Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Fyrirspurn til Almenna bókafélagsins — eftir Þórarinn Eldjárn í byrjun desember sl. barst mér í hendur með sænsku tímariti áskriftartilboð að væntanlegri Sænsk-íslenskri orðabók. Tilboðið var skrifað bæði á sænsku og ís- lensku, þannig að greinilega var það ætlað kaupendum i löndunum báðum. Útgefandi bókarinnar var sagður Walter Ekstrands Bokför- lag í Lundi. Sagt var að forlagið hefði áætlað hámarksverð bókar- innar 300 kr. sænskar og væri þar innifalinn söluskattur þarlendur, 17,7%. Bleðill fylgdi tilboðinu og var skv. honum hægt að panta sér bókina beint frá forlaginu fyrir þetta verð. Námskeið fyr- ir norðlenzka sveitarstjórn- armenn 1.—3. marz næstk. á Blönduósi Sírtan kosningar til sveitarstjórna fóru fram á síðasta ári hefur venju fremur verið gert nokkurt átak í fræðslustarfsemi fyrir fólk í sveitar- stjórnarstörfum. Norðlendingar riðu á vaðið en síðan hafa Sunnlendingar fylgt á eftir og eflaust eru fleiri sem til hreyfings hugsa á þessu sviði. Fjórðungssamband Norðlendinga í samvinnu við Samband ísl. sveit- arfélaga hefur haft frumkvæði að þessari fræðslustarfsemi. Á vegum fjórðungssambandsins var haldið námskeið fyrir nýja sveitarstjórn- armenn á Húsavík í byrjun nóv- embermánaðar á siðasta ári. Að- sókn að þessu námskeiði var tvöfalt meiri en unnt var að sinna og þvi hefur orðið að ráði að endurtaka námskeiðið á Blönduósi dagana 1.—3. mars n.k. Námskeiðið á Blönduósi verður með miög líku sniði og fyrra nám- skeið. Ahersla er lögð á fræðslu um sveitarstjórnarlög og reglugerðir og um fjármál sveitarfélaga. Enn- fremur verða ftarlegar umræður um dagleg störf sveitarstjórna. Formaður fjórðungssambandsins, Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga, setur námskeiðið en ' að því loknu gefur Áskell Einarsson yfirlit um sögu sveitarstjórna á ls- landi og sögu Fjórðungssambands Norðlendinga. Magnús E. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga, og Valgarð- ur Baldvinsson, bæjarritari á Akur- eyri, fræða um lög og reglugerðir varðandi sveitarstjórnarkerfið, tekjustofna sveitarfélaga og sam- skipti ríkis og sveitarfélaga. Birgir Blöndal, aðalbókari Sam- bands ísl. sveitarfélaga, Snorri Björn Sigurðsson, bæjarritari á Sauðárktóki, og Garðar Sigur- geirsson, hagfræðingur Sambands ísl. sveitarfélaga, flytja erindi um fjármálastefnu, bókhald, ársreikn- inga, fjárhagsáætlanir og tölvu- væðingu sveitarfélaga. Ennfremur mun Magnús E. Guðjónsson fjalla um kosningar til sveitarstjórna og um fundarsköp o.þ.h. 1 sveitar- stjórnum. Loks munu þrir reyndir sveitarstjórnarmenn af Norður- landi leiða umræður um dagleg störf í sveitarstjórnum, en það eru Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, Lárus Æ. Guðmundsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, og Ingimar Brynjólfsson, oddviti Arn- arneshrepps. Jafnframt er gert ráð fyrir að fundur f sveitarstjórn sé settur á svið þannig að æfing fáist i nauðsynlegum undirbúningi og af- greiðslu mála. Þátttakendafjöldi á námskeiðið er takmarkaður við 30 manns að hámarki. Af þessum sökum er mjög áríðandi að þeir sem hafa hugsað sér að taka þátt í námskeiðinu til- kynni það sem allra fyrst. (FrétUtilkynning) Undirritaður er einn af mörgum sem lengi hafa haft mikla þörf fyrir slíka bók. Ég sendi því bleðil- inn umsvifalaust til forlagsins. Um jólaleytið barst mér svo bréf frá Walter Ekstrands Bok- förlag þar sem sagt var að Al- menna bókafélagið hefði tekið að sér að dreifa bókinni hériendis og væri mér því vísað þangað. Jafn- framt var ég fullvissaður um að þessi aðferð yrði mér ekki til óhagræðis. Bréf þetta var dagsett 22/12 1982 og sagt að sending færi af stað til AB daginn eftir. Ekki var það á neinn hátt útskýrt hvers vegna verið var að senda manni þetta tilboð svo skömmu áður, fyrst þannig skyldi svo að málum staðið. Leið nú og beið og aldrei sást nein orðabók hjá AB, þó hún væri til sölu i sænskum bókabúðum fyrir ca. 270 sænskar krónur. En síðan gerist það allt í einu í dag, 23. febrúar 1983, að frétt birt- ist í Morgunblaðinu (á bls. 13) um útkomu nýrrar sænsk-íslenskrar orðabókar. Og viti menn, þar er AB allt í einu orðið útgefandi bók- arinnar, ásamt Walter Ekstrand, og sagt að bókin komi samtímis út í báðum löndum. Nú er bókin því loks fáanleg hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar á 988 kr. (926 kr. hjá Bóks- ölu stúdenta). Hvað sem gengism- un og verðbólgu líður sjá allir að þessi upphæð er allmiklu hærri en sænska verðið. Það er þvi ljóst að Þórarinn Eldjárn AB fær allnokkuð fyrir snúð sinn af hverri seldri bók hér á landi. En 11 spurningin er bara: hver er þessi snúður? Því spyr ég forvígismenn AB: I hverju felst útgáfuaðild Almenna bókafélagsins að þessari bók? Gerðist nokkuð annað en það að AB fékk að setjast upp í vagninn á lokavinnslustigi erlendrar bókar til að geta virst útgefandi að henni sem innlendri bók sem er svo verð- lögð samkvæmt því? Er „útgáfustarfsemi" af þessu tagi nokkuð annað en óþarfur, ein- okandi og verðhækkandi millilið- ur? Þórarinn Eldjárn PS: Til að öllu réttlæti sé full- nægt: Ég sé að frá AB kemur bók- in í íslenskar verslanir innpökkuð í plast, skv. íslenskri venju, til að neytandinn viti síður hvað hann er að kaupa. En nægir það handarvik til að geta talist fullgildur útgef- andi? HJA OKKUR NA GÆÐIN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. *NURMES* I. FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR NURMES 3. FLOKKUR hf slr og nurðaverksmiðja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.