Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983
27
Álflækjan
einfölduð
— eftir Arna Björns-
son þjóðháttafræðing
Skiljanlegt
skilningsleysi
Mikið hefur verið ruglað um ál-
málið síðustu misserin, ýmist vilj-
andi eða af vanþekkingu. Það er
því engin furða, þótt jafnvel
skynsamt fólk sé eins og úti á
þekju og haldi helst, að hér sé um
að ræða eitthvert persónulegt
metnaðarmál Hjörleifs Gutt-
ormssonar iðnaðarráðherra.
Þetta stafar m.a. af því, að
menn skynja ekki bein peninga-
tengsl milli sjálfra sín og ál-
hringsins. Það var annað um land-
helgismálið, þegar varla var til sú
fjölskylda í landinu, að einhver
limur hennar hefði ekki bein
tengsl við sjávarútveginn.
Þessi skammsýni gengur svo
langt, að ýmsir flokksmenn iðnað-
arráðherra virðast láta sig meira
varða, hvort kaup starfsmanna í
álverinu hækki um 2—3 krónur á
tímann, heldur en hvort Alusuisse
fétietti þjóðina um 200—300 millj-
ónir króna á ári. 2 krónur á tím-
ann hjá 600 starfsmönnum gerir
ekki meira en 2,4 milljónir á ári
eða 1% af tapi þjóðarheildarinnar
á raforkusölunni. Menn þurfa því
ekki að undrast viðbrögð þeirra
fáu, sem verulegra hagsmuna hafa
að gæta varðandi álverið. Þeir
eiga auðveldan leik að villa um
fyrir fjöldanum og gera einfalt
mál flókið.
Greitt úr flækjunni
Aðalatriði málsins eru þessi:
Árið 1966 gerðu íslendingar
samning við Alusuisse um raf-
orkusölu o.fl. til ársins 2014. Við
héldum eðlilega, að samninga-
menn okkar væru engir aukvisar
(Jóhannes Nordal, Steingrímur
Hermannsson o.fl.). En árangur-
inn varð svipaður því, er við fórum
fyrst að senda fótboltalið á er-
lenda grund og þóttumst eiga
ósigrandi hetjur, sem síðan reynd-
ust einsog börn í höndum lang-
þjálfaðra liða. Okkar menn sömdu
semsé af sér og bundu okkur þeim
afsamningi til ársins 2014!
Skýrasta dæmið um skammsýni
okkar manna er munurinn á raf-
orkuverði til álversins og almenn-
ings. Árið 1969 borguðu almenn-
ingsrafveitur (t.d. Rafmagnsveita
Reykjavíkur) 80% hærra verð en
álverið. Það var svo sem nógu
slæmt, en gat kannski talist rétt-
lætanlegt, þar sem um stórsölu
var að ræða. En síðan hefur mun-
urinn farið árversnandi, svo að á
síðasta ári hafði hann fimmfald-
ast og íslenskar almenningsveitur
greiddu 400% hærra verð fyrir
raforku en álverið! Það jafngildir
2—300 miðlungsíbúðum á ári! Það
jafngildir 1000 íbúðum á einu
kjörtímabili. Og allt er þetta
samningsbundið til ársins 2014!
Árið 1975 var álsamningurinn
þó endurskoðaður, og við tefldum
fram sama liði með svipuðum
árangri. Engin breyting var gerð á
grundvallaratriðum samningsins.
Nokkur hækkun fékkst reyndar á
raforkuverði, en í staðinn fékk
Alusuisse bæði fram stækkun
verksmiðjunnar og þar með meira
rafmagn á spottprís og auk þess
skattaívilnanir, sem á árunum
1975—’82 skiluðu Alusuisse meiri
hagnaði en sem nam hækkun raf-
orkuverðsins. Seinni villan var því
enn verri hinni fyrri.
Það er ofurskiljanlegt, að menn,
sem líta stórt á sig, eigi bágt með
að viðurkenna þvílíka afleiki og
reyni fremur að rugla almenning
með flóknum talnaleikjum. Hér
verða þó hagsmunir almennings
blátt áfram að fá að ganga fyrir
persónulegu stórlæti einstaklinga.
Tækifæri til gagnsóknar
Þótt geipilegt óhagræði samn-
ingsins blasti við hvers manns
augum, sem nennti að skoða, virt-
ist ekki miklu um að þoka. Við
vorum hátíðlega samningsbundnir
til ársins 2014 og höfðum sam-
kvæmt því ekki rétt til annars en
krefjast endurskoðunar á bók-
haldi og senda bænarskrár um
verðhækkun á raforku. Og það
mátti ekki einu sinni vera íslensk-
ur aðili, sem endurskoðaði bók-
haldið. Enda bar ekki nokkur
þingmaður eða ráðherra hvað þá
stjórn Landsvirkjunar fram til-
lögu um hækkað raforkuverð fyrr
en síðla árs 1980.
