Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983
78 árekstr-
ar á tveim-
ur dögum
í HÁLKUNNI síðustu tvo daga hafa
orðið fjölmargir árekstrar í Reykjavfk
og virðist svo sem ökumenn hafi ver-
ið óviðbúnir þessu hreti eftir hlýinda-
kaflann að undanförnu.
Á miðvikudag varð 41 árekstur í
Reykjavík og í gær urðu þeir 37.
Lögregluvarðstjóri, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær, sagðist vilja
brýna fyrir ökumðnnum að gæta
varúðar í umferðinni og hafa í
huga, að hemlunarskilyrði geta
verið mjög léleg í þessari færð.
Harður árekstur
í Kópavogi
HARÐUR árekstur varð síðdegis í
gær á móts við húsið númer 102 við
Nýbýlaveg í Kópavogi. Tveir fólks-
bílar skullu saman og voru öku-
menn beggja bifreiðanna fluttir á
slysadeild, annar þeirra var talinn
alvarlega slasaður. Önnur bifreiðin
er ónýt.
í .
/r-í- rÆ
Hitaveita Rangæinga:
0^ r isqp ¥
Minna vatn í hol-
unni en talið var
Mor(funblaðid/ Jón Svavarsson.
Drukkinn ökumaður
skemmdi þrjá bíla
SÍÐDEGIS á miðvikudag olli dauöa-
drukkinn ökumaður óskunda í Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Maðurinn lagði af
stað á bifreið sinni eftir að hafa sturt-
að í sig einni viskíflösku á tveimur
klukkustundum.
Hann ók á tvo bíla í Kópavogi og
stórskemmdi þá, ók síðan rakleitt í
Garðabæinn þar sem hann velti
bilnum á Bæjarbrautinni. Maðurinn
slapp án meiðsla en bifreið hans er
stórskemmd eða ónýt. Má sjá á
myndinni hvar bifreiðin er utan
vegar við Bæjarbrautina.
í UÓS hefur komið aö báðar
dælur Hitaveitu Rangæinga í
borholunni á Hellu eru ónýtar.
Ástæða þess að dælurnar
skemmdust er talin sú, að þær
hafi gengið þurrar og minna
vatn hafi verið í holunni, en
talið var. „Ef þessi tilgáta
reynist rétt er það meiri háttar
áfall fyrir hitaveituna,“ sagði
Jón Þorgilsson, formaður
stjórnar hitaveitunnar, í gær.
Hann sagði að verið væri að
gera við dælurnar og ný dæla væri
einnig væntanleg. Fljótlega upp úr
helgi ætti að vera hægt að dæla
upp úr holunni og þá fyrst kæmi í
ljós hversu alvarlegt mál þetta
Vantraust þriggja þing-
flokka á iðnaðarráðherra
Steingrímur Hermannsson verður undir í eigin þingflokki
TILLAGA ráðherranna Steingríms
Hermannssonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, Svavars Gestsson-
ar, formanns Alþýðubandalags, og
Gunnars Thoroddsen, forsætisráð-
herra, þess efnis að ríkisstjórnin
skipi fimm manna nefnd fulltrúa
stjórnmálaflokkanna til að annast
samningaviðræður við Alusuisse
undir forræði iðnaðarráðherra var
felld á þingflokksfundi Framsóknar-
flokksins í gærdag. Fulltrúar Fram-
sóknar í atvinnumálanefnd neðri
deildar Alþingis skrifuðu skömmu
síðar undir þingsályktunartillögu,
ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, þess efnis aö skip-
uð veröi sex manna nefnd fulltrúa
stjórnmálaflokkanna og Landsvirkj-
unar og að stjórn málsins verði tekin
úr höndum iðnaðarráðherra, Hjör-
leifs Guttormssonar. Flutningsmenn
segja m.a. í greinargerð með tillög-
unni að iðnaðarráðherra hafi „siglt
málinu inn á brautir sera enginn sér
fram úr“.
Tillaga ráðherranna þriggja fel-
ur í sér að nefndin verði skipuð
fimm fulltrúum stjórnmálaflokk-
anna og að iðnaðarráðherra skipi
formann hennar úr þeirra hópi.
