Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 17 GJAFABRÉF MEÐ AFBORGUNARSKILMALUM VAXTALAUST-EKKI VERÐTRYGGT Ég lýsi því hér meö yfir, að ég hef gefið SÁA kr. 1.800. átján hundruð krónur 00/100 Fjárhæð þessa skuldbind ég mig til að greida vaxtalaust meö fimm jöfnum afborgunum, 360 kr. hverju sinni á 3ja mánaöa fresti. Fyrsta afborgun veröur 5. júní 1983, en siðan veröa afborganir 5. september 1983,5. desember 1983,5. mars 1984og 5. júní 1984. Heimilt er mér að flýta greiðslum afborgana og greiöa upp gjafabréfið hvenær sem er á tímabilinu. Dregin veröa út 10 gjafabréf 15 dögum eftir hvern hinna 5 afborgunardaga til úthlutunar fimmtíu vinningum, að verðmæti 100.000 kr. hver eða vinningum samtals að verðmæti 5 milljónir kr. Hafi ég greitt afborgun í banka eða sparisjóði, sem sendir greiðslu til aðalbanka Búnaðarbanka fslands, á sannanlegan hátt (greiðslustimpill) að kvöldi 15. dags eftir gjalddaga, er ég þátttakandi í þeim útdrætti, annars ekki. Hafi ég greitt bréfið upp er ég þátttakandi i öllum útdráttum, semþáeru eftir. ^ \ Samþ^Akur ofanskráðu_____ Dags • fL’ /} icjzL'S^T)rvr) kccjq dobf-iT HEIMILISFANG f t 360 KR 360 KR 360 KR 360 KR 360 KR r rsta jýafabrcfíö, sem Vigdís Finnbogadóttir, seti Islands, undirritaði í gær. erður laust efnavandamála. Þrátt fyrir ófull- komnar aðstæður hafa um 5500 manns komið til meðferðar á sjúkr- astöð SÁÁ frá upphafi. Mikill fjöldi þeirra hefur náð bata. Ef hugsað er til þess, að hver einstaklingur á sér a.m.k. 5—6 nákomna sem þjást, má leiða líkum hver breyting þessi starf- semi hefur haft á líf og hamingju þúsunda manna. Auk þess að leita til einstaklinga með gjafabréfin munu SÁÁ beina söfnun sinni til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um land allt. Mörg fyrirtæki landsins hafa þegar sýnt í verki skilning á mikilvægi þess, að geta komið starfsmönnum sínum í meðferð, þegar vímuefnavandamálið verður fjötur um fót. Þar kemur ekki aðeins til almenn mannúð, heldur hrein rekstrarleg hagkvæmni. Þau hafa metið stuðning við SÁÁ sem arðbæra fjárfestingu. Þar mætti nefna Flugleiðir, sem frá upphafi hafa lagt þessu máli mikið lið og not- ið góðs af starfseminni. Vegna þess hve umfangsmikil þessi fjársöfnun er gerði SÁÁ samning við fyrirtækið Frjálst framtak hf. um umsjón með söfnuninni. Valdimar Jóhannesson er framkvæmdastjóri söfnunarinnar með Frjálsu framtaki. í heild sinni er nú áætlað að 5—600 manns víðsvegar um landið muni vinna við söfnunina. Þar má sérstak- lega nefna JC-hreyfinguna, sem hef- ur heitið myndarlegum stuðningi. Að auki munu fjöldamargir áhugamenn og félög leggja hönd á plóginn svo þessi söfnun megi vel til takast. Mismunandi mikið horft og efn- ið þykir mismunandi að gæðum Arnar Már Jónsson Fjóla Felixdóttir Jóhann Ögmundsson Hannes Gústavsson Hólmfríður Vilhjálmsdóttir Aðalheiður Sigurðardóttir — er nokkuð samhljóða álit þeirra sem Morgunblaðið ræddi við vegna lokunar Video-son EINS og kunnugt er hafa forráða- menn kapalsjónvarpskerfisins Vid- eo-Son ákveðið að hætta flutningi efnis um kerfið í bili, eftir að Ijóst varð að ríkissaksóknari myndi höfða mál á