Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 15 Beatru drottning ásamt eiginmanni sfnum Claua prins. Handtekinn í höll Beatrix — var ad leita aö Vilhjáimi af Óraníu Haag, 3. mars. AP. TVÍTUGUR maður var handtekinn í nótt í höll Beatrix drottningar, að því er segir í fregnum talsmanns stjórnarinnar í dag. Maðurinn sem lögreglan kvað ruglaðan í ríminu, kvaðst vera að leita að Vilhjálmi af Óraníu, en hann lagði grunninn af hollenska rfkinu og var uppi frá 1533 til 1584. Komið var að manninum um klukkan 9.30 í gærkvöld í þeirri álmu hallarinnar þar sem stjórnunarstarfsemi fer fram. Hann komst ekki í návígi við konungsfjölskylduna, en sam- kvæmt talsmanni hallarinnar var drottningin með matarboð fyrir Alþjóðadómstólinn, sem hefur aðsetur í Haag. Henk Bax, talsmaður hallar- innar, sagði manninn ekki hafa verið vopnaðan og hafi verið hægt að rekja slóð hans eftir hljóðmerkjum frá þjófavarnar- og öryggiskerfi hallarinnar. Hann mun hafa komist inn í höllina með því að klifra inn í hallargarðinn og fara yfir síki; síðan komst hann inn um ólæst- ar dyr. Innbrotsmaðurinn var þegar í stað færður til yfirheyrslu, en síðan fluttur til sálfrðings, sem sagði hann eiga við „andleg veik- indi“ að stríða. Þetta er í fyrsta skipti í manna minnum sem brotist er inn í höllina, sem er vandlega gætt af herlögreglu. Skoðanakann- anir stangast á Bonn, 3. marz, frá Val Ingimundarsyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem vikublaðið Bunte gekkst fyrir, fá kristi- legir demókratar (CDU/CSU) 43% atkvæða í þingkosningunum í V-Þvzka- landi á sunnudag en jafnaðarmenn (SPD) 42%. Eftir niðurstöðum skoðana- könnunarinnar að dæma fá jafnt frjálsir demókratar (FDP) sem græningjar 6% og ná þar með þeim tilskildu 6% atkvæða, sem þarf til þess að komast á Sambandsþingið. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar ganga í berhögg við aðra skoðanakönnun, sem vikublaðið Stern birti í nyjsta tölublaði sínu, en niðurstöður hennar eru á þann veg, að kristilegir demókratar fái hreinan meirihluta atkvæða eða 50,4%. Með hliðsjón af skoðanakönnun Stern kvað Peter Glotz, fram- kvæmdastjóri SPD, jafnaðarmenn ætla að leggja fram lagafrumvarp um að banna birtingu á niðurstöð- um skoðanakannana síðustu fjór- ar vikurnar fyrir kosningar. Glotz sagði, að með tilliti til þeirrar skoðanakönnunar, sem Allens- bach-stofnunin hefði gert í um- boði Stern, þá væri verið að hafa áhrif á skoðanamyndun kjósenda. Ennfremur minnti Glotz á, að' niðurstöður sams konar skoðana- könnunar Allensbach-stofnunar- innar fyrir kosningarnar í Ham- borg seint á síðasta ári, hefðu ekki verið í neinu samræmi við kosn- ingaúrslitin. Sovéskar njósnir: Hermálafulltrúa yfsað frá Sviss Bern, 3. mars. AP. SOVÉSKUM hermálafulltrúa hefur verið vísað frá Sviss vegna tilraunar til njósna, að því er segir í tilkynn- ingu frá svissneska dómsmálaráðu- neytinu í dag. Hermálafulltrúinn, Vladimir Lugovoy, er 38 ára gamall og tók við stöðu sinni sem varahermála- fulltrúi í sovéska sendiráðinu í ág- úst síðastliðnum. Forvera hans í starfi, Vyach- eslav Stolbunov, var vísað úr landi Minnkandi fylgi norska verkamannaflokksins fyrir ári síðan vegna „máls óskylds þessu, en sem einnig varð- aði njósnastarfsemi," að því er segir í skýrslu stjórnvalda. Lugovoy mun hafa verið staðinn að verki af lögreglu og svissnesku leyniþjónustunni, þar sem hann var að reyna að „komast í njósna- sambönd" í Lausanne við Genfar- vatn, að því er segir í heimildum ráðuneytisins. Sovétríkin hafa fleiri sendi- ráðsstarfsmenn í Sviss en nokkurt annað ríki og árið 1981 tilkynntu svissnesk yfirvöld að alls hefði verið komið upp um 238 njósnamál frá árinu 1948 til ársloka 1981. — vegna stefnu hans í eldflaugamálum Oslo, 3. marz. Frá Jan Erik Lauré, fréttritara Morgunbladsins. ALLAR líkur virðast benda til þess, að norski verkamannaflokkurinn muni snúast öndverður við staðsetningu NATO-eldflauga í Vestur-Evrópu í fram- tíðinni. Þegar hafa 13 af 19 fylkisdeild- um flokksins lýst yfir stuðningi sínum við hina óljósu stefnu hans og 2 fylkisdeildir hafa sagt ákveð- ið nei við eldflaugunum, hvort sem Sovétríkin fækka eldflaugun sín- um eða ekki. Stefna flokksins virð- ist hins vegar ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal kjósenda. í skoðanakönnun, sem fram fór í febrúar, hafði fylgi Verkamanna- flokksins minnkað um 4,7 %, en Hægri flokkurinn, sem styður stefnu NATO eindregið, jók fylgi sitt um 1,8 %. Þeir, sem við skoð- anakannanir fást í Noregi, minn- ast þess ekki, að nokkur flokkur hafi misst svo mikið