Morgunblaðið - 01.03.1983, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Sjötugur í dag:
Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra
í dag er ólafur Jóhannesson
sjötugur, fæddur 1. mars 1913 að
Stórholti í Fljótum. Þótt óþarfi sé
að kynna þennan mann, einn af
máttarstólpum íslenzku þjóðar-
innar, langar mig til á þessum
tímamótum í ævi hans að rifja
upp eitt og annað um uppruna
hans og það úr lífsferli hans, sem
mér er persónulega kunnugt.
Foreldrar Ólafs Jóhannessonar
voru þau Jóhannes Friðbjörnsson
bóndi og oddviti í Stórholti og
Kristrún Jónsdóttir frá Illuga-
stöðum í Fljótum. Jóhannes var
fæddur að Finnastöðum í Sölva-
dal, sonur Friðbjörns Benedikts-
sonar bónda að Hvassafelli og
konu hans Sigríðar Sveinsdóttur
frá Bessastöðum í Öxnadal. Jó-
hannes missti ungur föður sinn og
eftir lát hans fluttist hann til
móðurfrænda sinna í Öxnadal.
Sagt er að þar hafi hann náð mikl-
um þroska til sálar og líkama,
hann gekk í Möðruvallaskóla og
útskrifaðist þaðan árið 1900. Það
ár flytur hann í Fljótin, gerist
kennari og varð ástsæll meðal
nemenda sinna og foreldra þeirra
og naut sonur hans þess síðar
meir. Það sem einkenndi Jóhannes
að mati þeirra er þekktu hann
best var glæsileg framkoma hans,
vit og viljafesta. Hann var kosinn
til margvíslegra trúnaðarstarfa í
sveit sinni og bjó lengst af á
Lambanesreykjum í Fljótum. Jó-
hannes gegndi kennarastörfum í
22 ár, síðustu 7 árin sem
smábarnakennari.
Eftir 2ja ára dvöl í Fljótum
kvænist Jóhannes Kristrúnu
Jónsdóttur bóndadóttur frá
Illugastöðum í Fljótum Sigurðs-
sonar. Móðir Kristrúnar var Guð-
finna Gunnlaugsdóttir, Magnús-
sonar bónda á Hofdölum. Kristrún
var glæsilegur kvenkostur, mikil
skapfestukona, umhyggjusöm eig-
inkona og móðir, vitur og stjórn-
söm.
Fátt er betra en að eiga góða
foreldra og það átti Ólafur Jó-
hannesson vissulega, hann naut
góðs uppeldis og fræðslu í for-
eldrahúsum og að erfðum tók
hann vitsmuni og viljafestu sem
reyndust honum síðar meir gott
veganesti á vandrataðri leið
valda- og mannaforráða.
Bónda- og kennarasonurinn
ungi frá Lambanesreykjum vand-
ist á að taka til hendinni og ganga
að hverri þeirri vinnu sem til féll
heima fyrir, og norður í Siglufjörð
hélt hann þegar aldurinn leyfði í
atvinnuleit sem og fjöldi annarra
ungra manna til þess að afla sér
fjár til framhaldsnáms.
Ólafur hélt í Menntaskólann á
Akureyri og stundaði þar nám
með ágætum, lengst af skóladúx,
og lauk þaðan stúdentsprófi vorið
1935. Um haustið hóf hann lög-
fræðinám og lauk því vorið 1939
með umtalsverðum glæsibrag.
Hann hóf störf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga síðar á
því ári, sem lögfræðingur og
endurskoðandi. Arið 1945—46
stundaði ólafur framhaldsnám í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Prófessor í lögum varð hann árið
1947 við Háskóla íslands. Á kenn-
araárum sínum í Háskólanum, rit-
aði hann bækur lögfræðilegs efnis,
sem eru talin grundvallarrit við
kennslu í lögfræði og til úrlausnar
á flóknum lögfræðilegum efnum.
