Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
37
hafði upp á að bjóða og honum var
tíðrætt um hina miklu náttúrufeg-
urð, sem þar var að finna. Óli var
einstakur fjölskyldufaðir, um-
hyggjusamur og nærgætinn.
Um langt árabil sat óli í stjórn
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Hann helgaði félaginu stóran
hluta af sínum frítíma og vildi veg
þess sem mestan. Einn minnis-
stæðasti atburður í lífi Óla á
seinni árum gerðist er hann var
valinn til að sigla íslensku vík-
ingaskipi um Hudson-fljót á 200
ára afmæli Bandaríkjanna. Þar
kom kunnátta hans og hæfni bet-
ur í ljós en nokkru sinni áður. Fáir
kunnu betri skil á rá og reiða en
Óli og ekki voru seglin honum
framandi. Það voru stoltir menn,
sem sigldu upp Hudson-fljótið
umræddan dag með arfleifð vík-
inganna ólgandi í blóðinu.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég eftirlifandi eiginkonu, börnum
og öðrum skyld- og vensla-
mönnum.
Garðar Pálsson
Kvedja frá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur
Um margt er öðruvísi farið hvað
áhrærir brjóstvörn og kjarna í
stéttarfélögum sjómanna en ann-
arra stéttarfélaga launþega í
landi. Menn ráðast oft ungir til
sjós, ganga þá í sjómannafélag og
það verður félagið þeirra þó sjó-
pokanum sé brugðið á öxl og hald-
ið til starfa í landi eftir langan
starfsdag á sjó. Óli S. Barðdal var
einn í þeirra hópi. Hann varð fé-
lagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur
árið 1943 og gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir félagið, var
m.a. um tíma í stjórn félagsins og
var fulltrúi þess í sjómannadags-
ráði. Um leið og góður félagi Sjó-
mannafélags Reykjavíkur er hér
kvaddur með þökk fyrir óeigin-
gjarnt starf í þágu sjómannastétt-
arinnar vottum við eiginkonu,
börnum og öðrum ættingjum okk-
ar dýpstu samúð.
Guðmundur Hailvarðsson
Óli er dáinn, lést 22. febrúar.
„Ljárinn" gerir ekki boð á undan
sér eða gerir mannamun, þetta er
það eina er við vitum, en oft er
sárt að heyra lát góðs vinar.
Óli S. Barðdal forstjóri fæddist
5. júní 1917 svo við vorum alveg
jafn gamlir. Ég kynntist óla fyrir
12 árum síðan er ég fékk inngöngu
í Oddfellowregluna. Ekki ætla ég
að rekja ættir vinar míns óla,
heldur þakka fyrir það lán að hafa
kynnst jafn heilsteyptum og góð-
um manni.
Síðustu þrjú árin höfum við ver-
ið nágrannar hér í Breiðholtinu,
svo ég hefi haft tækifæri til að
kynnast Óla töluvert náið. Óli
vann mjög mikið í reglu vorri og
vildi gera allt fyrir alla og gerði
það á þann veg að manni fannst
maður vera að gera honum greiða
með því að þiggja hjálp hans og
góðar ráðleggingar.
Óli var mjög mikið prúðmenni
og orðvar, ekki hávaðasamur en
mjög glaður og kátur í vinahóp.
Óli og Sesselja, eiginkona hans,
áttu mjög fallegt heimili og var
gott að koma í heimsókn til þeirra
hjóna, og var því oft mjög gest-
kvæmt hjá þeim.
Það er að vonum að sár sé sökn-
uður öllum hans félögum og vin-
um, en sárstur er þó söknuður eig-
inkonu óla, börnum og öllu skyld-
fólki þeirra, en góðar minningar
lifa lengi.
Við hjónin sendum eiginkonu,
börnum og öllu tengdafólki hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
„Guð“ styrki þau öll á þessum
sáru og erfiðu tímum. Blessuð sé
minning hans.