í þann mund hafði núverandi
iðnaðarráðherra komist á snoðir
um alvarlegt misferli af hálfu
Alusuisse, hvarð snertir verð á
súráli og rafskautum. Hér gat ver-
ið leikur á borði til að knýja fram
hækkun á raforkuverði. Af mikilli
varfærni og vandvirkni lét ráð-
herrann kanna og prófa þessar
grunsemdir ítarlega, áður en hann
gerði málið opinbert í desember
1980.
Sumir segja, að í þessari stöðu
hefði Hjörleifur átt að bjóða Alu-
suisse nýja samninga í kyrrþey,
opinbera ekki misferlið, en reyna
að ná fram hærra raforkuverði
með hrossakaupum. Þeir hinir
sömu telja slíkt athæfi viðtekna
venju í viðskiptum og án efa í
samræmi við fyrri skipti íslend-
inga við Alusuisse, þar sem nú
liggur fyrir, að við endurskoðun
ársreikninga ÍSALs fyrir 1974
kom fram vantalinn hagnaður um
3,2 milljónir dollara, sem einfald-
lega var stungið undir stól og engu
skilaði í þeim samningaviðræðum,
sem þá stóðu yfir.
En Hjörleifur valdi þann kost-
inn að ganga beint framan að ris-
ánum og krefjast opinberlega bæði
leiðréttingar á fyrra misferli og
eðlilegrar leiðréttingar á raforku-
verði án þess að bjóða þeim að
jafna fyrst metin sér í hag einsog
gert var 1975.
Þetta var auðvitað bæði lýðræð-
isleg, heiðarleg og djarfmannleg
afstaða, en þó ekki dirfskufyllri en
allar einhliða útfærslur okkar á
landhelginni ellegar bara krafa
okkar um sjálfsforræði á sínum
tíma. Það tók okkur 100 ár að ná
sjálfstæðiskröfunni fram og 25 ár
að ná lokamarkmiði landhelgis-
kröfunnar. En hvorttveggja tókst,
um leið og okkur tókst sjálfum að
standa saman í nokkur ár um
þessi tilteknu mál. Og slík sam-
staða er hið eina, sem okkur vant-
ar nú. Rétturinn er okkar megin.
Þau tvö ár, sem liðin eru, síðan
Hjörleifur kom hinu smánarlága
orkuverði fyrstur manna í há-
mæli, eru ekki langur tími, þegar
litið er til 45 ára gildistíma ál-
samninganna. Við höfum nú búið
við þetta sífellt óhagstæðara orku-
verð í 14 ár, og enn er 31 ár til
ársins 2014. Hinsvegar þurfum við
ekki annað en standa einarðlega
saman um þessar kröfur okkar
nokkra hríð til að vinna sigur og
gætum verið búnir að því, hefðum
við verið menn til.
Á meðan getum við rifist um
allt mögulegt annað, því að mistök
á heimavettvangi er fremur fljót-
legt að lagfæra. En mistök í utan-
ríkissamningum geta kostað
okkur áratuga eða aldalanga
áþján einsog reynslan kennir.
Hógværö í kröfugerð
Það verður þó ekki annað sagt
en iðnaðarráðherra sé fremur lít-
ilþægur í kröfugerð sinni, svo að
undirrituðum þykir næstum nóg
um. Það er ekki farið fram á neina
hlutfallshækkun á raforkuverði
umfram fyrsta rekstrarár álvers-
ins 1969. Það er í raun ekki farið
fram á annað en að leiðrétta það,
sem á okkur hefur hallað, frá þvi
samningarnir fyrst voru gerðir.
Það er með öðrum orðum farið
fram á, að íslenskur almenningur
borgi aftur „aðeins" 80% hærra
verð fyrir orkuna en Alusuisse í
staðinn fyrir hátt í 500%, eins og
nú er komið málum. Alusisse hef-
ur nú að vísu verið gert að greiða
um 130 milljónir kr. í skatta af
duldum hagnaði fyrir árin 1975—
'80. Ef fyrirtækið telur sér henta,
getur það samkvæmt samningi
auðvitað kært þá skattheimtu
fyrir dómstólum, sem vel getur
tekið mörg ár að skila áliti.
Engu að síður er hér um mikla
framför að ræða:
1) Athygli alþjóðar hefur loks
verið vakin á því hróplega
ranglæti, sem fyrri samningar
reyra okkur við.
2) Safnað hefur verið vel unnum
gögnum, upplýsingum og lög-
fræðilegum álitsgerðum, sem
samningamenn okkar virðist
hafa skort átakanlega bæði
1966 og 1975.
3) Álhringurinn hefur orðið ber
að misferli í viðskiptum, og um
leið er ljóst, að afkorna ál-
bræðslunnar hefur verið mun
betri á liðnum árum en bók-
haldið bar vitni um. Slíkt
styrkir mjög kröfur okkar um
leiðréttingu á orkuverði og þá
þumalskrúfu á ekki að losa,
fyrr en samið hefur verið um
stórhækkað raforkuverð.