hendur fyrirtækinu, vegna brots á lögum um einkarétt Ríkisútvarpsins. Af því tilefni ræddi Morgunblaðið við nokkra viðskipta- vini Video-Son og spurði þá hvernig þeim líkaði þessi breyting á þeirra högum. Nýbúin að segja því upp „Ég er nú nýbúin að segja áskrift að kapalsjónvarpskerfinu upp,“ sagði Fjóla Felixdóttir. „Ég var búin að gera það upp við mig að vera án þess. Þó finnst mér efnið heldur hafa farið batnandi og mér líkaði bara nokkuð vel að hafa aðgang að kerfinu, gott að geta gripið til þess að horfa á það stundum,“ sagði Fjóla. Horfi aldrei „Persónulega er mér alveg sama þó að þeir hafi lokað Vid- eo-Son,“ sagði Ásdís Ásgríms- dóttir. „Það skiptir mig litlu máli, því ég horfði yfirleitt aldrei á það. Utsending hófst það seint á kvöldin, að fólk, sem þarf að fara til vinnu snemma á morgnana, átti ekki gott með að horfa á það, í það minnsta gat ég það ekki. Þar að auki var útsending sex daga vikunnar, svo talsverður tími hefði farið í þetta," sagði Ás- dís ennfremur. Myndi hiklaust vera áskrifandi „Ég er ekki áskrifandi að myndefninu frá Video-Son,“ sagði María Sigurðardóttir. „Það er þó ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað það, heldur vegna þess að ég er með svart-hvítt sjón- varpstæki og hef ekki getað tekið á móti sjónvarpsefni um kapal. Ég myndi hiklaust vera áskrif- andi ef ég gæti og mér finnst að eitthvað þessu líkt, til dæmis önnur rás, eigi að vera á boð- stólum fyrir fólk,“ sagði hún ennfremur. Sakna þess örugglega ekki „Ég sakna þess alveg örugglega ekki,“ sagði Jóhann Ögmundsson. „Ég bý hér að vísu ekki lengur, foreldrar mínir búa hér, en það var ég sem gerðist í upphafi áskrifandi að kerfinu, þegar það byrjaði. Maður horfði dálítið á þetta fyrst til að byrja með, en maður gerir það aldrei núna, enda hafa foreldrar mínir einmitt ætlað að segja áskriftinni upp, þó þeir hafi ekki gert alvöru úr því ennþá. Þá hefur líka vérið ólag á kerfinu hjá þeim, til að mynda var það bilað í desember," sagði Jóhann. Efnið ekki nógu gott „Ég horfði eiginlega aldrei á vídeóið," sagði Arnar Már Jóns- son, „og sakna þess því ekki. Það var það seint á kvöldin, að ég átti ekki gott með að horfa á það, þurfti að mæta í skólann á morgnana. Þá fannst mér efnið ekki nógu gott. Þetta voru oft fremur lélegar myndir," sagði Arnar ennfremur. Barnaefni á laugardögum „Ég horfði mikið á vídeóið og þótti gott að hafa það og kem því sennilega til með að sakna þess eitthvað," sagði Hannes Gústavs- son, 12 ára. „Það var oft ágætis efni í því, einkum hafði ég gaman af gamanmyndunum, en efnið var mismunandi. Þá voru einnig sýndar teiknimyndir og barna- efni. Fyrst var það á sunnudög- um, en síðar fært yfir á laugar- dagana. En stundum voru trufl- anir og það eyðilagði fyrir,“ sagði Hannes. Engin nauðsyn „Ég horfði sjaldan á vídeóið," sagði Hólmfríður Vilhjálmsdótt- ir. „Efnið sem boðið var upp á var misjafnt að gæðum. Stundum voru í því góðar myndir, stundum slæmar. Ég held að það sé allt í lagi að eitthvað þessu líkt sé sam- hliða íslenska sjónvarpinu, þó mér finnist það út af fyrir sig engin nauðsyn," sagði Hólmfríður einnig. Nægir