Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 10

Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 A að refsa mönnum fyrir vel unnin, erfið ábyrgðarstörf? eftir Odd C.S. Thorarensen Sjálfstatðisfólk í Reykjaneskjör- dæmi gengur um helgina til próf- kjörs til að velja sér forystumann til starfa á Alþingi. Allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi gefa kost á sér í prófkjörinu og leggja þar með undir dóm stuðningsmanna sinna verkin sem þar hafa verið unnin. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gengur til þessa prófkjörs eftir mikla þriggja ára eldskírn, þar sem hluti þingflokksins, sem hann veitir forystu, hefur verið í ríkis- stjórn, en mikill meirihluti í stjórnarandstöðu. Líklega gera fá- ir sér í hugarlund það álag, sem slikt ástand hefur í för með sér, og þær gífurlegu kröfur, sem óhjá- kvæmilega eru gerðar til þess manns, sem valinn var til forystu fyrir þingliði flokksins. Það vekur því furðu þeirra, sem þekkja til starfa Ólafs G. Einars- sonar, að heyra þær raddir meðal sjálfstæðismanna í kjördæmi hans, að Ólafur hafi verið harð- línutalsmaður flokksins og rétt sé að veita honum áminningu með því að kjósa hann ekki. Olafur G. Kinarsson Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur. ólafur G. Einarsson hefur verið ótrúlega laginn, þol- inmóður og óþreytandi í umleitun- um til að draga úr þeim skaða, sem blasti við flokknum, er nokkr- ir þingmenn hlupust undan merkjum og mynduðu núverandi ríkisstjórn. Það er ólafur G. Ein- arsson, sem á stærstan þáttin í því að þingflokkurinn, að ráðherrun- um þremur undanskildum, er nú sameinaður í stjórnarandstöðu og býr sig undir að fylkja liði í kom- andi kosningum. A sama tíma hef- ur Ólafur G. Einarsson óhjá- kvæmilega verið einn af ötulustu talsmönnum stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins. Ekki af því að hann sé harðlínumaður, heldur vegna ótvíræðrar skyldu sinnar til að tala máli meginþorra kjósenda Sjálfstæðisflokksins, og þing- mannanna sem skipuðu sér í stjórnarandstöðu. Það væru því hláleg mistök sjálfstæðisfólks í Reykjanes- kjördæmi ef það teldi sig eiga ein- hverjar óuppgerðar sakir við Ólaf G. Einarsson, sem kvitta þyrfti fyrir í komandi prófkjöri. Ólafur G. Einarsson hefur þvert á móti unnið sín störf með þeim hætti, að eina kvittunin, sem honum ber, er öruggt sæti á framboðslista. Við skulum taka vel nýju fólki, sem býður fram krafta sína til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en við skulum forðast þau mistök að gera það á kostnað ólafs G. Einarssonar. Oddur ('i>. Thorarensen, apótekari, Blikanesi 21, Garðabæ. Kennarafélag Reykjavíkur fagnar frum- varpi um bann við ofbeldiskvikmyndum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kenn- arafélagi Reykjavíkur: Nú liggur fyrir Alþingi ís- lendinga frumvarp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum. Kennarafélag Reykjavíkur fagnar því að þetta frumvarp skuli vera komið fram og hvet- ur eindregið til þess að það verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Á síðustu misserum hefur hér á landi verið komið á fót miklum fjölda af myndbanda- leigum. Ekkert eftirlit virðist vera með starfsemi þessara fyrirtækja, hvorki hvað varðar það hverjir geta fengið leigðar myndir né hvaða myndir eru á boðstólnum. Engum blöðum þarf um það að fletta hvaða þjóðfélagshópur er viðkvæmastur fyrir því sem þarna er boðið upp á, það eru börnin. En eins og fram kemur í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi eru ábyrgir fræði- menn á einu máli um að gróft ofbeldisefni sé skaðlegt