Morgunblaðið - 01.03.1983, Side 36

Morgunblaðið - 01.03.1983, Side 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 öl er tv/ib<jrcíbní>2)ír' konunriíx'r minrvar." Ast er... ... að verða ástfangin. TM Rag U.S. Pat. Ofl — atl riohts rasarvad •1982 Loa Angelea Timaa Syndicate Manstu þegar við sátum bér á þessum bekk í gamla daga, á sitt hvorum enda að drepast úr feimni? HÖGNI HREKKVlSI ,HAMM ER. AE> HJÁLPA AFA GAMLA AP TE LJA FRAA/I TIL SKATTS. " Ég hefði viljað óska þess, að hinn ágæti fréttamaður hefði litið sér nær og spurt þá Tómas og Halldór, hvort þeir væru búnir að gefa byggðastefnu og „framleiðslustefnu" Framsóknarflokksins upp á bátinn. Hvernig geta þeir annnars leyft sér að heimta það, að Norðmenn hætti að styrkja atvinnuvegi sína? Ætla þeir nú að beita sér fyrir því hér heima, að hætt verði að flytja fjármagn úr þéttbýlinu yfir í kjördæmi þeirra, Austurlandskjördæmi, sem notið hefur mestrar fyrir- greiðslu Framkvæmdastofnunar af öllum kjördæmum landsins? Ætla þessir þingmenn að beita sér fyrir því að Islendingar hætti að greiða útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir? Lengi lifi hinn frjálsi mark- aður í Noregi og á íslandi! Bótólfur skrifar: „Kæri Velvakandi: í kvöldfréttum útvarpsins sl. þriðjudag var mikið gert úr því að þeir Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, og Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins, hefðu skammast út í Norð- menn á þingi Norðurlandaráðs vegna uppbóta, sem norskur sjáv- arútvegur fengi frá ríkinu og væri að kippa fótunum undan íslenskum útflytjendum. Gunnar Kvaran, fréttamaður, spurði síðan norskan hægriráðherra að því, hvort það væri ekki í andstöðu við hugsjónir hans um frjálsan markað að styrkja sjvarútveg. Ég hefði viljað óskað þess, að hinn ágæti fréttamaður hefði litið sér nær og spurt þá Tómas og Hall- dór, hvort þeir væru búnir að gefa byggðastefnu og „framleiðslu- stefnu“ Framsóknarflokksins upp á bátinn. Hvernig geta þeir annnars leyft sér að heimta það, að Norð- menn hætti að styrkja atvinnuvegi sína? Ætla þeir nú að beita sér fyrir því hér heima, að hætt verði að flytja fjármagn úr þéttbýlinu yfir í kjördæmi þeirra, Austur- landskjördæmi, sem notið hefur mestrar fyrirgreiðslu Fram- kvæmdastofnunar af öllum kjör- dæmum landsins? Ætla þessir þingmenn að beita sér fyrir því að Islendingar hætti að greiða út- fiutningsuppbætur á landbúnaðar- afurðir? f sjónvarpsfréttum þetta sama kvöld sagði einn framsóknarhöfð- inginn frá því, að ekki hefði einu sinni hafst fé upp í framleiðslu- kostnað á kindakjöti sem selt var á „besta" markaðnum, Færeyjum. Ætlar Tómas e.t.v. að helga sig baráttu fyrir fríverslun það sem eftir er hinnar pólitísku ævi hans í stað þess að setjast aftur í kommis- arastól hjá Framkvæmdastofnun og deila út fé til að halda við „jafn- vægi í byggð landsins"? Því verður ekki trúað að menn, sem setja sig upp á móti útgjöldum til að halda við jafnvægi í norskum byggðum, muni í framtíðinni kosta til fé í þeim tilgangi í íslenskum byggðum. Að öðrum kosti geta þessir mætu menn varla látið til sín heyra á mannamótum framar eftir frammistöðuna á þingi Norð- urlandaráðs. Lengi lifi hinn frjálsi markaður í Noregi og á fslandi! Bjargið líka sóma Norðurlanda Að lokum skal látin í ljós sú von, að íslensku ráðherrarnir, sem sóttu Norðurlandaráðsfundinn, hafi gert norrænu bræðraþjóðunum skýra grein fyrir íslenska efnahagsundr- inu, sem ríkisstjórn vor og Árni Helgason frá Stykkishólmi eru svo stolt af. Hljóta þessi lönd ekki öll að taka upp stefnu þeirra Gunnars, Steingríms og Svavars, sem þeir segja okkur að við séum svo sæl að njóta? Verður ekki íslenska lausnin til að bæta það böl, sem skandinavar stynja nú undir? Bjargið nú sæmd allra Norður- landa, ekki aðeins vorrar þjóðar. Segið bræðrum okkar að skrúfa verðbólguna upp í 75% (þ.e. 100% á ófalsaðri vísitölu) óg slá lán svo aö þeir geti greitt 45% af gjaldeyris- tekjum sínum í vexti og afborganir. Síðan skal þeim ráðlagt að setja lögbann á hækkanir strætisvagna- fargjalda. Þá má slá ný lán til að greiða þau niður. Það er niðurtaln- ingin.!“ Þessir hringdu . . . Verra en ógert Ríkisstarfsmaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú er komið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um varnir gegn reyking- um og það hafa verið haldnar ráðstefnur um sama efni, meng- unarvarnir á vinnustöðum og ann- að slíkt. Miklum tíma hefur verið eytt í þetta starf og ekki ástæða til að draga í efa, að það hefur kostað sitt. En hefur verið leitað álits fólks á vinnustöðum? Ég var mjög glöð þegar ég frétti um að frumvarpið væri loks komið fram. Þegar ég fór að kynna mér efni þess nánar, sá ég, að þar var ekki staf um það að finna að starfsfólk hjá fyrirtækjum væri verndað gegn reykingum sam- starfsfólks, einungis getið um af- greiðslustaði, þar sem almenning- ur kemur inn á vinnustaðina. Þar má ekki reykja. En starfsmaður- inn sem verður að sitja í sínu sæti, hvað sem tautar og raular, þó að allir reyki í kringum hann, h'ann á áfram sem hingað til að þola það ofbeldi að vera neyddur til að reykja gegn vilja sínum. Mér finnst það verra en ógert að láta slíkt frumvarp fara í gegnum þingið. Það verður þá bið á að lausn fáist fyrir okkur, sem viljum vera laus við óþverrann. Ég er undrandi á að ríkið skuli ekki ganga á undan með góðu fordæmi, þar sem Starfsmannafélag ríkis- stofnana er búið að eyða miklum tíma í að þinga um mengunar- varnir á vinnustöðum. Ekkert virðist hafa komið út úr því starfi eða að það hefur verið þaggað niður. Eða kannski hefur enginn þorað að láta heyra í sér af ótta við að hljóta óvinsældir fyrir? Ég skora á Reykingavarnanefnd að láta málið til sín taka og standa betur í ístaðinu en hingað til. Einnig hvet ég þá sem eru þolend- ur núverandi ástands að tjá sig opinberlega um þessi efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.