Ráðherrarnir lögðu tillöguna fram
á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun,
en þar var beðið um frest til um-
fjöllunar í þingflokkum stjórnar-
liða. Eins og og Mbl. skýrði frá í
gær lá tillaga flokkanna þriggja
o
INNLENT
þá fyrir í atvinnumálanefnd en
fulltrúi Alþýðubandalags bað um
frest fram yfir ríkisstjórnarfund-
inn. Þingflokkur Alþýðubandalags
samþykkti ráðherratillöguna í
gær, en Framsókn felldi hana með
fyrrgreindum eftirleik, þrátt fyrir
að formaður flokksins mælti með
henni sem flutningsmaður.
Þingsályktunartillaga meiri-
hluta atvinnumálanefndar sem
allir nefndarmenn skrifa undir, að
undanskildum Garðari Sigurðs-
syni fulltrúa Alþýðubandalags,
gerir ráð fyrir að óskað sé án tafar
eftir viðræðum við Alusuisse um
endurskoðun á samningi íslenska
ríkisins. Við endurskoðun á samn-
ingnum verði lögð rík áhersla á
verulega hækkun raforkuverðs.
Jafnframt verði leitað eftir hækk-
un á raforkuverði sem gildi aftur í
tímann. Þá gerir hún ráð fyrir að
stækkun álversins eigi að koma til
greina í tengslum við viðunandi
hækkun raforkuverðs, einnig komi
til greina að nýr hluthafi gerist
aðili að ÍSAL. Til að stuðla að því
að viðræður geti hafist án tafar
verði fallist á að setja deilumál
um verð á súráli, rafskautum og
skatta í gerðardóm, sem aðilar
komi sér saman um. í lok tillög-
unnar segir að viðræðunefndin
skuli hafa fullan aðgang að öllum
þeim gögnum sem þegar liggi fyrir
um málið. Ennfremur að nefnd-
inni sé heimilt að leita samstarfs
við hvern þann aðila sem hefur
sérþekkingu á málunum. Opinber-
um aðilum sé skylt að veita nefnd-
inni hverjar þær upplýsingar sem
hún óskar. f greinargerð er hart
deilt á iðnaðarráðherra og því lýst
yfir að tillagan sé fram komin til
að ná víðtækri samstöðu í þessu
mikilvæga hagsmunamáli. I við-
ræðum við þingmenn í gær kom
fram, að þeir telja niðurstöðu
málsins hreina vantraustsyfirlýs-
ingu Alþingis á iðnaðarráðherra.
væri. Hitaveita Rangæinga, sem
þjónar Hellu og Hvolsvelli að
hluta, tók til starfa í desember-
mánuði síðastliðnum.
Ráðstafanir hafa verið gerðar
til þess að fólk á hitaveitusvæðum
fái rafmagn samkvæmt hitunar-
kostnaði, en ekki ljósakostnaði, út
þennan mánuð. Hvað varðar notk-
unarmæla er unnið að því, að fólk
þurfi ekki að bera aukakostnað af
rafhituninni, að sögn Jóns Þor-
gilssonar.
Enn óljóst
um rall-
keppnina
Dómsmálaráðuneytið hefur
enn ekki tekið ákvöröun um
hvort leyfa skuli alþjóðlegu
rallkeppnina sem fyrirhugað er
að haldin verði hérlendis í
sumar.
Að sögn Arnar Sigurðsson-
ar í dómsmálaráðuneytinu er
málið enn til athugunar og
ekki ljóst hvenær unnt verður
að afgreiða það.
Ekki trúnað-
armaður sér-
framboðs
VEGNA auglýsingar í Morgun-
blaðinu síðastliðinn þriðjudag um
trúnaðarmenn sérframboðs
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
óska ég eftir, að það komi fram í
Morgunblaðinu, að ég er ekki
trúnaðarmaður þessa framboðs.
Sigurður B. Þórðarson,
Súðavfk.
Þess ber að geta, að sams konar
yfirlýsing birtist í Morgunblaðinu
í gær frá Þórarni Sighvatssyni,
Höfða í Dýrafirði.