börn- um, andlegri heilsu þeirra og verði þeim jafnvel beinlínis fyrirmynd að eigin hátterni. Einhverjum kann að þykja að með banni því er í frumvarpinu felst, sé gengið á rétt fólks, frelsi einstaklingsins, en á móti því kemur að ekki verður séð með hvaða hætti öðrum verði hægt að tryggja börn og ung- menni gegn því skefjalausa ofbeldi sem þeim gefst nú tæki- færi til að horfa á, meira og minna eftirlitslaust. Bann eins og þarna er um að ræða, sem beinist að því að vernda börn og ungmenni á viðkvæmasta ald- ursskeiði hlýtur því að vera þyngra á metunum en sá réttur sem einhverjum fullorðnum kann að þykja gengið á. MorjjunblaAiA/ Emilfo. Jan Eklund frá finn.sku útflutningsmiöstöðinni og Rabbe Nyman, versl- unarfulltrúi í finnska sendiráðinu í Osló, halda hér á milli sín auglýs- ingaplakati finnsku vikunnar. Finnsk vika 25.—30. aprfl: Kynning á finnskum framieiðsluvörum og finnskri menningu DAGANA 25.—30. apríl næstkom- andi, verður haldin hér á landi finnsk vika, undir kjörorðinu „Finn- arnir koma“, þar sem finnsk menn- ing og finnskar framleiðsluvörur verða kynntar. Áður hafa slíkar kynningar verið haldnar tvívegis 1976 og 1980. Kynningin nú verður stærri í sniðum, en báðar þær kynn- ingar, sem áður hafa verið haldnar, en þær voru báðar takmarkaðar við fata- og sælgætisiðnað Finnlands. Kynningar þessar eru haldnar til að kynna framleiðsluvörur Finna og auk þeirra framleiðslu- vara sem áður voru nefndar, verða kynntar á vikunni neyt- enda- og iðnaðarvörur. Efnt verð- ur til sýningar á vikunni á finnsk- um framleiðsluvörum á Hótel Loftleiðum, 27.-29. apríl, og tískusýningar á finnskum fatnaði verða þar einnig í gangi á sama tíma. Þá munu Hótel Loftleiðir og Hótel Esja bjóða upp á finnskan mat meðan vikan stendur yfir. Samfara þessu verða kynningar í búðum, sem selja finnskar fram- leiðsluvörur, á þeim vörum sem þær bjóða upp á. Hefur útflutn- ingsverslun Finna (The Finnish Foreign Trade Association) út- búið af þessu tilefni ýmiss konar efni, þar sem minnt er á finnskar framleiðsluvörur, og er þetta efni kaupmönnum, innflytjendum og umboðsmönnum falt, til þess að auðvelda þeim þessa kynningu. Á vikunni verður einnig reynt að kynna menningu Finnlands. Miðstöð þeirrar kynningar verður Norræna húsið, þar sem finnska vikan verður formlega sett, en þar mun fara fram flutningur á finnskri tónlist og finnska ferða- málaráðið ráðgerir einnig að halda þar finnska ferðakynningu. Þá verða hér einnig sýningar á finnskum kvikmyndum og sýn- ingar á finnskum bókum, en ekki hefur verið endanlega ákveðið með hvaða hætti það verður. Óhæf málamiðlun — at- kvæðamisvægið — eftir Gunnar G. Schram Sú málamiðlun í kjördæma- málinu, sem formenn þingflokk- anna og stjórnmálaflokkanna hafa nú samið um, er með öllu ófullnægjandi. Eftir sem áður hafa Reyknes- ingar og Reykvíkingar minna en hálft atkvæði á borð við marga landsbyggðarmenn. Þeir eru ekki einu sinni hálfdrættingar í þessu grundvallarmannréttindamáíi. Þetta er vægast sagt magur og dapurlegur árangur eftir allt það langa samningaþóf, sem átt hefur sér stað milli flokkanna. Gngin bót frá 1959 Þessi niðurstaða flokkanna verður ennþá furðulegri þegar þess er gætt að árangurinn í kjör- dæmamálinu er að engu leyti betri nú en 1959, þegar breytingar voru siðast gerðar. Eftir 24 ár hjökkum við enn í sama farinu — ranglætið er óbreytt eftir öll þessi ár. Það eina sem gerst hefur er það að vísirinn á kjördæmisklukkunni hefur verið færður aftur um nær aldarfjórðung og stilltur á sömu tölur. Getur einhver búist við að kjósendur í þessum landsfjórðungi séu ánægðir með slíka