Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 25.02.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 23 staðið. Islensk þýðing Úlfs Hjörvars virðist með öllu hnökralaus og málfarið með eð- lilegum blæbrigðum. Sviðs- myndin er traust og sönn, hönn- uð af norska arkitektinum og leikmyndahönnuðinum Svein Lund-Roland. Með búningum og sviði auðveldar hann leikstjóra að laða fram andblæ og svip þessa franska smábæjar á ofan- verðri 19. öld. Hraðar skiptingar nutu hugkvæmni hans og léttu eðlilegan gang verksins. Hlutur ljósamannsins, Viðars Garðars- sonar, er góður og reynir hér mjög á færni hans og nákvæmni í þessu verki, sem tengist svo mjög verkum van Goghs. Hauk- ur J. Gunnarsson leikstjóri hef- ur starfað mest erlendis. Örugg tök hans á þessu verki leiða í ljós, að hann hefur hlotið góðan skóla við ólíkar aðstæður, en hann hefur numið bæði í Japan og í Englandi. Frá upphafi til enda er sýningin heilsteypt og snurðulaus; svo öguð, að við ligg- ur að ólgan og átökin séu of hamin. Býst ég við að ýmsir, sem hafa kynnt sér sögu þeirra van Goghs og Paul Gauguins, hafi reiknað með meiri sveiflu, a.m.k. í samskiptum þeirra en raun varð á hér. En það mun með ráð- um gert, enda aðrir þættir, sem þyngri áhersla er á lögð, eins og fyrr hefur verið að vikið. Þar á ég við mannúð og víðsýni bréf- berans, þess alþýölega húman- ista, sem minnir óneitanlega um margt á þekktar persónur í skáldverkum Halldórs Laxness; þær, sem ýmist kenndu á orgel, pressuðu buxur eða gerðu við prímusa og gáfu af sjálfum sér og gáfu óspart. Hér er það bréf- berinn og kona hans að auki, hin hlýja móðurímynd, trúlyndið, sem aldrei haggast og ekkert óttast. Vel hefur tekist um val í hlut- verk, sem eru 10 talsins. Þráinn Karlsson og Sunna Borg eru eins og gengin beint út úr málverkum van Gogh af bréfberahjónunum. Verður varla gert upp á milli þeirra, en óneitanlega reynir meira á Þráin. Hann skilur þetta hlutverk og leikur samkvæmt því og að því er virðist áreynslu- laust, eins og „virtuos", sem strýkur um strengi af óbrigðulu öryggi. Hann er bréfberinn og Sunna Borg er konan hans, hin hlýja trausta móðurímynd og þó með síungt blik ástkonunnar í augum í hvert sinn, sem maður hennar brosir til hennar eða læt- ur vel að henni; sannfrönsk mynd. Viðar Eggertsson glímir við mestan vanda í hlutverki Vincent van Goghs. Gervið er trúverðugt og leikarinn þræðir mörk vitfirringar og næmrar, vakandi vitundar af mikilli leikni og sannfæringu. Hann er gæddur óvenjulegum innlifun- arhæfileika, sem forðum leiddi til minnilegs leiksigurs í hlut- verki Lucky í leikriti Becketts, Beðið eftir Godot. í þessu hlut- verki sannar Viðar svo um mun- ar, að þar var ekki um hendingu að ræða. Hann er góður lista- maður, sem verður að fá að njóta sírn Bjarni Ingvarsson leikur Renault, samstarfsmann Roul- ins, og tekst mæta vel að túlka lítinn karl og Marinó Þorsteins- son er næsta virðulegur póst- meistari, sannur góðborgari og andstæðingur óþæginda. Þar kemst allt til skila með því ör- yggi, sem vænta mátti. Jón- steinn Aðalsteinsson veldur vel hlutverki lögregluþjónsins. Gleðikonuna Gaby leikur Ragn- heiður Tryggvadóttir af öryggi og hófsemi. Staða hennar dylst engum, þótt hún gangi