Komið mér út strákar — hrópaði ég þeg-
ar ég sá að eldur var laus í bílnum
— segir Gunnar Þórarinsson sölumaður
„KOMIÐ mér út strákar, komið mér út! — hrópaði ég þegar ég sá að það
var kominn eldur í bílinn. Mér var síðan kippt út úr bílnum snarlega og
dreginn út fyrir veginn. Eftir það var ég það ringlaður að ég fylgdist ekki
glöggt með atburðarásinni.“
Það er Gunnar Þórarinsson, 51 árs gamall sölumaður, sem þarna er að
lýsa heldur óskemmtilegri lífsreynslu sinni. En sl. mánudagskvöld varð
það óhapp á veginum hjá Hlégarði í Mosfellssveit að BMW-bifreið á
norðurleið fauk til á veginum og skall á Volkswagen sem var á leiðinni til
Reykjavíkur.
Gunnar var ökumaður Volks-
wagen-bifreiðarinnar og brotnaði
hann illa á mjöðm og fæti við
áreksturinn og gat sig hvergi
hrært. Fljótlega kom upp eldur í
bílnum og máttu aðkomumenn
hafa sig alla við að ná Gunnari út
úr bílnum áður en eldurinn
breiddist út. Gunnar liggur nú á
Borgarspítalanum og er líðan
hans góð eftir atvikum. Ökumað-
ur BMW-bifreiðarinnar slapp
með minni háttar meiðsli, en bíl-
arnir eru báðir mjög illa farnir,
og Volkswageninn sennilega
ónýtur.
Morgunblaðið náði tali af
Gunnari í gær á Borgarspítalan-
um og fer lýsing Gunnars á þessu
atviki hér á eftir:
„Ég fór upp á Akranes með
Akraborginni rétt eftir hádegi á
mánudaginn í þokkalegasta veðri,
og ætlaði mér að komast í bæinn
aftur með hálfsex-ferðinni. En þá
var skollið á snarvitlaust veður
og Akraborgin komst ekki út úr
höfninni. Ég var á Volkswagen-
bjöllunni minni, sem er, eða var
réttara sagt, góður bíll í topp-
standi og sá ekki ástæðu til að
gista á Akranesi þótt eitthvað
væri að veðri. Ég þekki Hval-
fjörðinn vel og treysti mér full-
komlega til að keyra í bæinn.
Enda kom það á daginn að þótt
það væri mjög hvasst, jafnvel
Gunnar Þórarinsson, ökumaður Volkswagen-blfreiðarinnar. Hann liggur
á Borgarspítalanum, margbrotinn.
stormur, þá var hægt að keyra ef
gætilega var farið. Að vísu komu
stundum snarpir sviptivindar og
tók þá vel í bílinn, en aldrei svo
að hann lyftist. Að sjálfsögðu
keyrði ég alla leiðina í öðrum gír.
En svo þegar ég kem í Mos-
fellssveitina þarna rétt við Hlé-
garð, þá gerast ósköpin. Ég er að
keyra upp brekku sem þarna er,
en þegar ég var kominn upp í
brekkuna miðja sé ég skyndilega
að bíll kemur á móti mér og
stefnir beint á mig. Og það skipt-
ir engum togum, hann skellur á
bílnum með feiknakrafti. Þetta
gerðist allt með svo miklum
hraða að ég hafði engin tök á því
að sveigja útaf, eða bregðast við á
nokkurn máta.
Það næsta sem gerist er það, að
ökumaður hins bílsins kemur til
mín og spyr hvort ég sé meiddur.
„Nei, segi ég, eða ég hreinlega
veit það ekki.“ En svo þegar ég
ætla út úr bílnum þá get ég mig
hvergi hreyft. Og þá fyrst finn ég
að eitthvað er bogið við vinstri
fótinn. Fólk fór nú að flykkjast að
og allt í einu heyri ég að einhver
kallar: „Það er eldur í bílnum,
eldur!“ Og þá fór nú að fara um
mig, og ég hrópaði á nærstadda
að hjálpa mér út. Og það mátti
varla tæpara standa, bíllinn
brann meira eða minna að innan
og er vafalaust gjörónýtur.
Ég veit ekki almennilega
hvernig þetta gat gerst. En svo
virðist sem BMW-bifreiðin hafi
hreinlega tekist á loft í snarpri
vindhviðu og fokið á mig,“ sagði
Gunnar Þórarinsson að lokum.
Gunnar verður væntanlega á
spítalanum næstu 6 vikurnar, en
ekki er búist við því að hann geti
hafið störf aftur fyrr en eftir
4—6 mánuði.