Þegar í menntaskóla tók Ólafur
Jóhannesson þátt í umræðum um
þjóðfélagsmál og hann var ekki í
neinum vafa hvert hugur hans
stefndi í þeim efnum. Hann gerði
málstað Framsóknarflokksins að
sínum og æ síðan hefur hann unn-
ið fyrir þann flokk.
Hann var formaður Félags
ungra framsóknarmanna í
Reykjavík 1941, formaður Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur
1944—45, tók sæti í miðstjórn
flokksins 1946 og hefur setið þar
síðan. Ólafur varð varaformaður
Framsóknarflokksins 1960, og
formaður frá því í febrúar 1968 til
1979, að Steingrímur Hermanns-
son tók við formennsku í flokkn-
um. Árið 1957 tók Ólafur sæti á
Alþingi, fyrst sem varaþingmaður
Skagfirðinga, en varð fyrsti þing-
maður þeirra 1959 (sumarþing).
Eftir að einmenningskjördæmin
voru lögð niður varð hann fyrsti
þingmaður Norðurlandskjördæm-
is vestra.
Það var á þessum árum,
1957—59 sem samstarf okkar
hófst verulega, þó við hefðum haft
kynni hvor af öðrum löngu áður,
allt frá Siglufjarðarárum hans.
Minningar frá kosningafundum og
ferðalögum okkar í því sambandi
allar götur frá 1958—1971 eru mér
einkar ljúfar og eftirminnilegar,
þrátt fyrir að hinn pólitíski sjór er
við sigldum saman hafi ekki alltaf
verið rjómasléttur. Það gat
skyndilega brimað eins og algengt
er við norðurströndina. Að vera
með Ólafi og Skúla Guðmundssyni
á framboðsfundum og ferðalögum
þeim tilheyrandi var í senn lær-
dómsríkt og skemmtilegt. Ólafur
var í öllum umræðum á fram-
boðsfundum í Norðurlands-
kjördæmi vestra, rökfastur og
öfgalaus, benti jafnan á nauðsyn
þess að styrkja Framsóknarflokk-
inn og auka áhrif hans á Alþingi
til hagsbóta öllum landslýð. Auk
þess að vera rökfastur var hann
jafnan sama prúðmennið.
Þó minnist ég þess, að væri á
hann ráðist og stríðshanskanum
kastað að honum, greip hann hann
á lofti og sendi til baka. Tók hann
á móti með slíkum tilþrifum, að
andmælendur hans gerðu sér ekki
leik að því að gera slíkt í annað
sinn, til þess var ofanígjöfin of
minnisstæð.
Já, það er margs að minnast frá
þessum árum þegar litið er til
baka, glöggt kom í ljós á þessum
ferðalögum í Skagafirði, Siglufirði
og Húnavatnssýslu hversu vin-
margur Ólafur var, og virtist sú
vinátta ekki flokksbundin, og þeg-
ar á þing var komið átti hver Sigl-
firðingur, Húnvetningur og Skag-
firðingur hauk í horni þar sem
Ólafur var, hvaða flokki sem hann
annars tilheyrði.
Frá mörgu væri að segja frá
þeim rúma áratug er við unnum
saman að framboðsmálum og al-
þingiskosningum þó eigi sé hér
gert. Ég man fjölmargar eftir-
minnilegar setningar, ánægjulega
samferðamenn, dásamlegt veður,
sólsetur við Skagafjörð og kvöld-
vökurnar, eða réttara sagt nætur-
vökurnar heima hjá Jósefínu og
Skúla á Laugarbakka, eftir oft erf-
iða og langdregna fundi. And-
rúmsloftið á því heimili var ein-
stakt og ógleymanlegt og þaðan
vildum við helst ekki fara, en Jós-
efína hvatti til frekari starfa.
„Óðum styttist til kjördags," sagði
hún og ýtti okkur á ný út í barátt-
una, „eitt atkvæði getur skipt
sköpum," bætti hún við, og þar
með vorum við roknir af stað.
Síðan lágu leiðir okkar ólafs
saman í flokksstörfum í Reykjavík
og blaðstjórn Tímans. Fjárhags-
örðugleikarnir ár eftir ár virtust
oft óyfirstíganlegir, en undir
sterkri hönd hans á stýri tókst
siglingin í gegnum þá brotsjói svo
afstýrt var áföllum.
