu mikil flóð í Borgarfirði um helgina,
þau mestu í áratugi og var mikið tjón af völdum þeirra. Hvítá flæddi
yfir bakka sína og einangruðust nokkrir bæir á laugardag þegar
flæddi í kringum þá. Þetta voru Ferjukot og Hvítárskáli við Hvít-
árbrú, Þingnes, Árbakki, Hvítárbakki og Stafholtsey í Bæjarsveit og
FJóðatangi og Melkot í Stafholtstungum.
í Ferjukoti flæddi inn í öll
hús nema nýrra íbúðarhúsið.
Talsverðar skemmdir urðu í
kjallara eldra íbúðarhússins
þegar þar flæddi inn, og 10
hænur drápust þegar flæddi
inn í hænsnakofa. Heimilisfólk-
ið í Ferjukoti fékk félaga úr
Björgunarsveitinni Brák í
Borgarnesi til að koma á
gúmmíbát með dælu og bensín
til að geta dælt vatni úr húsum.
Kristján Fjeldsted bóndi í
Ferjukoti sagði í samtali við
Mbl. að ekki hefðu komið svona
mikil flóð í Hvítá í áratugi,
hann sagðist muna eftir svip-
uðu flóði frá því hann var 7 eða
8 ára gamall en aldrei síðan. í
mjólkurhúsi við fjós sem var
byggt 1929 og aldrei hefur flætt
inn í áður, var vatnið um fet á
dýpt og kýrnar í fjósinu stóðu í
vatni í um 2 klukkustundir, að
sögn Þorkels Fjeldsted, bónda í
Ferjukoti. Vegurinn við Síkis-
brýrnar fór á kaf og þegar flóð-
ið var í hámarki flæddi einnig
yfir aðra brúna. Þegar flóðið
rénaði í morgun kom í ljós að
vegurinn á milli brúnna var
mjög illa farinn, hafði nánast
jafnast út.
Upp með Hvítá varð tjón á
Hvítárbakka þegar flæddi inn í
kjallara beggja íbúðarhúsanna
og í útihús, auk þess sem vegur-
inn skemmdist mikið. Jón Frið-
rik Jónsson á Hvítárbakka
sagði að Hvítá hefði verið 30
sentimetrum hærri en elstu
menn myndu, auk þess sem
flóðið hefði staðið lengur en
vant væri. Hann sagði að þetta
væri fyrsta stóra flóðið síðan
byrjað var að mæla fyrir Borg-
arfjarðarbrúnni. A Árbakka
flæddi inn í gripahús og hlöðu
og eins mun hafa flætt inn í
bæði íbúðarhúsin á Runnum.
Rafmagnsstaurar við Grímsá
brotnuðu og einnig féllu staur-
ar við Hvítárskála og varð
rafmagnslaust um tíma.
Bæirnir Flóðatangi og Mel-
kot í Stafholtstungum, sem
standa á nesi á milli Norðurár
og Hvítár, voru umflotnir um
tíma, auk fjárhúsanna á
Svarfhóli, sem er næsti bær þar
fyrir ofan. Á Flóðatanga flæddi
inn í öll hús nema íbúðarhúsið.
Flytja þurfti kindurnar inn í
hesthús því vatnið náði þeim í
kvið í fjárhúsunum þegar flóðið
var í hámarki. Ein kind drapst
þegar hún tróðst undir í óróan-
um sem komst á kindurnar þeg-
ar vatnið tók að flæða inn í
fjárhúsið. Kýrnar stóðu í lág-
klaufar í vatni í fjósinu. Hey
skemmdust og er a.m.k. nebsta
meterslagið í hlöðunum ónýtt
og ef hitnar í heyinu þá skemm-
ist meira hey. Vatn fór inn í
fólksbíl sem stóð inni í véla-
geymslu á steyptu gólfi. Sveinn
Jóhannesson Sondi á Flóða-
tanga sagði í samtali við Mbl.
að flóðin hefðu náð hámarki á
laugardagskvöldið og þá hefði
beljað yfir nesið úr Hvítá en
venjan er sú í flóðum að Norð-
uráin er hærri og að þá flæði
meira úr henni. Jóhanna Elí-
asdóttir í Melkoti sagði að
þetta væri mesta flóð á þessum
slóðum á heniiar ævi, að
minnsta kosti. Hún sagðist
hafa átt heima í Melkoti í rúm
70 ár og aldrei fyrr hefði vatnað
yfir hól sem stendur þar
skammt frá bænum. Hún sagði
að Norðurá hefði ekki rutt
sig enn og flóðið hefði komið úr
Hvítá sem væri frekar óvenju-
legt.