Paul V. Michelsen
óli Sigurjón Barðdal forstjóri
andaðist í Borgarspítalanum 22.
febrúar síðastliðinn eftir nokkra
sjúkrahúsdvöl.
Hann fæddist á Patreksfirði 5.
júní 1917. Ungur hóf hann störf
við sjómennsku og stundaði þau
framan af ævi. Á öndverðum þrí-
t
Móðir mín, tengdamóöir og amma,
ELSA M. JÓHANNESOÓTTIR,
Fífuseli 26,
óður Ásvallagötu 15,
sem lést í Landakotsspítala 22. febrúar sl. verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 3. mars nk. kl. 13.30.
Pétur Guðlaugsson,
Salbjörg Bjarnadóttir,
Bjarni Þór Pétursson.
t
STEFANA BJÖRNSDÓTTIR,
fyrrverandi saumakona,
Bergstaöastræti 4,
verður jarösungin frá Sauðárkrókskirkju miövikudaginn 2. mars kl. 2.
Ættingjar og vinir hinnar látnu.
Lokað í dag
frá kl. 13 til 15 vegna jaröarfarar Óla Barödal for-
stjóra.
Andvari hf.
Lokað í dag
e.h. vegna jaröarfarar Óla Sigurjóns Barödal.
Skipaljós hf.,
Eyjagötu 7, Reykjavík.
tugsaldri veiktist hann af berklum
og lá um skeið á Vífilsstaðaspít-
ala. Hann náði þó fullum bata og
naut eftir það góðrar heilsu uns
hann fyrirvaralaust kenndi sér
þess meins er á skömmum tíma
dró hann til dauða. Að fengnum
bata af berklaveikinni var á ný
hafist handa við sjómennsku. Var
hann í millilandasiglingum á
stríðsárunum og nokkur ár eftir
það. Er sjómennsku lauk, keypti
hann Seglagerðina Ægi, sem hann
rak með aðstoð fjölskyldu sinnar
til æviloka. Fyrirtækinu stjórnaði
hann með miklum ágætum, enda
er Seglagerðin Ægir löngu lands-
þekkt fyrir vandaðar vörur og
áreiðanleika í viðskiptum.
Óli Barðdal var gæfumaður í
einkalífi sínu. Eftirlifandi eigin-
kona hans, Sesselja Guðnadóttir,
er hin mætasta kona og var hon-
um stoð og stytta í lífinu. Á hún
ósmáan hlut í velgengni fyrirtæk-
is þeirra. Fagurt heimili þeirra að
Depluhólum 7 ber vitni um höfð-
ingsskap þeirra og smekkvísi. Þau
áttu barnaláni að fagna. Börn
þeirra eru myndarlegt mann-
kostafólk.
Óli var meðalmaður á hæð. Útlit
hans og fas bar með sér þrótt og
atgervi. I öllum viðskiptum og
samskiptum við aðra menn var
hann heill, traustur og áreiðanleg-
ur svo fátítt má teljast. Hann var
manna glaðastur með glöðum en
hófsamur í lifnaðarháttum. Vin-
sæll var hann og vinafastur.
Ekki eru mörg ár liðin frá því
fundum okkar Óla Barðdal bar
fyrst saman. Tókst fljótt með
okkur góður kunningsskapur, síð-
ar vinátta. Það sem mér þykir
einkum hafa einkennt vin minn
óla Barðdal var annars vegar
óbilandi dugnaður hans og áhugi á
þeim viðfangsefnum sem hann
tókst á hendur, og hins vegar
hjálpsemi hans og samúð með
þeim sem minni máttar voru eða
um sárt áttu að binda. Dæmi um
hugulsemi hans og góðan hug eru
mörg, en þeim flíkaði hann ekki.
Hann var mikill fjölskyidumaður
og umhyggjusamur heimilisfaðir.
Er leiðir skilur að sinni, er mér
efst í huga tregi og eftirsjá eftir
góðum vini og mætum manni, en
þakklæti fyrir góðar samveru-
stundir. Fjölmörg atvik koma upp
í hugann sem ylja um hjartaræt-
ur. Ekki verða þau rakin hér.