Ekki gat hjá því farið að for-
ustuhæfileikar Ólafs Jóhannes-
sonar, réttsýni hans og sanngirni,
yrðu mönnum ljósir. Forsætis-
ráðherra, dóms- og kirkjumála-
ráðherra varð Ólafur Jóhannesson
14. júlí 1971 og hann hefur nú set-
ið í ríkisstjórn svo til óslitið síðan,
eða í 4 ríkisstjórnum. Á þeim ár-
um sem Ólafur Jóhannesson sat í
ríkisstjórn hefur verið unnið að
framkvæmd fjölda góðra mála, án
efa rís þó hæst löggjöfin og fram-
kvæmd á útfærslu landhelginnar,
fyrst í 50 mílur og síðan í 200 míl-
ur. Ólafur Jóhannesson sem var
forsætis- og dómsmálaráðherra
þegar landhelgin var færð út í 50
mílur var dómsmálaráðherra þeg-
ar síðari útfærslan átti sér stað.
Ljóst er að lífsstefna, viljafesta
og baráttuþrek Ólafs Jóhannes-
sonar áttu sinn stóra þátt í að á
endanum tókst að sigra í land-
helgismálinu.
Ólafur Jóhannesson var einn
skeleggasti talsmaður þess að Al-
þingi tæki til endurskoðunar
löggjöf um uppbyggingu atvinnu-
rekstrar á landsbyggðinni. Þetta
var á þeim árum er fólk var að
missa trúna á lífsafkomu á hinum
ýmsu stöðum norðanlands, vest-
anlands og austan.
Ríkisstjórn sú sem ólafur veitti
fyrst forstöðu beitti sér fyrir því
að útveguð voru atvinnutæki til
ýmissa staða út um land, sem
gjörbylti högum og háttum fólks á
þessum stöðum og gerði lífvænt að
búa þar. Á framangreindar stað-
reyndir má svo sannarlega minn-
ast nú, 1. mars, á afmælisdegi
Ólafs Jóhannessonar.
Ólafur Jóhannesson hefur verið
gæfumaður. í foreldrahúsum naut
hann hins besta uppeldis gáfaðra
og víðsýnna foreldra, sem veittu
syninum í arf ýmsa þá eiginleika
sem traustastir hafa reynzt ís-
lenzkri þjóð til langlífis í landinu.
Hann var námgjarn og allt nám
reyndist honum létt og niðurstaða
á prófum í skóla var samspil elju
hans og góðra gáfna. Árið 1941,
hinn 21. júní, kvæntist ólafur,
Dóru Guðbjartsdóttur cand. phil.
Foreldrar hennar voru Guðbjart-
ur skipstjóri Ólafsson, síðar for-
seti Slysavarnafélags Islands, og
kona hans, Ástbjörg Jónsdóttir,
þau bjuggu í Reykjavík. Dóra og
Ólafur hafa verið gift í 41 ár og
sambúð þeirra og heimilishættir
eru til fyrirmyndar. Heimili
þeirra er sannkallaður friðar- og
griðastaður í stormum og
stórviðrum hins pólitíska lífs hús-
bóndans. Á þetta heimili er gott
og gaman að koma og opið hefur
það verið mörgum norðanmannin-
um, oft á tíðum verið honum ann-
að heimili meðan dvalið var í höf-
uðstaðnum.
Dóra og Ólafur eignuðust þrjú
börn, tvær dætur og einn son,
Guðbjart. Hann lést 19 ára gam-
all, árið 1967. Hann var mikill efn-
ismaður og var andlát hans ha-
rmsefni, mikið og þungbært. Ekki
aðeins foreldrum og systrum held-
ur og námsfélögum og vinum fjöl-
skyldunnar. Dæturnar tvær eru
Dóra í heimahúsum og Kristín
sem gift er Einari G. Péturssyni
cand. mag. Þau eiga tvo syni, Guð-
bjart og Ólaf.