lausn — slíka frammistöðu flokkanna? Eftir kjördæmabreytinguna 1959 var vægi atkvæða í Reykja- nesi og Reykjavík miðað við fá- mennasta kjördæmið 1 á móti 2,4. Eftir sem áður er því fólkið hér í þessum landshluta ekki hálf- drættingar á við marga þá, sem annars staðar á landinu búa. Fyrir liggur þó að unnt var inn- an ramma núverandi kjördæma- skipunar, hinna átta stóru kjör- dæma, að minnka misvægið allt niður í 1 á móti 1,5 samkvæmt upplýsingum reiknimeistara þeirra sem forystumönnum flokk- anna hafa verið til aðstoðar. En greinilegt er að pólitísk togstreita og samningaþóf hefur leitt til þess að ekki var unnt að ná fram sanngjarnari og betri lausn en nú er kynnt fyrir kjósendum þessa dagana. Samningar bak vió tjöldin Annað atriðið er hér líka um- hugsunarvert. Sú lausn, sem kjós- endum í þessum landshluta er nú lögfest boðið upp á, er fengin með samn- ingum flokkanna bak við tjöldin. Engin almenn umræða hefur þess- vegna farið fram í þjóðfélaginu um málið. Hinn almenni kjósandi hefur varla fengið tækifæri til þess að láta skoðanir sínar og sjónarmið í ljós í þessu efni. Það er þó undirstaða lýðræðislegrar ákvarðanatöku að þjóðinni gefist tækifæri og kostur á að segja sína skoðun á svo mikilsverðum málum sem kjördæmamálið er. Þær lausnir, sem þar komu til greina, hafa hinsvegar ekki verið kynntar öllum almenningi nema að sáralitlu leyti í óljósum blaða- fréttum að fundum forystumanna flokkanna. Þetta er mjög miður farið. Sennilega er því borið við að opinská umræða hafi sökum tíma- skorts ekki getað farið fram í þjóðfélaginu. Samningarnir um þetta mál hafa þó tekið marga mánuði og vandséð er hvers vegna ekki var unnt að hafa þjóðina meira með í ráðum en raunin hef- ur verið. Áhrif óréttlætisins Það liggur í augum uppi að einn maður — eitt atkvæði er hin eina I)r. Gunnar G. Schram sanngjarna lausn, sem menn geta við unað. Þannig er það víðast hvar í nágrannalöndunum, eins og fram hefur komið í fréttum. En misræmið, sem enn gildir, dregur dilk á eftir sér. Enn mun ástandið verða svo á Alþingi að meiri hluti þjóðarinnar er þar í minnihluta hvað fjölda þing- manna varðar. Þetta hefur það aftur í för með sér að þar eru ákvarðanir ekki teknar í samræmi við vilja kjósenda svo sem hann birtist í kosningum. Ekki síst á þetta við um margar mikilvægar ákvarðanir í fjárfest- ingarmálum, þegar fjallað er um það hvernig skipta skuli hinu opinbera fjármagni milli hinna einstöku landshluta, atvinnuvega og fyrirtækja. Misræmið í at- kvæðavæginu býður heim ranglát- um ákvörðunum á þessu sviði. Það þekkjum við allt of vel af reynslu Íiðinna ára. Full leiðrétting forgangsverkefni Nú þegar útséð er um það að ranglætið í kjördæmamálinu verði leiðrétt að nokkru gagni að þessu sinni, er óhjákvæmilegt að spyrja: hvert verður næsta skrefið? Það ætti að vera deginum ljós- ara. Þegar í stað verður að hefjast handa um nýja, víðtæka leiðrétt- ingu, sem afnemur það hróplega misvægi atkvæðanna, sem enn gildir. Líta verður á frumvarp flokkanna, sem nú er í burðarliðn- um, sem skammvinnan áfanga á leiðinni til fulls réttlætis. Við fyrsta tækifæri, á næsta þingi, verður að taka málið upp aftur og leiða það fram til sigurs. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál, sem segir að meirihluti lands- manna skuli áfram búa við stór- lega skert mannréttindi — hafa helmingi minni áhrií á stjórn landsins en aðrir íslendingar. Við annað verður ekki unað. Þ«ð er réttlætiskrafa meirihluta þjóé- arinnar. Það verða þingmenn að skilja og leiða það mál til fullnað- arsigurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.