Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Kvennalisti til Alþingis í dag sitja 3 (þrjár) konur á Alþingi ísiendinga. í dag er Ijóst aö konum fjölgar ekki á AÍþingi næsta kjörtímabil ef ekkert veröur aö gert. í dag eru konur meirihluti félaga í Alþýöusam- bandi íslands en þó eru aöeins tvær konur í fimmtán manna miöstjórn þess. í dag eru konur meirihluti félaga í BSRB en þó eru aðeins fjórar konur í ellefu manna aöalstjórn þess. í dag vinna 70% kvenna utan heimilis. í dag ná aðeins 3% giftra kvenna meðaltekjum. í dag gegna konur tvöföldu hlutverki, þær eru fyrirvinnur og þær eru mæöur barna, sem ekkert rúm viröist vera í þessu þjóðfélagi. í dag er ekki hlustað á þaö sem konur hafa til málanna aö leggja. Við viljum breyta þessu — Hvað um þig? Komdu á fundinn á Hótel Borg á morgun kl. 14.00. Áhugahópur um framboð kvenna til Alþingis. ALLTAF A LAUGARDÖGUM FÆÐING MEÐ ÞRAUTUM OG BAKTJALDAMAKKI Um tilurö óperunnar Tosca í tilefni konsert- uppfærslu Sinfóníunnar á óperunni. COBRA-HÓPURINN UNDIR SMÁSJÁNNI Laufey Helgadóttir skrifar frá París um þennan litríka listhóp Svavars Guónasonar, Asgers Jorn o.fl. ÁHRIFAMIKILL LISTFERILL SEM SPANNAÐI AÐEINS ÁRATUG í tilefni sýningar Leikfélags Akureyrar á Bréf- beranum frá Arles, er grein eftir Guöbrand Gíslason um málarann Vincent van Gogh. SKÁLD VELUR LJÓÐ Guömundur Daníelsson ríöur á vaðiö og velur Ijóö eftir Guómund Friöjónsson á Sandi. Vönduð og menningarleg helgarlesning AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Hindúakonur standa yfir rjúkandi rústum heimilis síns í Assam i dögunum. Ólgan í Assam á rætur að rekja allt til aldamótanna Óeirðirnar í Assam á Indlandi, sem hafa haft í för með sér dauða vel i annað þúsund manna, eiga sér lengri sögu en stla mætti í fyrstu. Hér var ekki um atburð að ræða sem fyrir engar sakir itti sér stað, illdeilur Assama og Bengala í Assam eiga sér langa sögu og óeirðirnar og fjölda- morðin i dögunum voru aðeins nýjasta innleggið. Vandamilið hófst þegar um aldamótin, er breska nýlendustjórnin hóf og leyfði innflutning i þúsundum múhameðstrúarmanna fri Bengal til að vinna i tegörðum sínum og ökrum. Assam er frjósamt hérað, en hinir innfæddu að sama skapi litlir búmenn og þannig siu Bretar sér leik i borði með innflutningnum. En Bengalirnir voru fljótir að hasla sér völl í Assam, þeir náðu öllum æðstu embætt- isstöðum í sýslunni, voru bústjórar á stærstu búunum og þannig mætti lengi telja. Því fór svo, að hinir innfæddu tóku lít- inn sem engan þátt í uppbygg- ingu ríkisins næstu áratugina. Árið 1931 fór fram manntal í Assam og þá fór hinum inn- fæddu að verða ljóst að tekið var að halla undan fæti, aðeins 31,4 prósent íbúa töluðu tungu inn- fæddra, aðeins 5 prósentum fleiri en töluðu bengölsku tung- una. Auk þess höfðu Bengalirnir sölsað undir sig miklar jarðeign- ir og víða voru innfæddir ekki annað en leiguliðar í eigin landi. Breskur embættismaður að nafni C.S. Mullan reyndist getspakur er hann sá úrslit manntalsins. Hann sagði þá, að þjóðflokkahlutföllin myndu ganga afar nærri assamfskri menningu og það kom á daginn. Er hér var komið sögu, fóru uppþot Assama að skjóta upp kollinum, enda réðu Bengalir lögum og lofum í landinu. Hin- um innfæddu líkaði ekki yfir- valdið þrátt fyrir að þjóðarbrot- in séu náskyld og tali mjög svip- aða tungu. Upp úr 1950 