Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 5 Ragnar Kjartansson sýnir gestum aðstöðuna í Stúdíó Glit, en á stallinum er fyrsta höggmyndin sem hann hefur gert, Leirkerasmiðurinn, sem er gerð fyrir Iðnaðarbanka íslands. Ljósmynd Mbl. EBB. Glit 25 ára: Opna stúdíó fyrir listamenn Fjölmargar nýjungar á döfinni hjá Glit Á ÞESSU ári eru liðin 25 ár frá því Glit hf. hóf starfsemi sína í gamla bænum í Reykjavík. Á þessum 25 árum hefur fyrirtækið komið víða við og framleitt listmuni og nvtjahluti fyrir innlendan markað og til útflutnings. Listiðnaður dafnar gjarnan vel á íslandi en almenningur fjárfestir yfirleitt mikið í list- og listiðnaði. Glit hefur notið góðs af þessari undirstöðu. Glit mun minnast 25 ára afmælisins með margvíslegum hætti. Nýlega var forralega opnuð sérstök listamannavinnustofa þar sem listamenn geta fengið aðstöðu að vinna meiri háttar listaverk í steinleir eða keramik. Fyrstur lista- manna til að nota þessa aðstöðu er Ragnar Kjartansson myndhöggvari, en Ragnar var einmitt einn af stofnendum Glits og brautryðjandi í þessari listgrein á Islandi. t>á mun fyrirtækið setja á markað nokkrar nýjungar í framleiðslu og fleira verður gert sem verður tilkynnt síðar á árinu. Fyrsta verkefni Glits í tilefni af 25 ára afmælinu er að opna umrætt listamannastúdíó. Þar eiga lista- menn að geta fengið aðstöðu til að gera verk í steinleir og keramik. Hér er fyrst og fremst um að ræða verk eins og skúlptúr og veggskreytingar. Einnig koma til greina önnur verk, listaverk eða nytjamunir. Hugmynd- in er að listamaðurinn hafi aðgang að hinum stóru brennsluofnum Glits, glerungabanka, mótagerð og tækniráðgjöf varðandi leirtegundir og margt fleira. f stjórn Glits nú eru Gunnar J. Friðriksson, formaður, Snorri Pét- ursson, framkv.stjóri, Bjarni Jó- hannesson, verslunarstjóri, frú Guð- rún Sæmundsen og Davíð Sch. Thor- steinsson, framkv.stj. Framleiðslustjóri Glits er Páll Þ. Pálson og framkvæmdastjóri er Orri Vigfússon. Með inngöngu fslands í EFTA og samningum við Efnahagsbandalagið kom tækifæri til að flytja fram- leiðslu Glits á erlendan makað. Á sama tíma fengu svo, auðvitað, hundrað þúsund evrópskir framleið- endur tollfrjálsan aðgang að hinum íslenska markaði. Að þessum að- stæðum hefur Glit reynt að laga sig eftir beztu getu. 20—40% framleiðsl- unnar er nú flutt á erlendan markað og mikið fjör er í vöruþróun fyrir- tækisins. En til að standast sam- keppnina þarf fyrirtækið sífellt að koma með nýjar og nýjar hugmyndir á markaðinn. Helztu útflutningslönd eru nú Svíþjóð, Noregur, Tékkó- slóvakía og Þýzkaland. Þeir sem starfa nú að hönnunar- og vöruþróunarmálum fyrirtækisins eru Þór Sveinsson, leirkerasmiður, Eydís Lúðvíksdóttir, myndlistar- áðgjafi, Hulda Marísdóttir, leirkera- smiður, Magnea Hallmundsdóttir, myndhöggvari og Baldur Ásgeirsson mótasérfræðingur. Meðal ýmissa nýjunga frá Glit á undanförnum árum má nefna Stein- blómin á vösum, skálum, blómapott- um, lömpum og olíuljósum og ýmsa nytjamuni, krúsir og skálar, og með- al nýjunga hjá fyrirtækinu er að taka afsteypur af verkum eftir þekkta íslenzka listamenn. Ragnar við lágmynd sem hann hefur gert ásamt aðstoðarmönnum sfnum á höggmyndaverkstæði Glits þar sem íslenzkum listamönnum er boðið upp á góða aðstöðu. Lágmyndin heitir Lífshlaupið. geysivinsælu fermingarföt komin aftur Mjög hagkvæm lausn á fatnaöi fermingarstúlkna- og drengja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.