I Norðurárdal myndaðist
klakastífla á laugardagsmorg-
un í Norðurá til móts við Arn-
arbæli neðan við Hreimsstaði.
Hækkaði þá svo mikið í ánni
ofan við stífluna að aðeins var
um einn meter uppúr af síma-
staurunum sem þar stóðu og
var allt láglendið ofan við stífl-
\una þvert yfir dalinn komið
undir vatn. Þar á meðal var
þjóðvegurinn um Arnarbælis-
fitjar og lokaðist hann. Um há-
degisbilið brast klakastíflan og
vatnið og íshrönglið barst niður
allan dalinn. Var Norðurárdal-
ur þá einsog stöðuvatn yfir að
líta. Óli R. Jóhannsson vega-
verkstjóri í Klettstíu var á eft-
irlitsferð um dalinn. Hann ók
eftir þjóðveginum fyrir neðan
Klettstíu en þar vatnaði aðeins
yfir veginn, þegar klakastíflan
við Arnarbæli skammt fyrir
ofan brast. „Ég vissi ekki fyrr
en flóðbylgjan kom yfir mig,“
sagði Óli í samtali við Mbl.,
„það var sára lítill aðdragandi
að þessu. Ég reyndi fyrst að
bakka út úr þessu en það gekk
ekki og þá reyndi ég að gefa í til
að komast fram úr þessu en þá
lokaðist vegurinn af jakaburði
bæði framan og aftan við mig
og skall einnig á bílnum. Bíll-
inn hentist tvívegis þversum á
veginum þegar jakar skullu aft-
ast á honum en mér tókst að
rétta hann af í bæði skiptin."
Bíll Óla drap fljótlega á sér og
þurfi hann að bíða í honum í
þrjú korter en þá hafði sjatnað
það mikið að hann gat skriðið
út um bílgluggann og gengið í
klofstígvélum, sem hann hafði
haft meðferðis í land. Óli sagði
að vatnið hefði náð uppundir
spegla á bílnum, það væri
eitthvað á annan metra, Óli var
heppinn að því leyti að hann
slapp við aðalgusuna hún kom
utar. Hefði hann lent í henni
hefði bíllinn vafalaust lent utan
vegar og ekki væri þá víst
hvernig farið hefði.
Gísli Þorseinsson bóndi og
oddviti Norðurárdalshrepps á
Hvassafelli sagði í samtali við
Mbl. að Norðurá hefði ekki orð-
ið jafn há í mörg herrans ár, og
meiri klaki væri í henni en
oftast áður. Gísli sagði að ekki
væri vitað um skemmdir á hús-
um en augsýnilega væri mikið
tjón á landi vegna jakaburðar
og á girðingum en það væri
ókannað mál ennþá og sumt
kæmi sjálfsagt ekki í ljós fyrr
en með vorinu. Rafmagnslaust
hefur verið af og til alla helgina
þar sem tveir rafmagnsstaurar
brotnuðu í látunum. Miklar
skemmdir urðu á vegum í Norð-
urárdal, meðal annars gróf
Bjarnadalsá, sem rennur í
Norðurá ofan við Hvassafell,
frá öðrum endastöpli brúarinn-
ar og inn í miðjan veginn. Er
brúin lokuð en fært er að sunn-
anverðu í dalnum norður í land.
Bjarnadalsá er sakleysisleg á
sumrin, bleytir varla steina en í
leysingum er hún hin versta
viðureignar og hefur valdið
nágrönnum sínum miklum bú-
sifjum í gegnum tíðina. Eins
mun um margar smærri ár,
sprænur og bæjarlæki um allt
héraðið. Vegurinn um Arnar-
bælisfitjar varð ófær vegna
jakanna sem þar sátu eftir þeg-
ar sjatnaði í ánni en vegurinn
var ruddur á laugardag. Þá
varð ófært við Norðurá í
Heiðarsporði og þegar það var
komið í lag þá fór að flæða yfir
veginn í Gráborgarhrauni við
hreppamörkin. Varð strengur-