fylgi á jafn skömmum tíma og Verkamanna- flokkurinn nú, en þetta þýðir, að flokkurinn hefur misst stuðning yfir 100.000 manns. Telja stjórn- málafréttaritarar, að það sé eld- flaugamálið, sem þessu valdi. Verkamannaflokkurinn gerir nú þá kröfu, að samningaviðræðum um takmörkun á eldflaugum, sem fram fara í Genf, verði lokið á þessu ári. Þá vill flokkurinn einn- ig, að fjöldi eldflauga í Vestur- Evrópu verði bundinn við þann fjölda, sem þar er nú fyrir hendi. Afstaða Verkamannaflokksins nú er að verulegu leyti í andstöðu við samþykkt NATO frá 1979, sem flokkurinn studdi þó, þegar hann var við stjórn í Noregi. Þá sýnir önnur skoðanakönnun, að næstum 70 % norsku þjóðar- innar kýs heldur aðild að NATO en að hafna samþykkt bandalags- ins í eldflaugamálinu, ef nauð- synlegt væri að velja þar í milli. Gekk 1.300 kílómetra í leit að húsbónda sínum Trygglyndur hundur: Moskvu, 3. mars. AP. SMALAHUNDUR gekk alla leið frá Kuyibyshev við ána Volgu til Mozyr í Hvíta-Rússlandi í leit að húsbónda sínum, en leið þessi er 1.300 kíló- metra löng, að því er segir í sovésku dagblaði í dag. Hundurinn, sem heitir Vesna, var þrjú ár á leiðinni og hafa menn mikið velt því fyrir sér hvernig hann fór að því að finna hið nýja heimili húsbónda síns, Vyacheslav Strupovets, sem er 26 ára gamall. Strupovets skildi Vesna eftir í vörslu nágranna þegar hann að- stoðaði foreldra sína við flutning til borgarinnar Mozyr árið 1979 en gleymdi að segja „bíddu“ við hundinn. Hann hafði nefnilega þá reglu hvenær sem hann yfir- gaf heimili sitt til lengri eða skemmri tíma, að segja hundi sínum að bíða með ákveðinni skipun, sem hundurinn síðan hlýddi óháð því hversu lengi húsbóndinn var fjarverandi. Hundurinn virðist því hafa hlaupist á brott þar sem hann áleit að húsbóndi sinn hefði yfir- gefið sig og var horfinn á braut þegar Strupovets sneri aftur. Hann fluttist síðan til Mozyr til foreldra sinna tveimur árum síð- ar og hitti þar af tilviljun hund sinn á götu fyrir skömmu, slæpt- an og þreyttan eftir þriggja ára flakk og ferðalag. \T/ ERLENT, 5 Pólverjar fyrir rétt \ arsjá, 3. mars. AP. FIMM Pólverjar sem voru fangelsaö- ir vegna herlaga komu fyrir rétt í dag í borginni Elblag við Eystrasaltið, ákærðir fyrir skipulagningu mótmæla meðan á fangelsisvist þeirra stóð sl. sumar. Þetta umdeilda mál hefur verið rannsakað af pólsku kirkjunni og alþjóðanefnd Rauða krossins, sem segir að fangarnir hafi verið barðir af vörðum þegar þeir mótmæltu því að ættingjum þeirra var meinað að hitta þá að máli. Einn þeirra fimm sem ákærðir hafa verið og kom fyrir rétt í dag er Zygmunt Golawski, Samstöðumað- ur og leiðtogi KPN, sem eru viður- kennd þjóðernissamtök og and- stæðingar Rússa. Yfirmaður réttarins neitaði að gefa upp nöfn hinna fanganna, en sagði að frestað hefði verið réttar- höldum yfir þeim sjötta vegna bág- borinnar heilsu hans. Leiðrétting ÞAU mistök urðu í erlendri frétt í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá ráni í Danmörku, að þar var notað heitið Elsinore en átti að sjálf- sögðu að vera Helsingjaeyri. Þá slæddist einnig sú tölulega villa inn, er sagt var frá feng ræningj- anna, að hann hafi verið um 2 millj. ísl. kr. en átti að sjálfsögðu að vera um 4 millj. ísl. kr. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 16. mars City of Hartlepool 22. mars Ðakkafoss 5. april City of Hartlepool 15. april NEWYORK Mare Garant 15. mars City of Hartlepool 24. mars Bakkafoss 4. april City of Hartlepool 14. april HALIFAX City of Hartlepoól 5. mars Hofsjökull 28. mars BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 7. mars Eyrarfoss 14. mars Alafoss 21. mars Eyrarfoss 28. mars ANTWERPEN Alafoss 8. mars Eyrarfoss 15. mars Alafoss 22. mars Eyrarfoss 29. mars ROTTERDAM Alafoss 9. mars Eyrarfoss 16. mars Alafoss 23. mars Eyrarfoss 30. mars HAMBORG Alafoss 9. mars Eyrarfoss 17. mars Alafoss 24. mars Eyrarfoss 31. mars WESTON POINT Helgey 1. mars Helgey 15. mars NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 4 mars Manafoss 11. mars KRISTIANSAND Dettifoss 7. mars Manafoss 14. mars MOSS Dettifoss 4. mars Manafoss 11. mars HORSENS Dettifoss 9 mars Dettifoss 23. mars GAUTABORG Dettifoss 9. mars Mánafoss 16. mars KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 10. mars Manafoss 17. mars HELSINGBORG Dettifoss 11. mars Mánafoss 18. mars HELSINKI Hove 21. mars GDYNIA Hove 23. mars THORSHAVN Dettifoss 19. mars -framagtil baka fra REYKJAVtK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla-fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.