Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Skuldabaggar — út gáfukostnaður — staðgreiðsla skatta Skuldasúpan Matthías Á. Mathiesen (S) hefur borið fram á Alþingi eftirfarandi spurningar til Ragnars Arnalds, fj ármálaráðherra: I. Hverjar eru lántökur ríkis- sjóðs, ríkisstofnana, fjárfest- ingarlánasjóða ríkisins svo og lántökur annarra með ábyrgð rík- issjóðs eða fjárfestingarlánasjóða ríkisins? Sundurliðist á eftirfarandi hátt. • 1. Erlendar lántökur: a) Ríkissjóðs. b) Ríkisstofnana og fjárfest- ingarlánasjóða ríkisins. c) Annarra, sem fengið hafa ríkisábyrgð og þá hverra. d) Annarra án ríkisábyrgðar. • 2. Innlendar lántökur ríkis- sjóðs. a) Seld spariskírteini ríkissjóðs. b) Seld happdrættisskuldabréf. c) Verðbréf keypt af bönkum og sparisjóðum. d) Verðbréf keypt af lífeyris- sjóðum. e) Annað. • 3. Innlendar lántökur ríkis- stofnana og fjárfestingarlána- sjóða ríkisins: a) Verðbréf keypt af bönkum og sparisjóðum. b) Verðbréf keypt af lífeyris- sjóðum. c) Annað. II. Að hve miklu leyti hefur því lánsfé, sem aflað hefur verið, verið ráðstafað og hvernig? Samanburður sé í öllum tilvik- um gerður við lánsfjáráætlun 1982 svo og getið lántökuheimilda." Hver borgaöi útgáfukostnaðinn? Árni Gunnarsson (A) hefur borið fram eftirfarandi spurningu til Hjörleifs Guttormssonar, iðnað- arráðherra, um kostnað við 360 bls. bók er fylgdi frumvarpi þing- manna Alþýðubandalags um orku- verð til Alusuisse. „Hvað kostar útgáfa frumvarps til laga um leiðréttingu orkuverðs til íslenska álfélagsins hf. og er þá átt við prentun, umbrot, töflu- og kortagerð og aðra undirbúnings- vinnu, þ.e. heildarkostnað verks- ins frá upphafi?" Staögreiösla skatta Guðrún Helgadóttir (Abl.) beinir svohljóðandi spurningu til fjár- málaráðherra: „Hvað líður undirbúningi þess, að staðgreiðsla skatta hefjist?" Jarðgöng um Ólafs- fjarðarmúla ÞINGMENNIRNIR Árni Gunnarsson (A) og Stefán Jónsson (Abl.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skora á ríkisstjórnina að láta hraða gerð jarðgangna um Ólafsfjarðarmúla. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta hraða gerð jarðgangna um Ólafsfjarðarmúla. Verði við það miðað, að göngin verði tilbúin eigi síðar en í árslok 1987.“ I greinargerð með tillögunni inn um ólafsfjarðarmúla sé eina kemur m.a. fram að vegurinn um Ólafsfjarðarmúla sé einn hættu- legasti bílvegur landsins og þar hafi orðið yfir 20 alvarleg umferð- arslys á síðustu 7 árum. f slysun- um hafi fjórir beðið bana og margir slasast, auk þess sem eignatjón hafi orðið mikið. Vegur- samgönguleiðin á landi við ólafs- fjörð mestan hluta ársins og sé vegurinn snjóþungur og oft erfitt eða lífshættulegt að ryðja hann. Þessar aðstæður hafi mikil áhrif á allt mannlíf á Ólafsfirði og eina lausnin sé að gera jarðgöng í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Salome Þorkelsdóttir: Lögregluvarðstöð í Mosfellshreppi Salome Þorkelsdóttir (S) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um að komið verði á fót lögregluvarðstöð í Mosfellssveit. Meginröksemdir hennar vóru: 1) Á viðkomandi svæði, Mos- fells-, Kjalarness og Kjósarhrepp- um, er íbúatala komin upp í 4.400 manns. Þörf á hliðstæðri lög- gæzluþjónustu og í sambærilegum sveitarfélögum er því ótvíræð. 2) Vesturlandsvegur liggur um þéttbýlasta hluta Mosfellshrepps og sker byggðina í tvennt. Opinber þjónusta, skólar, barnaheimili, íþróttasvæði o.þ.h. er öðru megin þessa mikla umferðarvegar, en íbúðasvæði hinsvegar. Innansveit- arumferð um Vesturlandsveg er því mikil og aukin slysahætta er ein meginástæða þess að þörf er á virkri löggæzlu á þessu svæði. 3) Hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur ítrekað ályktað um þetta mál og vitnaði Salome til bókunar þar um 30. júní sl. 4) Vesturlandsvegur er meðal fjölförnustu þjóðvega landsins og þungaflutningar um hann miklir. Aðstæður þar sem vegurinn liggur í kvos við Brúarland, en þar er gangbraut barna og unglinga yfir veginn, er þannig, að nauðsynlegt er að auka á öryggi, m.a. með stór- aukinni löggæzlu og betri gang- brautarmerkingum. Salome vitnaði til ályktana frá Salome Þorkelsdóttir alþingismaður hreppsnefndum Kjalarness- og Kjósarhreppa, sem og bréfs sýslu- mannsins í Kjósarsýslu til dómsmálaráðherra, þetta mál varðandi, þar sem sterklega er tekið undir þau sjónarmið, sem þingsályktun hennar hefur inni að halda. Matthías Á. Mathiesen Steingrímur Hermannsson Matthías Bjarnason Hugmyndir sjávarútvegsráðherra: Að hagnast á óseldri skreið SEÐLABANKI fslands hefur ekki endurkeypt afurðalán vegna nýrrar skreiðar sem framleidd er á þessu ári. Stafar þetta af mikilli óvissu sem nú ríkir um sölu skreiðar til Nígeríu, en síðan í apríl 1982 hafa gilt strangar reglur um innflutning á vörum þangað. Nígería hefur verið helsti skreiðarmarkaður okkar, þar hefur framleiðsla á olíu dregist mjög saman undanfarin ár, 1980 var hún tvær milljónir tunna á dag en er nú hálf milljón tunna á dag. Nígería varð fyrst til að rjúfa samkomulag OPEC- landanna á dögunum og fara með olíuverðið rétt undir það sem Norð- menn og Bretar höfðu ákveðið fyrir Norðursjávarolíuna en hvorug þjóð- anna er í OPEC. Við afgreiðslu bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar um efna- hagsaðgerðir vakti athygli, að tillaga Steingríms Hermanns- sonar, sjávarútvegsráðherra, um ráðstöfun gengismunar á skreið náði ekki fram að ganga. Þessi tillaga varð til með þeim hætti, að ráðherrann taldi sér fært að nýta gengismun af óseldri skreið, en Seðlabankinn reiknaði ógreiddan gengismun vegna skreiðarbirgða kr. 54 milljónir miðað við lækkun gengis 22. ágúst 1982. Þegar Matthías Á. Mathiesen spurði Steingrím Hermannsson á alþingi, hvar hann ætlaöi að útvega þetta fé sem lægi ekki á lausu þar sem skreiðin hefði ekki verið seld og enginn vissi hvenær seldist, sagði Steingrímur, að hann vissi það ekki. Nærtækasta skýringin er sú, að sjávarútvegsráðherra hafi ætlað að fela Seðlabanka að prenta peninga með vísan til þess, að hugsanlega fengist ein- hver gengishagnaður af skreið- inni. Upphaflega gekk Steingrímur Hermannsson fram í máli þessu með þeim hætti, sem þannig er lýst í nefndaráliti sjálfstæð- ismannanna Matthíasar Á. Mathiesen, Alberts Guðmunds- sonar og Sigurlaugar Bjarna- dóttur í neðri deild: „Þá gerist það við 1. umræðu í síðari þingdeild, að sjávarút- vegsráðherra lýsir samþykkt ríkisstjórnarinnar og flytur breytingartillögu við frumvarpið sem felur -í sér, að nokkrum hluta gengismunar verði ráð- stafað til Byggðasjóðs (50—60 millj. kr.) er endurláni sjávarútvegsfyrirtækjum sem eigi í miklum erfiðleikum. Við endurgreiðslu lána renni helm- ingur til Fiskveiðasjóðs, en helmingurinn verði eign Byggða- sjóðs. Hér er um að ræða að taka gengismun frá sjávarútvegi og ráðstafa til einstakra fyrirtækja sem eiga í rekstrarerfiðleikum. Ekki eru neinar upplýsingar fyrir hendi um að þau fyrirtæki séu í stakk búin til þess að endurgreiða væntanleg lán, og meðan svo er sýnist eiga að taka gengismun og gefa Byggðasjóði og einstökum fyrirtækjum." í nefndaráliti sjálfstæð- ismannanna segir einnig: „Framkvæmdastjóri Skreið- arsamlagsins benti á að sú upp- hæð, sem ríkisstjórnin hygðist ráðstafa samkvæmt tillögunni um