Fátt þurfa stjórnmálaforingjar
frekar en gott heimili og góðan
styrk maka. Dóra hefur eins og
fyrr segir með smekkvísi búið
manni sínum og börnum þeirra
fallegt heimili á Aragötu 13 og
styrk stoð hefur hún reynzt lífs-
förunaut sínum í blíðu og stríðu.
Iðulega var hún með okkur á þeim
framboðsferðalögum norðanlands
sem ég minntist á fyrr í grein
þessari. Jók það á ánægju ferðar-
innar og mörg holl ráð gaf hún
okkur áður en orrahríðir hófust.
Þótt Ólafur Jóhannesson sé nú
sjötugur er hann ekki á því að
taka sér hvíld frá stjórnmálunum.
Hann varð við óskum flokkssystk-
ina sinna að gefa kost á sér á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík
í næstu kosningum. Hann hlaut
mikið traust í prófkosningu. Við
vitum það og treystum því, að enn
sæki hann fram sem fyrr og verj-
ist af sömu víðsýni og réttlætis-
kennd í næstu vorkosningum og
komi heill í höfn a.m.k. við annan
mann.
Nú við greinarlok sendi ég ólafi
Jóhannessyni og Dóru innilegustu
árnaðaróskir mínar og fjölskyldu
minnar í tilefni þessara tímamóta.
Ég þakka vináttu alla um áratugi
og þá ánægju sem ég hefi notið á
Aragötu 13 og á ferðalögum með
þeim hjónum um Norðurland.
Ég veit að í dag senda fram-
sóknarmenn og aðrir vinir Ólafs í
Norðurlandskjördæmi vestra hon-
um sérstakar þakkir og bestu
óskir um bjarta framtíð. Undir
þær óskir veit ég, að framsókn-
armenn taka og aðrir vinir hans
um allt land, og þá ekki síst vænt-
anlegir kjósendur hans hér í
Reykjavík.
Til hamingju með daginn, Ólaf-
ur. Lifðu heill um langan aldur
samferðamönnum til gagns og
blessunar.
Jón Kjartansson
f dag, hinn 1. mars 1983, er
Ólafur Jóhannesson utanríkis-
ráðherra sjötugur. Á þessum
merkisdegi hans langar mig per-
sónulega og einnig fyrir hönd
framsóknarmanna í Reykjavík að
senda honum afmæliskveðjur. Ég
mun ekki rekja hér æviferil Ólafs
svo kunnur er hann öllum.
Er ég var ungur maður gekk ég í
Félag ungra framsóknarmanna í
Reykjavík. Var ég þá kunnugur
Steingrími Steinþórssyni fyrrver-
andi forsætisráðherra. Vegna vin-
áttu hans við frænda minn og vin-
áttu minnar við dóttur hans og
tengdason, þá spurði ég hver tæki
við af Steingrími er hann ætlaði
að láta af þingmennsku. Fyrir
hartnær 24 árum var gerð stjórn-
arskrárbreyting á íslandi, er fól í
sér breytingar á kjördæmaskipan
og þá um leið fjölgun þingmanna.
Vitað var að Steingrímur ætlaði
að láta af þingstörfum, og því var
spurt hver tæki hans sæti. Var
mér þá svarað að það gerði Ólafur
Jóhannesson prófessor. Þá fór ég
að íhuga hver þessi ólafur Jó-
hannesson prófessor væri. Rifjað-
ist þá upp að skömmu áður hafði
ég verið að skoða bókina „Öldina
okkar 1930—1950“. Þar var mynd
af fyrstu sendinefnd Islands á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna og þar sat meðal fulltrúa Is-
lands Ólafur Jóhannesson. Var
það í fyrsta skipti er ég sá hvernig
maðurinn lítur út, en óraði þá ekki
fyrir, að síðar á æviskeiði mínu
myndi ég hitta hann og aka hon-
um daglega á kosninganefndar-
fund seinni hluta árs 1979.
