Morgunblaðið - 01.03.1983, Qupperneq 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 7. marz
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím-
ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri
dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun —
mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
frá kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
og fótum?
Það þarf ekki að vera alvarlegt, en líttu niður og gáðu á hverju þú stendur. Já, það er
nefnilega ekki sama á hverju staðið er.
Hörð — köld og blaut gólf geta valdið óþarfa óþægindum og verkjum í baki og fótum, ef
staðið er lengi.
PERSTORP gólfmottur eru tilvalin lausn á verkjum. Þægilegar — mjúkar en þó
níðsterkar, framleiddar úr LD — Polyethylen í tveimur gerðum og stærðum og þremur litum.
Auðvelt er að leggja þær t. d. í horn og kringum vélar og gott að þrífa.
Líttu niður og gáðu hvort ekki sé þar verk að vinna.
Hvað segja þau um
úrslit prófkjöranna?
MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær vid efstu menn í prófkjörum Sjálf-
stæðisflokksins í Austurlandskjördæmi og Reykjaneskjördæmi og
fara ummæli þeirra hér á eftir. Morgunblaðinu tókst ekki að ná
sambandi við Kristjönu Millu Thorsteinsson vegna símabilana en
hún er stödd í Austurríki.
Upphafið að
mikilli sókn
sjálfstæðismanna
— segir Sverrir
Hermannsson
„ÚRSLITIN eru auðvitaö frábær
fyrir mig og ég hef allt gott um þau
að segja,“ sagöi Sverrir Hermanns-
son alþingismaður, þegar hann var
spuröur álits á úrsiitum prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Austur-
landskjördæmi, en hann varð þar í
efsta sæti.
„Eins er ég mjög ánægður með
útkomu Egils Jónssonar og
Tryggva Gunnarssohar, þeir hlutu
báðir bindandi kosningu í sín sæti
og ég fagna því að hafa konu
ofarlega á listanum. Ég vil einnig
benda á það að Egill fékk töluvert
mörg atkvæði í fyrsta sætið og það
er ekki vantraust á mig, heldur
traust á hann,“ sagði Sverrir.
„En eins og sést á úrslitunum þá
má ég ákaflega vel við una og ég
finn á öllu að þetta er upphafið á
mjög öflugri kosningabaráttu og
mikilli sókn hjá okkur sjálfstæðis-
mönnum fyrir austan. Nú er
markið sett afar hátt, það er sett
án tvímæla á tvo kjörna rnenn,"
sagði Sverrir Hermannsson.
„Úrslitin auka
sigurlíkur
— segir Egill Jónsson
„MÉR líst mjög vel á þessi úrslit,"
sagöi Egill Jónsson alþingismaöur,
Seljavöllum, er hann var inntur álits
á úrslitum í prófkjöri sjálfstæö-
ismanna í Austurlandskjördæmi.
„í fyrsta lagi náðum við góðri
þátttöku, um það bil 1200 atkvæð-
um, og það gefur auga leið að
þarna er um að ræða mjög góða
þátttöku, ekki sízt þegar á það er
litið að í raun raðast listinn eins
og hann gerði fyrir þremur árum.
í fjórum efstu sætum lentu
sömu menn og skipuðu fjögur
efstu sæti lista sjálfstæðismanna
á Austurlandi við síðustu Alþing-
iskosningar. Þetta sýnir að það
hefur ekki verið nein innbyrðis
spenna sem leiddi fólkið að kjör-
borðinu, heldur bara áhugi fyrir
því að vera þátttakandi í að ráða
þessu framboði til lykta.
Að því er sjálfan mig varðar, þá
er ég afskaplega ánægður og
þakklátur fyrir minn hlut, og ég
vona að það dragist ekki lengi að
ég geti komið því þakklæti á fram-
færi við fólkið á Austurlandi. Ég
er sannfærður um að þetta próf-
kjör gefi mikilvægar vísbendingar
Myndin er af þeim Gerði Gunnarsdóttur og Úllu Carolusson og var tekin á
Kjarvalsstöóum eftir æfingu sl. sunnudag.
Ungir einleikarar
á Kjarvalsstöðum
I KVOLI) þriójudaginn 1. mars,
heldur Tónskóli Sigursveins I).
Kristinssonar tónleika á Kjar-
valsstöóum.
Á tónleikunum koma fram
Hljómsveit Tónskólans og einleik-
ararnir Gerður Gunnarsdóttir
fiðluleikari og Úlla Carolusson
pianóleikari. Þær taka báðar lok-
apróf frá Tónskólanum á þessu
vori og eru þessir tónleikar liður í
prófinu. Á tónleikunum verða
flutt verk eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart, Joseph Haydn og
John A. Speight. Stjórnandi er
Sigursveinn Magnússon.
Allir eru velkomir á tónleikana.
Búnaðarþing:
Tillaga um breytingar á kosn-
ingum til búnaðarþings
FYRSTA máliö var afgreitt á búnaö-
arþingi í gær. Þaö var erindi Matthí-
asar Eggertssonar um rekstraráætl-
unargerð fyrir bændur, sem sam-
þykkt var eftir síðari umræðu.
Á þinginu í gær lagði Jónas
Jónsson, búnaðarmálastjóri, fram
reikninga Búnaðarfélags Islands
fyrir árið 1982 og gerði grein fyrir
þeim. Jón Árnason, fóðurráðu-
nautur Búnaðarfélagsins, flutti
erindi um hagkvæmni loðdýrar-
æktar með tilliti til fóðuröflunar.
Þá komu fimm mál til fyrri um-
ræðu eftir að hafa verið afgreidd
frá nefndum þingsins. Voru þau
öll samþykkt til síðari umræðu.
Eftirtalin ný mál voru lögð
fram á búnaðarþingi í gær: mál
númer 60, erindi Leifs Kr. Jóhann-
essonar og Egils Bjarnasonar um
athugun á því hvort ekki sé tíma-
bært að endurskoða lög um jarð-
ræktar- og húsagerðarsamþykktir
í sveitum, mál númer 61, erindi
formannafundar Búnaðarsam-
bands Suðurlands um framlag á
lagnir fyrir heitu vatni, mál núm-
er 62, tillögur til breytinga á lög-
um Búnaðarfélags íslands og
reglugerð um kosningar til búnað-
arþings, lagt fyrir af stjórn Bún-
aðarfélags Islands.