Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ÁSTBJARGAR ODDLEIFSDÓTTUR, Haukholtum, Hrunamannahreppi. Guö blessi ykkur öll. Þorsteinn Loftsson, Oddleifur Þorsteinsson, Elín Kristmundsdóttir, Loftur Þorsteinsson, Hanna Lóra Bjarnadóttir og barnabörn. t Bróöir minn, SÆMUNDUR EYJÓLFSSON, Iré Furá, ölfusi, lést í Borgarspítalanum 23. febrúar. Kristín Eyjólfsdóttir. t ÁRNI EINAR ÁRNASON lést í sjúkrahúsi Siglufjaröar 23. febrúar. Fyrir hönd aöstandenda, Hedveig Hulda Andersen. t Sambýlismaöur minn, bróöir og mágur, JÓNAS BJÖRGVIN EIRÍKSSON, Höfðatúni, Fáskrúðsfirði, lést 23. þ.m. i Landakotsspítala. Jaröarförin ákveöin sföar. Valgeróur Vagnsdóttir, Sigmundur Eiríksson, Vilborg Ákadóttir, Stefán Eiríksson, Lena Berg, Siggeir Eiríksson, Sigurbjörn Eiríksson. t Eiginmaöur minn, KRISTJÁN BJARNASON, fyrrverandi sóknarprestur, Nýbýlavegi 49, Kóp., veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guörún Guómundsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SVAVARPÉTURSSON frá Laugarbökkum Skagafirói, Höfóahlió 13, Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 13.30. Sigríöur Helgadóttir og börn. t Útför sonar okkar, SIGURÞÓRS SIGURÞÓRSSONAR, Galtarholti, Skilmannahrepp, er lést af slysförum 16. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 28. febrúar kl. 1.30. Sigurþór Guömundsson, Kristín Aóalsteinsdóttir og systkini. t Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn, fööur okkar, tengdafööur og afa, son og bróöur, GUNNAR GUOJÓNSSON, vélsmiö, Blikahólum 2, Reykjavík, er lést af slysförum aðfaranótt 24. desember sl., fer fram í Foss- vogskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnarfélag fslands. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra ættingja, Borghildur Ásgeirsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför BJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Brunnavöllum. Fyrir hönd aöstandenda, Helga Björnsdóttir. Glerárhverfi á Akureyri: Kirkjubygging hefst væntanlega í sumar Akureyri, 18. febrúar. „Bygginganefnd getur fyrir sitt leyti fallist á að kirkja verði reist á umbeðinni lóð, en vísar erindinu til skipulagsnefndar til umfjöllunar.“ „Skipulagsnefnd er samþykk er- indinu og leggur til að með þessa breytingu á aðalskipulagi verði farið með samkvæmt 19. gr., 3. og 4. málsgrein skipulagslaga nr. 19 frá 1964. Jafnframt óskar nefndin eftir að tillögur að deiliskipulagi lóðarinnar verði lagðar fyrir skipulagsnefnd." Með þessum tveim tillögum, sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag, eru að baki áralangar vangaveltur um kirkjubyggingu og staðsetningu hennar í Gler- árhverfi á Akureyri. Það mun fyrst hafa komið til tals einhvern tíma á árabilinu 1930—40 að reisa kirkju í Gler- árhverfi og mun séra Friðrik J. Rafnar fyrstur manna hafa hreyft því að kirkjunni yrði valinn staður við Neðriás í hverfinu. Allt frá þeim tíma hefur hugmyndum um kirkjubyggingu skotið upp kollin- um af og til — og þá jafnan reikn- að með þessari staðsetningu. Það var svo loksins á árinu 1981, þegar Glerárhverfi hafði verið gert að sérstakri kirkjusókn og Pálmi Matthíasson verið kjörinn þar prestur, að verulegur skriður komst á þessi mál. En enn var það svo, að lóðin Neðriás var enn efst í hugum manna. En sá böggull fylgdi skammrifi, að byrja hefði þurft á því að kaupa fasteignir, sem á lóðinni eru — og eins og við var að búast voru fjárráð nýstofn- aðs safnaðar ekki slík, að við það yrði ráðið. Því var það, að farið var að huga að öðrum stað undir kirkjubygg- ingu og staðnæmst við lóð sem liggur sunnan Sjálfsbjargarhúss- ins í Glerárhverfi. (Sjá meðf. upp- drátt). í ljós kom, að Sjálfsbjörg ha£4i fengið ákveðin vilyrði fyrir lóðinni og var því leitað til félags- ins og varð það fúslega við því að falla frá henni. Lóð þessi stendur hátt í hverfinu og góðar aðkomu- leiðir eru að henni, þannig að sóknarnefnd og prestur eru afar ánægð með þessa úrlausn á lóða- málum safnaðarins. Sóknarnefnd skipa: Þormóður Einarsson, Katr- ín Ingvarsdóttir, Guðrún Sigurð- ardóttir, Ásgeir