Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 ImíkúMaie ÍMMÍI AMERIKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 2. mars Mare Garant 16. mars City of Hartlepool 22. mars NEWYORK City of Hartlepool 1. mars Mare Garant 15. mars City of Hartlepool 21. mars HALIFAX City of Hartlepool 4. mars Hofsjökull 21. mars BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 28. feb. Alafoss 7. mars Eyrarfoss 14. mars Alafoss 21. mars ANTWERPEN Eyrarfoss 1. mars Alafoss 8. mars Eyrarfoss 15. mars Alafoss 22. mars ROTTERDAM Eyrarfoss 2. mars Álafoss 9. mars Eyrarfoss 16. mars Alafoss 23. mars HAMBORG Eyrarfoss 3. mars Alafoss 9. mars Eyrarfoss 17. mars Alafoss 24. mars WESTON POINT Helgey 1. mars NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 25. feb. Dettifoss 4. mars. KRISTIANSAND Mánafoss 28. feb. Dettifoss 7. mars MOSS Mánafoss 25. feb. Dettifoss 4. mars HORSENS Dettífoss 9. mars Dettifoss 23. mars GAUTABORG Mánafoss 2. mars Dettifoss 9. mars KAUPMANNAHOFN Mánafoss 3. mars Dettifoss 10. mars HELSINGBORG Manafoss 4. mars Dettifoss 11. mars HELSINKI Hove 28. feb Hove 21. mars GDYNIA Hove 2. mars Hove 23. mars THORSHAVN Dettiloss 19. mars ■m 3 VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla f immtudaga EIMSKIP * FRÁ fundi sjávarútvegsráðherra með fréttamönnum f fyrradag. Frá vinstri: Hafþór Rósmundsson, Einar Jóhannsson, Baldur Jónsson og Steingrímur Hermannsson. Baki í Ijósmyndarann snúa Jónas Bjarnason, Halldór Þorsteinsson og Jón Arnalds. Morpinbi*M/RAX Frumvarp að lögum tilbúið í sjávarútvegsráðuneytinu: Ríkismat sjávarafurða komi í stað Framleiðslueftirlitsins f SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU liggur nú tilbúið frumvarp til laga um „Ríkismat sjávarafurða", nýja stofn- un, sem koma á í stað Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Hlutverk þessarar stofnunar á að vera „að stuðla að bættum hráefnis- og vörugseðum með því að hafa eftirlit með og meta allan fisk, sera veiddur er úr sjó, annan en bræðslufisk, svo og eftirlit með meðferð, flutningi, geymslu og vinnslu hans sem og útflutningi fiskafurða". Að sögn Steingríms Hermannssonar hefur frumvarp þetta verið kynnt i ríkisstjórn, en „fer þó tapast fyrir það þing, sem nú situr, enda vonandi stutt eftir af því“, eins og sjávarútvegsráðherra orðaði það, er frumvarpið var kynnt fréttamönnum. Þann fund sátu einnig ýmsir þeir, sem unnið hafa að smíði frumvarpsins og fjallað um gæðaeftir- lit og vöruvöndun í sjávarútvegi og fiskvinnslu. í fram- haldi af kynningu á þessu frumvarpi er fyrirhuguð mikil kynning og fræðsluherferð um meðferð sjávarafla og þýð- ingu aukinna gæða sjávarafla og vinnslu afurðanna fyrir erlendan markað. Þrjár milljónir króna „hafa verið tekn- ar til hliðar vegna gæðamálanna", sagði sjávarútvegs- ráöherra. I upplýsingum frá ráðuneytinu segir, að miklar umræður hafi verið undanfarin ár um bætt hráefnis- og vörugæði og nauðsyn þess að endur- skoða lög um Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Nokkru eftir að Steingrímur Hermannsson tók við störfum sem sjávarútvegsráðherra skilaði nefnd undir forystu Björns Dagbjartssonar, forstjóra Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, skýrslu um breytta skipan fisk- matsmála, en nefndin hafði verið skipuð til að endurskoða lög um Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Þar var lagt til að sett yrði á fót Fiskmatsráð er hafi yfirumsjón með gæðaeftirliti og mati á sjávar- afurðum. Gert var ráð fyrir að ferskfiskeftirlit og afurðamat yrði skilið að, afurðamat einfaldað og ábyrgð framleiðenda aukin. Jafn- framt var lagt til að sölusamtök og útflytjendur kæmu á fót eigin framleiðslueftirliti. Lagt var til að allar reglugerðir og opinber fyrir- mæli yrðu endurskoðuð. Þann 29. janúar 1982, eða fyrir rúmu ári, skipaði sjávarútvegs- ráðherra í fiskmatsráð eftirtalda menn: Halldór Þorsteinssin, for- mann, Hjalta Einarsson, Jónas Bjarnason, Hafþór Rósmundsson og Einar M. Jóhannsson. Var Fisk- matsráði falið að semja frumvarp um Ríkismat sjávarafurða, sem nú liggur fyrir. Helztu nýmæli í frumvarpinu eru þau að Ríkismatinu er sett fagleg ráðgjafarnefnd, Fiskmatsráð, og skulu hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi ekki eiga færri en fjóra af sjö ráðsmönnum. Yfirmaður Rfkis- matsins verður fiskmatsstjóri og skal hann ráðinn til fjögurra ára í senn eins og aðrir yfirmenn stofn- unarinnar. Þá er gert ráð fyrir að Fiskmatsráð starfi við hlið fisk- matsstjóra og annist ráðið víðtæk fagleg verkefni. Starfsemi Fiskmatsráðs á að skipta upp í tvær sjálfstæðar deild- ir, ferskfiskdeild og afurðadeild. Ábyrgð framleiðenda á eigin fram- leiðslu skal aukin og framleiðsla til útflutnings verða leyfisbundin. Ráðuneytinu er heimilt að svipta framleiðanda framleiðsluleyfi sýni hann vítaverða meðferð hráefnis eða komi alvarlegir gallar I ljós í afurðum hans. Til að tryggja betur að gildandi reglum og opinberum fyrirmælum um fiskmat sé fylgt mun ráðuneytið ráða sérstakan eftirlitsmann á næstunni. í greinargerð með frumvarpinu segir svo meðal annars um Fisk- matsráð: „Ýmis af þeim vandamál- um sem skapast hafa i sambandi við starfsemi framleiðslueftirlits sjávarafurða, eða í gæðamálum fiskafurða, má rekja til þess, að vettvang eins og Fiskmatsráð hefur skort. Almennar gæðaflokkunar- reglur fyrir afurðir verða ekki sett- ar svo vel fari án beinnar þátttöku fulltrúa hagsmunaaðila og að frum- kvæði þeirra að verulegu leyti. Auk þess eru ýmsar ákvarðanir stofnun- arinnar það viðkvæmar og umdeil- anlegar að nauðsynlegt er að nefnd en ekki einstaklingar standi að baki þeim. Það er grundvallaratriði fyrir öryggi í starfi fagmanna í mati á öllum matvælum, að þeir ákveði ekki sjálfir þær reglur sem starfað er eftir.“ í 6. grein frumvarpsins er fjallað um deildaskiptingu stofnunarinnar. Þar segir meðal annars að sam- kvæmt lögum um Framleiðsiueftir- lit sjávarafurða skipstist sú stofnun í fjórar deildir, hreinlætisbúnað- ardeild, ferskfiskdeild og saltfisk- og skreiðardeild. Síðan segir í frumvarpinu: Verulegar breytingar hafa átt sér stað í mikilvægi og umfangi ein- stakra deilda, sem og varðandi nauðsyn á eftirliti á viðkomandi deildarsviðum. Eftirlit með freð- fiskafurðum hefur aukist stöðugt á undanförnum árum á vegum sölu- samtaka hraðfrystiiðnaðarins, þannig að nauðsyn fyrir opinbert eftirlit hefur minnkað að sama skapi. Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda og Síldarútvegsnefnd eru að auka gæðaeftirlit á eigin vegum og mun sú starfsemi draga úr nauð- syn opinbers eftirlits með flokkun og mati afurðanna, öðru en yfir- mati, sem verður áfram á vegum hins opinbera. Gera verður ráð fyrir að sams konar þróun eigi sér stað varðandi aðrar sjávarafurðir svo sem skreið og hrogn. Mikilvægt er, að Rfkismat sjávarafurða verði sveigjanlegt og standi ekki á móti eðlilegri þróun f einstökum fram- leiðslugreinum. Þess vegna er nauðsynlegt að allt afurðamat verði undir einni deild og starfslið verði færanlegt eftir þörfum. Aukin menntun f fiskiðnaði og ný viðhorf í gæðamati fiskafurða opna yfir- matsmönnum möguleika á að sér- hæfa sig í aðferðarfræði gæðamats þeirra og verða þannig fjölhæfari í störfum sínum en nú er algengast. Stofnunin þarf að útbúa matsreglur í samræmi við þetta og gera yfir- Margrét Guðmunds- dóttir sýn- ir í List- munahúsinu í DAG, laugardaginn 26. febrúar kl. 14, verður opnuð í Listmunahúsinu Lækjargötu 2, myndlistarsýning Mar- grétar Guðmundsdóttur „Allt og hvað eina“. Þetta er fyrsta sýning Margrétar, en hún hefur verið búsett í Stokk- hólmi frá 1966 þar sem hún hefur stundað listnám. Á sýningunni eru um 70 verk, flest unnin með olíu á striga og pappír, en einnig tempera á striga og nokkur mónóþrykk. Sýning Margrétar stendur til 13. mars og er opin virka daga frá kl. 10-18, en um helgar frá 14-18. Morguabtoðió/ÓI.K.M. Lokað mánudaga. Margrét Guðmundsdóttir með einu verka sinna. Borgar- fundur um kvennalista til Alþingis MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fundarboð frá áhugahópi kvenna um alþingis- framboð: Laugardaginn 26. febrúar kl. 14 verður á Hótel Borg kynn- ingarfundur á kvennalista til Alþingis. Auk þess sem listinn er kynntur verða umræður um stefnuskrá, og helstu rökin fyrir kvennaframboði. Þá verður fundurinn krydd- aður með nokkru léttmeti, og m.a. koma þær Ella og vinkona hennar á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.