Mér er ávallt minnisstætt er
fundum okkar Ólafs bar fyrst
saman, en það var í nóvember 1966
þegar Framsóknarflokkurinn átti
fimmtíu ára afmæli. Var þá Ólaf-
ur varaformaður flokksins, og var
þá haldin móttaka vegna þessara
tímamóta í Framsóknarhúsinu við
Fríkirkjuveg. Nokkru seinna tók
Ólafur við formennsku af Eysteini
Jónssyni. Var ég oftsinnis staddur
á fundum og samkomum þar sem
hann kom fram. Vakti hann þá
athygli mína með sínu skynsam-
legu ræðum og góðvild, og hrifn-
ing mín og traust til hans, hefur
frá þeirri stundu vaxið allt til
þessa dags.
Eftir alþingiskosningarnar 1971
stóð Ólafur frammi fyrir því að
mynda ríkisstjórn, sem og hann
gjörði. Sat hann samfellt í ríkis-
stjórn til ársins 1978, tæpt hálft
tímabilið sem forsætisráðherra,
en hið seinna sem dóms- og við-
skiptaráðherra.
Árið 1978 er Ólafur var ráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins var gengið til alþingis-
kosninga. Úrslit þeirra kosninga
voru Ólafi erfið. Eftir þær gátu
sigurvegararnir ekki staðið að
stjórnarmyndun, og öll mál virt-
ust óleysanleg. Myndaði Ólafur
ríkisstjórn, og þá um leið sá þjóðin
hvaða stjórnmálamanni hún gæti
treyst. Ólafur hefur oft sýnt með
heiðarleika sínum og gáfum að
hann er traustsins verður. Mér er
ávallt minnisstætt er Ólafur
myndaði ríkisstjórn í september
1978. Þá átti fréttamaður útvarps-
ins viðtal við hann. Að hætti fjöl-
miðlamanna er höfðu fengið góðan
hljómgrunn hjá þjóðinni, spurði
hann Ólaf hvort það væri ekki
óeðlilegt að hann sem hefði tapað
kosningabaráttunni myndaði rík-
isstjórn. Ólafur svaraði: „Hinir
síðustu verða stundum fyrstir."
Næsta spurning var: Er ekki óeðli-
legt að af níu ráðherrum eru allir
nýliðar nema þú, þar sem þú ert
eini maðurinn í ríkisstjórninni er
slíkt sæti hefur skipað áður. ólaf-
ur svaraði samstundis: „Sagt er að
nýir vendir sópi best.“
Allt sem hér er haft eftir Ólafi
er sagt til að sýna hversu vel hann
kann að koma fyrir sig orði. Það
sem sagt er um ríkisstjórn þá er
rakið var hér að framan gilti ekki
lengi, Alþýðuflokkurinn hætti
þátttöku. Var svo komið seinni-
hluta árs 1979 að rjúfa skyldi Al-
þingi. Þá hafði Ólafur þegar
ákveðið að láta af þingmennsku
fyrir sitt gamla kjördæmi, Norð-
urland vestra. leituðu þá fram-
sóknarrnenn í Reykjavík til ólafs
og óskuðu eftir að hann færi í
framboð í höfuðstað landsins.
Ólafur varð við þeirri ósk, en það
var ekki þó í fyrsta skipti að hann
skipaði sæti á lista Framsóknar-
flokksins þar, því hann hafði verið
í framboði í Reykjavík árið 1942.
Ég þarf ekki að hafa mörg orð
um úrslit kosninganna 1979, en
þær voru sigurganga fyrir fram-
sóknarmenn. Nú líður að kosning-
um, og enn ætlar Ólafur að leiða
kosningabaráttu fyrir okkur
framsóknarmenn í Reykjavík. Ég
vil á þessari stundu færa Ólafi
kærar þakkir fyrir þann dreng-
skap er hann sýndi með því að
gefa kost á sér að nýju. Fyrir hönd
framsóknarmanna í Reykjavík
sendi ég honum og fjölskyldu hans
bestu óskir á þessum tímamótum í
lífi hans. Þó hann sé nokkuð kom-
inn til ára lætur hann engan bil-
bug á sér finna.
Lifðu heill Ólafur Jóhannesson.
Hrólfur Halldórsson