Það skiptir litlu máli, hvort
Hjörleifur Guttormsson stendur
eða fellur með þessu máli, sem
hann bar þó gæfu til að upplýsa
fyrstur manna. Aðalatriðið er, að
við stöndum saman sjálf, hver ein-
asti einn. Það, sem máli skiptir, er
ekki að semja, hvað sem það kost-
ar, heldur að semja ekki af sér
einu sinni enn.
Landverðir og leiðsögumenn
leggjast gegn rallkeppni
Félög landvarða og leiðsögumanna hafa lagst gegn því að leyfi verði veitt
fyrir stóru alþjóðlegu rallkeppninni, sem fyrirhugað er að halda á íslandi í
haust. Telja þessi félög að keppnin hefði í Tör með sér neikvæða landkynn-
ingu og að viðkvæm náttúra hálendisins, sem þegar liggur undir stjórnlitlum
átroðningi ferðamanna, að þeirra sögn, þoli ekki það aukaálag sem á hana
yrði lagt með þessari keppni.
Frá blaðamannafundi félags landvarða og leiðsögumanna, sem lagst hafa
gegn því að leyfi verði veitt fyrir því að hér á íandi verði háð alþjóðleg
rallkeppni seinnihluta sumars. Morisunblaftift. Ol.K.M.
Á blaðamannafundi félaganna
tveggja var sagt að fyrirhuguð
keppnisleið lægi um flestar há-
lendisslóðir landsins, og að ekki
hefði áður verið ekið um Arnar-
vatnsheiði, Vesturöræfi og Brúar-
öræfi. Keppnin væri auk þess af
annarri stærðargráðu en þær
keppnir sem hér hefðu verið
haldnar til þessa, og með því að
leyfa keppnina væri tekin áhætta
á náttúruspjöllum, sem ugglaust
yrðu óbætanleg. Þannig Iægi gróð-
ur á Arnarvatnsheiði víða undir
skemmdum af völdum þeirrar um-
ferðar, sem þar er fyrir, og því
mundi rallkeppnin ekki bæta úr
skák. Efuðust fundarmenn um að
keppendur myndu geta fylgt
merktum slóðum, miklar líkur
væru á að þeir myndu villast og
jafnframt væri sú hætta fyrir
hendi að þeir myndu stytta sér
leið og aka utan vegar ef þeir
mættu bílum og hafurstaski ann-
arra ferðalanga á þröngum vegar-
slóðum hálendisins, enda leyfðu
reglurnar útafakstur af þessu
tagi.
Forsvarsmenn félaganna
tveggja sögðu að engin heildar-
stefna í íslenzkum ferðamálum
hefði enn litið dagsins ljós. Stjórn-
leysi, skipulagsleysi, skortur á að-
stöðu fyrir ferðamenn, akstur
utan vega, fjárvana landvarzla,
átroðningur ferðamanna, skipu-
lagslausar hópferðir útlendinga,
væru atriði er einkenndu ferðamál
á hálendinu nú sem fyrr. Kváðust
þeir óttast að þessa mundi gæta í
enn ríkari mæli með tilkomu nýrr-
ar bílferju, og sögðu að árum sam-
an hefði árangurslaust verið bent
á stefnuleysið í þessum málum.
Þá sögðu fundarboðendur að
hingað til hefði verið of mikið um
neikvæða landkynningu erlendis,
sem valdið hefði því að ferðamenn
sem hingað hefðu komið á eigin
vegum, hefðu verið uppfullir af
röngum hugmyndum um íslenzka
náttúru og umgengni við landið.
Gefnir hefðu verið út bæklingar á
vegum Ferðamálaráðs, sem dreift
hefði verið í útlöndum, þar sem
dregin væri upp sú mynd af land-
inu, að það væri ævintýraland
fyrir ökumenn og fólk í leit að
svaðilförum. Gegn þessari stefnu
hefðu landverðir og leiðsögumenn
unnið með litlum árangri. Fyrir-
huguð rallkeppni ýtti frekar undir
neikvæða landkynningu af þessu
tagi.
„Enginn getur áætlað áhrif
þeirrar landkynningar, en víst er,
að hún gæti haft gífurlega skaðleg
áhrif á hið máttvana uppbygg-
ingarstarf, sem nú er unnið í ís-
lenzkri ferðaþjónustu. Það vekur
því furðu, hve skammsýn viðhorf
ferðaskrifstofuaðila eru, sem
st.vðja þessa keppni, sé ofangreint
haft í huga. Einnig má benda á
þau sterku peningaöfl, sem standa
að baki þessarar keppni. t.d. Eim-
skip, Farskip, Flugleiðir og Arnar-
flug, sem virðast hugsa meira um
skjótfenginn stundargróða en
langtíma skynsamlega ferða-
stefnu, sent skilar margfalt meiri
hagnaði, þegar stundir liða.“ segir
m.a. í tilkynningu, seni dreift var
á fundinum.
UT
20 - 50% af sláttur
af gjafavörum
og húsgögnum
SALA
ATH.:
Opiö til kl. 12
laugardag,
síöasti dagur
útsölunnar.
%
KRISTJflfl
SIGGGIRSSOfl HF.
LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SIMI 25870