Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 8

Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 Jean-Pierre Jaqpuillat Sieglinde Kahmann Kristján Jóhannsson Robert W. Becker Stórkostleg Tosca Tónlíst Jón Ásgeirsson Óperan Tosca eftir Giacomo Puccini var flutt í konsertformi í Háskólabíói undir stjórn Jean- Pierre Jacquillat. Með flutningi óperunnar hefur Jacquillat unn- ið markverðan listasigur, fært okkur sanninn um að hann sé frábær stjórnandi og hljómsveit- in, að hún standi vel undir nafni. Sieglinde Kahmann og Kristján Jóhannsson voru stórlistamenn kvöldsins. Tosca í túlkun Sieg- linde, sérstaklega þar sem reyndi á sterka innlifun var blátt áfram frábær. Kristján er enn betri en nokkru sinni fyrr og söng hlutverkið svo tók til hjart- ans. Scarpia var sunginn af Rob- ert W. Becker. Hann er reyndur söngvari og söng hlutverkið mjög vel. Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson, sem um árabil hafa haldið uppi merki söngsins hér á landi, stóðu sína vakt með prýði, þó í aukahlut- verkum væru. Tvö önnur smá- hlutverk voru sungin af Má Magnússyni og Elínu Sigur- vinsdóttur, sem skiluðu sínu mjög vel. Söngsveitin Fílharm- onía tók og þátt í flutningi óper- unnar og var kórinn ágætur í Te Deum en Cantatan var mun síðri. Það er óþarfi að fjalla frekar um flutning óperunnar en hlómsveitarstjórinn og einsöng- ararnir þrir, Sieglinde Kah- mann, Kristján Jóhannsson og Robert W. Becker voru öll frá- bær, þó mest megi lofa Sieglinde og Kristján fyrir frábæran söng. Þessi mynd af Gullnás landshöfðingja og Benedikt Gröndal sendiherra birtist í Borlánge Tidning 14. febrúar sl. Sýningin „Á hestbaki“ opnuð í Svíþjóð Hinn 12. febrúar var opnuð í Dal- arnas Museum í Falun sýningin Á hestbaki — Hásten i Isiánningens tjánst. Er þetta farandsýning, sem á eftir að fara víða um Svíþjóð, gerð af Árbæjarsafni í Reykjavík. Þetta er endurgjald fyrir sýningu á Dalamálverkum, sem haldin var á íslandi I fyrra. Fjöldi manns var við opnunar- athöfnina í Falun. Hófst hún á því, að hópur íslenskra barna söng íslensk lög um hestinn, en við hljóðfærið sat læknisfrú og barna- kennari íslensku nýlendunnar, Valgerður Hrólfsdóttir, á íslensk- um búningi. Þá tók til máls Ingvar Gullnás landshöfðingi, en síðan opnaði sendiherra sýninguna með ræðu. Loks komu fram sex ís- lenskir læknar og sungu íslensk lög og Bellman á íslensku. Var gerður góður rómur að þessari dagskrá, en utan við safnið voru fjórir íslenskir hestar og eigendur þeirra. Fyrir opnunina hélt landshöfðingi hádegisverðarboð fyrir íslend- inga, forráðamenn safnsins og aðra menningarfrömuði. Eftir opnunina var öllum viðstöddum íslendingum boðið til kaffidrykkju í safninu. Voru þar yfir 30 manns, þar af helmingurinn börn, en sam- kvæmt síðustu tölum eru 38 land- ar í Kopparbergsléni. íslend- ingarnir settu svip á athöfnina og voru landi sínu til hins mesta sóma. Sýningunni voru gerð góð skil í blöðum bæjarins. Þrír frambjóðendur í prófkjöri um helgina PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Vest- fjaröakjördæmi fer fram nk. laug- ardag og sunnudag. Þrír menn gefa kost á sér í L—3. sæti, þeir Gunnar Keynir Pétursson rafvirki, Patreks- firði, Karvel Pálmason alþingismað- ur, Bolungarvík, og Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður, Reykjavík. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er hafin. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi hljóti sá frambjóð- andi sem kjörinn er minnst 20% af fylgi Alþýðuflokksins við síð- ustu alþingiskosningar. Kjörstaðir við prófkjörið verða: Súðavík, Isafjörður, Bolungarvík Suðureyri, Flateyri, Núpur, Þing- eyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður. Á stærstu stöðun- um verða kjörstaðir opnir á laug- ardeginum frá kl. 14—19 og á sunnudeginum frá 14—22, en á öðrum stöðum eftir samkomulagi. Auk þess verður skrifstofa Ál- þýðuflokksins í Reykjavík opin báða kjördagana kl. 16—18. Hafnarfjörður Atvinnuhúsnæði Til sölu 800 fm hæö fyrir atvinnurekstur. Árni Grétar Finnsson