Oddsson og Hall- dór Jónsson. Hafist verður handa við fram- kvæmdir strax og teikningar liggja fyrir, en Svanur Eiríksson arkitekt hefur tekið að sér að teikna kirkjuna. í fyrstunni verð- ur lögð áhersla á að ljúka bygg- ingu safnaðarheimilis en áætlað t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför SVEINBJÖRNS ÞÓRHALLSSONAR flugvirkja, Hagamel 37. Hardia Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Jóna María Sveinsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson, Jónína E. Guómundsdóttir, Guöríöur Þórhallsdóttir, Sigurleif Þórhallsdóttir og Guömundur Þórhallsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR sfmafraeóings. Hildigunnur Halldórsdóttir, Guöfinna D. Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Áslaug B. Ólafsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hjördfs I. Ólafsdóttir, Jón Kristjánsson og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrlr samúö og hlýhug viö andlát og útför AÐALSTEINS JÓNSSONAR frá Vaóbrekku. Sérstakar þakkir flytjum viö starfsfólki SJúkrahússlns á Egilsstöö- um. Ingibjörg Jónsdóttir, Guórún Aöalsteinsdóttir, Jóhanna Aóalsteinsdóttir, Guðlaug Ingibjörg, Aöalsteinsdóttir, Jón Hnefill Aöalsteinsson, Stefán Aóalsteinsson, Sigrún Aöalsteinsdóttir, Aöalsteinn Aóalsteinsson, Hákon Aöalsteinsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Birgir Þór Ásgeirsson, Kristján Jóhann Jónsson, Jón Jónsson, Helgi Bjarnason, Ari Bergþórsson, Svava Jakobsdóttir, Ellen Sætre, Sigríóur Siguróardóttir, Sirrý Laufdal, Sigurlfna Davfósdóttir, Ragnheióur Ragnarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. er að kirkjan sjálf rúmi fullbyggð 250 manns í sæti og að auki verði hægt að nýta safnaðarheimilið með þannig að hægt væri að allt að því að tvöfalda sætisfjölda í kirkjunni. G.Berg Nýjung í starfi AFS á íslandi — allt að þrítugum boð- ið upp á sumardvöl AFS á íslandi, sem hefur starfað að alþjóðlegri fræðslu og samskiptum sl. 25 ár, tekur nú upp nýjung í starfi. Hér er um að ræða 2 mánaða sumardvöl erlendis fyrir fólk á aldr- inum 15—30 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk upp að 30 ára aldri fær tækifæri til þátttöku. Megin áhersla er lögð á að þátttakendur dvelji á heimilum og kynnist raunverulegu fjölskyldu- lífi í því landi þar sem þeir dvelja. Þeim er ekki ætlað að búa þar sem gestir heldur sem fjölskyldumeð- limir. Þannig gefst fólki kostur á að kynnast og taka þátt í daglegu lífi venjulegrar fjölskyldu, í stað þess að koma sem ferðamenn eins og flestir verða að sætta sig við. Fjölskyldutengsl eru einn mikil- vægasti þátturinn í starfi samtak- anna. 1 fyrra sendi ísland í fyrsta sinn 15—18 ára unglinga til sumar- dvalar. Þeir fóru til Bandarfkj- anna og Danmerkur. Þetta gafst svo vel, að ákveðið var að nú í sumar skildi reynt að senda til nokkurra fleiri landa. Auk Dan- merkur og Bandaríkjanna, sýndu Finnland, Portúgal og Spánn því mikinn áhuga að taka við fslensk- um nemum. Nú er því hægt að bjóða sumardvöl í þessum 14 lönd- um Evrópu fyrir fólk 15—18 ára, en í Bandaríkjunum fyrir fólk 15-30 ára. Þeir sem fara til Bandaríkjanna munu stunda enskunám f háskól- um fyrstu 3 vikurnar, og er þátt- takendum skipt niður eftir kunn- áttu og aldri. Jafnframt ensku- náminu fer fram kynning á bandarísku þjóðlífi og sögu. I frí- tímum verður boðið upp á ýmiss konar kennslu, t.d. í bandarfskri matargerð, þjóðlegri handmennt og tölvufræði. Seinni 5 vikurnar dvelja þátttakendur hjá bandar- ískum fjölskyldum. í Evrópulöndum fara allir þátt- takendur á sérstök fræðslunám- skeið þar sem kynnt er menning og saga viðkomandi lands auk þjálfunar í að tala málið. 1 Dan- mörku verður einnig boðið upp á 2—3 vikna skóladvöl. Allir þátt- takendur dvelja svo hjá fjölskyld- um og fá þannig einstakt tækifæri til að kynnast siðum og venjum landsmanna af eigin raun. Umsóknarfrestur um sumardvöl er til 18. febrúar og er hægt að fá nánari upplýsingar á skrifstofu AFS að Hverfisgötu 39, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.