hvergi langt í tilburðum. Theódór Júlí- usson sýnir hnitmiðaðan leik í hlutverki Gauguins. Hvatvísleg sjálfsörugg framkoma fer aldrei úr böndum. Madame Duval fell- ur vel inn í heildarmyndina leik- in af Þóreyju Aðalsteinsdóttur, sem ekki bregst bogalistin í litlu hlutverki fremur en fyrri dag- inn. Sýnist tími til kominn, að Þórey fái tækifæri til þess að glíma við stærri viðfangsefni. Kjartan Bjargmundsson leikur slátrarann og er hæfilega tudda- legur í góðu gervi. Það virðist einsætt, að allir fái lof, sem hlut eiga að þessari sýn- ingu, enda er sterkur heildarsv- ipur hennar hvergi rofinn með feilnótum eða ósættanlegum lit- um. Hún er samboðin minningu þess mikla listamanns, Vincent van Gogh, sem aldrei fékk að njóta frægðar sinnar í þessum heimi, en gaf óspart þrátt fyrir kvöl og mótlæti. Dálítið sárt er til þess að vita, hversu fáir munu njóta þessa verks á sviði leik- hússins á Akureyri. Vel gæti sjónvarpið bætt um með því að kvikmynda þessa uppfærslu norður á Akureyri og sýnt síðan á góðri stund. Því ekki það? ast sagt mjög gagnrýnd hér um slóðir og eru þar allir sammála, alvöruleysi og málþóf. Þras um menn en ekki málefni. Tími til komið að linni. Margir skólar starfa í Borg- arfjarðarhéraði, þar af þrír sérskólar, húsmæðraskóli að Varmalandi og bændaskóli að Hvanneyri ásamt verslunar- skóla að Bifröst sem er hér næstur mér. Góður nágranni í fámennri sveit. Þar er gefið út fréttabréf af nemendum í viku hverri með þeirri nýlundu að það er unnið í tölvu með rit- vinnsluforriti sem Ritþór nefn- ist og ég hygg að það sé hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. í ferðamálum er það helst að frétta að Samvinnuferðir/ Landsýn munu sjá um rekstur Sumarheimilisins að Bifröst í Borgarfirði í sumar og mun reksturinn verða með svipuðu sniði og verið hefur. Undanfarið hafa farið fram endurbætur og breytingar á Hreðavatnsskála af mikilli smekkvísi svo þar er inn að koma eins og ( nýtt hús væri. Sömu aðilar eiga og reka staðinn af miklum dugnaði, en það eru þau hjónin Hlíf Steinsdóttir og Pétur Geirsson. Iæopolá Hver er réttur þinn? NÝLKGA kom út bæklingur undir heitinu „Ilver er réttur þinn“. lltgef- endur eru Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband ba>nda, en bækling- urinn er fylgirit með Búnaðarblaðinu Frey. Ritið er einkum ætlað bændum og sveitafólki og fjallar í fyrsta lagi um þau félagslegu réttindi sem bændur njóta vegna þátttöku í samtökum stéttar sinnar. í öðru lagi fjallar það um rétt manna samkvæmt almennum tryggingum og í þriðja lagi er greint frá hóp- tryggingum sem bændum standa til boða hjá tryggingarfélögum og rétti til lána hjá Húsnæðisstofnun ríkissins. LAGERINN Smiðjuveg 54, Kópavogi Fullt af nýjum, ódýrum fatnaöi Þaö borgar sig aö koma viö á Smiöjuvegi 54 OPIÐ TIL 10 í KVÖLD Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskkjördæmi 26.—27. febrúar Rannveig Tryggvadóttir • Kjósum þjóðinni frelsi og fjárhagslegt sjálfstædi. • Kjölfestan er heimilin. • Kjósum Kannveigu á alþingi. Skrifstofa Rannveigar er í Aðalstræti 4, uppi. Símar 16396 og 17366. Opið kl. 5—8 í dag og 1—7 um helgina. Stuðningsmenn. Helgarfargjöld kn 5.940 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.