gengisinun, væri svipuð upp- hæð og allur gengismunur af skreiðarbirgðum, milli 50 og 60 milljónir króna. Benti hann á þá gífurlegu erfiðleika, sem skreið- arframleiðendur hefðu við að glíma vegna söluerfiðleika, og væri ástæða fyrir stjórnvöld að bregðast við með öðrum hætti en þessum. Benti hann m.a. á hvað ríkisstjórn Norðmanna hefði gert til að létta undir með skreiðarframleiðendum til þess að tryggja áframhaldandi skreiðarframleiðslu og koma í veg fyrir erfiðleika á mörkuðun- um... Það kom frá hjá fulltrúa Seðlabankans, að ráðstöfun gengismunar samkvæmt tillög- um ríkisstjórnarinnar, sem sam- þykkt á breytingartillögu sjáv- arútvegsráðherra er ætlað að tryggja, sé einsdæmi, ráðstöfun gengismunar út fyrir sjóði og stofnanir sjávarútvegsins og fiskframleiðslu hefði ekki áður gerst." Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, skipti um skoðun þegar hann varð var við að þingmenn voru andvígir því að „fyrirgreiðsluféð" til skuldug- ustu fyrirtækjanna rynni í gegn- um Byggðasjóð. Tillaga Stein- gríms gekk því út á það, að hann fengi sjálfur heimild til að ráð- stafa fénu sem fengist vegna óseldu skreiðarinnar að vísu að höfðu samráði við sjávarútvegs- nefndir alþingis. Þingmenn voru ekki ginkeyptir fyrir þessu til- boði. í nefndaráliti Sighvats Björgvinssonar, Alþýðuflokki, sagði um þetta: „Það er mál út af fyrir sig, hvort og þá hvernig eigi að veita tilteknum fyrirtækjum sérstaka fjárhagsaðstoð svo þau geti haldið áfram rekstri. Þingmenn Alþýðuflokksins eru reiðubúnir til þess að taka afstöðu til slíks máls eða tillögu þar um ef hún kæmi fram á alþingi. Eins og frá tillögu sjávarútvegsráðherra er gengið er alþingi hins vegar ekki gefinn kostur á að taka ákvörðun um það atriði, heldur aðeins að sjávarútvegsráðherra fái til- tekna fjármuni til úthlutunar án nokkurra sérstakra fyrirmæla frá alþingi um hvernig með skuli fara. Þingmenn Alþýðuflokksins eru á móti slíkri tilhögun og munu því greiða atkvæði á móti tillögunni, en lýsa sig hins vegar reiðubúna til þess að taka efnis- lega afstöðu til tillagna frá ríkis- stjórninni um hvernig mæta eigi rekstrarerfiðleikum tiltekinna atvinnufyrirtækja ef slík tillaga kæmi fram á alþingi." Við aðra umræðu um bráða- birgðalögin í neðri deild alþingis fluttu sjálfstæðismennirnir Matthias Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen breytingartillögu þar sem sagði: „Útfluttar skreið- arafurðir skulu greiddar á því kaupgengi, sem í gildi er þegar útflutningsskjöl eru afgreidd frá banka við gjaldeyrisskil." Með þessu ákvæði er komið í veg fyrir, að unnt sé að taka geng- ismun af hinum óseldu skreiðar- afurðum jafnt fyrirfram og þeg- ar þær seljast. Þessi tillaga var samþykkt gegn atkvæði sjávar- útvegsráðherra og stjórnarsinna en Guðmundur J. Guðmundsson, Alþýðubandalagi, gekk til liðs við stjórnarandstöðu. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, gafst ekki upp. Fyrir þriðju umræðu um bráðabirgðalögin flutti hann breytingartillögu, þar sem geng- ismunur af óseldu skreiðinni er lækkaður um 1%, úr 6'á% í 5'á%. Þessi tillaga var einnig felld en nú á jöfnum atkvæðum, þar sem Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna en Guðmundur J. Guðmundsson greiddi atkvæði með sjávarút- vegsráðherra. Við svo búið var málinu vísað til einnar umræðu í efri deild al- þingis. Henni er ekki lokið en Steingrímur Hermannsson svar- aði fyrirspurn Eyjólfs K. Jóns- sonar um gengishagnaðinn af hinni óseldu skreið á þann veg, að hann ætlaði að sætta sig við að hafa orðið undir í neðri deild. Bj-Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.