Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 19 1 Birgir Isleifur um stjórnskipunartillögu Vilmundar: Afnemur þingræðið Tillaga Vilmundar Gylfasonar til stjórnskipunarlaga, sem m.a. fjallar um þjóðkjörinn forsætisráðherra, felur í sér afnám þingraeðis, en einn horsteinn þess er sá, að ekki sé haegt að skipa ráðherra sem ekki nýtur meirihlutastuðnings á Alþingi. Hún felur einnig í sér haettu á átökum milli löggjafar og framkvaemda- valds. Ennfremur meira vald í hend- ur eins manns en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögu okkar og getur sem slík orðið jarðvegur spillingar, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson á Alþingi ígær. Fyrsta þingmál Banda- lags jafnaðarmanna VILMUNDUR GYLFASON (BJ) mælti í gær fyrir tillögu til þing- sályktunar um gerð frumvarps um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Tillagan gerir ráð fyrir því að stjórnarskrár- nefnd skuli nú þegar semja slíkt frumvarp utan um eftirfarandi meginhugmyndir: 1) Forsætis- ráðherra skuli kjörinn beinni kosningu um land allt. 2) Hann skipi með sér ríkisstjórn. 3) Lög- gjafarvaldið verði kosið til 4ra ára. 4) Utanríkisráðherra verði staðgengill forsætisráðherra. 5) Stefnumörkun í utanríkismálum verði í höndum Alþingis. 6) Forsætisráðherra geti efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem vera skal, þ.ám. laga- frumvörp. Vilmundur lagði áherzlu á skörp skil milli löggjafar og fram- kvæmdavalds. Vægi atkvæði eigi að jafna, þegar framkvæmdavald (forsætisráðherra) er kosið, en vera áfram ójafnt, þ.e. óbreytt, þegar löggjafarvald (Aiþingi) er kosið. Hann gagnrýndi samtrygg- ingarkerfi flokkanna, sem hann kallaði svo, sem og væntanlegt frumvarp formanna „fjórflokk- anna“ um kjördæmamál. „Slæmir eru þeir einir,“ sagði hann um flokksformenn, „en Guð hjálpi Vilmundur Birgir Isleifur okkur þegar þeir koma allir sam- an.“ Hann taldi kerfi það, er til- laga hans stefnir að, fela í sér lag- færingu bæði í stjórnskipan og efnahagsmálum, stuðla að sáttum milli strjálbýlis og þéttbýlis og útiloka að þingmenn geti jafn- framt sinnt framkvæmdavalds- störfum. Þingmál fullt af hættuboðum BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARS- SON (S) sagði óvenjulegt að þing- mál, er fjallaði um stjórnskipan, væri í þingsályktunarformi en ekki frumvarpsformi. Hann væri andvígur meginhugmyndum til- lögunnar. Einnig þeim málflutn- ingi, að hægt væri að leysa viða- mikil vandamál með „patent- lausnum". Hættuboðar í tillögu Vilmundar eru þessir, sagði Birgir ísleifur: • 1) Tillagan gerir ráð fyrir afnámi þingræðis, sem er einn meginhornsteinn stjórnskipunar okkar og felur m.a. í sér að ekki megi skipa ráðherra nema hann njóti meirihlutafylgis á þingi. Vitnaði Birgir til fræðilegrar rit- gerðar, „Þingræði", eftir dr. Bjarna Benediktsson (sem lesa má í bókinni „Land og lýðveldi"), hvar þetta þingræðisatriði væri vel fram sett. Þingræðishefðin er rótgróin í stjórnskipan okkar. sagði Birgir, ef hún er slitin upp er hætta á að fleiri verðmæti fari í kjölfarið. • 2) AUtof mikið vald er sett á hendi eins manns, sem hefur mikla hættu í för með sér, m.a. spillingarhættu, og ekki síður hættu á árekstrum milli þings og ríkisstjórnar. Stórfelld átök milli stjórnvalda lýðveldisins leiða ekki til góðs. • 3) Þjóðkjörinn forsætisráð- herra gerir embætti foresta lýð- veldisins óþarft, eða lítils virði, sem er miður, því það embætti er einskonar sameiningartákn þjóð- arinnar. • 4) Tillagan kallar á hinn sterka mann, sem sum staðar hef- ur verið til kvaddur á upplausn- artímum, þegar stjórnkerfið er sakað um pólitisk stjórnunarmis- tök, en slíkt getur leitt til andlýð- ræðislegra stjórnarhátta. • 5) Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttu kjördæmakerfi er Al- þingi er kosið, áframhaldandi fjórðapartsatkvæðum I Reykjavík og Reykjanesi, sem engan veginn er hægt að sætta sig við, og geng- ur þvert á þá áfangaleiðréttingu, sem þingflokkar hafa nú komið sér saman um. Ég vil styrkja löggjafarvaldið á kostnað framkvæmdavaldsins, sagði Birgir ísleifur, öfugt við Vilmund Gylfason. Styrkjum heldur þingræóið ÁRNI GUNNARSON (A) sagði sumt í tillögu VG höfða til sín, annað ekki. Jafnaðarmenn á Norð- urlöndum hafi t.d. kosið að styrkja þingræðið en ekki veikja, og það vald