það íslenska „Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af vídeóinu, tók í upphafi þátt í þessu til að sjá um hvað væri að ræða. Ég kem því varla til með að sakna þess mjög mikið. Við hjónin erum bæði orðin fullorðin og okkur nægir íslenska sjónvarpið," sagði Aðalheiður Sigurðardóttir. „Efn- isvalið var heldur ekki fyrir okkur. Þar var komið til móts við smekk þeirra, sem líkar ekki myndaval íslenska sjónvarpsins, en þar er oft að finna mjög góðar myndir að mínu mati. Mér hefur fundist þetta vera heldur að ganga sér til húðar. Það var krafist talsverðra greiðslna, en lagt í lítinn kostnað. Mér finnst að það eigi fremur að stefna að því að fá fleiri rásir. Algerlega var byggt á aðkeyptu efni, sem var þar að auki, að því er mér skilst, keypt hjá einu og sama fyrirtækinu, þannig að efn- isval var oft mjög einhliða," sagði Aðalheiður einnig. son mælir fyrir nefndaráliti um menningarsamstarf Norðurlandanna á Norðurlanda- \ gær. Sfmamynd AP. Islendingar mótmæltu takmörkunum á selveiðum TVEIR íslendingar tóku til máls um selveiðar á fundi Norðurlandaráðs, í tilefni af spurningu Hnnska þing- mannsins Sinikku Karhuvaara um hvað ráðhcrranefndin hyggist gera til að koma í veg fyrir sölu á vörum úr selskinnum og til að takmarka selveið- ar í Norðurhöfum og annars staðar. Páll Pétursson sagði í upphafi ræðu sinnar að Islendingar sæju enga ástæðu til þess að ráðherra- nefndin færi að vinna að takmörk- unum á sölu á vörum úr selskinnum. Ráðið væri nýbúið að bjóða Græn- lendinga velkomna í sinn hóp og ekki væri rétt að reyna að hefta mikil- væga atvinnugrein hjá þeim. Páll sagði að íslendingar hefðu í gegnum aldirnar veitt sel og gott jafnvægi hefði verið á selastofnun- um. Eftir að verð á selaskinnum féll hefðu selveiðar lagst af að miklu leyti og nú væri of stór selastofn ógn við íslenzkan fiskiðnað. Þá vitnaði Páll í álit Náttúru- verndarráðs á íslandi um að ekki væri ástæða til að banna selveiðar við ísland ef veiðarnar væru undir eftirliti og mannúðlegar aðferðir væru notaðar við veiðarnar. Vísinda- legt eftirlit ætti að tryggja að ekki yrði gengið of nálægt stofnunum. Páll upplýsti að lokum, að til stæði að setja lög á íslandi um selveiðar þar sem kveðið verði á um að sérstök nefnd stjórni veiðunum og í nefnd- inni verði fulltrúar frá Náttúru- verndarráði og Hafrannsóknarstofn- un. Stefán Jónsson sagði í ræðu sinni að á þingum Norðurlandaráðs væri aukinn áhugi á friðunarmálum og væri gott eitt um það að segja. En menn mættu ekki gleyma því að maðurinn ætti fyrsta rétt og hann yrði að veiða sér til matar og lífsvið- urværis. Þetta selamál, sem hér væri á ferðinni væri dæmigert mál um vitlausa baráttu. Það yrði að vera jafnvægi í stofnunum, stóraukinn selastofn skapaði stórfelldan vanda vegna hringorms í fiski. Eitt og hálft prósent af þeim peningum, sem við fengjum fyrir fiskafurðir, notuðum við til að greiða kóstnað af hring- ormaplokki úr fiskinum. Það má vel vera að aðferðir við seladráp séu ekki alltaf fallegar en við megum ekki gleyma því að lífið er ekki bara gala-dinner, sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.