Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 Tveir flokksformenn í Portúgal ná ekki kjöri Lissabon, 28. Tebrúar. AP. FORMANNASKIPTI urdu í tveim- ur af þremur stjórnarflokkum Port- úgals um helgina, aöeins mánuði eftir að formaður þriðja stjórnar- Dokksins vék úr embætti. Þeir sem nú létu af embætti, féllu í flokkskosningum, en það voru forsætisráðherrann Franc- isco Pinto Balsemao hjá flokki Tékkóslóvakía: Sósíaldemókrata og Goncalo Rib- eiro Telles hjá flokki Konungs- sinna. Fyrir mánuði lét hins veg- ar Diogo Freitas Do Amaral varnarmálaráðherra af embætti sínu sem formaður Kristilega Demókrataflokksins. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, sýndi sig einn- ig eiga í innbyrðis erjum, en hann klofnaði um helgina er raða átti fulltrúum í sæti fyrir komandi kosningar. Mesta athygli vekur þó að Bals- emao skuli vera settur af. Það þýðir, að stofnandi flokksins stendur uppi embættislaus í eigin flokki, en þrír hinna íhaldssam- ari forystumanna flokksins hafa þar nú töglin og hagldirnar, Carl- os Mota Pinto, fyrrum forsætis- ráðherra, Eurico De Melo, fyrrum innanríkisráðherra og Nascim- ento Rodrigues fyrrum atvinnu- málaráðherra. Þeir hafa lengi reynt að koma Balsemao frá völd- um, hafa talið hann of hófsaman. Og er hann hafði verið settur af, settu þeir all marga róttæka menn í lykilembætti innan flokksins. Andófsmaður látinn laus \ ín, 28. febrúar. AP. YFIRVÖLD í Tékkóslóvakíu hafa látið lausan ungverskan andófsmann, sem sakaður hafði verið um undirróðursstarfsemi. Hins vegar hefur annar and- ófsmaður horfið af sjónarsviöinu eftir að hafa verið færður til yfirheyrslu í Rúmeníu. Dr. Mikos Duray, sem var hand- tekinn í nóvember sl. og ákærður fyrir að „grafa undan lögum lýð- veldisins", var látinn laus í Brat- islava 25. febrúar, segir í fregnum mannréttindahóps. Hins vegar er ekki talið víst að lausn hans hafi í för með sér, að kærur á hendur honum verði látnar niður falla. Attila Ara-Kovacs, heimspek- ingur, sem hefur verið í tengslum við tímarit neðanjarðarhreyf- ingarinnar rúmönsku, hefur hins vegar ekki sést síðan 10. febrúar þegar hann var færður til yfir- heyrslu á skrifstofu saksóknara í Oradea í norðvesturhluta Rúm- eníu. \T/ ERLENT Öryggis- í miklu úrvali og hlffðarbúnaður Gætið heilsu yðar og öryggi. Notið öryggis- og hlífðarbúnað Oryggisskór léttir og sterkir. Margar gerðir Dynjandi sf. Ratsuðu- skermar i Óndunar- og andlitshlífar. Rykgleraugu Sketfunni 3. Sími 82670. Sprengja sprakk Öflug sprengja sprakk í Armagh á Norður-írlandi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að einn lögreglumaður lét lífið og tjón á eignum varð mikið eins og sjá má. Lögreglumaðurinn hafði brugðið sér út í bitasölu að sækja snarl handa sér og félögum sínum sem biðu svangir á lögreglu- stöðinni. Norðurlandaráðsþingið: Borðaði „smyglaða" lifrarkæfu í mat- sal þinghússins Síðar kom í ljós að lifrarkæfan var norsk Osló 25. febrúar. Krá Sigtryggi Sigtrvgnssyni frélta-stjóra Mbl. DANSKIR þingmenn hafa lag á því að vekja athygli á einstökum málum á þingum Norðurlandaráðs. I