Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Hjónaskilnaðir fara vaxandi <)sló, 24. febrúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara SAMKVÆMT nýjustu tölum endar helmingur allra hjónaband í Osló með skilnaði. Árið 1981 reyndust 54% allra hjónabanda í höfuðborg- inni hafa endað með skilnaði að borði og sæng. Til samanburðar var tíðni hjónaskilnaða utan Osló 31% 1981. Tíðni hjónaskilnaða er áberandi hæst í Osló og hefur farið stigvax- Mbl. andi. Sem dæmi má nefna að sam- bærilegar tölur frá árinu 1974 gefa til kynna að 43% hjónabanda hafi farið í vaskinn. Farsælast virðist vera að ganga í hjónaband á svæðinu við Sogn og afskekktari byggðum á vestur- strönd landsins. Þar fóru ekki nema 16% hjónabandanna árið 1981 út um þúfur. Fyrirsjáanleg sölutregða norskra fiskafurða í ár Ósló, 24. febrúar. Frá Jan Erik Lauré, fréltaritara Mbl. EF SVO FER sem horfir er Ijóst, að norskir sjómenn geta ekki selt allan þann fisk, sem þeir afla á þessu ári. Segir sjávarútvegsráðherrann, Thir Listau, að ef ekki verði breyting til batnaðar á mörkuðum Norðmanna verði um verulegt vandamál að ræða. Sér í lagi eru það skreiðar- og saltfiskmarkaðir Norðmanna, sem eru höfuðverkur. Lagt hefur verið til, að frystiiðnaðurinn taki stærri hluta aflans en áður til þess að leysa þann vanda, sem orðið hefur við uppsöfnun birgða. Talsmenn frystiiðnaðarins segjast hins veg- ar ekki geta annað öllu meira hrá- efni en þeir vinna nú þegar úr. Verði veruleg aukning á freð- fiskframleiðslu Norðmanna gæti það leitt til verðlækkunar á afurð- um þeirra og þá um leið lægri launa í framtíðinni. Af þeim sök- um hyggjast yfirvöld í norskum sjávarútvegi leita eftir öðrum leið- um til vinnslu á umframhráefni. Neysla á fiski hefur farið stig- minnkandi í Noregi allt frá árinu 1962. Frá því á sjöunda áratugn- um hefur meðalneysla fiskjar dregist saman um 10 kíló á hvert mannsbarn á ári. Sovéskar ofsóknir í Eystrasaltslöndum Genf, Svis8, 24. febrúar. AP. SAMTÖK útlaga frá Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, greindu frá því í gær, að hin sovésku yfirvöld hefðu mjög hert að mannrétt- indum og pólitískar handtökur hafi færst í aukana. Sögðu útlagasamtökin að þau hafi haft spurnir af mörgum flóttatilraunum, sumum heppnuð- um og öðrum ekki, fjölda húsleita, auk þess sem kaþólskur prestur var handtekinn i Litháen nýlega sakaður um andsovéskan áróður. Þetta er í fyrsta skipti í all mörg ár, að kirkjumaður er handtekinn i Eystrasaltslöndunum. Hópurinn fór þess á leit við þing Sameinuðu þjóðanna að það fjall- aði um mál landanna sem Sovét- ríkin innlimuðu í kring um 1940. Um 20 vestræn ríki hafa ekki við- urkennt sovésk yfirráð yfir um- ræddum löndum, en einungis Bandaríkin minntust á málið og aðeins lítillega. Nefndin ræddi i mjög fáum orðum um þrengingar þriggja fyrrum sjálfstæðra ríkja sem nú væru undir hæl öflugs er- lends ríkis. Minntust bandaríska nefndin ekki einu orði á löndin sjálf, nefndi engin nöfn. Orrustuflugvélar sóttar í greipar Grænlandsjökuls New York, 24. lebrúlr. AP. SÍÐIISTl: fjögur árin hefur Russell Rajani dreymt um að safna saman hópi manna, sem þyrði að bjóða hættum og hörðu veðurfari byrginn og endurheimta sex orrustuþotur frá síðara stríði, sem Grænlandsjökull geymir í fangi sér á 13 metra dýpi. Viljann vantaði sem sagt ekki og þegar R. J. Reynolds-tóbaksfyrirtækið kom til skjalanna vantaði ekki pen- ingana heldur. Winston-björgunarhópurinn var orðinn að veruleika. „Þetta er dýrðlegasti dagur í lífi mínu,“ sagði Rajani á blaða- mannafundi í gær en í júní nk. mun hann stjórna því þegar reynt verður að bjarga flugvél- unum. Þær eru sex eins og fyrr sagði og brotlentu aldrei fleiri í einu í öllu síðara stríðinu. Fjórar voru af gerðinni P-38F, Lock- heed Lightning, og tvær B-17-sprengjuflugvélar úr 94. flugsveitinni. Flugvélarnar voru að flytja birgðir til Englands, nokkuð sem ekki hafði verið reynt áður með flugi, og lögðu upp frá Maine en komust aldrei á áfangastað. Slæmt veður hrakti þær af leið og auk þess fengu flugmennirnir rangar