hri. Strandgotu 25, Hafnarf^ simi 51 500 Grettisgata 2)a herb. ibúö i kjallara, öll endurnýjuö. Laus nú þegar, ósamþ. Verö 550 til 580 þús. Valshólar Á 2. hæö 55 fm 2ja herb. íbúö. Ákv. sala. Verö 750 þús. Engihjalli Nýleg 90 fm íbuö á 3. hæð. Þvottaherb. á hæðinni. Verð 1.1 millj. Suðurgata Hf. Mjög góö 97 fm íbúö með þvottaherb. Er á 1. hæö í fjórbýlishúsi, 10 ára. Ákv. sala. Vesturberg Góð 85 fm íbúö á 1. hæð. Þvottaaöstaöa á hæðinni. Verö 1 mlllj. Breiðvangur Vönduð 115 fm íbúö á 2. hæö. Sér þvottaherb., teppl og parket. Verö 1.350 þús. Kjarrhólmi Á efstu hæö 110 fm íbúö,. suður svalir. Mikiö útsýni. Verö 1,2 millj. Seljabraut Glæsileg 117 fm ibúö á 2. hæö. 3 rúmgóö herb. Verö 1.350 þús. Fífusel Fallegt 150 fm endaraöhús á tveimur hæöum. Verö 1,9 millj. Kjarrmóar 90 fm raöhú á einni og hálfri hæö. Tvö svefnherb. Verö 1.450 þús. Dalsbyggö 2 x 150 fm einbýlishús, fullbúiö aö utan, íbúöarhæft niðri, útsýni. Ákv. sala. Álftanes 114 fm einbýlishús, steinn, 4 svefnherb., gestasnyrting og flísalagt baö, 35 fm bílskúr. lönaðarhúsnæðí Drangahraun 120 fm húsnæöi mikil lofthæö. Verð 650 þús. Kaplahraun 730 fm húsnæöi á einni hæö, skilast rúmlega fokhelt. Reykjavíkurvegur Rúmlega 140 fm húsnæöi, í 4ra ára húsi. fullbúiö. Skútahraun 180 fm húsnæöi til afh nú þegar, fokhelt. Grettisgata 150 fm í eldra steinhúsi. Jóhann Daviðsson. simi 34619, Agúst Guðmundsson, sími 41102 Helgi H. Jonsson. viöskiptafræðingur. raat»ona>ala — tanliaatrati 29455 — 29680 4 LlNIIR Einbýli og raöhús Bauganes. Forskalaö timbur- hús, hæö og ris. Niöri eru 2 stofur, herb., eldhús og baö. I risi eru 3 herb. Verð 1,2—1,3. Keilufall. Viölagasjóöshús á 2 hæöum. Bílskýli. Verö 1,9 millj. Selvogsgata Hf. 3x58 fm einbýl- ishús, nýir gluggar á hæöinni. Ný miðstöövarlögn. Nýtt raf- magn aö mestu. Góður ræktaö- ur garður. Verð 1,4 millj Hjallasel. 240 fm parhús. Alls á 3 hæöum, á jaröhæö er góöur möguleiki á sér íbúö. Bílskúr. Móaflöt Garöabæ. 240 fm raöhús á einni hæö. I húsinu eru nú 2 íbúðir, Önnur ca. 130 fm hin ca. 60 fm, ca. 50 fm bílskúr. Góöir möguleikar á aö sameina íbúöirnar í eina 60 fm. Innlgarö- ur. Verö 3,2 millj 5—6 herb. íbúöir Teigar. Ca. 160 fm sérhæö. Stofur, 4 svefnherb, baö, gesta- snyrting, þvottahús, geymsla og eldhús, allt á hæöinni. Bugöulækur. 130 fm íbúö auk bflskúrs. fbúö í góöu ástandl. Verö 1.9 millj. Langholtsvegur. Ca.160 fm hæö og ris. 40 fm bílskúr. Leifsgata. Hæö og ris, bílskúr. Alls 145 fm. Verö 1,4 millj. Sogavegur. 140—150 fm hæö. íbúö í afar góöu ásigkomulagl. 25 fm bílskúr. Verö 2,1 millj. I __________ ________________ 4ra herb. íbúðir Básendi. 85 fm hæö. Ný eld- húsinnrétting. Nýtt verksmiöju- gler. Verö 1350 þús. Blikahólar. Mjög góö ibúö ásamt bílskúr. Upphitað bíla- stæöi. Verð 1,5 millj. Eskihlíö. 110 fm íbúö á 4. hæö. Verö 1.250 þús. Fífusel. Ca. 115 fm íbúö. Snyrti- leg eign. Verö 1350 þús. Grundarstígur. 120 fm íbúö á 13. hæö. Mikið endurnýjuö. Verö 1,4 millj. Háaleitisbraut. 117 fm ibúö á efstu hæö í 4ra hæöa blokk. Mikiö útsýni. Bílskúrsréttur. Verö 1.5 millj. Hólmgaróur. Hæö og ris, þokk- aleg eign. Verö 1.350 þús. Hraunbær. 115 fm íbúö á 2. hæð. Verð 1,3 millj. Þinghólsbraut. Þægileg íbúð á 2. hæö. 110 fm. Verö 1,2 millj. Þverbrekka. Ibúö á 6. hæö i lyftublokk. Verö 1,3 millj. 3ja herb. íbúðir Brattakinn — Hf. Ca 75 fm ibúö i forsköluöu timburhúsi. Nýtt gler, parket. Bílskúrsréttur. Teikn. fylgja. Verö 930 þús. Engihjalli. 90 fm íbúö á 5. hæö í lyftuhúsi. Snyrtileg íbúö. Verö 1.150 þús. Hrisateigur. 95 fm íbúö. Nýtt þak. Nýlegt gler. Verö 1,2 millj. Kársnesbraut. Ibúö tilbúin und- ir tréverk. Bílskúr. Skerjabraut. 80—85 fm þokka- leg íbúö á 2. hæö. Verö 950 þús. Smyrilshólar. Virkilega góö ibúö ásamt bílskúr. Falleg eign. Verð 1,4 millj. Súluhólar. 90 fm á 3. hæö. Mik- iö útsýni. Verð 1,1 millj. 2jaherb. Frakkastígur. Ca. 45 fm ósam- þykkt íbúö á jaröhæö. Verö 650 þús Seljabraut. Sæmileg íbúö á jaröhæö. Verö 85o þús. Friörik Stefánsson, víóskiptafr. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.