sem hér er rætt um til eins manns, forsætisráðherra, hefur kallað á vissar einræðishneigðir bæði í Frakklandi og Bandaríkj- unum. Sigurlaug Bjarnadóttir: Brú yfir Gilsfjörð Nýlega mælti Sigurlaug Bjarnadóttir (S) fyrir þingsályktunartillögu, sem felur í sér áskorun til rfkisstjórnarinnar um, að hún hlutist til um, að Vegagerð ríkisins láti fara fram rannsókn á hagkvæmni vegar- og brúargerð- ar yfir Gilsfjörð. Gert verði ráð fyrir þessu verkefni við afgreiðslu vegaáætl- unar í ár. Fimm aðrir þingmenn Vestfjarða og Vesturlandskjördæma standa að tillögunni auk Sigurlaugar. „Það er hart í búi í efnahagslífi okkar um þessar mundir," sagði Sigurlaug í upphafi framsögu sinnar — „svo að það kann að virðast nokkuð djarft að bera nú fram tillögu um stórframkvæmd sem þessa. Á hitt ber að líta, að í vegamálum er nú unnið eftir lang- tfmaáætlun, — til 1994, sem veitt skal til árlega samkv. ákvörðun Alþingis, 2,2% af vergri þjóðar- framleiðslu til þriggja ára og 2,4% eftir það. Verulegt fjármagn er því til ráðstöfunar til vegamála á næstu árum. Spurningin snýst því um skiptingu þessa fjármagns og röðun framkvæmda." Brú yfir Gilsfjörð er gömul hugmynd, sem íbúar aðliggjandi héraða á sunnanverðum Vest- fjörðum og í Dalasýslu hafa haft mikinn áhuga á. Gilsfjörðurinn hefir löngum verið erfiður farar- tálmi, þar er snjóþungt á vetrum og skriðuföll tíð. Umtalsverðar umbætur á veginum fyrir fjörðinn hafa ekki verið gerðar sl. 15 ár utan lágmarksviðhalds. Á honum eru brýr, sem orðnar eru lélegar og þarfnast endurnýjunar. Á fjör- um fyrir botni fjarðarins að norð- anverðu verða árlega skemmdir á veginum vegna sjávargangs. Þar þarf að byggja upp langan vegar- kafla. Ljóst er því, að þær umbæt- ur, sem gera þarf á vegi fyrir Gilsfjörð verða mjög kostnaðar- samar. Mörg önnur veigamikil rök mæla með þessari framkvæmd. M.a. má benda á, að Austur- Barðstrendingar fá sína læknis- þjónustu frá heilsugæzlustöðinni í Búðardal eftir að embætti hér- aðslæknis á Reykhólum var flutt þangað. Á meðan samgöngum milli þesssara tveggja héraða, Dalasýslu og A-Barðastrandar- sýslu er svo háttað sem raun ber vitni getur neyðarástand skapast án fyrirvara og hefur raunar oft legið nærri. Á Reykhólum er fjöl- mennur vinnustaður, Þörunga- vinnslan hf. Þar er unnið með stórvirk tæki og vélar. Slíku fylgir að sjálfsögðu slysahætta. Auk heilbrigðisþjónustunnar má benda á fleiri samskipti A-Barðstrend- inga og Dalamanna, svo sem mjólkurflutninga, verzlun og margvísleg félagsleg samskipti. Þessi brúargerð myndi stytta leið vegfarenda verulega, um 20 km. Hún tekur af alla erfiða staði í Gilsfirðinum og fjarlægðin milli landa er rúmir 2 km — milli Króksfjarðarness og Stórholts- lands á norðurströnd Saurbæjar- ins. Sjávarbotn á þessu svæði er mjög harður, þar skiptast á klapp- Sigurlaug Bjarnadóttir ir og hörð setlög. Þarna er og grunnsævi mikið, sem fer að mestu á þurrt á stórstraumsfjöru. Frá sjónarmiði náttúruverndar virðist Gilsfjörðurinn vel fallinn til brúargerðar. Forkönnun sem gerð var á vegum Vegagerðar ríkisins á síðasta áratug á lífríki fjarðanna sunnanvert á Vestfjörð- um, frá Gilsfirði að botni Vatt- arfjarðar bendir ótvfrætt til, «ð lífríki Gilsfjarðar sé mun einhæf- ara en hinna fjarðanna, er könn- unin náði til. Blessunaróskir og innilegustu þakkir og kveður til allra þeirra sem glöddu mig í tilefni af nírœðisafmœli mínu 14. febrúar sl Guðmundur Magnússon, Kirkjuteigi 33, Reykjavík. Innilegar þakkir til allra ættingja og vina minna sem glöddu mig með skeytum og komu sinni á 75 ára afmæli mínu 13. febrúar 1983. Guð blessi ykkur ölL Indriði Halldórsson. Snjó- og ís vandamál eru leyst meö yfirnáttúrulegu efni: / frábaeru \ \ ÍS- OG SNJÓEIÐIR j Hið undraveröa og drjúga PACE PROPELLENT 49 framletötr hlta, þannig aö þaö bræöir ís og snjó 36 sinnum hraðar en salt. Stráiö bara yfir bflastæði, gangstéttar, tröppur, bryggjur o.s.frv. og vágestir vetrarins vikja á mínútum. PROPELLENT 49 leysist full- komlega upp og þvi er engin óhreiníndi i því sem setjast á skófatnaö, berast inn i hús, og engin aukakostnaöur vegna skemmda og hreinsunar á tepp- um, flísum o.s.frv. PROPELLENT 49 er þín örugga, hand- hæga, hreinlega, virka lausn á ís og snjó- vandamálum vetrarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.