Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 15

Morgunblaðið - 25.02.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR1983 15 . Mjög ókyrrt hefur verið í háskólanum í Dhaka f Bangladesh að undanförnu og hafa stúdentar mótmælt bæði herlögunum í landinu og nýrri stefnu í menntamálum. Talið er að fimm manns a.m.k. hafi látist í'óeirðunum og um 100 særst. Þessi mynd var tekin um miðjan mánuðinn þegar fjölmennt lið lögreglumanna var að kljást við stúdentana. áP. Veikar sígarettur jafn hættulegar og sterkar Veður víða um heim Akureyri 5 skýjaó Amsterdam 6 heiðskfrt Aþena 4 heióskírt Barcelona 14 alskýjað Berlín 5 heiðskírt BrUssel 4 skýjaö Chicago 10 snjókoma Dublin 5 skýjað Feneyjar S þokumóða Frankfurt 3 heiðskírt Genf 3 heiðskirt Helsinki 4 heiðskírt Hong Kong 18 rigning Jerúsalem 13 rigning Jóhannesarborg 29 heiðskfrt Kaupmannahöfn 4 heiðskírt Kairó 18 skýjað Laa Palmas 20 alskýjað Lissabon 17 skýjaö London 7 skýjað Los Angeles 20 rigning Madrid 17 skýjað Mallorca 15 skýjað Malaga 15 mistur Mexíkóborg 23 heiðskírt Miami 26 skýjað Moskva heiðskfrt Nýja Delhí 24 skýjaö New York 10 skýjað Osló +10 skýjað París 9 skýjað Peking 5 heiöskírt Reykjavík 3 úrkoma f gr. Rio de Janeiro 37 heiðskírt Rómaborg 9 heiðskirt San Francisco 15 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskfrt Tel Aviv 17 rigning Tókýó 8 snjókoma Vancouver 15 rigning Vínarborg 1 skýjað Koston, 24. febrúar. AP. ÞAÐ dregur ekkert úr hættunni á hjartaáróllum að reykja nikótín- litlar sígarettur og þeir, sem það gera, eru eftir sem áður þrisvar sinnum líklegri til að fá hjarta- sjúkdóma en aðrir, að því er segir í niðurstöðum nýrrar könnunar í Bandaríkjunum. Lengi hefur mönnum verið kunnugt um sambandið á milli reykinga og hjartasjúkdóma en þó var talið, að ef menn reyktu nikótín- og kolsýringssnauðar sígarettur væru þeir í minni Hvellurinn kvað við um kl. 23 í gærkvöld rétt utan við veit- ingahúsið og brugðust öryggis- verðir og lögregla skjótt við. Svo hár var hann, að fólk sá ástæðu til að fara út á götu á náttklæðunuim einum til að hættu en ella. Þessi nýja könn- un sýndi þó, að enginn munur er á hvort menn reykja veikar eða sterkar sígarettur. Tjöruinni- hald sígarettnanna var ekki mælt því að ekki er talið, að tjaran valdi nokkru um hjarta- sjúkdóma. Hún getur hins vegar valdið krabbameini og að því er Bandaríska krabbameinsfélagið segir, er heldur meiri hætta á krabbameini af völdum sterkra sígarettna en þeirra, sem veik- ari eru. huga að hvað ylli. Engin merki fundust um sprengingu og eftir að unnið hafði verið að rannsókn málsins í alla nótt hallaðist lögreglan helst að því, að hvellurinn hefði komið frá kröftugu vélhjóli. Hvellur af völdum vél- hjóls olli miklu írafári Aþonu, 24. febrúar. AP. GRÍSKA lögreglan og öryggisverðir ruku upp til handa og fóta og leituðu af eldmóði að sprengjuvargi eftir að mikill hvellur kvað við skammt frá þeim stað er Nikolai A. Tikhonov, í fyrstu heimsókn forsætisráðherra Sovétríkjanna til Grikklands, sat að kvöldverði á veitingastað. Kennara leitað vegna kyn- ferðisafbrota gegn drengjum Osló, 24. febrúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaósins. NORSKA og enska lögreglan hafa f sameiningu lýst eftir sextugum enskum kennara, sem grunaður er um að hafa haft kynmök við ellefu ára drengi frá Fiji-eyjum. Kennarinn hefur búið í Noregi frá því 1974. Frá því hann flutti þangað hafa 7 ungir drengir frá Fiji-eyjum búið hjá honum. Upp um atferli hans komst þegar einn drengjanna, sem nú er orð- inn 18 ára gamall og býr einn, fór til lögreglunnar og skýrði frá þessu. Þegar lögreglan gerði húsleit í íbúð kennarans voru þar fyrir tveir 12 ára drengir. Þeir hafa báðir skýrt frá því, að til þess að vinna fyrir dvöl sinni í Noregi hafi þeir orðið að leyfa kennar- anum að hafa mök við sig. Kennari þessi hefur áður verið dæmdur fyrir svipað afbrot. Ár- ið 1955 fékk hann eins árs fang- elsi í Englandi fyrir kynferðis- afbrot gagnvart ungum drengj- um. Hann var þá kennari við einkaskóla. Þaðan lá leið hans til Fiji-eyja þar sem hann kenndi um nokkurra ára skeið. Mál þetta kemur sér illa fyrir innflytjendaeftirlitið í Noregi, sem ekki lét barnaverndunar- samtökin í Noregi vita af því að kennarinn væri með svo marga drengi hjá sér í fóstri í einu. Strangar reglur gilda í Noregi um ættleiðingu og hörð viðurlög við því að taka börn með sér inn í landið, sem viðkomandi eiga ekki sjálfir. Þrátt fyrir að innflytjenda- eftirlitið hefði fengið nokkrar ábendingar varðandi kennarann og hugsanlegt athæfi hans var ekkert frekar gert í málinu og innflutningur hans á börnum látinn óátalinn. Talið er að kennarinn hafist nú við í Englandi og hefur bresku lögreglunni verið gert viðvart. Drengirnir tveir, sem í íbúð hans voru, verða trúlegast sendir til síns heima. ^ Nýkominn ^ kvöldklæönaöur frá Re<fma HÓKUS POKUS! Fjölskylduskemmtun á sunnudag í tilefni glæsilegrar Hollandskynningar efnum við til fjölskylduskemmtunar á sunnudaginn og tökum á móti börnum og fullorðnum með bros á vör í Súlnasalnum kl. 14.00. Þar bjóðumvið upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir ungt fólk á öllum aldri og enginn verður svikinn um bráðskemmtilegan sunnudagseftirmiðdag með Samvinnuferðum- Landsýn. _________ _____Dagskra við allra hæfi_ •Cherokee-indíánarnir •Kvikmyndasýning •Töframaðurinn Nicky vaughan • Hollensk „dverghús1' »Þórður húsvörður STÓRKOSTLECT FJÖLSKYLDUBINCÓ! Aðgöngumiðasala í Súlnasal eftir kl. 16.00 í dag. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.