Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 3 B-keppnin í handknattleik: Sjónvarpað beint frá leik íslands og Spánar KINS og fram hefur komiö í frettum verður sjónvarpað beint frá leik íslands og Spánar í B-keppninni í handknattleik í Hollandi í dag. Ekki verður útvarp- að frá þeim leik. Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður Sjónvarpsins, mun því lýsa leiknum hér heima jafnóðum og hann birtist á skjánum, en Hermann Gunnarsson, íþróttafréttamaður útvarpsins, verður meðal áhorfenda. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hvers vegna Hermann Gunn- arsson, íþróttafréttamaður út- varpsins, sem lýsa mun öðrum leikjum, lýsti ekki þessum fyrir sjónvarpið. Að sögn Harðar Vil- hjálmssonar, fjármálastjóra út- varpsins, var ákveðið að útvarpa ekki þessum leik af því að ekki hefði verið hægt að ljúka honum vegna fréttaútsendingar klukkan 19.00. Einnig hefði það haft mikið að segja að sjónvarpið ætlaði að sýna hann beint. Hins vegar teldi hann réttast að ríkisfjölmiðlarnir ynnu sem mest saman og því væri það ekki óeðlilegt að hans mati að Hermann lýsti leiknum. Að sögn Bjarna Felixsonar, vissi hann ekki annað en þessum leik yrði lýst í útvarpinu og því hefði hvorki verið pöntuð aðstaða né lína til að senda lýsingu með heim. Þeg- ar hið gagnstæða hefði komið í ljós, hefði verið orðið of seint að panta aðstöðu og línu, auk þess sem erfitt væri að koma því við, þar sem talið færi líklega ekki eftir sömu rás og myndsendingin. Sagði Bjarni að peningasjónarmið hefði engu breytt í þessu máli. Sölutregða og verðfall á dúni ENN eru óseld úr landi um 400 kg af dúni frá árinu 1981 hjá Búvörudeild StS en SÍS er aðalútflytjandi þessarar vöru. Auk þess hefur SÍS ekki tekist að selja neitt af dúni af dúntekju ársins 1982. Agnar Tryggvason, forstöðumað- ur Búvörudeildar SÍS, sagði i sam- tali við Mbl. að sölutregða hefði verið í hálft annað ár á meginlandi Evrópu þar sem aðalmarkaðurinn væri fyrir islenskan dún. Verðið sem komið var yfir 1.500 mörk hvert kíló er nú komið niður í 1.050 mörk kílóið af hreinsuðum dúni. Agnar sagði að dúnninn væri aðal- lega notaður í sængur og þess hátt- ar en einnig væri hann notaður í ýmsar aðrar vörur, t.d. ýmiss konar búninga. Árið 1980 voru flutt úr 1.600 kíló af dúni, 1981 var útflutningur kom- inn niður í 1.108 kg og í 692 kg árið 1982. Agnar sagði að þó ekki væri búið að selja allan dúninn frá árinu 1981 væri búið að afreikna hann og gera upp við bændur en þeir sætu þó uppi með dúninn frá því í fyrra nema það sem þeir hefðu getað selt hér innanlands. Stykkishólmur: Þorrablót eldri íbúa StykkLshólmi 21. febrúar. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Stykk- ishólmi, minntist 76 ára afmælis síns sl. sunnudag með því að bjóða öllum öldruðum hér í bænum i þorramat f félagsheimilinu í Stykkishólmi. Var mjög vel mætt af eldri borg- urum staðarins. Hófst hátíðin með því að Lúðrasveit Stykkishólms (miðsveitin) lék undir stjórn Daða Þ. Einarssonar, tónlistarkennara, sem hefir verið undanfarið skólastjóri Tónlistarskólans hér við góðan orð- stír. Lúðrasveitinni var forkunnar vel tekið, enda er hún bæði fjölmenn og vel þjálfuð. Þá voru ýmis önnur skemmtiatr- iði, gamanvísur, harmonikkuleikur, leikþáttur o.fl. Síðan var stiginn dans um skeið og stóð fagnaður þessi rúma 4 tima eða frá kl. 5 til rúmlega 9. Þetta framtak kvenfélagsins mæltist vel fyrir hjá bæjarbúum og fóru menn mjög ánægðir heim. FrétUriUri Mótmæli málshöfðun saksóknara ríkisins í fjölmiðlunum — segir Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur „ÉG REYNDI í dag að fá ákæruna á hendur skjólstæðingi míum hjá sak- sóknara ríkisins, en var neitað um hana og bent á yfirsakadómarann í Keykjavík. Hann taldi ekki eðlilegt að afhenda afrit af henni fyrr en hún hefði verið birt lögformlega. Ég leyfi mér því að mótmæla því að saksóknari höfði mál á hendur mönnum f fjöl- miðlum með þessum hætti," sagði Gfsli Baldur Garðarsson lögfræðingur í sam- tali við Mbl. í gær vegna fréttar um höfðun opinbers máls á hendur núver- andi og fyrrverandi stjórnarmönnum Video-Son, en Gfsli Baldur er lögfræð- ingur Njáls Harðarsonar, eins af fyrr- verandi stjórnarmönnum fyrirtækisins. „Það er í algjörri andstöðu við ís- lenzkar réttarreglur að málarekstur fari fram í fjölmiðlum með þessum hætti," sagði Gísli Baldur. Ráðinn forstöðumaður Litla Hrauns GÍISTAF Lilliendahl hefur verið ráð- inn forstjóri Vinnuhælisins að Litla- Hrauni, að því er fram kemur I fréttatilkynningu frá Dómsmáíaráðuneytinu. Gústaf hefur verið ráðinn til starfans frá 15. maí næstkomandi. AUGLYSINGASTOFA KRlSTlNAR HF 3 107

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.