Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 í urð hrakinn Leíkiist Bolli Gústafsson í Laufási Leikfélag Akureyrar: BRÉFBERINN FRÁ ARLES Höfundur: Ernst Bruun Olsen. Leikstjórn: Haukur J. Gunnarss. Búningar: Leikmynd og Svein Lund Roland. Gerð leikhljóða, lýsing og mynd- vörpun: Viðar Garðarsson. Þýðing: Úlfur Hjörvar. Einhver hvimleiðasta grillan í þessu þjóðfélagi er landskjálka- grillan. Hún birtist í ástæðu- lausri vanmetakennd margra þeirra, sem búa utan marka höf- uðborgarinnar, og votti af oflæt- istilhneigingu annarra. Hér er um að ræða sálfræðilegt og mannfræðilegt viðfangsefni, meðan er við lýði, en því miður ætlar grillan sú arna að verða lífseig og báðum um að kenna, höfuðborgarbúum og dreifbýlis- mönnum. Mætti nefna margt til stuðnings þeirri fullyrðingu, en hér er ekki vettvangur til þess. Ástæða er þó að geta þess, að þegar þingeyskur sveitaprestur við Eyjafjörð sest niður til þess að fjalla um leiksýningu á Akur- eyri, þá kemst hann eins og af sjálfu sér í sóknarham, vill sýna fram á að sú menningar- og listamiðstöð, sem er skammt undan við fjarðarbotninn, hafi einhverju að miðla almenningi til andlegrar uppbyggingar og listrænnar svölunar. Raunin er sú, að þangað er ýmislegt nýti- legt að sækja annað en KEA-ost, Iðunnarskó og Hekluúlpur, og margt er gert með þeim hætti, að sómi er að. Það er t.d. óþarft að tönnlast lengur á því, að at- vinnuleikhúsið á Akureyri standi leikhúsunum í Reykjavík fyllilega á sporði. Það sem meira er: Akureyrarleikhúsið fer sínar eigin leiðir í verkefnavali. Jafn- vel gerast þau nýmæli, að Þjóð- leikhúsið hefur séð ástæðu til þess að færa sér í nyt þau verk, sem sviðsett hafa verið hér nyrðra, sbr. Jómfrú Ragnheiði í nýrri leikgerð Bríetar Héðins- dóttur. Og enn hefur LA færst mikið í fang og sviðsett nýstár- legt leikrit um hollenska list- málarann Vincent van Gogh, eft- ir Danann Ernst Bruun Olsen. Sýningin er með þeim brag, að hrifnæmum áhorfanda þykir heldur súrt í broti, að ekki skuli fleiri Iandsmenn fá notið hennar en horfur eru á. Engar aðstæður eru til þess að ferðast með leik- ritið vegna of mikils kostnaðar, enda varð mikið tap á gestasýn- ingu félagsins á Atómstöðinni f Þjóðleikhúsinu fyrr á þessum vetri, þótt færri fengju þar sæti en vildu. Hitt væri því nær, að fólk úr fjarska legði leið sína til Akureyrar og styrkti með því samband og bætti sambýli þeirr- ar litlu fjölskyldu, sem byggir fsland, og legði þannig sitt af mörkum, til þess að uppræta grilluna. Það er óneitanlega ým- islegs annars að njóta í leiðinni, ef ferðin er vel skipulögð. Raun- ar er þetta málefni, sem varðar ferðaskrifstofur og flugfélög, og væri sannarlega óhætt fyrir þá aðila að huga að fleiru en skíða- brekkum og megrunarfæði, þeg- ar hvatt er til ferðalaga um landið að vetrinum. Nú eiga menn þess kost að fara nær eina öld aftur í tímann í leikhúsinu á Akureyri og staldra við um stund í bænum Arles í Suður-Frakklandi. Þar hugðist einn af brautryðjendum expressjónismans, van Gogh, setja á fót vinnustofu og sambýli myndlistarmanna. En íbúar Arl- es voru haldnir landskjálka- grillu og vildu alls ekki skilja þennan undarlega, tilfinninga- næma listamann, sem ekki var reiðubúinn að binda bagga sina sömu hnútum og samferðamenn. „Hann rak sig óþyrmilega á það sama og íslenski myndlistar- maðurinn, Sæmundur Hólm, „að margur í mannslíki/ moldvörpu- andi/ sig einn sénan fær, —/ hann sér ekki lengra./ Nær- sýnni skepnu/ nærri það stend- ur/ sýnist sér smærra,/ því sjálf er hún nær.