veðurfréttir og er þýskur kafbátur talinn hafa átt hlut í því. Þegar þær voru komnar inn yfir Grænland var bensínið á þrotum þannig að flugmennirnir neyddust til að lenda á ísnum. Það gekk vonum framar og kom- ust þeir allir af, 25 talsins. Þeir sendu frá sér neyðarkall og á fjórða degi heyrðist til þeirra. Tíu dögum eftir brotlendinguna komust björgunarmenn til þeirra á hundasleðum en sleð- arnir voru notaðir til að flytja ýmisleg leynileg tæki þannig að mennirnir máttu ganga rúma 25 km til austurstrandarinnar. „Aldrei hefur mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá flugvélina mína,“ sagði einn flugmann- anna, sem forðum brotlentu á jöklinum, McManus að nafni, 64 ára gamall, enda hafði hann aldrei heyrt minnst á Russell Rajani, fertugan flugmann, sem vissi, að nú eru aðeins eftir fimm P-38F-flugvélar í góðu standi. Ætlunin er að grafa niður á flugvélarnar og síðan eiga þyrlur að lyfta þeim og fljúga með þær til Bandaríkjanna, þ.e.a.s. orrustuflugvélarnar, en sprengj uflugvélarnar verða lík- lega látnar eiga sig. Þessi flugvél er af gerðinni Lockheed P-38E Lightning en vélarnar, sem nú á að bjarga af Grænlandsjökli, eru af gerðinni P-38F. Þær eru þó eins í öllum aðalatriðum. Lögreglumaður stiklar hér á milli grunaðara eiturlyfjasala, sem Hggja flatir fyrir honum úti fýrir húsi nokkru f New York. 40 menn úr eiturlyfjalögreglunni ruddust inn í húsið sl. fimmtudag og fiindu þar fyrir heila marijúana-verksmiðju, 1000 pund af eiturlyfjum og tvær byssur. 17 manns voru handteknir. ap. Málaliðar áttu að bylta Súdanstjórn Khartoum, 24. febrúar. AP. LÍBÝUMENN höfðu ráðgert að senda málaliða niður í fallhlífum, ráða leiðtoga stjórnarinnar af dög- um og vinna skemmdir á mannvirkj- um í tilraun til að steypa stjórn Jaaf- ar Nimeiri, Súdanforseta, að því er segir í dag í súdanska blaðinu Al- Ayam. Á blaðamannafundi ásamt Hosni Mubarak, Egyptalandsfor- seta, í Khartoum sl. þriðjudag sagði Nimeiri, að valdaránstil- raunin hefði átt að hefjast sl. föstudag en farið út um þúfur þeg- ar stjórn hans komst að samsær- inu og lagði hald á vopn, sem send hefðu verið með skipi til uppreisn- armanna. Vegna þessara ráða- gerða Líbýustjórnar sendu Banda- ríkjamenn nokkur skip upp að Li- býuströndum og auk þess Awacs- ratsjárflugvélar til Egyptalands. AI-Ayam sagði, að ætlunin hefði verið að gera loftárásir á höfuðborgina, Khartoum, og senda sfðan faMhlífahermenn, Moammar Khadafy málaliða, á vettvang til að drepa súdanska ráðamenn, þar á meðal Nimeiri, aðstoðarforsetana og herforingja. Bandaríkjastjórn: Eftirlit verði haft með eitur- og efnavopnum WjLshinjfton, 24. febrúar. AP. BANDARÍKJASTJÓRN skoraði í dag á Sovétmenn að taka upp beinar viðræður um hvernig fylgst skuli með þvf að haidinn sé samningur, sem kveður á um bann við notkun eiturefna og líffræðilegra efna f hernaði. Lawrenee Eagleburger, aðstoð- aryfirmaður í stjórnmáladeild bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði að fyrri tilraunir til að komast að samkomulagi hefðu strandað á aðferðum við að fylgj- ast með framkvæmdinni. „Hugs- anlegt samkomulag mun þýða meiriháttar endurskoðun á hern- aðaráætlunum Sovétmanna, sem gera ráð fyrir notkun þessara vopna,“ sagði Eagleburger. Hann sagði einnig, að óyggjandi sannan- ir væru fyrir því að Sovétmenn hefðu notað efna- og eiturvopn í Afganistan og Kambódíu. Að sögn Eagleburgers hafa Sov- étmenn brotið Genfarsamþykkt- ina frá 1925, sem bannar fyrstu notkun þessara vopna, og einnig samkomulag frá 1972, sem bannar hönnun, smíði, söfnun, flutning og eigu eitur- og efnavopna. Hann tók þó fram, að hvorug samþykkt- in segði neitt um það hvernig eft- irliti skyldi háttað. Viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna um þessi efni fóru út um þúfur árið 1980 og var aðal- ástæðan sú, að Sovétmenn vildu ekki sætta sig við fullkomið eftir- lit með samningnum. Eagleburger kvaðst þó vilja trúa því, að Sov- étmenn myndu fást til að fallast á raunhæft eftirlit en ekki bara yfirlýsingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.