fyrra var það þingmaðurinn Ole Henriksen, sem upplýsti á þinginu í Helsinki að hann hefði smyglað hassi inn í landið. Vildi hann með þessu vekja athygli á því hve auðvelt menn ættu með að kaupa og smygla hassi á Norðurlöndum. Þetta uppátæki fékk misjafnar undirtektir og lögreglan tók Henriksen í yfirheyrslu. Á þinginu hér í Osló var danski þingmaðurinn Jörgen Kruse Rasmussen í sviðsljósinu. Hann smyglaði lifrarkæfu frá Dan- mörku og þorðaði í matsal þing- hússins í viðurvist blaðamanna og ljósmyndara. Á þennan hátt vildi hann vekja athygli á og mót- mæla að Norðmenn og Danir hafa ekki afnumið innflutnings- bann á dönskum landbúnaðarvör- um vegna gin- og klaufaveikinn- ar, sem upp kom á Fjóni. Rasmussen segir að aðrar þjóð- ir hafi afnumið bannið fyrir löngu, enda öll hætta liðin hjá. Fyrst 250 milljónir Evrópumanna eigi þess kost að borða danska lifrarkæfu í morgunmat hljóta 16 milljónir Norðmanna og Svía að mega það, sagði Rasmussen. Fram hefur komið í fjölmiðl- um, að með því að fella ekki niður innflutningsbann á dönskum landbúnaðarvörum séu yfirvöld í Noregi og Svíþjóð að halda verndarhendi yfir eigin landbún- aði, sem ekki fái samkeppni frá Dönum á meðan. Þá má geta þess, að komið hef- ur í ljós að umrædd lifrarkæfa var norsk og hafði þingmaðurinn keypt hana í Osló. Hefur mikið veður verið gert út af þessu í blöðum í Noregi og Danmörku, eftir að þingmaðurinn var uppvís af þessum svikum og eru margir reiðir út í þingmanninn, ekki sízt í Danmörku. Fréttir í stuttu máli: Hvalur réðst á bát (■uerrero Negro, Mexíkó, 28. febrúar. Al*. HVALUR vatt sér að litlum ferða- mannabáti í Scammonlóni út af ströndum Mcxíkó, sló sporðinum utan i hann með þeim afleiðingum að einn lét lífið og þrír aðrir slösuð- ust. Hundruðir hvala koma árlega í lónið og þéna mexíkanskir aðilar þá talsvert á ferðamönnum sem gjarnan vilja skoða hvalina í ná- lægð. Sá sem lést, var sextugur Bandaríkjamaður, og var bana- meinið hjartaslag í kjölfarið á losti. Einn hinna slösuðu var þó með alvarlega höfuðáverka eftir hvalssporðinn. Tólf dóu eftir jarðskjálfta Belgraó, Júgóslavíu, 28. febrúar. AP. TÓLF manns létu lífið úr hjartabil- un í kjölfarið á sterkum jarðskjálfta sem skók júgóslavnesku borgina Scoplje í gær. Borgin nær gereyði- lagðist í jarðskjálfta fyrir 20 árum og kippir eru þar tíðir. Sjúkrahúsyfirvöld í borginni sögðu að fjöldi fólks hafi leitað lækninga er kippurinn var geng- inn yfir, einkum hafi það verið hjartaveikir og astmasjúklingar. 1.000 manns létu lífið 1963, en þá hrundi borgin líka til grunna. Þrír tróð- ust undir Puebla, Mexíkó, 28. febrúar. Al’. ÞRÍK létu lífið og 80 slösuðust meira cða minna á hljómleikum rokkhljómsveitarinnar Menudo frá Puerto Rico í gær. Hljómleikarnir fóru fram á hornaboltavelli í Puebla og mættu 20.000 manns. Mikil rígning var meðan rokkararnir léku af fingr- um fram, en á ógæfuhliðina seig er öllu var lokið. Þá var troðning- urinn svo mikill að 200 manna lögreglulið missti öll tök á málun- um og harmleiknum varð ekki af- stýrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.