““ Þessi lýsing Bjarna Thorarensen á raunar vel við íbúana í Arles, sem alls ekki vildu skilja einfarann og afburðamanninn van Gogh, að undanskilinni einni fjölskyldu, sem við stöndum öll í mikilli þakkarskuld við. Það var fjöl- skylda bréfberans Joseph Roul- in. Svíinn Björn Bexelíus komst svo að orði um Roulin: „Hann var yfirlýstur stuðningsmaður Parísarkommúnunnar, „fyrstu sósíalísku byltingarinnar", í Frakklandi 1871. Uppruni hans virtist ekki tryggja honum boðsmiða beint inn í listasögu heimsins. Og enn síður inn í nú- tímaleikbókmenntir. En þetta varð heimsfræg persóna og milljónir manna þekkja hann í sjón. Danski rithöfundurinn, út- varps- og sjónvarpsmaðurinn Ernst Bruun Olsen hefur áreið- anlega dregið fram markverð- Van Gogh (Viðar Eggertsson) og bréfberinn Roulin (Þráinn Karls- son). Madame Roulin (Sunna Borg) og bréfberinn Roulin (Þráinn Karls- son). ustu eðlisþætti hans i leikhand- ritinu að „Bréfberanum frá Arl- es“. Með því að bjóðast til að sitja fyrir ásamt fjölskyldu sinni veitti þessi maður Vincent van Gogh tækifæri til að þróa hug- myndir sínar um líkams- og and- litsmyndir." Leikrit Olsens er unnið af mikilli kostgæfni og hugkvæmni. Hann mun snemma hafa kynnt sér bréf og dagbækur van Goghs. Er á það bent í leikskrá, að sú lesning hafi haft mikil áhrif á hann, ekki síst vegna þess að hann hafi alist upp f smábæ á óróatfmum í stjórnmálum. „Þeg- ar hann las um óróatfmana í Frakklandi 1880—90, sá hann hliðstæðurnar við barnæsku sjálfs sín á Lálandi á fjórða ára- tugnum. Hann gat í huganum borið saman verkamannaupp- reisn á Lálandi og Parísar- kommúnuna 1871. í framhaldi af þessu varð til leikritið um van Gogh og lífið í Arles.“ Þessi er bakgrunnur verksins, sem óneit- anlega hefur sterk áhrif og kem- ur glöggt fram í samtölum og ýmsum viðbrögðum. En pólitísk ólga dregur ekki úr fordómum og þess geldur hinn ástríðufulli „samhjálpar"- og „sameignar- sinni" Vincent van Gogh. Hann sér hugsjónir sínar hrynja vegna ofstækis og þröngsýni bæjarbúa í Arles. Þá gefur hann sig allan á vald listinni hvattur af bréfber- anum drykkfellda, sem veitir honum föðurlegan styrk. Sam- band van Gogh og bréfberafjöl- skyldunnar getur af sér fallega sögu og lærdómsrfka, þótt átak- anleg sé hún. Það er reisn yfir þessu verki og mjög vel að því Borgarfjörður: Leikdeild Umf. Stafholtstungna frumsýnir „Hvað er í blýhólknuma Hraunbæ, Noróurárdal, á þorra 1983. Hér lætur fólk ekki deigan síga. Það rífur sig upp í fárviðri og stórflóðum og æfir leikrit af kappi. Já, og ekkert minna en hið þekkta verk Svövu Jakobs- dóttur, Hvað er í blýhólknum. 15 leikendur og 20 aðstoðar- menn hyggjast færa þetta verk á svið til frumsýningar laugar- daginn 26. febrúar kl. 21.00 í fé- lagsheimilinu að Varmalandi í Borgarfirði undir stjórn hins ágæta leikstjóra, Sigurbjargar Árnadóttur sem einnig hefur séð um gerð leikmyndar. Það eru félagar úr Leikdeild UMF Stafholtstungna sem færa þetta verk á svið. Aðalhlutverk eru í höndum Inger Traustadóttur og Birgis Haukssonar. í næstu viku eru þrjár sýningar fyrir- hugaðar, 1., 3. og 5. mars, kl. 21.00 öll kvöldin. Þetta er fjórða verkefni leikdeildarinnar á 7 ár- um fyrir utan smærri verk. Leikdeildin var stofnuð 3. febrúar 1977. Og mitt í þessu bregður fólk á leik og heldur þorrablót með heimafengnu efni og kemur fólk um langan veg til sinnar heima- byggðar til að gleðjast með okkur. Þetta gerir fólk ekki nema með heilbrigða sál í hraustum líkama, því heldur hefur okkur þótt vera stórviðra- Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir „Hvað er í blýhólknum" eftir Svövu Jakobsdóttur í Félagsheimilinu að Varmalandi. Á myndinni eru Þórdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Gíslason og Guðmundur Finnsson í hlutverkum sínum í leikritinu. (Ljóam.: Leopold.) samt hér í vetur og eru bændur uggandi um sinn hag ef ekki vorar sæmilega á klakabunka á túni og engi þar sem sópast hafa burt girðingar á stórum svæðum og aur og grjót orðið eftir á ræktuðum löndum. En þrátt fyrir allt horfir fólk fram á veginn með bjartsýni um betri tíð, þjóðlíf og batnandi — þing. Já pólitíkin er farin að læðast hjá garði og þingmenn koma til okkar af varfærni eins og þeir séu að reyna við styggan hest, með beislið fyrir aftan bak og brauðið í hendinni eins og segir í sögu Péturs Gunnarssonar. Vinnubrögð Alþingis eru væg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.