brutust enn út óeirðir. Þetta var nokkrum árum eftir að Assam varð sjálfstætt ríki í ríkinu. Hinir innfæddu voru nú farnir að láta meira til sín taka og nær allir ráðherrar Assam voru úr röðum þeirra. Það hallaði undan fæti hjá Bengölum, hluti þeirra flýði úr landi, en það sem skipti meira máli var að hinir múhameðs- trúuðu gáfu upp assömsku sem móðurmál sitt f manntali sem fram fór um þetta leyti. Þetta gerðu þeir til að friða hina inn- fæddu. Þetta hafði í för með sér, að manntalið sýndi 56,7 prósent íbúanna mælandi á assamiska tungu, en aðeins 16,5 prósent á tungu Bengala. Upp úr þessu fóru hinir innfæddu að ýta Bengölum til hliðar, svipta þá embættum og koma eigin mann- skap að. Fór nú spennan mjög vaxandi. Enn var manntal árið 1971 og þá voru yfirburðir innfæddra meiri en fyrr, Assamar 61 pró- sent, Bengalir 19 prósent og inn- fæddir virtust traustir í sessi. En svo breyttist dæmið skyndi- lega. 24 prósent íbúanna um þetta leyti voru múhameðstrú- armenn frá Bengal. Þeir höfðu snúið sér að assamískunni, en f kjölfarið á stofnun Bangladesh, fluttu þúsundir flóttamanna til Assam og þjóðerniskennd þeirra sem fyrir voru hvatti þá til að taka aftur upp fyrri tungu og menningu. Jafnaðist leikurinn nú mjög á ný og hinir innfæddu gerðust smeykir um hagi sína. Árið 1979 var síðan stofnuð fjöldahreyfing gegn Bengölum, mjög óvænt. Segja má að eitt- hvað slíkt hafi legið í loftinu, en upptökin voru slysaleg. Kosn- ingastjóri Assam sagði þá á fundi eitthvað á þá leið, að inn- flytjendur til norðausturríkja Indlands kynnu að raska mannt- ali og kosningahlutföllum. Stjór- inn leiðrétti sig síðar, sagðist hafa átt við innflytjendur frá Nepal til Sikkim, en Assambúar hlustuðu ekki á slíkt, tóku orð mannsins sem undirstrikun ótta síns. Nokkrum vikum síðar var flett ofan af 45.000 flótta- mönnum frá Bangladesh, sem höfðu látið nöfn sfn ólöglega á kjörskrá og þá var stofnuð afar fjölmenn hreyfing innfæddra til upprætingar hugsanlegrar yfir- töku Bengala. Það var svo grunnt á því góða, uns allt fór í bál og brand á dögunum vegna kosninganna. Innfæddir vildu láta svipta Bengalina kosninga- rétti, en það kom aldrei til álita. Þá gripu innfæddir til ofbeldis sem keyrði um þverbak. 1980 hafði fjöldahreyfingin fengið því framgengt að kosningunum yrði frestað og bannaði stjórnvöldum að ganga frá hinu hefðbundna manntali. Óttuðust Assamarnir mjög útkomuna. óeirðirnar lágu í loftinu, her- og lögregluverði var komið fyrir um gervallt Assamríki og for- sætisráðherrann Indira Gandhi hóf samningaumleitanir við full- trúa innfæddra. Hún sat 22 fundi á 114 dögum með full- trúunum, en allt kom fyrir ekki. Þá var ekki annað að gera en að boða til kosninga og þá sprakk sprengjan. Þetta er flókið mál, því í næst- um hverju einasta sveitarfélagi og bæjarfélagi í ríkinu ríkir ótti milli Ássama og Bengala, hindúa og múhameðstrúarmanna. Og stjórnmálamennirnir hafa ekk- ert gert og geta í raun lítið, því báðir helstu flokkarnir, Kon- gress-flokkurinn og Vinstri flokkurinn, segjast bera hag inn- flytjendanna fyrir brjósti, inn- flytjendurnir eru atkvæðakistur miklar. Það er því ekki stjórn- málalegu aðhaldi fyrir að fara og því miður litlar horfur á var- anlegum friði í Assam meðan svo er. (Byggt á The Guardian og The Observer.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.