Margir munu sakna Óla Barð-
dal, og hann mun ekki gleymast
þeim er honum kynntust. Þung er
sorg frú Sesselju og ástvina
þeirra, en þeim má þó vera nokkur
huggun í því að allur lífsferill óla
Barðdal má vera þeim til fyrir-
myndar sem vilja hefjast upp til
manndóms af sjálfum sér, lifa líf-
inu lifandi, afla lífsins gæða án
þess að ganga á hlut annarra
manna og hafa hjartarúm til að
láta aðra njóta með sér.
Við hjónin sendum frú Sesselju
og ástvinum þeirra öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnar Gunnarsson
Við andlát Óla S. Barðdal er
góður drengur genginn, sem marg-
ir munu minnast með söknuði og
eftirsjá. Ég og kona mín erum ein
þeirra, sem misst höfum góðan vin
við andlát hans.
Það eru nú 35 ár síðan við Óli
heitinn kynntumst fyrst. Hann
var þá á Tröllafossi en ég að hefja
starf hjá Sjómannafélagi Reykja-
víkur. Állar götur síðan lágu leiðir
okkar saman í félagsmálum sjó-
manna og einnig í einkalífi með
vináttu heimila okkar.
Óli S. Barðdal vann mikið starf
og gott um dagana í þágu Sjó-
mannafélagsins. Hann átti sæti í
ýmsum nefndum félagsins, sat
mörg alþýðusambandsþing og í
Sjómannadagsráði var hann á
vegum félagsins.
Marga hildi háðum við Óli hlið
við hlið hér áður fyrr í hagsmuna-
málum sjómanna og mér lærðist
fljótt að treysta þessum félaga
mínum á hverju sem gekk. Sjó-
mannafélag Reykjavíkur hefur átt
marga nýta baráttumenn og Óli
var einn í hópi þeirra beztu.
Framan af vorum við ekki
ævinlega sammála í pólitíkinni, en
þá er bezt vin að reyna, þegar
skoðanir eru skiptar og þetta
breytti engu um vináttu okkar. Óli
heitinn var of skynsamur og góður
drengur til að setja vináttu sína
undir mæliker ólíkra skoðana í
dægurþrasinu.
Margra gleðistunda eigum við
hjónin að minnast með Óla og
hans ágætu konu, Sesselju Guðna-
dóttur. Það var venja okkar, þess-
ara tveggja hjóna, að halda sjó-
mannadaginn hátíðlegan saman.
Sá dagur var sameiginlegur
merkisdagur í lífi okkar allra.
Næsta sjómannadag höldum við
hjónin hátíðlegan að venju, en
hefur verið. Oft finnur maður
mest fyrir missi vina sinna, þegar
þeir dagar eru, sem maður hefur
verið vanur að gleðjast með þeim.
Þá sækir að tómleikinn, ekki sízt
þegar ellin færist yfir.
Það munu aðrir en ég verða til
að rekja ættir og æviferil þessa
mæta manns. Þessi orð mín áttu
aldrei annað að verða en nokkur
saknaðarorð.
Ég og kona mín biðjum guð að
styrkja ekkju hans og aðra vanda-
menn í sorgum þeirra.
Sigfús Bjarnason
Smellin mynd í
smelluramma
■
*
STORM smellurammar hentugir
fyrir alls kyns myndverk:
Bamamyndir- teikningar - grafík -
Ijósmyndir - plaköt - eftirprentanir.
STORM smellurammar: Ótrúlegt
úrval stærða og gerða.
STORM smellurammar: Einföld
ísetning - auðvelt að skipta.
Lundin léttist í laglegu umhverfi:
Heimilið - biðstofan - teikni-
stofan - skrifstofan - veitingastað-
urinn - verslunin................
Ef þú átt myndina eigum
við allt utan um hana.
Hafnarslræti 18 - Laugavegi 84 - Hallarmúla 2